Morgunblaðið - 28.04.1987, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 28.04.1987, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 28. APRÍL 1987 Morgunblaðsskeifan 30 ára: Morgunblaðið/V aldimar Kristinsson Jóhann Þorvarður Ingimarsson á Ógnvaldi frá Krossi, bráðefnilegum fola undan Verðanda 947 frá Gullberastöðum. Verðlaunahafar Skeifukeppninnar, frá vinstri: Jóhann Þorvarður á Ógnvaldi, Ólafur Guðmundsson á Heiki, Guðrún Lárusdóttir á Agnar- ögn og Anna Sævarsdóttir með Eiðfaxabikarinn. Fyrrum skeifuhöfum var boðið til Skeifukeppninnar að þessu sinni. Þeir sem mættu, voru frá vinstri talið: Vignir Sigurðsson '86, Þór B. Guðnason ’85, Rúna Einarsóttir '84, Elín Rósa Bjarnadóttir ’83 (fyrst kvenna til að vinna skeifuna), Jón G. Halldórsson ’75, Guðmundur Jónsson '74, Sigurbjörn Ragn- arsson ’66, Bjarni Kristjánsson ’67, Haraldur Sveinsson ’61, Sigfús Guðmundsson ’60, Guðmundur Gfslason '63, Ragnar Hinriksson ’71 og Óskar Sverrisson ’76. Gunnar Bjaraason heiðursfélagi Grana fór Lokkadís hennar Ollu í Nýjabæ sigraði í B-flokki gæðinga á kostum í ræðu sinni og greinilegt að hann og að sjálfsögðu situr Olla hryssuna sjálf. er ekki dauður úr öllum æðum þótt kominn sé yfir sjötugt. Nýr hringvöllur tekinn í notkun á Hvanneyri Arnar Bjarnason hleypir hér Komma frá Selfossi. Hvanneyringar héldu á sunnudag- inn upp á Skeifudaginn þar sem tekin voru út tamningatrippin sem nemendur höfðu glímt við í vetur. Tilefnið til hátíðabrigða var meira nú en venjulega því þijátfu ár eru nú liðin frá því Morgunblaðsskeifan var afhent í fyrsta skipti. Þátttak- endur í Skeifukeppninni voru heldur færri nú en venjulega og má rekja það til verkfalls framhaldsskóla- kennara í vetur. Aðeins ellefu mættu til Ieiks nú, en venjulega eru þeir um tuttugu sem taka þátt í Skeifu- kepninni. Einnig var tamninga- tíminn styttri nú vegna verkfallsins svo trippin komu e.t.v. ekki eins vel fyrir og þau hefðu ella gert. Keppnin fór nú fram á nýjum velli sem byggður var nokkrum dög- um fyrir keppnina og var unnið fram á síðustu stundu við að gera hann nothæfan fyrir keppnina. Var völlur- inn vígður í uphafi keppninnar með því að Ingimar Sveinsson kennari reið fyrstur inn á völlinn, en hann gekk manna fremst í því að fá þenn- an völl. Allt fram að þessu hefur Skeifukeppnin farið fram á einhveij- um akvegi staðarins. Með tilkomu vallarins má segja að aðstaða til þjálfunar og keppni stórbatni á Hvanneyri og þó mörgum finnist hægt miða í þá átt að viðunandi aðstaða verði fyrir hendi þar þá dylst engum að allt er þetta upp á við. En sigurvegari í Skeifukeppninni varð að þessu sinni Jóhann Þorvarð- ur Ingimarsson frá Eyrarlandi á Héraði sem keppti á fola sem hann keypti gagngert í vetur til þess að temja fyrir Skeifukeppnina. Heitir hann Ógnvaldur og er frá Krossi í Lundarreykjadal og er hann undan Verðanda 947 frá Gullberastöðum og Stjömu frá Krossi. Jóhann Þor- varður hlaut 84,5 stig. í öðru sæti varð Ólafur Eggert Guðmundsson úr Kópavogi með 83,5 stig, en hann keppti á Heiki frá Úlfsstöðum sem er undan Frosta frá Kirkjubæ og Glennu frá Úlfsstöðum. í þriðja sæti varð Guðrún Lárusdóttir frá Kirkju- bæjarklaustri með 79 stig, en hún keppti á hryssunni Agnarögn frá Jaðri sem er undan Blakk frá Jaðri og Stjömu 3403 frá Jaðri. Viður- kenningu Félags tamningamanna hlaut Olafur Eggert Guðmundsson, sá sami og hafnaði í öðm sæti Skeifukeppninnar. Eiðfaxabikarinn, sem veittur er þeim nemanda sem stundar hest sinn og hirðir best, hlaut að þessu sinni Anna Sævars- dóttir, Höfn. Hún gat því miður ekki tekið þátt í keppninni þar sem hryss- an sem hún tamdi gekk ekki ein og eftir því sem segir í Skeifukeppnis- blaðinu var hryssan send til föður- húsanna þar sem aðeins má keppa á einu hrossi i Skeifukeppninni. Þá var haldin gæðingakeppni eins og venja hefur verið til undanfarin ár og sigraði þar í A-flokki gæðinga Blakkur frá Jaðri, eigandi og knapi Jón Finnur _ Hansson, með 7,85. Annar varð Úi 939 frá Nýjabæ með 7,82, eigendur Ólöf og Reynir, Nýjabæ, knapi Guðbrandur Reyhis- son. í þriðja sæti varð Alex sem Margrét Lilliendahl á, en Leifur Helgason sat, og hlaut hann 7,73 í einkunn. í B-flokki gæðinga sigraði Lokkadís frá Nýjabæ, eigandi og knapi_ Ólöf Guðbrandsdóttir með 8,10. í öðm sæti með 8,05 var Korg- ur frá Fljótsbakka eigandi og knapi Ásdfs Ingimarsdóttir og í þriðja sæti varð Móses frá Krossi, eigandi og knapi Jóhannes Steinsson með 7,94. í 150 metra skeiði náði bestum tíma Blakkur frá Jaðri á 16,2 sek., annar varð Úi 939 frá Nýjabæ á 19,4 sek. og í þriðja sæti varð Alex á 23,3 sek. Að lokinni keppni bauð Bænda- skólinn upp á kaffi og vom þar afhent verðlaun og ýmsilegt gert í tilefni þijátíu ára afmælis Skeifu- keppninnar. Öllum fyrrverandi skeifuhöfum var boðið og þeim sem mættu var afhent heiðursskjal og var fenginn til þess Gunnar Bjama- son sem er að segja má guðfaðir Skeifukeppninnar. Hélt Gunnar þmmandi ræðu áður en hann af- henti þessi heiðursskjöl og varð áheyrendum ljóst að þótt Gunnar sé kominn yfir sjötugt hefur hann ekki misst neitt af þeim mikla eldmóð sem brýst alltaf fram hjá honum þegar hann talar, skrifar eða hugsar um íslenska hestinn sem hann elskar og dáir og hefur lengi gert. í samtali við „Hesta" rifjaði Gunnar upp hvemig það bar til að byijað var á Skeifukeppninni, en hann átti hug- myndina að þessu og honum sagðist svo frá: „Það var eftir Landsmótið á Þingvöllum 1950 sem mér varð ljóst hversu mikil ítök íslenski hest- urinn átti í þjóðinni á þessum tíma þegar ýmsir höfðu spáð því að senn myndi hann heyra sögunni til með tilkomu allrar þeirrar vélvæðingar sem tröllreið öllu á þessum tíma. Hestamenn sögðu að ekki væri hægt að kenna hestamennsku því þetta þyrfti að vera mönnum meðfætt, annaðhvort væru menn hestamenn eða ekki og væm þeir það ekki þýddi ekki fyrir þá að hugsa meira um það. í mínu starfi bæði sem kennari og hrossaræktarráðunautur hafði ég alltaf treyst á það sem ég hafði lært, en ekki á gáfur mínar. Ég hafði lesið ýmislegt sem viðkom reið- mennsku í erlendum bókum sem þó var ekki sniðið að íslenska hestinum og fjölhæfni hans. Eftir sýninguna á Þingvöllum 1950 ákvað ég að reyna þetta á strákunum á Hvann- eyri og var það þjálfun byggð á sálfræðilegri þekkingu, þ.e. við reyndum að skilja sálfræði hestanna og miða tamninguna út frá sálfræði hestanna en ekki sálfræði manna. Þessu var vel tekið af nemendum en ekki var hægt að segja það sama um skólastjóra og ráðsmann. Þó létu þeir sig þola þetta vegna þess hversu mikinn áhuga nemendur sýndu þessu, en hinsvegar töldu þeir þetta langt frá því að vera menningar- auka. Um þessar mundir las ég í Morg- unblaðinu að blaðið væri að veita knattspymumönnum og öðrum íþróttamönnum hin ýmsu verðlaun svo ég fékk þá góða hugmynd sem ég viðraði við þá Valtý Stefánsson og Sigurð Bjamason ritstjóra blaðs- ins. Skemmst er frá því að segja að þeir tóku vel í þessa hugmynd og 4. maí 1957 var fyrsta Skeifukeppn- in haldin og mætti þar frá Morgun- blaðinu Vignir heitinn Guðmundsson blaðamaður, sem var mikill áhuga- maður um framgang þessa máls og fyrsti ritstjóri Hestsins okkar, og var hann í dómnefnd ásamt þeim Símoni Teitssyni og Páli Sigurðssyni sem báðir em látnir. Þegar ég svo kvaddi þá Valtý og Sigurð ritstjóra eftir þesar góðu undirtektir þeirra sagði ég: „Þið vit- ið að flestir piltamir á Hvanneyri eru komnir af framsóknarheimilum og finnst ykkur ekki gaman að einn þeirra fari á hveiju ári merktur Morgunblaðinu?““ Til merkis um það hversu sumir vom mótfallnir hestamennsku á þessum ámm nefndi Gunnar í ræðu sinni að eitt sinn hafi kunnur bænda- höfðingi fært það í tal við Steingrím þáverandi búnaðarmálastjóra að vandræðaástand væri að skapast á Hvanneyri þar sem Gunnar Bjama- son tæki flesta strákana og gerði þá vitlausa í hestamennsku og þetta eyðilegði þá sem góða bændur því þeir hugsuðu ekki um annað en hesta þegar þeir kæmu heim. Síðast í ræðu sinni varaði svo Gunnar hina ungu hestamenn sem á hann hlýddu við tölvunni sem óðum er að ryðja sér til rúms í hrossaræktinni. Brýndi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.