Morgunblaðið - 28.04.1987, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 28. APRÍL 1987
37
Siglufjörður:
Opnuð tilboð í sjó-
vamargarð og götur
Siglufirði.
SIGLUFJARÐARBÆR bauð ný-
lega út jarðvegsskipti og lagn-
ingu slitlags á 3,3 km af
gatnakerfi bæjarins og gerð nýs
sjóvarnargarðs í Hvanneyrar-
krók. TOboð hafa verið opnuð í
bæði þessi verk.
un 8.880 þúsund krónur. Lægsta
tilboðið var frá Rein sf, 7.987 þús-
und krónur, sem er 89,9% af
áætlun. Stefán Guðmundsson bauð
8 milljónir (90,1%), Guðmundur
Guðmundsson 8,3 milljónir (93,6%)
og. Norðurverk 8.863 þúsund kr.
(99,8%). Tvö tilboð voru yfir kostn-
aðaráætlun. Bergá bauð 12.025
þúsund krónur sem er 35,4% yfír "
áætlun og Hagvirki 16.644 þúsund
krónur, sem er 87,4% yfír kostnað-
aráætlun.
Matthías
Eigendur Ábendis sf. eru þær Þórunn Felixdóttir ráðgjafi og kenn-
ari, Nanna Christiansen ráðgjafi og kennari og Ágústa Gunnarsdóttir
sálfræðingur.
Náms- og starfsráð-
gjöf fyrir einstaklinga
NÝLEGA tók til starfa í artími skrifstofunnar er frá kl.
Reykjavík nýtt fyrirtæki, Ábendi
sf., sem sérhæfir sig i náms- og
starfsráðgjöf fyrir einstaklinga
og ráðningarþjónustá og ráðgjöf
við starfsmannahald.
9—15 alla virka daga.
(Úr fréttatilkynningu)
Tvö tilboð bárust í götumar og
voru bæði langt yfír kostnaðaráætl-
un, sem var tæpar 26,9 milljónir
kr. Lægra tilboðið var frá Króks-
verki á Sauðárkróki, 37,1 milljón,
sem er 10,2 milljónum kr. eða 38%
yfír kostnaðaráætlun. Hærra tilboð-
ið hljóðar upp á 39,6 milljónir, sem
er 47% yfír áætlun.
Sex tilboð bárust í gerð sjóvam-
argarðsins. Þar var kostnaðaráætl-
Skagaströnd:
Afli netabáta góður
Hugmyndin_ að baki náms- og
starfsráðgjöf Ábendis er komin frá
bandarískum háskólum, m.a. há-
skólanum í Minnesota, og byggist
á því viðhorfí að einstaklingar séu
ólíkir og að hver maður þurfi að
fínna sfna réttu hillu í lffínu til að
geta notið sín til fulls.
Náms- og starfsráðgjöf Ábendis
hentar þeim sem standa frammi
fyrir náms- eða starfsvali, þeim sem
vilja breyta til eða fá staðfestingu
á að þeir séu á réttri braut.
Ráðningarþjónusta Ábendis
byggist á sömu hugmyndum og
náms- og starfsráðgjöfín. Til að
tryggja sem bestan árangur við
ráðningar notar Ábendi m.a. áhuga-
sviðsábendið SCII, það eina sinnar
tegundar sem staðlað er á íslandi,
auk hæfnisprófa í vélritun, uppsetn-
ingu bréfa og íslensku.
Skagaströnd.
ALLGÓÐ veiði hefur verið hjá
netabátum sem landað hafa hér
að undanförnu. Hefur aflinn ver-
ið frá 4-17 tonnum á dag sem
telst gott hér um slóðir í net.
Nokkrir bátar stunduðu neta-
veiðar héðan fyrir páska og fískuðu
vel. Þótti mörgum sjómanninum
slæmt að þurfa að draga netin upp
um páskana í góðu fískiríi. Nú eft-
ir páskana hefur verið góð veiði
áfram eða allt upp í 17 tonn á dag,
en algengt er að bátamir séu með
um 7 tonn á dag. Þrfr Skagastrand-
arbátar stunda veiðamar nú og
þrír til fjórir aðkomubátar. Afla
aðkomubátanna er ekið héðan til
heimahafnar þeirra en afli heima-
bátanna er saltaður hér hjá tveimur
söltunarstöðvum, Vík sf. og Hóla-
nes hf.
Ó.B.
Hafnarfjörður og Garðabær:
Aðalfundiir skóg-
ræktarfélagsihs
Aðalfundur Skógræktarfélags
Hafnarfjarðar og Garðabæjar
verður haldinn i Góðtemplara-
húsinu í Hafnarfirði í kvöld,
þriðjudaginn 28. apríl, klukkan
20,30. Auk venjulegra aðalfund-
arstarfa mun Kristján Ingi
Gunnarsson, garðyrlgustjóri i
Hafnarfirði, ræða um garðyrkju
og ræktunarmál og svara spurn-
ingum fundargesta að þvi loknu.
Nú á þessum vordögum bretta
allir ræktunarmenn upp ermamar,
ýmist við að fegra sitt nánasta
umhverfí, auka gróður og skjól í
görðum, eða við að græða upp bolt
og mela. Á síðustu ámm hefur
mikið áunnist í uppgræðslu fyrir
ofan Hafnarfjörð og Garðabæ en
verkefnin em óþijótandi. Hvert sem
litið er blasa við blásin börð, sem
em eins og hrópandinn í eyðimörk-
inni og bera vitni um aldalanga
áþján og gróðueyðingu.
Einstaklingar og fyrirtæki auk
skógræktarfélagsins sjálfs hafa á
undanfömum ámm plantað út í
stór svæði og áður en langir tímar
líða munu þau taka stakkaskiptum,
skiýðast skógi, sem breytir um-
hverfínu í unaðsreiti gróðurs og
skjólsælla lunda. Þessu verki þurfa
sem flestir að leggja lið og með það
f huga, að margar hendur vinna
létt verk skulu félagar í skógrækt-
arfélaginu og aðrir ræktunarmenn
minntir á fundinn f kvöld.
(Fréttatilkynning).
Eigendur Ábendis em þær
Ágústa Gunnarsdóttir, MA í sál-
fræði, en hún hefur hlotið sér-
fræðimenntun á sviði starfsráðgjaf-
ar í Minnesota, USA, Nanna
Christiansen, kennari og ráðgjafí,
sem annast daglegan rekstur
Ábendis, og Þómnn H. Felixdóttir,
Verslunarskólakennari ográðgjafí.
Ábendi sf. er til húsa á Engja-
teigi 7 (gegnt Hótel Esju). Opnun-
Valborgar-
messufagnaður
íHveradölum
ÍSLENSK-SÆNSKA félagið efn-
ir til árlegs Valborgarmessu-
fagnaðar í Skiðaskálanum i
Hveradölum 30. apríl nk. og
hefst hann kl. 19.30. Veislustjóri
verður Árni Björnsson þjóðhátta-
fræðingur og stjómar hann
almennum söng undir borðum,
en hátíðarræðuna til vorsins flyt-
ur Hjálmar W. Hannesson sendi-
ráðunautur.
Viðar Gunnarsson ópemsöngvari
skemmtir með söng við undirleik
Selmu Guðmundsdóttur, eftir borð-
hald verður tendrað Valborgar-
messubál að vanda, og stendur
Rúnar Bjamason slökkviliðsstjóri
fyrir því, en loks er svo Reynir Jón-
asson á staðnum við hljóðfærið
fram eftir nóttu.
Þátttöku þarf að tilkynna í síma
10024 í síðasta lagi fyrir hádegi á
miðvikudag. Langferðabflar fara
frá Hlemmi kl. 19.00 á fímmtudags-
kvöld og f bæinn aftur að skemmtun
lokinni.
(Fréttatilkynning)
Helstu söluaðilar: Bókaversl. JónasarTómassonar Isafirði • Bókaversl. Þórarins StefánssonarHúsavík* Bókval Akureyri • E.Th.
Mathiesen Hafnarfirði • Fjölritun s.f. Egilsstöðum • Kaupfél. Árnesinga h.f. Selfossi • Kjarni Vestmannaeyjum • Penninn Hallarmúla
OMRON AFGREIÐSLUKASSAR
VERÐFRÁKR. 20.900.-
MINNI FYRIRHÖFN - MEIRIYFIRSÝN
Yfir 60% af seldum afgreiðslukössum á íslandi á
síðasta ári voru af gerðinni OMRON.
OMRON afgreiðslukassarriirfást í yfir 15
mismunandi gerðum, allt frá éinföldum kössum upp
í fullkomnartölvutengdarafgreiðslusamstæður:
Þeir eru því sniðnir fyrir hvers kortar verálunar- -
rekstur., eru búnir sjálfvirkri tölvuútskrift, veita
möguleika á stækkun og stuðla að meiri yfirsýmog
markvissari rekstri. Þess vegna finnurðu OMRON
afgreiðslukassa í íslenskum sjoppum, bakaríum,
sérverslunum, stórmörkuðum, veiting'ahúsum,
sundlaugum - já, víðar en nokkra.-aðra
afgreiðslukassa.
Hverfisgötu 33 - Sími 91
-623737