Morgunblaðið - 28.04.1987, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 28.04.1987, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 28. APRÍL 1987 Minningartónleikar um Jean- Pierre Jacquillat eftir Gunnar Egilsson Á þeim tæplega 40 árum sem Sinfóníuhljómsveit íslands hefur starfað hafa liðlega eitt hundrað hljómsveitarstjórar stjómað henni á tónleikum, við hljóðritanir og við óperuflutning. Hver þessara manna hefur átt sinn þátt í því að móta hljómsveitina og gera hana að þeirri ágætu hljómsveit sem hún er í dag og iandsmenn allir geta verið stoltir af. Það ligg- ur í augum uppi að áhrifa þeirra sem vinna með hljómsveitinni gætir því meira sem þeir vinna lengur með henni og hefur hljóm- sveitin átt því láni að fagna að njóta leiðsagnar nokkurra manna sem hafa dvalið hér nógu lengi til þess að marka afgerandi spor. Einn þessara manna var Jean-Pierre Jacquillat, sem kom hingað fyrst árið 1972 og stjóm- aði sem gestastjómandi á árunum fram til ársins 1980 að hann var ráðinn aðalstjómandi hljómsveit- arinnar. Þeirri^ stöðu gegndi hann til vors 1986. Óhætt er að fullyrða að stórstígustu framfarir í leik Sinfóníuhljómsveitar íslands hafa „Þrátt fyrir það að Jacquillat ferðaðist viða um heim starfsins vegna og dvaldist um lengri eða skemmri tíma í ýmsum löndum hafði hann bundist Is- landi sterkustum böndum og leit á það sem sitt annað föður- land. Hér hafði hann eignast fjölda vina og hér vann hann með hljómsveit sem hann hafði mikið dálæti á.“ orðið einmitt á þessum árum. Kemur þar margt til; gífurlegar framfarir í leik hljómsveitar- manna með aukinni tónlistar- menntun, stóraukinn skilningur þeirra á eðli hljómsveitarleiks og þeirra krafna sem því starfi fylgja, aukin þekking á ólíkum stílbrigð- um tónverkanna og öguð vinnu- brögð, sem allir hljómsveitarstjór- ar sem starfað hafa með hljómsveitinni telja vera meira áberandi hjá hljómsveitinni okkar en flestum þeim hljómsveitum sem þeir þekkja til. Í allri þessari uppbyggingu átti Jacquillat sinn dijúga þátt og fyrir það naut hann virðingar og vináttu hljóm- sveitarmanna allra. Hvað gerir hljómsveitarstjóri? Breytir nokkru þó hann sé ekki? Stendur maðurinn ekki bara fyrir framan hljómsveitina og veifar sprota? Þessar og þvílíkar spurn- ingar eru oft lagðar fyrir hljóm- sveitarfólk. Hljómsveitarstjóri þarf að vera ótrúlega mörgum kostum gæddur til þess að geta náð fram því besta sem í hljóm- sveitum býr, hann þarf að vera vandvirkur, krefjandi en þó um leið hvetjandi, þolinmóður, vinna skipulega, gjörþeklqa tónverkin, vita hvers má kreljast af hveiju hljóðfæri hljómsveitarinnar, vera öruggur í öllum sínum leiðbeining- um á æfíngum og bendingum á tónleikum, en fyrst og síðast verð- ur hann að vera mannþekkjari, því „hljóðfærið" sem hann er að íeika á samanstendur af allt upp í 80 næmum mannverum sem starfa að listsköpun undir gífur- legu álagi undir stjóm hans. Alla Jean-Pierre Jacquillat þessa kosti hafði Jacquillat til að bera eins og leikur híjómsveitar- innar undir hans stjóm sannaði. Það var með söknuði að hljóm- sveitin kvaddi hann á lokatónleik- um síðasta starfsárs, því hann hafði unnið hug og hjörtu sér- hvers hljóðfæraleikara hljómsveit- arinnar. Þrátt fyrir að Jacquillat ferðað- ist víða um heim starfsins vegna og dvaldist um lengri eða skemmri tíma í ýmsum löndum hafði hann bundist fslandi sterkustum bönd- um og leit á það sem sitt annað föðurland. Hér hafði hann eignast fjölda vina og hér vann hann með hljómsveit sem hann hafði mikið dálæti á. Hið skjmdilega fráfall hans í ágústmánuði sl. snart alla tónlistamnnendur mikið en hljóm- sveitarfólkið þó mest, því það sá ekki aðeins á bak góðum hljóm- sveitarstjóra heldur einnig ein- lægum vini. Þann 30. aprfl kl. 20.30 efna nokkrir nánustu samstarfsmenn og vinir Jacquillat úr röðum tón- listarmanna til minningartónleika í Bústaðakirkju um hann þar sem flutt verða verk eftir Beethoven, Schumann, Debussy, Messiaen og César Franck. Afangi í um- ferðarmálum Arthur Dunkel fjallar um GATT -viðræðurnar eftir Valgarð Briem Það verður að teljast til gleðitíð- inda að Alþingi íslendinga tókst að ljúka afgreiðslu nýrra umferðarlaga fyrir þinglok. Gefur það tilefni til hamingju- óska til allra þeirra sem þau lög snerta, en þeir eru ófáir. Vitanlega eru ekki allir ánægðir með öll ákvæði þessara laga og margir telja að margt hefði þar farið betur á annan veg. Umferðín er nú einu sinni það málefni sem einna flest gefur ágreiningsefnin. Það sanna m.a. þeir §ölmörgu árekstrar þar sem hvor aðili er sannfærður um að hinn beri sökina. Nú er fjarri því að undirrituðum þyki allt gott sem nýju umferðarlög- in kveða á um, en um það er ekki að sakast. Nú skal snúa bökum saman og nýta það sem unnist hef- ur-. Á því sviði eru mikil verkefni óunnin. Sérstaklega er nú aðkallandi að kynna lögin vel meðal almennings og einstakra hópa sem þau snerta sérstaklega, jafiiframt því sem hefj- ast verður handa um gerð þeirra reglugerða sem lögin mæla fyrir um. Reglugerðarsmíð er vandaverk Valgarð Briem og varðar miklu að þar takist vel til. Umferðarráð mun nú beita sér fyrir þessu tvennu og heitir sem fyrr á góða samvinnu við alla veg- farendur, unga sem aldna. Höfundur er formaður Umferðar- ráðs. ARTHUR Dunkel, aðalfram- kvæmdastjóri GATT (Hins almenna samkomulags um tolla og viðskipti), er væntanlegur hingað til lands ásamt aðstoðar- manni sinum, Arif Hussain, og munu þeir dvelja hér dagana 3.-6. mai nk. í boði Landsnefnd- ar Alþjóða verzlunarráðsins. Arthur Dunkel er svissneskur ríkisborgari, fæddur árið 1932. Hann lauk námi f hagfræði frá háskólanum í Lausanne í Sviss 1956, en þá hóf hann störf við við- skiptadeild fjármálaráðuneytisins í Bem. Innan ráðuneytisins starfaði hann sem yfírmaður málefna OECD og þróunarlandanna ásamt því að vera fastafulltrúi svissnesku ríkis- stjómarinnar hjá GATT. Árið 1976 varð hann fulltrúi stjómarinnar í viðskiptasamningum þ.á m. í Tókýóviðræðunum. Árið 1980 tók hann við aðalframkvæmdastjóra- starfí hjá GATT. Á hádegisverðarfundi, mánudag- inn 4. maí í Átthagasal Hótels Sögu, mun hann fjalla um GATT-viðræð- umar sem eru nýhafnar og framtíð ftjálsra viðskipta. Mánudaginn 4. maí: 11:45—12:00 Mæting í Átthagasal Hótels Sögu 12:00—12:40 Hádegisverður í Átt- hagasal 12.40—13:00 Ræða Dunkels: „The GATT: It’s Strength and Weaknesses“. 13:00-13.45 Ifyrirspumir. Þessar nýju viðræður em ólíkar þeim fyrri, þar sem reynt verður að ná samkomulagi um viðskipti, sem gerð hafa verið á undanfömum ámm á svokölluðu „gráu svæði" samanber sjálfviljugar útflutnings- hömlur; landbúnðarvömr og vefn- aðarvörur. Líklegt er talið að umræðan um þjónustuviðskipti verði bitbein aðildarþjóðanna í þess- um viðræðum, þar sem löndin skiptast mjög í tvo hópa, annars vegar þjóðir sem byggja afkomu sína mikið á hvers konar þjónustu- viðskiptum, og hinsvegar þjóðir sem óttast það að verða undir í sam- skiptum við öflug erlend þjónustu- fyrirtæki. Fundurinn er opinn öllum. Arthur Dunkel aðalfram- kvæmdastjóri GATT. Sinfóníutónleikar Tónlist Egill Friðleifsson Háskólabíó 25.4. ’87 Flytjendur: Sinfóníuhljóm- sveit íslands Sijómandi: Arthur Weisberg Efnisskrá: O. Kentish — „Myrkraverk” H. Berlioz — Kamival í Róm, forleikur op. 9. G. Mahler — Sinfónía nr. 5 í cís-moll. Það var ekki sérlega vel til fundið að setja tónleika Sinfóníu- hljómsveitarinnar á kosninga- daginn 25. apríl. Fólk var uppteknara af landsmálunum en heimslistinni. Þrátt fyrir áhuga- verða efnisskrá flykktust menn aðeins á kjörstað, ekki í Há- skólabíó. Þó hefði verið kjörið að Iyfta huga og sál úr pólitísku dægurþrasi um stund og leita á vit listarinnar. Mahler hljómar nú ekki á hveijum degi á Islandi og misstu þar margir af sa- faríkri listrænni næringu. En sem sagt, tónskáldin máttu lúta í lægra haldi um hylli háttvirtra kjósenda þennan dag og ætti að kenna forráðamönnum hljóm- sveitarinnar þá lexíu að láta kjördag í friði í framtíðinni. Kon- sert og kosningar fara ekki saman. Annars var það nýtt verk eft- ir ungan Englending, Oliver Kentish, sem hljómaði fyrst um þunnskipaða bekki Háskólabíós sl. Iaugardag. „Myrkraverk" er titill tónlistarinnar og var samin árið 1983 fyrir blásarasveit Tón- listarskóla Ákureyrar. Þó titillinn sé skuggalegur er bjart yfir músíkinni. Verkið er lipurlega samið, þó ekki geti það talist frumlegt. Það byggist á tveimur stefjum og er það síðara sótt í safn séra Bjama Þorsteinssonar. Það var góðkunningi okkar, Art- hur Weisberg, sem leiddi hljóm- sveitina þennan kosningadag og skilaði „Myrkraverki“ án skugga. Þá heyrðum við „Kamival í Róm“ eftir Berlioz, litríkur og skemmtilegur forleikur og hér hressilega fluttur. Að lokum manaði Weisberg hljómsveitina til átaka í hinni viðamiklu 5. sinfóníu Gustavs Mahler. Sinfóníur Mahlers eru dýrt kveðnar og þar er sú fimmta engin undantekning. Þó tón- bálkurinn sé víða þykkur er stíllinn oftast tær og auðskilinn. Mörgum fínnst Mahler langdreg- inn, en sá er þessar línur ritar er ekki í þeirra hópi. Mahler gefur sér að vísu góðan tíma, en þeim tíma er vel varið. Það leggur hins vegar þá kvöð á flytj- endur að vanda sig við flutning- inn til að halda athygli háttvirtra kjósenda samtals í klukkutíma og kortér og verður ekki annað sagt en Weisberg hafi skilað góðu verki. Það væru ýkjur að segja að um hnökralausan flutn- ing hafi verið að ræða, en hljómsveitin átti víða ágæta spretti, ekki síst í hinum upp- hafna Qórða þætti, sem leið áfram í himneskri ró. Þetta eru fá orð um stórt verk. En það er nú einu sinni svona — tónlistin verður ekki útskýrð, aðeins no- tið. Arthur Weisberg Oliver Kentish
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.