Morgunblaðið - 28.04.1987, Síða 50

Morgunblaðið - 28.04.1987, Síða 50
50 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 28. APRÍL 1987 Jazz leikfimi: Tímar 2x í viku ásamt frjálsri mætingu í þolþjálf- un, allt að 6x í viku. 7 vikur kr. 3190.- ÞolþjíKun: Tímar fyrir konu og karla. Mætinga alltað 6xíviku. Mánaðarkort kr. 2100.- Innritun í síma 13880 kl. 16.00—22.0C ALVORU ÚTIHURÐIR Á islandl duga aðelns ALVÖRU ÚTIHURÐIR. Borgar slg að standa I endalausu vlðhaldl? Útlhurð áIslandi verður að geta staðið af sér rok, rigningu, snjó, frost, sandfok, sól o.fl., en það gera aðeins alvöru útihurðir. I sýnlngarsal okkar er glœsilegt úrval ALVÖRU ÚTIHURÐA, hurða sem byggðar eru ó áratuga reynslu okkar vlð framleiðslu útihurða fyrir okkar hörðu veðráttu. Velkomin I sýningarsal okkar að Kársnesbraut 98, Kópavogi, þar getið þið skoðað okkar glæsilega úrval i ró og næði. HYGGINN VELUR HIKO-HURÐ [¥THURÐAIÐJAN U LLLKX/Gd KÁRSNESBRAUT 98 - SÍMI43411 200 KÓPAV0GUR Vélsmiðjur Eigum til afgreiðslu strax Ercole vélsagir. G.J. Fossberg vélaverzlun hf. Skúlagötu 63 Símar 18560-13027 Lokaorð til Guðjóns Armanns Eyjólfs- sonar skólastjóra eftir Trausta Þor- steinsson ogJúlíus Kristfánsson Þriðjudaginn 14. apríl sl. birtist á síðum Morgunblaðsins enn ein grein eftir Guðjón Armann Ey- jólfsson skólastjóra Stýrimanna- skólans í Reykjavík um annars stigs skipstjómarbraut á Dalvík, ritsmíð sem vafalaust fáir lesa og auk þess enn færri skilja. Guðjón Armann Eyjólfsson kvartar undan köldum kveðjum frá okkur og sakar okkur um að hafa valið að tjúfa það trúnaðartraust sem hann bar til okkar. En í upp- hafí skyldi endinn skoða, Guðjón. Þú hófst tilskrifín og varla gast þú ætlast til þess að við sætum þegjandi undir þeim. Þú segir að í fyrri grein þinni hafír þú ekki vikið einu orði að skólastarfí á Dalvík en okkur er spum á hvem hátt er hægt að fjalla um annars stigs skipstjómarbraut á Dalvík án þess að flalla um skólastarfið þar? Rök menntamálaráðuneytis- ins og nefndar á Dalvík fyrir starfrækslu annars stigsins eru þau að góð reynsla sé af starf- rækslu fyrsta stigs þar. Um leið og þú gagnrýnir þessar niðurstöð- ur þá hlýtur þú að leggja nokkurt mat á þær. Hvort sem þú kallar þetta að lesa afturábak eða áfram breytir engu hér um. Þú gerðir fleira en að gagnrýna vinnubrögð menntamálaráðuneytisins, þú tókst einnig til umfjöllunar frétta- grein um sama mál sem við áttum þátt í að skrifa um málið. Ætlaðir þú ef til vill að segja eitthvað allt annað með skrifum þínum en raunin varð á? Það er furðuleg árátta sem sum- ir menn em haldnir sem að allra dómi eru vel af Guði gerðir, að grípa til skrifa á opinberum vett- vangi, án þess að gera sér grein fyrir markmiðinu. Og allra síst er þetta skiljanlegt á þessum tíma þegar senn líður að lokum vorann- ar skólaársins að skipherra móðurskipsins í sjómannafræðum okkar íslendinga skuii eyða dýr- mætum tíma í samningu þess- háttar ritverka, þegar allir lærifeður eru önnum kafnir við að búa nemendur sína undir loka- fræðsluna í þeim tilgangi að ná settu marki. Við það að eyða kröft- um sínum í það að reyna að hæfa okkur hér norður við Eyjafjörð með þessum púðurskotum gerir hann um leið bæði nemendum og kennurum við Dalvíkurskóla, nám- ið allt sem að sjómannafræðslu lýtur, tilgangslausara með þessum skrifum sínum. Það hefði einhvem tíma ekki verið tekið á slíkum lát- um með neinum vettlingatökum ef kallinn í brúnni æsti áhöfn sína til uppþota og óláta. Auðvitað er það byggðastefna, Guðjón Armann, að vilja mennta sjómenn annars staðar en á höfuð- borgarsvæðinu, eins og Dalvíking- ar vilja gera og varð kveikjan að þessum langhundum þínum að undanfömu. Það væri ekki í takt við tímann ef bömin á hjáleigunni mættu ekki læra að draga til stafs nema á sjálfu höfuðbýlinu. Þetta er löngu aflögð menntastefna. í skrifum þínum kemur einnig fram að Dalvíkingar hafa staðið vel að uppbyggingu fyrsta stigs og að þaðan hafa komið ágætlega undir- búnir nemendur. Þetta tekur þú undir og við teljum þetta einmitt sterkustu rökin fyrir starfrækslu annars stigs á Dalvík. Þú hefur mikið vitnað til al- þjóðasamþykkta og reglugerða í skrifum þínum. Það væri öllum mikill fróðleikur að endurtaka örlí- tið brot af því sem þú kemur inn á en þar segir orðrétt: „Ég vil því árétta að samkvæmt 10. grein samþykktar Alþjóðasiglingamála- stofnunarinnar um menntun, þjálfun, skilríki og varðstöðu sjó- manna á kaupskipum er heimilt að stöðva skip sem að áliti sérs- takra eftirlitsmanna samningsað- ila séu hættuleg mönnum, eignum og umhverfí. Undir þetta ákvæði fellur t.d. ef skipin eru ekki búin nægilega góðum sjókortum, tækj- um, búnaði eða ef yfírmenn og aðrir skipveijar framvísa skírtein- um sem að dómi aðildarríkja uppfylla ekki kröfur þeirra um menntun og þjálfun." Síðar segir að nefndin á Dalvík og mennta- málaráðuneytið ættu að kynna sér þessa samþykkt. Verða menn ekki við lestur slíkra skrifa margs vísari um menntun á 2. stigi sjómanna- fræðslunnar (fískimaðurinn) sem við höfum álitið að þú værir að skrifa um eða að minnsta kosti hefurðu sennilega hugsað þér að gera. Steininn tekur þó úr þegar þú víkur að stofnun Stýrimanna- skólans í Vestmannaeyjum. Þú efast um að stofnun skólans hefði gengið eins greiðlega í dag þó það kostaði vissulega baráttu þá. Já, þar hittirðu loksins í mark, þá varst það þú, Guðjón, sem sóttir á en viðsýnir menn á réttum stöð- ur.i sem mæltu með og studdu þig í baráttu þinni fyrir bættri mennt- un sjómanna á landsbyggðinni. En síðan reynir þú að draga fram sem rök máli þínu til stuðnings að menn sem luku 2. stigs prófí árið 1967 frá Stýrimannaskólan- um í Vestmannaeyjum þurfí nú að taka upp 9 greinar til að geta haldið áfram á þriðja stig. Er það nú óeðlilegt? Menn sem luku prófí fyrir 20 árum. Vænta má að skip- stjómarfræðslan hafí þróast á þeim tíma og nýjar kröfur og námsgreinar bæst inn í námið. Ert þú þar með einnig að segja að skólinn í Eyjum sé eki þess umkominn að sinna hlutverki sínu? Hér skautar þú á hálu svelli. Þú sem skólamaður veist að slíka rök- semd getur þú ekki borið fram fyrir sæmilega skynsamt fólk. Garðeigendur n AGRYL garödúkurinn tryggir öruggari uppskeru garöávaxta hvemig sem viörar. AGRYL vemdar gróöur gegn: Skordýrum Kulda Hrta Roki iVleðeinu símtali er hægt að breyta inn- heimtuaðferðinni. Eftir það verða áskriftar- gjöldin skuidfærð á viðkomandi greíðslu- kortareikning manaðariega SIMINNER 691140 691141

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.