Morgunblaðið - 28.04.1987, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 28.04.1987, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 28. APRÍL 1987 HVAÐ SEGJA ÞEIR UM ÚRSLITKOSNINGANNA ? DANFRIÐUR SKARP- HÉÐIN SDÓTTIR: Gleðst yfir góðu gengi okkar „MÉR er efst í huga gleði yfir góðu gengi Kvennalistans í þessum kosningum og þá sérstak- Íega að við skyldum eign- ast fulltrúa á þingi úr fleiri kjördæmum en áður,“ sagði Danfríður Skarphéðinsdóttir, þingmaður Kvennalistans i Vest- urlandskjördæmi. Danfríður sagði að Kvennalistinn á Vesturlandi hefði í raun rennt blint í sjóinn fyrir þessar kosning- ar, en greinilega fengið góðan hljómgrunn. „Við stefnum að því að gera okkar besta á Alþingi og þá sérstaklega varðandi málefni kvenna. Þar má til dæmis nefna launamisrétti, sem er brýnt að leið- rétta. Þá þarf einnig að gera átak í skólamálum og þjónustumálum landsbyggðarinnar." Danfríður Skarphéðinsdóttir er 34 ára kennari, ógift og bamlaus. KRISTIN EINARSDÓTTIR: Fólk vill nýjavíddí stjórnmál „ÉG er mjög ánægð með úrslit kosn- inganna hvað mig varðar, sem hluti af þeim hópi, sem bauð fram í nafni Kvennalist- ans. Mér þykir mjög ánægjulegt hve mikið fylgi Kvennalistinn fékk úti á landi eftir stuttan aðdraganda og und- irbúning. Það þakka ég miklu starfi frábærra kvenna," sagði Kristín Einarsdóttir, lífeðlis- fræðingur, og þingmaður Kvennalistans. Úrslitin almennt sýna að fólkið vill breytta áherzlu og nýja for- gangsröð verkefna. Fólk viil nýja vídd í íslenzk stjómmál. Það er ekki lengur hægt að flokka öll mál í hægri eða vinstri. Öllum er greini- lega holt að taka tiliit til þess, það er það sem fólkið vill," sagði Kristín Einarsdóttir. Margrét. Sighvatur. Margréti S. Frímannsdóttir odd- viti Stokkseyrarhrepps náði kjöri sem þingmaður Alþýðubanda- lagsins í Suðurlandskjördæmi og Sighvatur Björgvinsson fram- kvæmdastjóri er annar tveggja þingmanna Alþýðuflokksins á Vestfjörðum. Morgunblaðið náði ekki í þau í gær. Sex þingmenn náðu ekki endurkjöri SeX alþingismenn náðu ekki endurkjöri í.al- þingiskosningunum á laugardag. Fjórir voru á listum Sjálfstæðisflokksins, 1 á lista Framsóknar- flokksins og 1 á lista Alþýðuflokksins. 2 þing- menn féllu í Vesturlandskjördæmi, þeir Valdimar Indriðason, Sjálfstæðisflokki __ og Davíð Aðal- steinsson, Framsóknarflokki. I Norðurlandskjör- dæmi eystra féll Björn Dagbjartsson, Sjálfstæðis- flokki út af þingi. í Austurlandskjördæmi var Guðmundur Einarsson, fyrrum þingmaður Bandalags jafnaðarmanna, í kjöri fyrir Alþýðu- flokkinn, en skorti 7 atkvæði til að ná kjöri. Arni Johnsen, Sjálfstæðisflokki, náði ekki endur- kjöri í Suðurlandskjördæmi og Gunnar G. Schram, Sjálfstæðisflokki, komst ekki inn í Reykj- aneskjördæmi. Morgunblaðið ræddi við þessa fyrrum alþingis- menn í gær og fer álit þeirra á niðurstöðum kosninganna hér á eftir: DAVIÐ AÐ ALSTEINSSON: Fékk ekki nóg af at- kvæðum nú „ÉG ætlaði mér auðvitað aftur á þing. Hins vegar fékk ég ekki nóg af at- kvæðum til þess. Það verður bara að taka þessu eins og hverju öðru hunds- biti. Ég held það verði að minnsta kosti engin minningarathöfn í Stafholtskirkju," sagði Davíð Aðalsteinsson, fyrrum þingmað- ur Framsóknarflokksins í Vest- urlandskjördæmi. „Mér finnst útkoman úr þessum kosningum að mörgu leyti bölvað rugl. Það er mikið rót á fólki og mikill hluti kjósenda hugsar lítið um það hvemig á að stjóma landinu. Ég er auðvitað grautfúll yfir þessari útkomu og fínnst hún ósanngjöm. Nú sný ég mér að bú- störfum og það er annarra að taka ákvörðun um pólitískan frama rninn," sagði Davíð Aðalsteinsson. Guðmundur Einarsson: * Attum ekki á vísan að róa „ÉG vil byija á þvi að þakka öllum stuðn- ingsmönnum mínum fyrir frábært og óeigingjarnt starf í þágu Alþýðuflokks- ins. Nú vant- aði 7 atkvæði upp á að ald- arfjórðungs gamall múr yrði brotinn. í næstu kosningum mun þau ekki vanta, hvenær sem þær verða“ sagði Guðmundur Einars- son, fyrrum þingmaður BJ og frambjóðandi Alþýðuflokksins í Austurlands kjördæmi. „Það var ljóst frá upphafí að við Alþýðuflokksmenn áttum aldrei á vísan að róa á Austurlandi. Al- þýðuflokkurinn hefur ekki átt þar þingmann síðan kjördæmaskipan var breytt fyrir um það bil aldar- fjórðungi. Hins vegar var mjög vel unnið af alþýðuflokksfólki í kjör- dæminu í vetur og flokkurinn hefur styrkt stöðu sína verulega fyrir næstu átök hvenær sem þau verða næst. Við lýstum því yfír í upphafí kosningabaráttunnar að við ætluð- um að brjóta þennan múr og ná manni inn. Það tókst reyndar ekki, en segja má að múrinn hafi brotn- að, en við höfum líklega þurft einn dag í viðbót til að fella hann. Það, sem truflaði okkur á Austurlandi við uppbyggingu flokksins, var fjöldi framboða. Undirstaða okkar var ekki eins góð og hjá Alþýðu- flokknum í öðrum kjördæmum og því náðist minni árangur en víðast hvar annars staðar. Hvað varðar útkomuna yfír allt landið, höfðum við ástæðu til að ætla meiri fylgis- aukningu en raunin varð á, fengjum allt að 20% atkvæða. Skoðanakann- anir bentu til þess, en skýringar á því, hvers vegna svo varð ekki, hef ég ekki á reiðum höndum," sagði Guðmundur Einarsson. VALDEMAR INDRIÐASON: Úrslitin eru mikil von- brigði AUÐVITAÐ eru þessi úr- slit mikil vonbrigði. Ég átti ekki von á þessu, þrátt fyrir tilkomu Borgara- flokksins, sem fékk miklu meira fylgi, en ég bjóst við,“ sagði Valdemar Indriðason, fyrrum þingmaður Sjálfstæðis- flokksins f Vesturlandskjör- dæmi. „Það fólk, sem studdi okkur Sjálfstæðismenn, vann mjög vel, að minnsta kosti hér á Akranesi og útkoman má teljast sæmileg miðað við aðstæður. En svona kemur þetta upp úr kjörkössunum og á sér enga einstaka skýringu. Svona skyndileg uppákoma eins og stofnun Borgara- flokksins, hefur mikið fylgi til að byija með og flokkurinn naut enn samúðar fólks með Albert Guð- mundssyni, er kosið var. Hins vegar var ljóst frá upphafí að Kvennalist- inn hafði góðan byr og árangur hans kemur því ekki á óvart. Nú verðum við að sjá hvað setur við myndun nýrrar ríkisstjómar og framhaldið þar á eftir," sagði Valdemar Indriðason. BJORN DAGBJARTSSON: Ekki tilbú- inn til aðtjámig „EFTIR þessi úrslit er gott að hugsa sitt ráð í róleg- heitum. Ég er ekki tilbúinn til þess að tjá mig um afdrif min eða flokksins í heild að svo komnu máli,“ sagði Bjöm Dagbjartsson, fyrr- um þingmaður Sjálfstæðisflokks- ins í Norðurlandskjördæmi eystra. GUNNAR G. SCHRAM: Úrslitin eru mikil von- brigði „KOSNINGA- ÚRSLIT- IN sýna að þrátt fyrir þá alvarlegu at- lögu sem, gerð var til að kljúfa Sjálf- stæðisflokk- inn - f kosningunum, vann hann vamarsigur víða um land. Áður en S-listamenn klufu flokkinn, höfðum við fulla ástæðu til þess að vera bjartsýnir með úrslitin hér á Reykjanesi. 6. sætið var baráttusæti enda hafði flokkur- inn hvergi á landinu fengið betri útkomu í síðustu kosningum en þar, yfir 44% atkvæða,“ sagði Gunnar G. Schram, fyrrum þing- maður Reykjaness kjördæmis. En áhrif klofnings flokksins og þeirra miklu fylgisaukningar, sem kom skyndilega í kjölfar vonbæna forsætisráðherra, sem taldi sig fall- inn í kjördæminu, ollu því, að við urðum að sætta okkur við aðeins þijá þingmenn. Það voru mikil von- brigði. Eg er ekki í vafa um að Albertsmálið réði þar mestu og það hefði þurft að fá sína niðurstöðu löngu fyrir kosningar. Þá hefðu úrslitin orðið allt öðru vísi. En þrátt fyrir það þarf Sjálfstæðisflokkurinn að taka bæði stefnu sína og starfs- aðferðir, sem að mörgu leyti eru orðnar staðnaðar, til rækilegrar endurskoðunar í kjölfar þessa ósig- urs. Það er óhjákvæmilegt ef hann á að verða áfram það jákvæða for- ystuafl í málum þjóðarinnar, sem hann hefur ávallt verið. Framtíð hans sem stærsti flokkur þjóðarinn- ar byggist á því, að þar verði skynsamlegar ákvarðanir teknar í ljósi breytts þjóðfélags og nýrra tíma. Ég hef aldrei litið á þingmennsk- una sem æfíráðningu. Sfðustu fjögur árin hef ég starfað við að seija lög. Nú mun ég væntanlega taka til við að kenna lög við Laga- deild Háskólans á hausti komanda. Að lokum vil ég færa þúsundum sjálfstæðismanna um allt Reykjan- eskjördæmi beztu þakkir fyrir þá liðveizlu og stuðning, sem þeir veittu mér og öðrum frambjóðend- um í þessari baráttu," sagði Gunnar G. Schram. ARNIJOHNSEN: Hörmuleg úrslit fyrir • / „MÉR finnast úrslitin hörmuleg fyr- ir íslenzkt þjóðfélag i heild og þau veikja mjög stöðu Suður- landskjör- dæmis. Svona uppákomum eins og stofn- un Borgaraflokksins fylgir óhjákvæmilega upplausn, óvina- fagnaður og óvissa til tjóns fyrir alla. Aðför Borgaraflokksins að Sjálfstæðisflokknum heppnaðist ekki hvað sízt f Suðurlandskjör- dæmi, þar sem aðförinni var beinlínis beint að Vestmannaeyj- um. Þetta er í fyrsta skipti sem Vestmannaeyingar eiga ekki á Alþingi fulltrúa úr sfnum röð- um,“ sagði Árni Johnsen, fyrrum þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suður landskj ördæmi. „Ég hef lagt kapp á að vinna í
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.