Morgunblaðið - 28.04.1987, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 28.04.1987, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 28. APRÍL 1987 27 ÁRNIGUNNARSSON: Kosninga- baráttan ekki mál- efnaleg „Ég er án- ægður með úrslitin þó ég hafi vonast til þess að við næðum inn uppbótar- manni í Norðurlands- kjördæmi eystra," sagði Arni Gunn- arsson, ritsljóri og þingmaður Alþýðuflokksins. Ami sat á þingi fyrir Alþýðu- flokkinn frá 1978-1983. „Kosn- ingabaráttan nú einkenndist öðru fremur af því að málefnin fóru fyr- ir ofan garð og neðan en tekist var á um vissa menn. Þessi þróun er mjög háskaleg," sagði Ámi. „Ég ætla að leggja mesta áherslu á jafn- réttismál landsbyggðarinnar gangvart höfuðborgarsvæðinu, því þar er þörf aðgerða. Ríkjándi laun- amisrétti karla og kvenna þarf einnig að lagfæra. Ég vona bara að hægt verði að mynda hér ríkis- stjóm sem getur tekið á málum af festu og fylgt eftir þeim árangri sem hefur þó náðst í efnahagsmál- um. Von um viðreisnarstjóm er nú úr sögunni og verður að kanna aðrar leiðir." Ámi Gunnarsson er 47 ára gamall, kvæntur Hrefnu Filippusdóttur og eiga þau eina dóttur. ÞÓRHILDUR ÞORLEIFSDÓTTIR: Árangurinn er mjög ánægjulegur „Ég get auð- vitað ekki dæmt um það strax hvernig það er að vera þingmaður, en tilfinning- m er blendin. Ég átti alveg eins von á þessum ár- angri, þetta var alltaf möguleiki. Ég er hins vegar komin í vinnuna aftur í Þjóðleikhúsinu og hugsa fyrst og fremst um það núna að skila af mér frumsýningu 15. mái. Vorið og sumarið gefa síðan gott næði til undirbúnings og ég verð væntanlega reiðubúin til þing- starfa í haust,“ sagði Þórhildur Þorleifsdóttir, leikstjóri og þing- maður Kvennalistans. „Árangur Kvennalistans var mjög ánægjulegur, ekki sízt það hve langt konur náðu í öllum kjör- dæmum, þó þær næðu ekki kjöri. Þær fengu verulegan stuðning og árangurinn er því í raun meiri en þessi 6 þingsæti. Styrkur kvenna- listans hefur aukizt vemlega. Stefnuskráin og vinnubrögðin virð- ast henta konum það vel að þær tileinki sér þau áreinslulaust. Ég vona að stjómmálamenn átti sig á þessari ákveðnu kröfu, sem kom fram í kosningunum um breytta áherzlu og nýja forgangsröð verk- efna. Við þykjumst vita að meiri- hluta kjósenda okkar sé konur og finni hjá okkur farveg fyrir áhuga- mál sín á sviði stjómmála. Þjóðarflokkurinn og Borgara- flokkurinn, sem ég jafna reyndar engan veginn við Kvennalistann, fengu einnig talsverðan stuðning. Það er í raun áminning til gömlu fiokkanna fjögurra um að fólk leit- ar nýrra leiða og lausna, en kýs til þess mismunandi farvegi," sagði Þórhildur Þorleifsdóttir. JÓHANN EINVARÐSSON: Góðmál- efnastaða „ÉG er mjög ánægður með úrslit þessara kosninga. Góð málefnastaða og öguð kosn- ingabarátta undir stjórn formannsins skilaði sér mjög vel í Reykjanes- kjördæmi,“ sagði Jóhann Ein- varðsson, þingmaður Framsókn- arflokksins. „Ég er þokkalega ánægður með úrslit í öðrum kjördæmum miðað við aðstæður. Ég lít björtum augum á framtíðina hvað mig varðar, ég er reynslunni ríkari eftir að hafa setið á þingi og síðan fallið í kosn- ingum. Við munum leggja árherzlu á að varðveita þann árangur, sem stjórn Steingríms Hermannssonar hefur náð og taka á öðrum, sem hafa orðið að bíða,“ sagði Jóhann Einvarðsson. Sjá ennfremur bls. 65. Rafmagns oghona- lyftarar Liprirog handhægir. Lyftigeta: 500-2000 kíló. Lyftihæðupp í 6 metra. Mjóar aksturs- leiðir. Veitum fúslega allarupplýsingar. UMBODS- OG HEILDVEBSL UN BÍLDSHÖFÐA 16 SIML672444 SUMARÁÆTLUN 1987 ■FíX'M,‘&sSSÍa ..V <^LPRÍL & APRÍL 29 MAÍ 26 lOl J 1 ÚNÍ 6 JÚNÍ 23 JÚLÍ 7 1 [ÚLÍ 4 JÚLÍ 28 ÁGÚST x 4 ÁGÚST 18 ÁGÚST 25 SEPTEMBER 8 SEPTEMBER 15 SEPTEMBER 29 OKTÓBER 6 OKTÓBER 20 OKTÓBER 27 SOL OG SJOR Benidorm - hvíta ströndin á Spáni - þar finna allir eitthvað við sitt hæfi. Flestar ferðir eru að fyllast. Pantaðu strax og tryggðu þér sæti í réttu ferðina fyrir þig 26. maí - 3 vikur - Dæmi um verð: Hjón með tvö börn, verð frá kr. 26.200,- á mann. 29. apríl 4 vikur. Verð frá kr. 27.200. 29. apríl - 4 vikur - Sérstakur afsláttur fyrir eldri borgara. Mundu að Benidorm er einn sólríkasti staðurinn á Spáni. Þar mælast 306 sólardagar á ári. FERÐA Ce+itxal MIÐSTÖÐIINI IccmU AÐALSTRÆTI 9 ■ REYKJAVlK - S. 2 8 1 3 3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.