Morgunblaðið - 28.04.1987, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 28.04.1987, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 28. APRÍL 1987 43 Reiður ungair maður Kvikmyndir Arnaldur Indriðason Blue City. Sýnd í Tónabíói. Stjörnugjöf: ☆ Bandarísk. Leikstjóri: Mic- helle Manning. Handrit: Lukas Heller og Walter Hill eftir sögu Ross MacDonald. Framleiðend- ur: William Hayward og Walter HiU. Tónlist: Ry Cooder. Helstu hlutverk: Judd Nelson, Ally Sheedy. Á milli þess sem Walter Hill leikstýrir sjálfur þeim myndum sem hann hefur áhuga á með mestum ágætum yfirleitt, setur hann aðra í leikstjórasætið og gegnir starfi framleiðandans eða jafnvel handritshöfundarins á meðan. Það fer t.d. ekki hátt að hann var annar af framleiðendum geimhrollvekjunnar Alien árið 1979. Blue City, sem sýnd er í Tónabíói og hann skrifar handrit að með Lucas Heller og framleið- ir líka í samvinnu við William Hyward, sýnir aðeins að hann ætti helst ekki að láta neinn í leik- stjórastólinn nema sjálfan sig. Jú, hún sýnir líka að Pauline Kael hafði rétt fyrir sér þegar hún sagði um Næturvörðinn eftir Lil- iani Cavani, að konur geta líka gert slæmar myndir. Annars er það kannski ekki aðeins leikstjóranum Michelle Manning, sem er ein af fáum kvenleikstjórum í Hollywood, að kenna hvemig fer fyrir Blue City með þeim unglingastjömum Judd Nelson og Ally Sheedy í aðal- hlutverkum, því handritið er ómögulegt á stóram pörtum. Myndin er lítt athyglisverð form- úlumynd sem vantar rökrænt samhengi og það sem bráðvantar er tilfinning fyrir persónum og leikendum og efniviðnum frá upp- hafi til enda. Það er ekki tilfinning í þessari mynd frekar en tjaldinu sem hún er sýnd á. Dæmi um afdánkaðan húmor- inn og yfirborðsmennskuna er atriðið þegar Judd Nelson fréttir að faðir hans í myndinni hefur verið myrtur, en Nelson hafði ætlað að hitta og sættast við hann eftir fimm ára aðskilnað. Það eina sem hann hefur að segja er eitt- hvað á þá leið að hann sé búinn að ferðast alla þessa leið og þá þurfi kallinn endilega að vera dauður. Uppúr því á maður í mikl- um erfiðleikum með að skilja hvemig hann nennir að hefna föð- ur síns yfírleitt. Sögusviðið er smábær í Flórída þar sem hverskyns spilling á að viðgangast. Eina spillingin sem maður verður var við í „spillingar- bælinu" er spilavíti og það er ekkert til að roðna yfir. Það er mikið lagt uppúr því að sýna hetj- una Nelson brenna eitthvað einn síns liðs á stóra mótorhjólinu sínu, sem beið hans heima öll þessi ár eins og tryggur gæðingur, og Nelson er mikið að reyna að leika reiðan ungan mann í leit að föður- morðingja sínum og um leið fyndinn og kaldan töffara. Það fer einhvemveginn ekki saman í þessu tilviki. Hann kemst að því pabbi hans var plataður í hjónaband af fólki sem svo tók yfir eignir hans og Nelson einbeitir sér að því að hrella það ásamt æsi sínum. Vin- urinn er drepinn og í hápunktinum í lokin kemur allt í einu í ljós að allt sem á undan er gengið var byggt á misskilningi. Það era einstaka atriði ágæt í Blue City en hún er metnaðarlaus færibandamynd eins og raunar flestar hennar líkar. Byggingarlist Erlendar baekur Siglaugur Brynleifsson Manfredo Tafuri/Francesco Dal Co: Modern Architecture I—II. Translated from the Italian by Robert Erich Wolf. History of World Architecture. Faber and Faber/Electa 1986. Þótt útgáfuár sé skráð 1986, þá var ritinu ekki dreift fyrr en 9. febr- úar sl. Þessi bókaflokkur Electa mun nú væntanlega koma út örar en hingað til hefur verið og er það vel. Seinlæti í útgáfustarfsemi er hvimleitt og getur orðið afdrifaríkt, því tíminn líður hratt og breytingar og endurmat í skoðunum manna á iistum era á hveijum tíma ný af nálinni. Það era nú tíu ár síðan framútgáfa þessa rits kom út á ítölsku, en þrátt fyrir það heldur ritið gildi sínu sem lýsing á þeim hræringum og nýjabrami sem upp hefur komið í byggingarlist síðustu 100 árin, en ritið spannar þann tíma. Um það leyti sem höfundar hefja sögu sína um nútíma byggingarlist, þ.e. fyrir hundrað áram, var að hefjast nýr þáttur í íslenskri bygg- ingarsögu. Tekið var að reisa timburhús í stærri stíl en áður hafði tíðkast hér á landi. Byggingar úr varanlegra efni en torfi, gijóti og timburþiljum höfðu fram til þess tíma verið fáar hér á landi. Timbur- húsabyggingar fylgja m.a. sauða- sölunni til Englands, hákarlaút- gerðinni og þar af leiðandi aukinni fjármagnsmyndun hérlendis. End- umýjun hinna eldri hústegunda var dýr og því þótti hentast að hefja endurbyggingu bæjarhúsa úr öðra efni en því hefðbundna, eftir jarð- skjálftahrinuna, sem felldi fjölda bæjarhúsa á Suðurlandi. Á síðari hluta aldarinnar vora svo til ein- göngu reist timburhús í þéttbýli og allt til þess að tekið er að byggja steinhús almennt. Það vora því margvíslegar ástæður sem ollu því að horfíð var frá hinu forna og hefðbundna bygg- ingarlagi og byggingartækni. Þar á meðal röskun á eignarhaldi jarða og þar af leiðandi gjörbylting á leigumáta jarða. En samkvæmt hefðinni skyldi leiguliði endumýja húsakost jarða og halda honum við, nema hvað landsdrottinn lagði til timbur og smið, þegar um slíkt var að ræða í sambandi við endumýjun bæjarhúsa. Byltingarkenndar breytingar í sjávarútvegi og þar af leiðandi byggðaröskun raskaði hefðbundnu samfélagi og varð kveikja ýmiskonar nýbreytni. Þetta og ótal margt fleira varð til þess að hefðbundin byggingarlist og byggingartækni §araði út, reyndar á nokkuð löngum tíma sums stað- ar. Sú list að hlaða veggi úr torfi eða torfi og gijóti varð nær al- dauða, en þó ekki alveg, því að enn era til listamenn í vegghleðslu þótt ekki séu margir. Við þessar breytingar fór margt í súginn. í þessu breytingabrölti var fjöldi bygginga eyðilagður og marg- ar þeirra verðugir arftakar alda- gamallar tækni og listar. Það sem kom í staðinn, einkum þó þegar líða tók á þessa öld, ber vott um lág- smekk og kauðaskap, einkum þó eftir að steinöld hin nýja hófst út um sveitir landsins. Hræringar í listum, vísindum og tækni, ný samfélagsform, terror- ismi og lífsháttastöðlun mótuðu byggingarlist þeirra tíma sem höf- undamir fjalla um í þessum ritum. Kúbismi, fútúrismi og art nouveau, pólitísk hugmyndafræði, tæknibylt- ing í byggingarlist og þörfin fyrir nýtt borgarskipulag mótuðu bygg- ingarsögu tímabilsins. Höfundamir hefja sögu sína á nýjum kenningum um borgarskipulag í Bandaríkjun- um og Evrópu á síðari hluta 19. aldar. Síðan rekja þeir breytingam- ar, fjalla um kenningar þeirra arkitekta, sem kunnastir era á þessu tímabili, og allar þær marg- víslegu tilraunir, sem gerðar vora. Það sem einkum einkennir bygging- arsöguna á þessum 100 áram era slitin við hefðbundnar kenningar, sem vora eðlileg afleiðing tækni- breytinga og óhemjulegrar mann- fjölgunar, sem olli því að óhugnanlega mikið land hvarf und- ir hinn steinsteypta hrylling, sem varð að reisa á sem skemmstum tíma og á sem hagkvæmastan hátt. Notagildið kæfði listina, eins og sést best þegar þessum ritum er flett. Alls era birtar um 700 mynd- ir og uppdrættir, einstaka bygging sker sig þó úr, en upphrúgun steypu, stáls og glers á þröngum svæðum kæfir. Höfundamir era fyrirlesarar í Istituto Universitario dell’ Archi- tettura í Feneyjum. FÉLAG VIÐSKIPTAFRÆÐINGA OG HAGFRÆÐINGA Aðalfundur Aðalfundur Félags viðskiptafræðinga og hag- fræðinga verður haldinn í fundarsal Domus Medica, Egilsgötu 3, fimmtudaginn 3,0. apríl nk. kl. 16.00. ^ , Dagskra: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Erindi: „Should private companies go public and how?“. - Ættu einkafyrirtæki að selja hluta- bréf á almennum markaði og hvernig. Hin kunni fyrirlesari og fræðimaður dr. Bertrand Jacquill- at, prófessor við Université Paris 1X-Dauphine og Centre HEC-ISA, flytur erindið á ensku. Mætið stundvíslega! Stjórn FVH. Fróóleikur og skemmtun fyrirháa semlága! Bladburðarfólk óskast! AUSTURBÆR VESTURBÆR Lindargata 1 -38 o.fl Aragata o.fl. Hverfisgata 4-62 o.fl. Hverfisgata 63-115 o.fl. Síðumúli_______________ JUonwtiMiifoiít Karlmannafot kr. 5.500.- Terylenebuxur kr. 995.-, 1.395.-, 1.595.- og ull/teryl./stretch 1.895.- Gallabuxur kr. 795.- og 850.- Plauelsbuxur kr. 745.- og 865.- Sumarbolir nýkomnir frá kr. 235.- Skyrtur, nœrfbt o.fl. ódýrt. Andrés, Skólavörðustíg 22, sími 18250. Við flytjum og verðum að rýma lagerinn. í dag bendum við sérstaklega á: Innbyggingareldavél — hellur—viftu Litir: Rauður, brúnn, hvítur og grænn. Innb. ofn UK 1754. Tölvuklukka, kjötmælir, blástur. Verðáðurílit kr. 40.585.- Núkr. 30.400.- Glerhelluborð KP 1655.-, 5 hellur. Verð áðurílit kr. 24.830.- Núkr. 18.550.- Vifta (gufugleypir) E 601. Verðáðurílit kr. 10.190.- Núkr. 7.600.- Samt. áður S\áanú> gó& k\ör i kr. 75.605 - Núkr. 56.550.- Útborgun kr. 5.000.- I Eftirst. á 10 mánuðum ÞaA er geysilegt úrval af Blom- berg heimillstækjum á útsöl- unni. Eitthvað fyrir alla. EINAR FARESTVEIT & CO. HF. BERGSTAÐASTRÆTI 10A Sími I6995
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.