Morgunblaðið - 28.04.1987, Síða 63

Morgunblaðið - 28.04.1987, Síða 63
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 28. APRÍL 1987 63 matinbím... „Matur er mannsins megin“ Við erum það sem við borðum Til Velvakanda. Vegna þeirra miklu skrifa í blöð- um um hollstu og líkamsrækt, sem nú eru svo mikið í tísku, langar mig til að benda á gott tímarit sem kemur út 3—4 sinnum á ári. Heilsuhringurinn gefur út tímarit um heilsufarslega valkosti, sem heitir „Holl efni og heilsurækt". Markmið þeirra sem gefa timaritið út er að vinna með náttúrunni til að fyrirbyggja sjúkdóma, bæta heilsufar fólks og vekja það til umhugsunar um heilsufar sitt og mataræði. Við erum það sem við borðum er boðskapurinn í þessu riti og þá vaknar spurningin hvað borðum við og þá á ég við hvaða fæðutegundir? Sykur og súkkulaði. íslendingar borða allra þjóða mest af hvítum sykri í alls konar formi, í sælgæti, gosdrykjum, kökum og mat. Hér á landi notar hvert manns- bam milli 55—60 kíló af sykri á ári og er hvergi meiri neysla á mann meðal nágrannaþjóða okkar, enda eru afleiðingamar augljósar. Flestar tannskemmdir má rekja beint til neyslu sætinda. Sykurinn, gosdrykkimir og sælgætið fá bless- un heilbrigðisyfírvalda, ekki er talið neitt athugavert við allt þetta syk- urát. En ef einhver vill kaupa fæðubætiefni eins og steinefnatöfl- umar Scanalka og fleiri slík efni, þá em þau ekki viðurkennd né seld hérlendis því Lyfjaeftirlit ríkisins hefur sett þau á svokallaðan bann- lista, sem stórhættuleg eiturefni. Á hinum Norðurlöndunum er hægt að kaupa þessi fæðubætiefni og mörg önnur í flestum heilsubúðum. En hvers vegna neytum við Islend- ingar meiri sykurs en aðrir? Era neysluvenjur okkar öðravísi en ann- arra og ef svo er, hver er orsökin? Foreldrar sem byrja snemma að gefa ungu bami sínum sælgæti era að venja það á sætindabragðið, sem fljótlega verður að áráttu og vana hjá því. Einnig sykram við matinn þeirra til þess að hann verði góm- sætari og betri, og dæmi era um að foreldrar gefi ungum bömum sínum sykur eða hunang á snuðið ef þau era óvær. Eldri bömin kom- ast upp með það að vilja ekki borða, en fúlsa þó ekki við sælgætinu eða kókópöffsinu. Foreldrar: Eram við að stuðla að góðri heilsu bama okkar með þessu, eða eram við að kenna þeim holl- ustu í matarvenjum með slíku háttalagi? Strax í fyrstu bekkjum grann- skólans þyrfti að byija að ræða við bömin um matarvenjur, kannski ekki í skipulagðri kennslu, heldur ættu kennarar að ræða við bömin um mat og matarval, hollustu víta- mína o.fl. í þeim dúr. Reynum að ala bömin okkar þannig upp að sætindin verði sem minnstur hluti af mataræði þeirra. Ef okkur tekst að fyrirbyggja þetta óhóflega sykurát getum við um leið spymt fótum við offituvandamálinu sem þjakar margan unglinginn, gerir hann svo vansælan að hann fer að borða meira og meira, og þá er þetta orðinn vítahringur sem erfítt er að losna útúr. Oft er auðveldara fyrir ungling- inn að kaupa sælgæti og gosdrykki en að fá mjólk og brauðsneið (heil- hveiti), og svo ég minnist nú ekki á ávextina sem virðast nú ekki vera í tísku hjá vissum aldurshópi. Hugsið ykkur hvemig þessum vöram er haldið að okkur í gimileg- um umbúðum sem freista okkar á Þessir hringdu . . . Hvers vegna var Lárus ekki valinn í Landsliðið? Knattspyrnuáhugamaður hringdi: „Ég er mjög oánægður með hvemig valið hefur verið í knattspymulandsliðið. Láras Guð- mundsson var ekki valinn og verður ekki með þegar við leikum á móti Frökkum. Samt er hann einn af okkar allra bestu knatt- spymumönnum og hefur staðið sig nýög vel að undanfömu. Ég áberandi stöðum i verslunum og það nýjasta og sniðugasta sem kaup- menn hafa nú fundið upp á er að hafa sælgætisgrindur við hvem búðarkassa til að vera vissir um að enginn sleppi út án þess að kaupa nammi. Og ef ekki er orðið við ósk- um litlu neytendanna verða sumir þeirra leiðinlegir og fara að rella eða reka upp frekjuöskiur, en þá freistast að sjálfsögðu foreldrið til að kaupa sér frið með því að kaupa nammið og um leið kaupa sig und- an þessu hálfásakandi augnaráði sem margir aðrir senda því þegar bamið fer að öskra. Við viljum öll láta bömum okkar og okkur sjálfum líða vel að við séum hamingjusöm. Og þá endurtek ég að undirstaða góðrar heilsu er rétt mataræði. í tilefni af því vil ég benda lesend- um á þetta heilsurit, sem hefur að geyma mikið af góðum greinum með allskonar upplýsingum sem stuðla að betra mataræði og bættri heilsu. Lesið „Holl efni og heílsu- rækt“. Sigríður O. Malmberg vona að þjálfari liðsins sjái sér fært að svara fyrir sig." Hvítagnlls- armband Hvítagullsarmband tapaðist llaugardaginn 11. apríl, annað ;hvort á leiðinni frá Oddfelow- húsinu í Vonarstræti að bflastæð- inu við Alþinginshúsið eða á Flókagötu. Finnandi er vinsam- legast beðinn að hafa samband í síma 2 67 69. Starlux- kíkir Starluxferðakíkir gleymdist í Peugotbíl er eigandi kfkirsins fékk far milli Hafnarflarðar og Reykjavíkur fyrir nokkram dög- um. Er sá sem kíkirinn hefur undir höndum vinsamlegast beð- inn að hringja í síma 2 17 79 eða skila honum til lögreglunnar. Frönsku sportgallarnir nýkomnir í mörgum gerðum og litum. matinbteu... Þægilegir fallegir vandaðir. ÚTIUF Glæsibæ, sími 82922. & T A'

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.