Morgunblaðið - 28.04.1987, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 28.04.1987, Blaðsíða 54
54 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 28. APRÍL 1987 t Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi, sonur og bróðir, SIGURÐUR ÖGMUNDSSON, frá Litla-Landi, Vestmannaeyjum, andaðist á heimili sínu, Miðtúni 5, Selfossi, laugardaginn 25. apríl. Þórunn Traustadóttir, Inga Dóra Sigurðardóttir, Friðrik Karlsson, Ögmundur Brynjar Sigurðsson, Elsa Karín Sigurðsson, Anna Linda Sigurðardóttlr, Magnús Hermannsson, Ögmundur Ólafsson, Guðrún Jónsdóttir, barnabörn og systklnl hins látna. t Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, GUNNAR ÁSGEIRSSON frá Fögrubrekku, til heimills Dvalarheimlllnu Höfða, lést í Fjórðungssjúkrahúsinu Akranesi aöfaranótt 25. apríl. Sigvaldi Gunnarsson, Sigurlaug Garðarsdóttir, Bjarndís Gunnarsdóttir, Guðrún Gunnarsdóttir, Stefán Kjartansson, Kari Þórðarson, Inglbjörg Sölvadóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Ástkær móðir okkar, tengdamóöir og amma, LOVÍSA KRISTÍN PÁLSDÓTTIR, Háholti 17, Akranesl, lést í Borgarspítalanum þann 26. apríl. Jarðarförin auglýst síðar. Börn, tengdabörn og barnabarnabörn. t GUÐRUN GUÐMUNDSDÓTTIR, Dynskógum 7, Hveragerðl, andaðist á páskadag í Borgarspítalanum. Útför hennar fer fram frá Hveragerðiskirkju laugardaginn 2. maí kl. 14.00. Jarðsett verður á Kotströnd. Systkini hinnar látnu og aðrir vandamenn. t Eiginkona mín og systir okkar, ARNDfS FINNBOGADÓTTIR, Kvisthaga 10, Reykjavfk, andaðist að heimili sínu föstudaginn 2. apríl sl. Kristlnn Tryggvason og systklnl hinnar látnu. t Móðir okkar, ELÍN SIGURJÓNSDÓTTIR, Garðvangi, Garði, lést í Landakotsspítala 26. apríl. Guðlaug Torfadóttir, Kristfn S. Gilson og fjölskylda. t Faöir minn, GUNNAR ÞÓRIR HALLDÓRSSON, lést aðfaranótt 27. apríl sl. Elfa Björk Gunnarsdóttir. t Útför eiginmanns míns, sonar míns, föður okkar, tengdafööur og afa, GUÐMUNDAR MAGNÚSSONAR verkfræðlngs, Kleppsvegi 84, verður gerð frá Dómkirkjunni þriöjudaginn 28. apríl kl. 15.00. Margrét Tómasdóttir, Sigrfður Danfelsdóttir, Már Guðmundsson, Svava Sigr. Guðmundsdóttlr, Pétur Tyrf ingsson, Snorri Guðmundsson, Ingibjörg Geirsdóttir, Magnús Tumi Guðmundsson, Anna Guðrún Lfndal, Elfsabet Vala Guömundsdóttir og barnabörn. Gísli Magnússon Saurum — Minning Fæddur 26. desember 1908 Dáinn 9. apríl 1987 Bóndi er bústólpi bú er landstólpi því skal hann virður vel. (J. Hallgr.) Gamall bóndi er hniginn að foldu. Örþreyttum og slitnum er honum að síðustu búin hvfla í skauti móður jarðar. Á því býli sem vagga hans stóð lágu spor hans öll til æviloka. En enginn sér hann nú ganga þar lengur um garða. Hann stendur ekki lengur í bæjardyrunum að leiða gesti inn að borði sínu. Ekki sést hann lengur huga að lambfé um vordaga og ekki ber hann fleiri töðuhneppin fram á garðann fyrir fé sitt. Og nú er fjósið autt, þar eru ekki lengur kýr að mjólka. Af gróðri jarðar nærðist búpen- ingurinn og skilaði arði í bú bóndans á Saurum. Hvort tveggja átti hug hans allan, jörðin og hinn lifandi peningur. Fátt veitti honum meira yndi en að umgangast skepnumar sínar, úti og inni. I fimmtíu haust fór hann í heiðargöngur, en það mun fremur fátítt að einstaklingur leggi svo margar haustleitir að baki. Við söng og kvæðalög, í hópi góðra vina og sveitunga, urðu þessar ferð- ir heillandi og skildu eftir ánægju- legar minningar, jafnvel hrakviðri höfðu ekki svo mikið að segja ef allt fór vel að lokum. Við Gísli á Saurum vorum systk- inasynir. Hann fæddist á Saurum í Miðfirði á jólum 1908. Foreldrar hans voru hjónin Magnús Gíslason og kona hans Ingibjörg Guðmunds- dóttir. Foreldrar Magnúsar, Gísli Magnússon og Guðrún Hannes- dóttir, bjuggu lengi á Valdasteins- stöðum í Hrútafirði og þar fæddist Magnús og ólst upp. Síðar fluttist flölskyldan að Saurum en ættina má rekja um Dali og Strandir. Ingi- SVAR MITT eftir Billy Graham Guð dæmir Ég þekki ýmsa kaupsýslumenn i bænum okkar sem eru óheiðar- legir á mörgum sviðum. Samt virðist þeim farnast vel. Hvers vegna tekur Guð ekki í taumana? Það er engu líkara en gróða- vænlegra sé að vera vondur en góður. Pyrir 2500 árum var uppi spámaður Guðs sem hét Ha- bakukk. Hann spurði Guð þessarar sömu spumingar. Þá voru vondir tímar. Margir gengu í berghögg við vilja Guðs fyrir allra augum og virtust komast upp með það. „Hversu lengi hef ég hrópað til þín: „0fríki“ og þú hjálpar ekki! Hví lætur þú mig sjá rangindi? Hví horfír þú upp á rangsleitni?" (Habakúkk 1,2—3). Kannski líður þér eins og honum. En Guð svaraði spámanninum með því að segja honum að vondir menn yrðu dæmdir. Hann benti honum á að við menn gætum ekki ævinlega skilið vegu Guðs til fulls af því að við emm háðir takmörkunum. En við megum treysta Guði, og dagur dóms hans rennur upp. Þetta rættist raunar um daga spámannsins því að Guð leyfði að ókunnugt stórveldi réðist inn í landið og þá hlutu þeir dóm sem höfðu óhlýðnast orði Guðs. Biblían varar okkur við með því að segja frá dóminum, bæði í þessu lífí og hinu komanda. Svo kann að virðast sem sumir menn komist undan dómi Guðs um ævina, og við und- mmst. En Biblían segir að það liggi fyrir mönnunum að deyja en eftir það sé dómurinn (Hebr. 9,27). Hví dæmir Guð ekki alla vonda menn og afrnáir þá? Hefur þú nokkum tíma leitt hugann að því, hvað mundi gerast, ef það yrði? Við höfum allir syndgað og engum yrði hlíft! „Ef þú, Drottinn, vildir gefa gætur að misgjörðum, herra, hver fengi þá staðist? En hjá þér er fýrirgefning svo aðmenn ótt- ist þig“ (Sálm. 130,3—4). Guð er langlyndur við okkur, og hann gefur okkur tækifæri til að gjöra iðmn og snúa okkur til hans, taka sinnaskiptum. Ef þú hefur aldrei snúið þér til Krists, ber þér að gera þér ljóst, að þú þarft líka á fyrirgefningu að halda. Guð vill, að þú komir til Krists, áður en það er orðið of seint. + Ástkær móðir okkar, EDITH THORBERG JÓNSSON, Sólvallagötu 39, lést á Reykjalundi, Mosfellssveit, laugardaginn 25. apríl. Elna Thorberg Stangegaard, Traustl Thorberg Óskarsson. t Maðurinn minn, SIGURÐUR ÁRMANN MAGNÚSSON, lést þann 24. apríl sl. Guðrún Lllja Halldórsdóttir. björg á Saurum var Miðfirðingur að ætt og uppruna. Foreldrar henn- ar voru hjónin Guðmundur Gísli Guðmundsson frá Urriðaá og kona hans Jórunn Elíasdóttir. Þau Magnús og Ingibjörg bjuggu allan sinn búskap á Saumm. Eftir lát föður síns stóð Gísli fyrir búi með móður sinni, en að henni lát- inni tók hann, ásamt Þórdísi systur sinni, við búi og hafa þau haft þar félagsbú síðan, til þessarar stundar. Alla tíð hafa þau systkinin verið einstaklega samhent og samhuga á allan máta. Ást þeirra á jörðinni og umhyggja þeirra fyrir bústofnin- um var hin sama, og eigi verður svo annars þeirra getið, að ekki sé einnig á hitt minnst. Búið á Saurum var ekki stórt en þokkalegt og sæmilega notadijúgt. Nágrennið var gott og eftir að halla tók undan fæti urðu ýmsir til að sýna vinsemd og aðstoð á margan hátt. Gísli frændi minn var fastheldinn á fomar dyggðir og þau systkinin bæði. Kenndi þar glöggt áhrifa frá uppeldinu, því bæði vom þau for- eldrar þeirra fjarri mörgum nýjum siðvenjum. Ömggt var að Gísli lét í engu haggast frá sannfæringu sinni. Traustur var hann vinum sín- um og frændrækinn svo af bar. Verður það, því miður, að viður- kenna að mikið hefur vantað á að ég rækti frændsemi okkar sem skyldi. Er mér það mikil eftirsjá — það vill oft sannast að enginn veit hvað átt hefir fyrr en misst hefir. Allt vildi hann fyrir mig og mitt heimili gera. Hygg ég að fleiri .hafi þá sögu að segja, enda var hann jafnan boðinn og búinn til liðsinnis þegar með þurfti. Átti hann og ágætt samstarf með ýmsum sveit- ungum sínum, þannig að hvorir hjálpuðu öðmm. Gísli var jafnan léttur í lund og naut þess að skemmta sér með vin- um sínum. Tóku þau systkinin bæði þátt í spilakvöldum sem tíðum em haldin í sveitinni. Ljóðelskur var Gísli og kunni urmul af lausavísum, sem hann hafði á takteinum þegar svo bar undir. En því er verr, að nú munu þær flestar fallnar í gleymsku. Létt glaðværð var jafnan innan dyra á Saurum og gestum vel fagnað í orðum og gjörðum. Gestrisni er yfirleitt rótgróin hér á landi og þar er heimilið á Saurum engin undantekning. Þangað hefur ætíð verið gott að leita á vit góðra vina. Frá blautu. barnsbeini vandist Gísli öllum störfum sem fyrir koma á sveitabæ. Sérstaklega var honum sýnt um sauðfé enda glöggur á fén- að, og svo markglöggur að fáir stóðu honum þar á sporði. Hann var prýðilegur sláttumaður og í öllu verkmaður góður — „vann hörðum höndum ár og eindaga". Starfið í sveitinni sinni, á jörðinni sinni, var honum allt. Margt af því sem nú er að gerast í málum landbúnaðar- ins veit ég að Gísla var síst að skapi. Hann bjó ekki stórbúi, sat ekki í sveitarstjóm eða öðrum þeim nefndum sem ráða um framkvæmd- ir og stjórnun, eigi að síður var hann einn af traustum stólpum sveitar sinnar. Og þótt hann sinnti ekki opinberum störfum í sveitinni lét hann málefni hennar ekki með öllu fram hjá sér fara. Hann fylgd- ist með þeim, ekki síður en aðrir, og kom þar fram af stórhug og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.