Morgunblaðið - 28.04.1987, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 28.04.1987, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 28. APRÍL 1987 Danmörk: Mikil and- staða gegn fjölgun flótta- manna Kaupmannahöfn. Frá Nils Jörgen Bruun, fréttaritara Morgunblaðsins. MIKILLAR andstöðu gætir með- al Dana við stefnuna í málefnum flóttamanna. Jafnvel þótt veru- lega hafi dregið úr flóttamanna- straumnum til landsins, frá þvi að lagaskorður voru settar við hontun í haust, eru 46% þjóðar- innar þeirrar skoðunar, að of mörgum flóttamönnum sé hleypt í gegn. Aðeins 41% telur, að fjöldi þeirra sé hæfilegur og 12% telja, að Danmörk geti tekið við fleiri flóttamönnum. Nú er tekið við u.þ.b. 150 flótta- mönnum á mánuði, en áður en reglumar voru hertar, voru þeir 2-300 á dag. Andstaðan er mest meðal kjós- enda Jafnaðarmannaflokksins og ríkisstjómarflokkanna. Um 50% jafnaðarmanna telja, að of mörgum flóttamönnum sé hleypt inn I landið. Anker Jöigensen, formaður Jafnað- armannaflokksins, segir f viðtali við Politiken, að hann sé vonsvikinn með þessa afstöðu flokksmann- anna. Þetta sé þó skiljanlegt f ljósi þess, að margir þeirra séu illa sett- ir og óttist, að flóttamannastraum- urinn verði til þess að kjör heimamanna versni enn meir en orðið er. Reuter Svissneska lögreglan skýítur táragasi að fólki, sem kom saman í Bern til að mótmæla notkun kjarn- orku. Um sjö þúsund menn komu saman í höfuðborg Sviss af tilefni þess að ár var liðið frá kjarnorku- slysinu í Chemobyl. Sviss: Taragasi beitt í höfuðborginm Bem, frá önnu Bjamadóttur, fréttaritara 1 LÖGREGLAN i Bem beitti táragasi og skaut gúmmíkúlum á þátttakendur i mótmælafundi gegn kjarnorku i miðbæ höfuð- borgar Sviss á laugardag þegar hluti fundarmanna ætlaði að fara aðra leið í kröfugöngu en yfir- völd höfðu veitt heimild fyrir. Átján manns slösuðust og fjöldi fólks, sem var i bænum að spóka sig, varð fyrir óþægindum vegna átakanna. Nokkrar skemmdir urðu á húseignum. Mótmælafundurinn var haldinn í tilefni af að eitt ár er liðið frá Chemobyl-slysinu. Um 10.000 manns sóttu hann. Hluti fundar- manna reyndi að fara í kröfugöngu eftir aðalverslunargötu borgarinnar en lögreglan kom í veg fyrir það og beitti táragasi án viðvöranar. Heimild til að ganga þessa leið var ekki veitt vegna ótta við umferðar- örtröð í miðbænum. Fundarmenn vora hraktir aftur inn á torgið fyrir framan svissneska þinghúsið þar sem fundurinn var haldinn. Þar grýttu nokkrir flöskum og öðra til- tækilegu í lögregluvarðsveit og fundinum var lokið í skyndi eftir að lögreglan greip aftur til tára- gass. Lögreglan og kjamorkuandstæð- ingar saka nú hver annan um upptökin. Lögreglan er sökuð um að hafa bragðist helst til illa við og aðstandendur fundarins hafa farið fram á að lögreglustjórinn í Bem segi af sér. Tékkóslóvakía: Fimmgræn- friðungar handteknir Vínarboiy, Reuter. YFIRVÖLD í Tékkóslóvakíu hafa sleppt fimm grænfriðung- um sem voru handteknir í miðborg Prag á sunnudag er þeir mótmæltu nýtingu kjara- orku. Fólkið var handtekið er það strengdi borða með áletruninni „Kjamorkuvopnaiausa framtíð: Aldrei aftur Chemobyl" utan á Þjóðminjasafnið við Wenceslas- torg í miðborg Prag. Talsmaður samtaka grænfriðunga sagði að tékkensk yfirvöld hefðu tekið fólk- inu með kostum og kynjum og hefði því verið veitt móttaka í inn- anríkisráðuneytinu. „Þeim var tekið eins og erlendum sendi- mönnum," sagði talsmaðurinn. Tékknesku embættismennimir lögðu áherslu á að grænfriðun- gamar væru ævinlega velkomnir aftur til landsins. Seint á sunnu- dagskvöldið var fólkið síðan flutt til austurrfsku landamæranna. Fyrir fímm árum efndu græn- friðungar til mótmæla í Tékkósló- vakíu og skutu verðir þá aðvörunarskotum að mönnum sem freistuðu þess að klífa skor- stein orkuvers í borginni Karlovy Vary í vesturhluta landsins. [23ŒUBIX150Z Húner En stækkar... . ...... og minnkar . nákvæmlega að þinni vild Með nýju 150 Íínunni stígur Konica U-Bix enn eitt skrefið inn i framtíðina og sýnir hver þróunin verður í Ijósritun á næstu árum - vélarnar verða æ fyrirferðarminni um leið og rtotkunarmöguleikarnirstóraukast. Áreiðanleiki, styrkur og frábær myndgæði vélanna ásamt traustri þjónustu Skrifstofuvéla hf. hafagert Konica U-Bix að mest seldu Ijósritunarvélum á íslandi í dag - slíkt er venjulega ekki að ástæðulausu! KConica U BIX 150Z Konica U-Bix150Z: kr. 196.000.- Konica U-Bix 150 N: Kr. 147.000.- (einfaldari gerð) Tekur jafnt A3 sem A4 arkir Stillir lýsinguna sjálf Getur búið til spássíu Gefur þér kost á að skerma hluta fyrirmyndar af Tekur inn arkir í framhjáhlaupi Útprentun í lit Stækkun og minnkun í öllum DIN arkastærðum Valfrjáls stærð útprentunar frá 65% til 155% í 1% stigum. % SKRIFSTOFUVÉLAR H.F. % Hveriisgötu 33, sfmi: 20560 Akureyri: Tölvulæki - Bókval Kaupvangsstræti 4. sími: 26100 Filippseyjar: Yar enn ein valdaráns- tílraun í bígerð? Manilla, Reuter. SÍÐDEGIS mánudag virtist sem nokkuð hefði á ný dregið úr þeirri spennu sem hefur verið á Filippseyjum síðustu daga. Sam- kvæmt fréttaskeytum er (jóst, að menn hafa talið að enn ein vald- aránstilraunin gegn Corazon ’ Aquino væri i bígerð. Fidel Ram- os, yfirmaður herafla landsins, skipaði mönnum í viðbragðs- stöðu á laugardag. Þá bárast fréttir um að framin hefðu verið tvö morð, áugljóslega af pólitískum ástæðum og ólga væri meðal ótiltekinna afla innan hersins og hefðu þessir aðilar komizt yfír stóreflis sprengjubirgð- ir. Greinilega' var reiknað með að til tíðinda dragi. Fidel Ramos stað- fésti, að mörg hundruð bæir og þorp á Filippseyjum hefðu verið sett updir sérstakt eftirlit vegna gruns um að menn innan hers og utan, enn hliðhollir Marcosi, myndu láta til skarar skríða og löngu eftir að upp hafði kpmizt um nefnd áform var yfírstjóm hersins ekki rótt. Eins og margsinnis hefur komið fram í fréttum, er nú verið að und- irbúa þingkosningar í maímánuði. Alls hafa 32 látið lífið síðustu vik- umar mar vegna óeirða sem hafa brotizt út á framboðsfundum eða í fjöldagöngum. Þetta er í fjórða skiptið frá þvf Aquino forseti tók við fyrir rúmu ári, að upp kemst um fyrirætlun til valdaráns. Að vísu vildi Ramos sem minnst úr því gera nú og sagði, að þama hefðu aðeins átt hlut að örfáir menn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.