Morgunblaðið - 28.04.1987, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 28.04.1987, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 28. APRÍL 1987 BöðvarL. Hauks- son viðskiptafræð- ingur — Minning Fæddur 11. október 1946 Dáinn 19. apríl 1987 Böðvar Hauksson, mágur minn, sem hér er minnst, lést á páskadag í Borgarspítalanum eftir stutta og stranga legu úr sjúkdómi, sem gerði engin boð á undan sér. Fyrir mán- uði gekk hann heill til skógar — í dag er hann borinn til grafar, að- eins fertugur að aldri, og er sárt saknað af þeim sem til hans þekktu. Böðvar fæddist 11. október 1946. Hann var yngsta bam Láru Böðv- arsdóttur og Hauks Eggertssonar, forstjóra Plastprents hf. Eldri systkini hans eru Ágústa, tónlistar- kennari, gift Jónasi Ingimundar- syni, píanóleikara, og Eggert, viðskiptafræðingur, kvæntur undir- ritaðri. Böðvar varð stúdent frá VÍ 1967 og viðskiptafræðingur frá HÍ 1972. Hann starfaði sem fulltrúi hjá Plast- prenti hf. 1972/73, skrifstofustjóri Iðnlánasjóðs 1973/77, á ný fulltrúi hjá Plastprenti hf. 1977/80 og loks viðskiptafræðingur hjá Hagdeild Landsbanka íslands frá 1980. Böðvari var starf sitt í Lands- bankanum mikils virði, þar sem hann tókst á við vaxandi verkefni og ábyrgð. Hann var nýorðinn for- stöðumaður í hagdeild bankans og framkvæmdastjóri Útflutnings- lánasjóðs, sem er sameignarstofnun Landsbankans, Iðnaðarbankans og Seðlabankans. Hann fór oft utan á vegum bankans og kom fyrir skömmu úr ferð frá Bandaríkjun- um, þar sem hann kynnti sér hliðstæð störf í þarlendum banka og heimsótti íslensk fyrirtæki, sem Landbankinn á viðskipti við. Starfsfélagar Böðvars í Lands- bankanum stækkuðu vinahóp hans, sem hann og íjölskylda hans eign- uðust góðar stundir með. Þessir félagar reyndust honum, ásamt öðrum vinum, ómetanlegir í veik- indum hans, stöppuðu í hann stálinu og biðu þess að úr rættist. Böðvar var tengdur foreldrum sínum og fjölskyldu sterkum bönd- um, þar sem umhyggjusemi oghlýja sátu í fyrirrúmi. Samband þeirra mæðgina var sérstaklega náið, blandað alvöru og glettni. Samræð- ur þeirra voru oft á við góða skemmtiþætti. Þeim var leikur einn að kitla hláturtaugar viðstaddra án þess að vega að nokkurri sálu. Föður sinn studdi hann með ráð- um og dáð við rekstur Plastprents hf., sem fjölskyldan stofnaði ásamt öðrum fyrir 30 árum. 24. mars sl. — tveimur dögum áður en Böðvar veiktist — mætti hann á aðalfund Plastprents hf., þar sem glaðst var yfir árangri síðasta árs og ákvörðun tekin um verkefni framundan. Minnisstætt er þegar hann í fundar- lok fór með föður sínum og bróður að skoða nýja verksmiðjubyggingu fyrirtækisins, sem flutt verður í innan skamms. í sjúkdómslegu sinni vék hugur Böðvars oft að þessum sérstæða áfanga í sögu Plastprents hf. og fylgdist hann áhugasamur með ' daglegum framgangi mála þar. Hann starfaði mikið fyrir þetta fyr- irtæki, sem líf fjölskyldunnar hefur meira og minna snúist um síðustu áratugina, og tók þar á með foður sínum og bróður, þegar mikið lá við. Hann hélt sambandi við gamla starfsfélaga úr Plastprenti hf. sem minnast hans á þessari stundu. Böðvar var kvæntur Ásu Guð- mundsdóttur, ritara hjá Fram- kvæmdasjóði, og áttu þau 6 ára son, Arnar Frey. Þá á Asa 24 ára dóttur, írisi Laufeyju. Ása er dóttir hjónanna Önnu Steindórsdóttur og Guðmundar Magnússonar bygging- armeistara. Ása og Böðvar hófu búskap fyrir 10 árum. Þau eignuðust fyrir nokkrum árum rúmgott raðhús, þar sem þau bjuggu sér fallegt heimili. Ása var stoð og stytta Böðvars og fallegur og þróttmikill drengurinn augasteinn þein-a beggja. Þótt Böðvar bæri ekki tilfínningar sínar á torg leyndi sér ekki að þau voru stærsta gleðin í lífi hans. Kom vel í ljós síðustu vikumar, þegar syrti að, hvers virði þau voru hvert öðru og að velferð Amars og Ásu var honum allt. Böðvar var vinfastur og naut þess að taka rausnarlega á móti gestum. Hann var skemmtilegur gestgjafí og ekki þurfti hann að hafa áhyggjur af veitingunum. Þau mál vom í traustum höndum Ásu, enda var hann stoltur af húsmóður- hæfíleikum hennar. Þakklæti er mér efst í huga, þegar ég hugsa til Böðvars Hauks- sonar, mágs míns. Þakklæti fyrir það hvemig hann tók mér frá fyrstu kynnum, þegar bróðir hans fór að bjóða mér inn á heimili þeirra í kvöldte. Þakklæti fyrir að miðla mér af sjónarmiðum sínum, en rauði þráðurinn í lífsstefnu hans var að leggja öllum gott til og gæta þess að ryðjast ekki fram fyrir nokkum mann. Hann hafði ánægju af böm- um. Þegar böm systkina hans voru lítil færði hann þeim oft gjafír sem valdar vom af ótrúlegri natni, enda hittu þær beint í mark. Böðvar bar óvænt og óvægin veikindi sín af æðruleysi þess sem hefur allt sitt á hreinu gagnvart samferðafólki og almættinu. Starfs- fólki Borgarspítalans, sem gerði allt sem í mannlegu valdi stóð til að bjarga lífí hans og létta honum stundir, em færðar alúðarþakkir. Sjálf er ég þakklát fyrir að hafa orðið þeirrar gæfu aðnjótandi að kynnast þessu valmenni, sem mér er ekki kunnugt um að hafí eignast óvildarmann um dagana. Hann var lifandi dæmi um það að heiðarlegur maður er göfugsta verk Guðs. Sigriður Teitsdóttir Böðvar L. Hauksson verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni í dag kl. 13.30. „Mjög erum tregt tungu að hræra...“ segir í upphafserindum Sonator- reks. Mér varð sem fleirum orða vant við fregnina um lát Böðvars á páskadag. Hún kom mjög á óvart þó ljóst væri að stutt sjúkralega hans væri af alvarlegum orsökum. En það var ekki alvarleikinn sem einkenndi kynni vinnufélaganna af Böðvari heitnum Haukssjmi. Hann var léttur í lund og ávallt viðræðu- góður. Það er aðeins rúmur mánuður síðan hann stjómaði skemmtun samstarfsfólks á þeim nótum léttleikans sem hann kunni. Ekkert okkar grunaði þá, að hann yrði horfínn af sjónarsviði okkar innan skamms. Nokkur kaflaskipti urðu í lífí Böðvars um það leyti er hann hóf störf í hagdeild Landsbankans, fyr- ir rúmum sex árum. Honum fæddist sonur, hjónabandið var framundan, þá húsbygging og fleira veraldlegt amstur. Honum vannst því miður ekki aldur til að njóta þessa lengi. Böðvar var hlédrægur maður, rólyndur og greiðasamur. Hann var einnig mjög greindur og miklu greindari en hann sjálfur vildi vera láta. Við að renna yfír þann hluta æviferils hans, sem við þekktum, kemst maður í gott skap, af því það var alltaf gaman að vinna með hon- um. Ótímabært fráfall Böðvars fyllti okkur trega en minningamar sem um hann lifa eru bjartar og verða vonandi Amari Frey syni hans að leiðarljósi í lífínu. Dýpstu samúðarkveðjur til Ásu, Amars Freys og annarra ættingja, sem um sárast eiga að binda við fráfall Böðvars. Brynjólfur Helgason Böðvar Láms Hauksson er lát- inn, fertugur að aldri. Það er erfítt að skilja tilveruna þegar ungir menn í blóma lífsins hverfa af sjónarsvið- inu. Helst dettur manni í hug hið fomkveðna, að þeir sum guðimir elski deyi ungir. Böðvar var sonur hjónanna Láru Böðvarsdóttur frá Laugarvatni og Hauks Eggertssonar frá Haukagili í Vatnsdal. Við Haukur byggðum saman hús í Barmahlíð 54 og hafa fjölskyld- umar tvær búið þar frá árinu 1948, en kona mín Kristín Þorsteinsdóttir og Haukur eru bræðraböm. Á þetta sambýli hefur aldrei neinn skugga borið. Böðvar var á bamsaldri þegar hann kom í sambýlið, góður og fal- legur drengur sem naut þess að taka þátt í leik og starfí með öðrum bömum. Fljótt kom í ljós að Böðvar mátti ekki missætti sjá á milli krakkanna og undi því ekki að hinn stærri gengi á hlut hins minni. Þá var hann þangað kominn og tókst á skammri stund að sætta hópinn þannig að öllum fannst þeir geta unað vel sínum hlut. Böðvar brá fyrir sig gamansemi og snerist þá reiði bamanna í gleði og hlátur. Böðvar hafði ríka kímnigáfu sem oft kom fram í stuttum meitluðum setningum, stundum eilítið meinleg- um, en án þess að nokkur væri meiddur. Þær skildu eftir hljóm í huga þess sem hlustaði. Böðvar var hlýr maður, trygg- lyndur og hjálpfús. Hann hafði alltaf tíma og bar ætíð birtu með sér hvert sem hann fór. Á heimili okkar var hann alltaf aufúsugestur. Böðvar gekk menntaveginn og varð viðskiptafræðingur frá Há- skóla íslands 1972. Hann vann undanfarin ár hjá Landsbanka ís- lands, síðast sem framkvæmdastjóri Útflutningslánasjóðs. Böðvar var kvæntur Ásu Guð- mundsdóttur, ritara hjá Fram- kvæmdasjóði, og áttu þau einn son, Amar Frey, mesta efnisbam og augastein föður sín. Þau bjuggu í raðhúsi í Breiðholti. Heimili þeirra var fallegt og hlýtt og bar vott um smekkvísi þeirra hjóna. Á gönguferðum um Breiðholtið kom Böðvar oft í verslun mína. Hann var þá jafnan með drenginn sinn með sér. Þetta vora góðar heimsóknir og margt sagði Böðvar þá vel og skemmtilega. Þótt Böðvar væri orðinn fullorðinn maður fann ég að hann hafði í engu misst gam- ansemi sína og gleði er einkenndi hann sem bam. Þetta kom glöggt fram í síðustu heimsókn þeirra feðga. Drengurinn var órór og hafði allt á homum sér. Pabbi hans tal- aði til hans, sagði honum sögu. Drengurinn fór að hlusta, róaðist og tók að gera greinargóðar at- hugasemdir við frásögn föður síns. Hér þekkti ég Böðvar úr bemsku hans. Þeir feðgar kvöddu síðan, Böðvar tók þéttingsfast í litla hönd sonar síns og þeir leiddust burt. Tveimur dögum áður en Böðvar veiktist gengu þeir feðgar, Haukur, Eggert og Böðvar um stórhýsi sem fyrirtækið Plastprent er að reisa, en það er að meirihluta í eigu fjöl- skyldu Hauks. Það lætur að líkum að framtíðarsýn hafi ríkt í hugum þeirra, stórhugur og bjartsýni. Eng- um datt í hug að kall að handan kæmi á næstu dögum. Stundum er gott að vita ekki hvað framtíðin ber í skauti sér. Böðvar lá í um þrjár vikur á sjúkrahúsi. Þegar hann vissi að hann ætti skammt eftir ólifað bað hann bróður sinn og eiginkonu að ganga frá sínum málum. Þannig var Böðvar. Hann vildi hafa hreint borð þar sem engan skugga bæri á. Hann vildi að reglusemi og heið- arleiki ríkti í skiptum manna og þess vegna naut hann óskoraðs trausts þeirra sem til hans þekktu. Á páskadag var klippt á lífsþráð- inn. Það er erfíðast fyrir eiginkonu hans og son, foreldra og systkini að sjá á eftir honum yfír móðuna miklu. Þau hafa mest misst. En það er huggun og styrkur í miklum harmi að fínna návist Böðvars í bjarma minninganna. Ég og fjölskylda mín þökkum góðum dreng hlýjar og góðar sam- vistir og biðjum guð að blessa minningu hans. Guðlaugur Guðmundsson. Böðvar Hauksson hóf störf í hag- deild Landsbankans í ársbyijun 1981. Hann hafði þá að afloknu háskólanámi öðlast allmikla starfs- reynsiu bæði hjá Plastprenti hf. og sem skrifstofustjóri Iðnlánasjóðs. Það kom fljótt í ljós að Lands- bankanum hafði bætzt góður lismaður. Böðvar var eljumenni og kunni vel til verka. Skýrslur hans vora glöggar, tillögur skynsamar og vel rökstuddar. Hann ávann sér traust og velvild samstarfsmanna sinna og viðskiptavina bankans. Raunar var hann hvers manns hug- ljúfí, er bar með sér hlýju í rólegu og iátlausu fasi, hvar sem hann kom. Þeir sem þekktu til foreldra hans og ættmenna gerðu sér ljóst, að eplið hafði ekki fallið langt frá eikinni. Fyrir tveimur áram varð Böðvar við tilmælum um að taka að sér ritarastörf í Útflutningslánasjóði. Fólu þau störf í raun í sér fram- kvæmdastjóm þessa sjóðs, sem ekki er mikill að vöxtum, en gegnir þó mikilvægu hlutverki á sínu sviði. Eftir þetta urðu samskipti okkar Böðvars enn nánari en áður, þar sem ég gegndi formennsku í sjóðn- um. Nokkur áhöld vora um framtíð sjóðsins og hlutverk á þessum tíma. Var það því fyrsta verkefni Böðvars að gera ítarlega úttekt á starfsemi sjóðsins og tillögur um hugsanlegar breytingar á skipulagi hans. Var þetta verk fjótt og vel af hendi leyst og reyndist full samstaða um niður- stöður þess meðal eigenda sjóðsins. Að því loknu einbeitti Böðvar sér að því að koma starfsemi sjóðsins í sem haganlegastar skorður, auk þess sem hann kynnti sér samsvar- andi sjóði á Norðurlöndum. Síðasta verk hans, fyrir aðeins nokkram vikum, var að undirbúa aðalfund sjóðsins og ganga frá reikningum hans og ársskýrslu. Þungur harmur er nú kveðinn að eiginkonu Böðvars og ungum syni, foreldram hans, ættmönnum og vinum. En hans verður einnig sárt saknað af samstarfsmönnum í Landsbanka og í stjórn Útflutn- ingslánasjóðs, sem lengi munu minnast þessa hægláta ágætis- manns. Jónas H. Haralz Mig langar að minnast vinar míns, Böðvars Haukssonar, með nokkram orðum. Það skiptir ótrúlega miklu hvem- ig vini og samstarfsmenn sérhver maður hittir á lífsleiðinni. Ég tel það mikið lán að hafa átt þess kost að kynnast Böðvari. Af öllum hans kostum mat ég mest lífsgleðina og kímnigáfuna sem hann bjó yfír. Hann var einstakur maður að um- gangast. Þau vora ófá skiptin sem við vinnufélagamir hittumst á skrif- stofu hans. Á nokkram mínútum myndaðist þá svo léttur andi að við lá að menn rifnuðu af hlátri. Böðv- ar var miðdepill alls þessa og brá sér í ýmis líki, átti það jafnvel til að fara með eftirhermur. Að stutt- um tíma liðnum gengu menn út aftur tilbúnir að takast á við hvaða verkefni sem er. Tilganginum var náð. Það er ekki öllum gefíð að geta haft þessi áhrif á umhverfí sitt, en Böðvar hafði einstakt lag á því. Kvöldin voru oft notuð til göngu- ferða. Umræðuefnið var þá yfírleitt af allt öðram toga spunnið en létt- leikinn ávallt í fyrirrúmi. Ég hafði beðið fyrir þau skilaboð til Böðvars í veikindum hans að ég biði þess dags er ég gæti þrýst hönd hans á ný. Það tækifæri gafst ekki. Trú mín segir mér þó að mér muni verða að þeirri ósk minni þó síðar verði. Minninguna um góðan vin geymi ég í hjarta mínu. Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur. Ása mín og Amar, þið geymið minninguna um elskulegan eigin- mann og föður. Foreldrar, systkini og aðrir ætt- ingjar geyma minninguna um dreng sem var glæsilegur kjmdilberi ættar sinnar. Jón ívarsson Stráin sölna. Stofnar falla. Stormur dauðans næðir alla Ljóselskandi langan þrungið, lffið fyllir öll þau skörð, sækir fram í sigurvissu. Svoerstríttumallajörð. (ÖmAmarson) Það era páskar árið 1987. Hátíð þjáninga, en einnig upprisu og gleði. Sumarið er í nánd og dagarn- ir orðnir bjartari og lengri. Eg sit við gluggann og stari út. Regndrop- amir falla einn og einn, og allt í einu er komin hellirigning. Það rignir lengi en smám saman styttir upp. Sólarglæta brýst fram og vermir. Það er gott því allt er svo hráslagalegt, hugurinn dapur. Annars finnst mér veðrið vera táknrænt fyrir það, hvemig mér hefur liðið sfðan fréttin barst um að hann Böðvar væri dáinn. Hún skall eins og flóðbylgja yfír og mér fannst sem allt herptist saman inni í mér, endalaus nístandi sársauki án tilgangs. Smám saman létti þó aðeins. Þetta farg varð ekki eins þungt. Hugurinn dofinn, en ég læt hann hvarfla til þeirra ánægjulegu stunda, sem við hjónin höfum átt með Ásu og Böðvari. Ég nýt þess að láta hugann reika, þakklát Guði fyrir að eiga minningamar. í Spámanninum eftir Kahlil Gibr- an segir um vináttuna: „Vinur þinn er þér allt. Hann er akur sálarinnar, þar sem samúð þinni er sáð og gieði þfn uppskorin. Hann er brauð þitt og arineldur. Þú kemur til hans svangur í leit að friði. Þegar vinur þinn talar, þá andmælir þú honum óttalaust eða ert honum samþykkur af heilum hug. Og þegar hann þegir, skiljið þið hvom ann- an. Því að í þögulli vináttu ykkar verða allar hugsanir, allar langanir og allar vonir ykkar til, og þeirra er notið í gleði, sem krefst einskis. Þú skalt ekki hryggjast, þegar þú skilur við vin þinn, því að það, sem þér þykir vænst um í fari hans, getur orðið þér ljósara í fjar- veru hans, eins og fjallgöngumaður sér fjallið best af sléttunni." Þetta era viturleg orð og þannig upplifðum við vináttu þeirra hjóna. Vináttu, sem hófst þegar við höfð- um nýhafíð búskap í sama húsi. Það var gott samfélag í því húsi. Við héldum meira að segja Þorra- blót, þar sem íbúar allra sex íbúðanna skemmtu sér konunglega. Ása og Böðvar fluttu fyrst í burtu en komu að sjálfsögðu á Þorrablót sem „heiðursgestir", því samheldni hópsins var mikil. Minningamar streyma fram. Fá- um hef ég kjmnst, sem vora jafn skemmtilegir að segja frá og Böðv- ar, eða hvað hann gat verið hnyttinn í tilsvöram. Að við væram alltaf sammála, nei, svo langt í frá. Hann naut þess að leggja orðræðuna þannig upp, að okkur Ásu, „kven- réttindakonunum", væri stíðni að.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.