Morgunblaðið - 28.04.1987, Blaðsíða 62
62
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 28. APRÍL 1987
//Hveig'i&i wiS með ab olían sé
bam mo<5\/oig? jpeiirgenxá-ms
eftir 10 minútu^"
ást er...
. . . einmitt það sem
ég er að /eita að.
TM R*fl. U.S. Pat Off.—all ríghts resarvad
• 1987 Los Angdes Times Syndicate
Nei. Nei. Ef pabbi kemst
að því beinist athyglin
heima ekki lengur að mér.
Djöfuls uppákoma er
þetta. Búinn með blaðið,
sjónvarpið bilað. Neyð-
umst vist til að tala saman?
HÖGNI HREKKVÍSI
Svör við kvörtunum um
dagskrá ríkisútvarpsins
Til Velvakanda.
Sif Kjartansdóttir skrifar í blaðið
í dag, andmælir ákvörðun ríkisút-
varpsins um næturútsendingar og
gerir athugasemdir um dreifíngu
rásar 2 um landið.
Af þessu tilefni vill undirritaður
taka eftirfarandi fram:
1. Þeir sem fara að sofa kl. 11,
eins og Sif segist gera, hafa lítið
af næturútvarpi að segja og teljast
tæplega dómbærir á það. Það er
gömul saga og ný að notendur
ríkisútvarpsins meta þjónustu þess
fyrst og fremst út frá persónulegum
ástæðum, eigin smekk og hagsmun-
um án þess að setja sig í spor
annarra.
Næturútsending á öllu dreifíkerfí
útvarpsins veldur hlutfallslega litl-
um kostnaðarauka en hefur mælzt
mjög vel fyrir hjá hlustendum um
land allt. Sjómenn sem stunda störf
sín á fiskimiðum við landið fagna
þessari nýju þjónustu sérstaklega,
og á það við um austfírzka sjómenn
sem aðra.
2. Það er ekki stefna ríkisút-
varpsins að endurvarpa efni rásar
2 á dreifíkerfí rásar 1. Markmiðið
er að rás 2 í heild sinni nái til
þeirra sem kjósa að hlusta á hana.
Þess vegna hefur tugum milljóna
verið varið til uppbyggingar sendi-
stöðva út um allt land fyrir rás 2.
Nú geta 95—96% þjóðarinnar, fólk
í öllum landshlutum, náð útsend-
ingu rásar 2. Með einkunnarorðun-
um „rás 2 um land allt“ er því
ekkert meira fullyrt en ríkisútvarp-
ið getur staðið við.
3. Framkvæmdir við dreifikerfi
rásar 2 hafa ekki getað farið fram
í einu stökki heldur hafa þær verið
unnar stig af stigi í samræmi við
þá árlegu framkvæmdagetu, sem
ræðst af ákvörðunum stjómvalda.
Næsti áfangi verður Breiðdalsvík
og nokkrir aðrir staðir á Austur-
landi og munu íbúar þar ná rás 2
Til Velvakanda.
Gestur Sturluson skrifar:
Þá eru páskamir og
bænadagamir liðnir með öllum
sínum frídögum og í dag, þegar ég
hripa þesssar línur, er sumardagur-
inn fyrsti. Gleðilegt sumar, og segi
ég auðvitað. Það sem mér fínnst
einkenna alla þessa frídaga einna
mest er að þá fáum við ekki dag-
blöð. En meðal annarra orða hvað
felst í orðinu „dagblað". Það er blað
sem kemur út daglega, eða þannig
lít ég á. En samkvæmt þessari skil-
greiningu minni kemur ekkert
Til Velvakanda.
í sambandi við vaxtaokrið, sem
Guðrún Jacobsen drap á í Velvak-
anda fyrir nokkru, vil ég segja
eftirfarandi: Ég er einstæð móðir í
hlutastarfí í ríkisstofnun með innan
við 20.000 kr. á mán. eftir áratuga
starf. Ég fékk lífeyrissjóðslán úr
sjóði opinberra starfsmanna að upp-
hæð 140 þús. fyrir rúmlega 4 árum
til kaupa á 45 fm húsnæði. Ég
vann hörðum höndum í 4 _ár á þeim
tíma eða tvöfalda vinnu. Ég er búin
að borga 80.000 kr. + vexti, búin
að missa það sem ég átti, auk þess
sem lánið gat ekki hvílt á áður-
nefndu húsnæði því það var víst
ekki þess virði. Þá fékk ég veð fyr-
ir því í húsi móður minnar og lánið
óskertri allan sólarhringinn með
vorinu.
dagblað út á íslandi. Hafið þið ekki
veitt því athygli að 60 til 70 daga
á ári kemur ekkert blað út, það er
hvorki meira né minna en sjötti
hluti ársins. Og meira að segja hef-
ur orðið um afturför í útgáfu
dagblaða. Fyrir rúmum áratug
komu flest blöð, sem gefín eru út
á morgnana, út á sunnudögum. En
nú kemur Mogginn einn út á sunnu-
dögum og þó svindlar hann hér
svolítið, sunnudagsblað Morgun-
blaðsins kemur semsé út á laugar-
dagskvöldum. Sem sé, á íslandi
kemur ekkert alvörudagblað út.
hljóðar nú upp á rúmar 470.000
kr. Um þessar mundir leigi ég fyrir
rúmlega 15.000 kr. á mánuði. Ég
fékk leigt með þeim skilmálum að
ég mundi ekki gefa leiguna upp til
skatts. Ekki mánuði seinna var mér
sagt upp húsnæðinu.
Nú þarf ég að koma dótinu mínu
fyrir í geymslu hjá Félagsmála-
stofnun borgarinnar. Það er ódýrt.
Og nú spyr ég, hvemig stendur
á því að kaupið hækkar ekkert en
vísitalan svonefnda hækkar og
hækkar og lán og vextir éta upp
fasteignir sumra og sumra ekki.
Hveijir eru svindlarar þessa þjóð-
félags eða kannski löggiltir okur-
lánarar?
Borgari
Markús Örn Antonsson,
útvarpsstjóri.
Engín dagblöð
Vaxtaokur
Yíkverji skrifar
Vegna fjarveru á kjördag þurfa
æ fleiri að greiða atkvæði utan
kjörstaðar. Þetta er að mörgu leyti
mun flóknari aðferð en að fara á
kjörstað á kjördag. Skriffínnska er
meiri og menn geta ekki sett X við
bókstaf þess lista, sem þeir vilja
kjósa heldur verða að skrifa lista-
bókstafínn sjálfan á atkvæðaseðil,
sem síðan er innsiglaður og kjós-
andi sjálfur verður að koma til
réttra yfirvalda í heimabyggð sinni,
hvort heldur hann kýs hér á landi
eða erlendis.
Flestir leggja leið sína til starfs-
manna borgarfógetans í Reykjavík
til að greiða atkvæði utan kjörstað-
ar. Undanfarin ár hefur hann haft
aðsetur í Ármúlaskólanum. Er þar
oft þröng á þingi. Sumir hafa alls
ekki tíma til að bíða í þeim röðum,
sem myndast á meðan uppfylltar
eru hinar ströngu reglur um frá-
gang utankjörstaðaatkvæða og
skráningu þeirra, er nota þennan
rétt. Þegar inn í kjörklefann er
komið eru stimplar með listabók-
stöfum á borði fyrir framan kjó-
sandann. Á stimplana hefur verið
límdur borði, þar sem bókstafínn
er að finna vélritaðan. Víkveiji hef-
ur rökstuddan grun um, að þessar
upplýsingar séu alls ónógar fyrir
margan kjósandann. Eftir að listum
hefur fjölgað jafn mikið og raun
ber vitni, þarf að láta kjósendum
mun ítarlegri upplýsingar í té við
utankjörstaðaatkvæðagreiðslu á
vegum borgarfó-geta . Ættu
stimplamir að minnsta kosti að
vera með stærri einkennisstöfum
og á þeim eða annars staðar þyrfti
að standa skýrum stöfum fyrir
hvaða flokk bókstafurinn stendur.
XXX
Leiðbeiningar á vegum opin-
berra aðila eru oft af skomum
skammti. Þannig er Víkveiji ein-
dregið þeirrar skoðunar, að
Vegagerðin þyrfti að gera stórátak
til að auka merkingar á þjóðvegum
landsins. Menn ættu til dæmis að
setja sig í spor útlendings, sem tek-
ur sér bíl á leigu og ætlar að
skreppa austur að Gullfossi og
Geysi. Er Víkveiji þeirrar skoðun-
ar, að margir myndu oft vera í
vafa um, hvaða leið þeir ættu að
aka til að komast á leiðarenda.
Uppi á hálendinu er þannig staðið
að vegamerkingum, að varla er
unnt að komast hjá því að villast.
Góðar merkingar stuðla ekki aðeins
að öryggi heldur einnig að því að
menn séu ekki að fara út á vega-
slóða, sem alls ekki eru merktir og
níðast þannig á náttúrunni að
ástæðulausu.
Við Háskóla íslands hafa nú verið
sett upp falleg skilti með nöfnum
einstakra bygginga eða stofnana.
Ætti það framtak að vera öðmm
opinberum aðilum og einkaaðilum
til fyrirmyndar. Þá er einnig vel frá
merkingum gengið við Land-spítal-
ann, þannig að þeir ættu ekki að
villast, sem eiga erindi inn á lóð
hans. Enn má geta nýrra götuskilta
í Reykjavík, sem auðvelda mönnum
að rata um borgina.
XXX
Ferðatíminn er nú að hefj'ast.
Margir kvarta sáran undan
ágangi útlendinga og hve slæm
umgengni þeirra við náttúmna er.
Hefur Víkveiji meira að segja lent
í ritdeilum vegna skoðana sinna á
hlut hins opinbera í ferðamálum.
Ekki er ætlunin að heQa þær deilur
að nýju. Á hitt skal þó enn bent
að besta leiðin til að tryggja góða
umgengni er að leiðbeiningar og
aðstaða öll sé til fyrirmyndar.
Hvaða ástæða er fyrir því, að við
Geysi era engin skilti úti við, sem
upplýsa ferðamenn um það, hvað
einstakir hverir . á þessu vinsæla
svæði heita. Þá ættu einnig að vera
þar kort er lýsa staðháttum og stutt
gossaga Geysis. Aðstaða við Gull-
foss hefur lengi verið á dagskrá
ferðamálafrömuða, en hún er eng-
inn.
Því miður emm við enn furðulega
fmmstæðir í móttöku ferðamanna.
Stærsta skrefíð, sem stigið hefur
verið á undanfömum ámm, er smíði
flugstöðvar Leifs Eiríkssonar. Nú
þarf að iaga annað að þessu glæsi-
lega andliti landsins.