Morgunblaðið - 28.04.1987, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 28.04.1987, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 28. APRÍL 1987 Við reyndum að leggja orð á móti. Oft hafði Böðvar síðasta orðið, en hefði ég það t.d. og tæki hraustlega upp í mig, skemmti hann sér kon- unglega. Hvað við söknum Böðvars. En hvað með þá, sem stóðu honum næst, litla drenginn, Amar Frey, eiginkonuna, írisi, foreldra og systkini. Þeirra þjáning er stærri en orð fá lýst. Þjáningin er fæðing- arhríð skilningins. Eins og kjami verður að sprengja utan af sér skel- ina, til þess að blóm hans vaxi upp f ljósið, kynnast mennimir þjáning- unni. Sú kynning er þó misjöfn og það er erfitt og sárt að skilja það, að Böðvar sé dáinn. Minningin um góðan dreng mun þó lifa og við emm þakklát fyrir að hafa átt hann að vini. Astvinum öllum sendum við samúðarkveðjur. „Sástu ekki vinur að guðs3Ólin grét geislum sem þerruðu tárin af vanga." (JóhannesúrKötlum) Sigþrúður og Smári Ungur maður, í blóma lífsins, er nær fyrirvaralaust kallaður yfír móðuna miklu. Slíkt veldur ólýsan- legum tilfinningum, skilning brest- ur, en á trúna reynir. Leiðir okkar Böðvars Hauksson- ar, sem í dag er kvaddur hinstu kveðju, lágu fyrst saman á vett- vangi Heimdallar, félags ungra sjálfstæðismanna, fyrir um 25 ámm. Frá þeim tíma er Böðvar mörgum minnisstæður fyrir ein- staka eljusemi og áhuga á málefn- um félagsins. Vorið 1973 réðst Böðvar til Iðn- aðarbankans og gegndi starfí skrifstofustjóra Iðnlánasjóðs til hausts 1977. Á þeim tíma áttum við nær daglegt samstarf. Síðustu. árin áttum við á ný margvíslegt samstarf en þá annað- ist Böðvar, auk annarra starfa hjá Landsbankanum, framkvæmda- stjóm Útflutningslánasjóðs. Öllum störfum sínum sinnti Böðvar af samviskusemi og áhuga. Böðvar stundaði nám í Verslun- arskólanum og lauk stúdentsprófí þaðan árið 1967. Úr Háskóla ís- lands útskrifaðist hann sem við_- skiptafræðingur árið 1972. Á námsárum sínum starfaði hann 5 sumur í Iðnaðarbankanum, 1965—1969. Hann var og hluthafí í bankanum og alla tíð var hann áhugasamur um málefni bankans og framgang. Við leiðarlok kveðjum við með söknuði vin, sem sinnti lífsstarfí sínu af hógværð. Eftir lifír björt minningin. Eiginkonu, Ásu, foreldrum, Láru og Hauki, syni, systkinum og tengdafólki sendum við hjónin hjartanlegar samúðarkveðjur og biðrjum góðan Guð að gefa þeim styrk. Valur Valsson Á páskadag lést vinur minn, Böðvar Hauksson. Hann var fæddur árið 1946, sonur þeirra sæmdar- hjóna Láru Böðvarsdóttur frá Laugarvatni og Hauks Eggertsson- ar frá Haukagili í Vatnsdal. Kynni okkar Böðvars hófust er hann byrjaði í Iðnaðarbankanum árið 1965 sem sumarmaður. Starf- aði hann nokkur sumar í bankanum á námsárum sínum. Böðvar var samviskusamur starfsmaður og vin- sæll meðai samstarfsmanna. Síðar, eftir að hann hafði lokið viðskipta- fræðinámi, var hann ráðinn aftur til bankans og veitti hann Iðnlána- sjóði forstöðu árin 1973—77. Á þessum fyrstu árum okkar Böðvars í Iðnaðarbankanum tókst með okkur náin vinátta sem hélst óslitið síðan. Böðvar var mikill og góður persónuleiki, traustur og heil- steyptur í alla staði, hafði gott hjartalag og var vinur vina sinna. Vil ég hér nefna eitt dæmi um hjálp- semi Böðvars. Hann hvatti mig eindregið til frekara náms meðan hann var sjálfur í háskólanum. Hann lét ekki sitja við orðin tóm, heldur tók hann að sér að kenna mér latínu til stúdentsprófs. Sátum við í heilan vetur, nokkrar klukku- stundir í viku hverri, og glímdum við latínuna. Góður árangur á loka- prófínu var fyrst og fremst þraut- seigju Böðvars að þakka. A þessum árum kom ég mikið á heimili foreldra Böðvars í Barma- hlíðinni. Þangað var notalegt að koma, heimilið fallegt og hlýlegt. Oftast hellti Lára upp á könnuna og svo var setið í eldhúskróknum og spjallað um heima og geima. Voru þær samræður oft hinar fjör- ugustu því mæðginin höfðu ríka kímnigáfu. Böðvar hóf búskap með konu sinni, Ásu Guðmundsdóttur, fyrir áratug. Eignuðust þau son, Arnar Frey, fyrir sex árum. Einnig ólu þau upp dóttur Ásu, írisi Laufeyju. Böðvar var umhyggjusamur eigin- maður og faðir og bjó fjölskyldu sinni fallegt heimili. Það er ótrúlegt að fyrir rúmum mánuði vottaði ekki fyrir þeim sjúk- dómi sem heltók Böðvar. Sunnu- daginn 22. mars sl. fórum við í gönguferð, eins og við gerðum oft um helgar. Böðvar var hress, ekk- ert virtist angra hann, og framtíðin björt. En ský dró fyrir sólu. Böðvar veiktist nokkrum dögum síðar, var lagður inn í sjúkrahús þar sem hann lést 19. apríl sl. Guð gefí fjölskyldu hans styrk í hennár miklu sorg, en minningin um einstakan dreng mun ávallt lifa í hjörtum okkar. Örn Hjaltalín Böðvar L. Hauksson, vinur okkar og starfsfélagi, er látinn. Hann lést á páskadag, 19. apríl sl., eftir skamma sjúkdómslegu, aðeins fer- tugur að aldri. Útför hans verður gerð frá Dómkirkjunni í dag, 28. apríl kl. 13.30. Hvers vegna þurfti hann Böðvar að deyja? Hann, sem var í blóma lifsins, var hvers manns hugljúfí, góður heimilisfaðir og frábær starfsmaður. Manni fínnst það í rauninni argasta óréttlæti að nokk- ur falli frá á besta aldri, sem svo mörgum mannkostum er búinn. Okkur er svara vant. En samt. Þeir sem guðimir elska deyja ungir. Böðvar var fæddur 11. október 1946. Eftirlifandi eiginkona hans er Ása Guðmundsdóttir. Þau áttu einn son, Amar Frey, sem nýlega varð sex ára. Foreldrar hans, sem bæði lifa son sinn, eru Haukur Eggertsson forstjóri og kona hans, Lára Böðvarsdóttir. Böðvar lauk stúdentsprófí frá Verzlunarskóla íslands 1967 og kandidatsprófí í viðskiptafræðum frá Háskóla íslands 1972. Að loknu háskólaprófi starfaði hann um ára- bil við fyrirtæki föður síns og um fímm ára skeið var hann skrifstofu- stjóri Iðnlánasjóðs. Okkar kynni hófust þegar hann réðist til sérfræðistarfa í Hagdeild Landsbankans í janúar 1981. Okkur er það minnisstætt hve Böðvar var óvenju fljótur að tileinka sér starf- ið. Það gerði hann bæði fljótt og vel. Hann var frá upphafí einn af hæfustu sérfræðingum bankans. Hann var skipaður forstöðumaður í Hagdeild bankans í október 1986, en jafnframt hagdeildarstörfum var _____________________________19 hann framkvæmdastjóri Útflutn- ingslánasjóðs síðustu árin. Böðvar var einstaklega dagfars- prúður og þægilegur í allri um- gengni. Við sáum hann aldrei skipta skapi. Það var sama hvað á bját- aði. Alltaf gekk Böðvar hreint til verks og leysti verkefnin svo fljótt og vel af hendi að unun var á að horfa. Störf sín vann hann af slíkri hógværð og smekkvísi, að enda þótt starfíð væri krefjandi þá hafði maður ekki á tilfínningunni að hann væri nokkum tíma önnum kafínn. í önnum dagsins gaf hann sér allt- af tíma til þess að slá á létta strengi. ‘ Hans létta lundarfar og mannkostir gerðu það að verkum að öllum leið vel í návist hans. Hann átti afar auðvelt með að sjá bæði broslegar og bjartar hliðar á hveiju máli, og miðlaði þeim kostum sínum óspart til starfsféiaganna. Við kveðjum nú góðan dreng og emm þákklát fyrir að hafa átt Böð- var að félaga og vini. Ásu og Amari litla flytjum við hjartans bestu kveðjur. Nánasta samstarfsfólk í Landsbankanum. Birting afmælis- og minningargreina Morgunblaðið tekur afmælis- og minningargreinar til birting- ar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á ritstjóm biaðsins á 2. hæð í Aðalstræti 6, Reykjavík og á skrifstofu blaðsins í Hafn- arstræti 85, Akureyri. Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðvikudagsblaði að berast síðdegis á mánudegi og hliðstætt er með greinar aðra daga. I minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Ekki em tek- in til birtingar frumort ljóð um hinn látna. Leyfílegt er að birta ljóð eftir þekkt skáld, 1—3 erindi og skal þá höfundar getið. Sama gildir ef sálmur er birtur. Meginregla er sú, að minningargreinar birtist undir fullu nafni höfundar. . Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins em birtar greinar um fólk sem er 70 ára eða eldra. Hins vegar em birtar af- mælisfréttir með mynd í dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra. Mikil áhersla er á það lögð að handrit séu vel frá gengin, vélrituð og með góðu línubili. f ^^"///////////. ''"/inn, ■ •■'////////!'■ —iilll/h "" ^^-«///////. ■■/./„/'//'% /.'^k -«/////// -/,//,/.' l.lll. . 1 ^►,'///////// -////, ',,///, ^to/lllllllllll -,////' "" sgas’ -////// "' -"/"//.* BBfc ,////'//'" .'/"•-> Kosningahappdrættið stendur straum af kosningabaráttunni Sjálfstæðismenn, greiðum heimsenda gíróseðla. Skrifstofa happdrættisins í Valhöll er opin alla daga kl. 09.00-22.00. Sími 82900 Dregið annað kvöld vinningar að verðmæti kr. 3.998.160 3 fólksbifreiðir 34 glæsilegir ferðavinningar únaðarvinningar NDUM SAMAN UM D-L
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.