Morgunblaðið - 28.04.1987, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 28.04.1987, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 28. APRÍL 1987 HVAÐ SEGJA ÞEIR UM ÚRSUT KOSNINGANNA ? 21 nýr þingmaður Miklar breytingar urðu á skipan þingmanna við kosningamar á laugardaginn. Alls kemur 21 nýr þingmaður inn. Nýju þingmennimir skiptast misjafnlega milli fiokka, en flestir em á hinum nýja lista Borgaraflokksins eða 6 talsins. Fjórir nýir þing- menn em á listum Alþýðuflokks, Framsóknarflokks og Kvenna- lista, tveir af D-lista og einn af G-lista. Af þessum þingmönnum hafa fjórir áður verið kjömir á þing; þeir Ámi Gunnarsson og Sighvatur Björgvinsson, Alþýðuflokki, Guðmundur H. Garðars son, Sjálfstæðisflokki og Guðmundur G. Þórarinssson, Framsókn- arflokki. Fimm hafa komið inn á þing í skemmri tíma sem varamenn. Það em Geir H. Haarde, Sjálfstæðisflokki, Óli Þ. Guðbjartssoh, Borgaraflokki, sem sat sem varamaður á síðasta kjörtímabili fýrir Sjálfstæðisflokkinn, Málmfríður Sigurðardóttir af Kvennalista, Guðni Ágústsson, Framsóknarflokki og Margrét S. Frímannsdóttir, Alþýðubandalagi. Morgunblaðið ræddi við þetta fólk í gær og fara viðtölin hér á eftir: JÓN SÆMUNDUR SIGURJÓNSSON: Úrbæturí hafnarmál- um brýnar „ÉG hlakka til að takast á við þingroennsk- una og vil koma á fram- færi innilegu þakklæti til stuðnings- manna og nánustu sam- starfsmanna minna,“ sagði Jón Sæmundur Sigurjónsson, þingmaður Alþýðuflokksins í Norðurlandskjördæmi vestra. Jón Sæmundur kvaðst afar án- ægður með að jafnaðarmenn í kjördæminu hefðu sameinast á ný undir merki Alþýðuflokksins. „Ég hlýt að leggja mesta áherslu á það í störfum mínum á þingi að úrbæt- ur verði gerðar í hafnarmálum kjördæmisins og öðrum þeim mál- um sem lúta að samgöngum. Að öðru Ieyti legg ég að sjálfsögðu höfuðáherslu á þau baráttumál sem Alþýðuflokkurinn hefur sett á odd- inn." Jón Sæmundur Siguijónsson er 45 ára hagfræðingur og hefur starf- að hjá heilbrigðis- og tryggingar- málaráðuneytinu. Hann er kvæntur Birgit Henriksen og eiga þau hjón 19 ára dóttur, Ragnheiði. INGIBJÖRN ALBERTSSON: Líst vel á nýjastarfið „MÉR líst ljómandi vel á nýja starfið og er ákaf- lega þakklát- ur þeim sem sýndu mér þetta traust og störfuðu fyrir mig og Borgara- flokkinn fyrir kosningamar,“ sagði Ingi Bjöm Albertsson, þingmaður Borgara- flokksins í Vesturlandskjör- dæmi. Ingi Bjöm sagði að miðað við skoðanakannanir fyrir kosningam- ar hefði fylgi Borgaraflokksins ekki komið sér á óvart. „Mér líst ljóm- andi vel á að starfa við hlið fíiður míns á Alþingi, enda er hann mjög hæfur maður til setu þar. Ég ætla að nota tímann fram að þingsetn- ingu til að kynna mér betur mál Vesturlandskjördæmis, enda mun ég setja hagsmuni kjördæmisins á oddinn í störfum mínum á þingi. Þá þarf ég einnig að velta því fyrir mér hvort ég held áfram störfum mínum hjá heildverslun Alberts Guðmundssonar," sagði Ingi Bjöm. Ingi Bjöm Albertsson er 34 ára gamall, kvæntur Magdalenu Krist- insdóttur og eiga þau sex börn á aldrinum eins mánaðar til ellefu ára. JÚLÍUS SÓLNES: Fólk vill nýtt flokka- skipulag „ÉG er lítið farinn að hugsa um þessa niður- stöðu og nýtt hlutverk mitt. Þetta eru miklar breyt- ingar á högum mínum, en ég hef verulegan áhuga á þjóðmálum og hlakka til að takast á við verkefnin, sem bíða mín,“ sagði Júlíus Sólnes, þingmaður Borgaraflokksins. „Eg er ánægður með árangur Borgaraflokksins. Við vissum í raun ekki hveiju við áttum von á, þrátt fyrir vísbendingar skoðanakann- ana, þar sem okkur vantaði grunnfylgi eins og aðra flokka til að byggja á. Það er stórkostlegt að ná yfír 10% fylgi og fá 7 þing- menn. Við erum þvi mjög ánægðir með árangurinn. Við erum orðin það stór flokkur, að ekki verður lengur hægt að kalla okkur flokks- brot. Arangur okkar er talandi dæmi um breytta tíma, fólkið í landinu vill nýtt flokkaskipulag," sagði Júlíus Sólnes. JÓN SIGURÐSSON: Hefði kosið á ná fjórum mönnum inn „ALÞÝÐU- FLOKKUR- INN fékk allgóða kosn- ingu í Reykjavík. Hann jók fylgi sitt úr 11% í um 16% milli alþingis- kosninga og við síðustu borgarstjómarkosningar var fylgi hans um 10%. Fylgisaukn- ingin er því veruleg, þó skoðana- kannanir hafi um tíma bent til þess, að hún gæti orðið meiri,“ sagði Jón Sigurðsson, hagfræð- ingur og þingmaður Alþýðu- flokksinsins. „Það dró til mikilla tíðinda í marz, sem breyttu nokkru um fylgi flokksins, en ég tel að Alþýðuflokk- urinn hafi komizt betur frá þessu róti, en hinir „gömlu“ flokkarnir. Hvað sjálfan mig varðar, er ég ánægður með árangurinn, en hefði þó kosið að ná fjórum mönnum inn í Reykjavík. Árangurinn helgast fyrst og fremst sterkri málefnastöðu og því, að flokknum hefur lánazt að breyt- ast með breyttum tímum, betur en hinum „gömlu" flokkunum. Það er ekki lengur hið daglega þras um efnahagsmál og tekjuskiptinguna, sem sem höfðar til fólksins," sagði Jón Sigurðsson. GUÐMUNDURG. ÞÓRARINSSON: Glæsileg útkoma „MÉR lízt vel á að koma inn á þing að nýju og er mjög ánægður með úrslitin fyrir Framsóknar- flokkinn. Útkoman á suðvestur horni landsins er glæsileg og sigur Steingríms Hermannsson- ar i Reykjaneskjördæmi er nær einsdæmi. Hann fer úr öruggu sæti í kjördæmi, sem ekki átti mann og skilar tveimur mönnum inn. Það er feiknarlegur per- sónulegur sigur,“ sagði Guð- mundur G. Þórarinsson, þingmaður Framsóknarflokks- ins. „Hins vegar er ljóst eftir þessar kosningar að nauðsynlegt er að endurskoða reiknireglur kosninga- laganna. Nú lítur dæmið þannig út, að ég, sem eini þingmaður Fram- sóknarflokksins í Reykjavík, hef á bak við mig um 6.000 atkvæði eða miklu meira en nokkur annar þing- maður. D-listinn er með um þrisvar sinnum fleiri atakvæði en við í Reykjavík, en með 6 sinnum fleiri þingmenn. Egill Jónsson fór inn fyrir Sjálfstæðisflokkinn á Austur- landi á 600 atkvæðum eða 10 sinnum færri atkvæðum en eru að baki mér. Þrátt fyrir fremur óhagstæðar reiknireglur, er ég nokkuð ánægður með árangur flokksins í heild og úrslitin eru í raun sigur fyrir stefnu ríkisstjómarinnar á liðnu kjörtíma- bili. Séu atkvæði Stefáns Valgeirs- sonar í Norðurlandi eystra talin með, hefur Framsóknarflokkurinn nú yfir 20% fylgi. Kratar hafa í raun ekkert unnið á, þvi nú hafa þeir aðeins náð því fylgi, sem þeir höfðu áður en Bandalag jafnaðar- manna klofnaði út út flokknum. Borgaraflokkurinn og Kvennalist- inn komu talsvert sterkir út, en á öðrum forsendum," sagði Guð- mundur G. Þórarinsson. AÐALHEIÐUR BJARN- FREÐSDÓTTIR: Mun ganga að þessu eins og hverri ann- arri vinnu „ENN sem komið er hef ég litla reynslu af hinu nýja starfi minu. Ég hef ekkert breytzt og mun reyna eftir föngum að vinna áfram fyrir það fólk, sem ég hef til þessa unnið fyrir,“ sagði Aðalheiður Bjamfreðsdóttir, þingmaður Borgaraflokksins. „Við vissum fyrir kosningar að við höfðum góðan byr, en úrslitin eru engu að síður mjög ánægjuleg. Ég mun ganga að þingstörfum eins og hverri annarri vinnu. Það tekur tíma að koma sér inn í málin, en ég hef sumarið til þess,“ sagði Aðal- heiður Bjamfreðsdóttir. GUÐMUNDUR H. GARÐARSSON: Flokkurinn nær sér vel á strik á ný „ÉG er vissu- Íega ánægður með það að hafa verið kjörinn á þing á ný fyrir Reykjavík. Úrslitin em hins vegar slæm fyrir Sjálfstæðis- flokkinn, en það hefur komið fyrir áður. Ég er viss um að flokkurinn mun ná sér á strik á ný,“ sagði Guð- mundur H. Garðarsson, við- skiptafræðingur og þingmaður Sjálfstæðisflokksins. „Sjálfstæðisflokkurinn á gífur- lega sterk ítök í íslenzku þjóðfélagi og ég higg að mörgum fleiri en þeim, sem kusu flokkinn, sé brugð- ið eftir þessi úrslit og horfí með kvíða til framtíðarinnar. Sem þingmaður fyrir Reykjavík mun ég leggja áherzlu á málefni borgarinnar og landsins í heild. Ég mun leggja áherzlu á að varðveita og styrkja atvinnustarfsemi í landinu og það, sem getur orðið til heilla á því sviði. Jafnframt mun ég vinna að því að breyta og endur- skoða lífeyristryggingakerfíð, bæði almennar tryggingar og lífeyris- sjóðina, þannig að allir hafi að því loknu sama rétt til lífeyris,“ sagði Guðmundur H. Garðarsson. GEIRH. HAARDE: Aðförin að flokknum hefur að mestu heppnazt „ÉG er án- ægður með að hafa náð kjöri sem þingmað- ur, en það er í sjálfu sér aukaatrtiði. Útkoma Sjálf- stæðisflokks- ins var miklu verri en við vonuðumst til. Aðstaðan var erfið og aðförin að flokknum hefur að mildu leyti heppnazt," sagði Geir H. Haarde, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. „þetta er hins vegar ekki varan- legt ástand, flokkurinn er miklu stærri en niðurstöður kosninganna gefa til kynna og hann á eftir að ná sér upp aftur, á því er enginn vafi. Á Alþingi verð ég hluti af liðs- heildinni og mun leggja mitt að mörkum, en of snemmt er að tala um einhver einstök mál,“ sagði Geir H. Haarde. MÁLMFRÍÐUR SIGURÐARDÓTTIR: Mál kvenna og barna efst í huga „ÉG vonaðist auðvitað eftir að ná kjöri, en róðurinn var sérstaklega þungur í Norðurlands- kjördæmi eystra þar sem níu listar voru i fram- boði,“ sagði Málmfríður Sigurðardóttir, þing- maður kvennalistans i kjördæm- inu. „Málefni kvenna og bama eru mér að sjálfsögðu hugleiknust og þar get ég ekki nefnt eitt mál öðru fremur. Það verður að líta á þessi mál í víðara samhengi, því ef bæta skal hag kvenna og bama kostar það fé og því verður að vinna vel að efnahagsmálum. Varðandi stjómarmyndun get ég ekkert full- yrt sem stendur, við ræðum við alla þá sem óska eftir að ræða við okk- ur og metum síðan stöðuna." Málmfriður Sigurðardóttir er 60 ára og hefur starfað sem matráðs- kona við Kristnesspítalann á Akureyri. Hún er ekkja og sjö bama móðir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.