Morgunblaðið - 28.04.1987, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 28.04.1987, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 28. APRÍL 1987 51 á brýn óheilindi og að við höfum viljað fara með hugmyndir okkar um starfrækslu 2. stigs á Dalvík í felur fyrir þér. Þetta er alrangt, því allt frá upphafí hefur þér verið kunnugt um áhuga Dalvíkinga. Því er líka ekkert að leyna að við vissum nákvæmlega þinn hug til vilja okkar og þurftum því ekkert að leita umsagnar þinnar um starf- rækslu 2. stigs á Dalvík. Eins og vel hefur komið fram í skrifum þínum hér á síðum Morgunblaðs- ins hefði umsögn þín aldrei verið byggð á faglegum rökum. Þú við- urkennir að vel hafí til tekist um starfrækslu fyrsta stigs á Dalvík en það gildir í þínum huga ekki sem rök fyrir heimild til starf- rækslu 2. stigs. Við sem búum úti á landsbyggðinni þekkjum orðið nokkuð tregðulögmálið í íslenskri stjómsýslu. Af lestri greinar þinn- ar verður ekki annað séð en að umsögn þín helgist af þeim ótta að Stýrimannaskólinn í Reykjavík tapi nemendum ef kennslu á 2. stigi verði komið upp á Dalvík. Þú kvartar undan því að skólinn fái ekki þá aðhlynningu af hálfu yfírvalda sem honum ber. Væri ekki ástæða til þess að fá fleiri í lið til að svo verði? Við höfum ekki legið á liði okkar til að tala því máli að betur verði búið að skipstjómarfræðslu hér í þessu landi. Þá hlýtur þig einnig að mis- minna nokkuð Guðjón að ekki hafí verið minnst á 2. stig á Dalvík er fundur var haldinn í „námskrár- nefnd", því þar sem við sátum á kennarastofu og drukkum kaffí spurðir þú um hvort hugmyndir væm uppi um að starfrækja 2. stig á Dalvík og játti ég því. Þú lýsir einnig afstöðu þinni gagnvart þeirri hugmynd væru uppi um að starfrækja 2. stig á Dalvík og játti ég því. Þú lýstir einnig afstöðu þinni gagnvart þeirri hugmynd þá. En þar sem þú ert önnum kafínn maður í þínu starfí gafst okkur ekki langur tími til samræðna. Þú undirstrikar að þú hafír sýnt okkur fyllsta traust varðandi 1. stig og minnir m.a. á að þú hafír lagt „sérstaka áherslu á að Trausti Þorsteinsson fengi sæti í“ nefnd til að §alla um tillögur að lýsingu á stýrimannanámi á fyrsta stigi fyrir námsvísa fjölbrautaskóla. Einn fundur var haldinn þar sem skoðaðar voru hugmyndir að upp- setningu námsins. Á þessum fundi var gengið frá brautarlýsingu fyr- ir skipstjómarbraut 1. stigs og tillaga kom fram frá Dalvíkur- skóla um að tveggja eininga námsáfangi í sjávarlíffræði og fískmeðferð væri settur inn í þetta nám. Vonandi hefur heimild menntamálaráðuneytisins til starfrækslu annars stigs á Dalvík ekki orðið þess valdandi að fulltrú- ar Stýrimannaskólans höfnuðu þessari tillögu Dalvíkurskóla. En mál er að linni, Guðjón. Þú skaust fyrsta skotinu án þess að sjá markið og skotið geigaði. Því er nú svo komið fyrir þér að það þýðir lítt að skjóta og skjóta og hugsa ekkert um að hæfa í mark. Við munum ekki svara skrifum þínum frekar. Þau munu varðveit- ast á síðum blaðsins sem óræk sönnun þess að sannleikanum verður hver sárreiðastur. Við vilj- um þakka þér þinn þátt í Slysa- vamaskóla SVFI. Sá skóli er mikið framfaraspor í fræðslu sjómanna í öryggismálum allskonar. Við lát- um hér staðar numið að munn- höggvast við þig um skipstjómar- fræðslu á Dalvík með því að vitna til limru eftir Þorstein Valdimars- son fyirum kennara við Stýri- mannaskólann í Reykjavík. Það tendrar loga í leyndinni; allt lendir í fumi hjá greindinni, og tvennd verður eind og eind verður neind ein endileysa í reyndinni! Trausti Þorsteinssoa er skóla- sijóri á Daivík ogjúlíus Krisijáns- son kennari við skipstjómarbraut- inaþar. Mosfellssveit: Nýr eigandi að Fexu HÁRSNYRTISTOFAN Fexa í Mos- fellssveit sem starfað hefur í rúm tvö ár að Urðarholti 4 (við hliðinaá Mosfellsbakaríi) hefur nú skipt um eigendur. í mars tók Þóra Guðrún Eylands við rekstri stofunnar af Sesselju Guðmundsdóttur, sem rekið hefur Fexu frá upphafi. Hinn nýji eigandi Fexu, Þóra Guð- rún, starfaði síðustu þijú árin á hárgreiðslustofunni Tinnu. Hársnyrtistofan Fexa verður opin mánudaga kl. 14.00-17.00, aðra virka daga kl. 09.00-17.00, eða leng- ur eftir samkomulagi. Á laugardögum verður opið kl. 09.00-14.00. Hársnyrtistofan Fexa veitir alhliða hársnyrtiþjónustu. Nýr eigandi að Hársnyrtistofunni Fexu í Mosfellssveit, Þóra Guðrún Eylands, við vinnu á stofunni. dagskrá er þetta helst: Ökuferdir, siglingar, sjóskíði, segl- 1 bretti, fótbolti, hjólreiðaferðir, diskótek, kvöldveislur, næturveislur, morgun- veislur og miðdegisveislur, fyrir utan sólbaðið, sundið og allt hitt! Og svo er hægt að fara í gönguferðir um Ibizaborg, kynnastmannlífinu, veitingastöðum og verslunum. Fara í hringferð um Ibiza, heimsækja sveitaþorp, skoða leirkerasmiðjur og fylgjast með glerlistamönnum blása gler, horfa á þjóðdansa og skoða dropasteina. Sigla til Formentar sem er falleg eyja skammt frá Ibiza, þar er margt að sjá, góð strönd alveg tilvalin fyrir skemmtileg strandpartí. ististaðir Polaris á Ibiza eru við jf Playa d’en Bossa ströndina frægu og §þar er allt sem hugurinn girnist til strand- og sjóleikja, iðandi mannlíf og glæsi- legt hótel. JET BOSSA er splunkunýtt íbúða- hótel á mjög góðum stað við ströndina. Allar íbúðirnar eru með 2 svefnherbergjum, stofu, eldhúsi, baði og svölum. MIGJ0RN er skemmtilegt og vel staðsett íbúðahótel um 100 metra frá ströndinni. Polaris hefur tekið á leigu nýreista álmu við hótelið og tekurþví Migjorn við afArlanza sem miðstöð íslendinga á Ibiza. Flestar Íbúð- irnar eru með 2 svefnherbergjum, stofu, bað- herbergi, eldhúskrók og svölum. Brottfarir:30. maí, 17. ágúst og 7. september UPPSELT 6. júlíog 27. júlí ÖRFÁ SÆTILAUS 9. maí LAUSSÆTI - Fyrir ykkursem voruð að spyrja um styttri ferðirhöfum við sett inn hálfsmánaðarferð með brottför 16. maí. - Enn eru til sæti í stjörnuferðina 20. júníl FERDASKRIFSTOFAN POLAfí/S Kirkjutorgi 4 Sími 622 011 /^\ POLARIS w
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.