Morgunblaðið - 28.04.1987, Síða 52

Morgunblaðið - 28.04.1987, Síða 52
52 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 28. APRÍL 1987 Minning: Guðmundur Magnús- son verkfræðingur Fæddur 28. sept. 1927 Dáinn 14. aprU 1987 Að lokum eftir langan, þungan dag, er leið þín öll. Þú sest á stein við veginn, og horfir skyggnum augum yfir sviðið eitt andartak. Og þú munt minnast þess, að eitt sinn, eitt sinn, endur fyrir löngu lagðir þú upp frá þessum sama stað. Mér komu þessar ljóðlínur Steins Steinars í hug þegar ég frétti um fráfall samferðamanns og félaga míns um árabil, Guðmundar Magn- ússonar verkfræðings. Leiðir okkar Guðmundar lágu fyrst saman árið 1967. Þá vildi það til að Bæjarstjóm Kópavogs kaus sérstaka byggingamefnd, sem sjá skyldi um byggingu Hafnarfjarðar- vegar gegnum Kópavog. Nefndin var skipuð fjórum full- trúum, Sigurði Grétari Guðmunds- syni, Asgeiri Jóhannessyni, Sigurði Helgasyni og undirrituðum, Bimi Einarssyni. Skömmu eftir að nefnd- in tók til starfa réð hún til sín tvo verkfræðinga, þá Guðmund Magn- ússon og Theódór Ámason, til að annast ásamt undirrituðum tækni- lega hönnun og umsjón með verkþáttum. Framkvæmdin var ákaflega viðamikil og ekki síður umdeild. Ég fullyrði nú, að sú sam- staða nefndar og hönnuða, sem náðist í upphafi og entist verkið út, átti sinn stóra þátt í því hve vel verkið vannst og engin slys urðu við mannvirkjagerðina með þunga umferð alla daga gegnum athafna- svæðið. Skal nú þakkað drjúgt framlag Guðmundar til að svo varð og þess að verkið varð loks að vem- leika. Árin sem bygging Hafnarfjarðar- vegar stóð yfir em mér ógleyman- leg, ekki síst vegna óvenjulegs samstarfs við þá verkfræðingana Guðmund og Theódór. Svo skemmtilega vildi til að allar götur síðan bygging Hafnarfjarðar- vegar hófst hafði Guðmundur bækistöð sína og verkfræðistofu í Kópavogi og vann mörg ómetanleg og margvísleg störf við mannvirkja- gerð fyrir Kópavogskaupstað. Guðmundur Magnússon var óumdeilanlega margfróður og vel gefinn maður. Hann var ákaflega hnyttinn í tilsvörum og skemmtileg- ur til viðræðu. Hann hefði ef til vill notið sín ennþá betur sem fræði- maður og vísindamaður. Hann gat ekki látið frá sér fara nokkurt verk- efni nema grannskoða hvert atriði ofan í kjölinn. Leitin að hinu eina sanna og rétta var svo ótrúlega rík í fari hans. Leiðir okkar Guðmund- ar fóm ekki alltaf saman í stjóm- málum, þótt markmiðin væm þau sömu. En það var alltaf jafngaman að takast á um dægurmálin við Guðmund, því fáa þekkti ég sem vom honum hnyttnari í tilsvömm og rökum og er margt það flestum ógleymanlegt sem á hlýddu. Á ámnum sem bygging Hafnar- ijarðarvegar stóð yfír fómm við tvívegis til útlanda saman ásamt fleiri félögum. í þessum ferðum kynntist ég nýrri hlið á Guðmundi. Hann var óþreytandi að fræða og lýsa atburðum og stöðum, sem við komum til. í hans munni varð sag- an lifandi og skýr, boðskapurinn glöggur. Það duldist engum, sem á hlýddi, að hann var víðlesinn og fádæma minnugur. Hin síðari ár urðu samvemstund- imar færri, báðir vomm við upp- teknir við verkefni og brauðstritið, sem aldrei tekur enda. En nú em leiðarlok eftir langan, þungan dag. Ég geng einn um Hafnarfjarðarveg og brýrnar, þetta fallega og mikla mannvirki sem var athafnasvæði okkar fyrir tuttugu ámm — ég hugsa og ég horfi — yfir sviðið eitt andartak og spyr — hvar hitti ég þig næst góði félagi Vinningstölurnar 25. apríl 1987. Heildarvinningsupphæð: 4.396.408,- 1. vinningur var kr. 2.200.508,- Aðeins einn þátttakandi var með fimm réttar tölur. 2. vinningur var kr. 658.952,- og skiptist hann á milli 164 vinningshafa, kr. 4.018,- á mann. 3. vinningur var kr. 1.536.948,- og skiptist á milli 6099 vinn- ingshafa, sem fá 252 krónur hver. Upplýsinga- simi: 685111. — hvenær mun ég sjálfur leggja upg frá þessum sama stað. Ég samhryggist flölskyldunni á Kleppsvegi 84, aldraðri móður, eig- inkonu og bömum og bið þeim blessunar um alla framtíð. Björn Einarsson Skuggi dauðans hvílir yfir fjöl- skyldunni á þessum umhleypinga- sömu vormánuðum. Hann heggur stór skörð í raðir okkar. Fyrst ung- an mann, rétt að hefja lífíð, og áður en hann er til moldar borinn berst sú frétt að Guðmundur mágur hafí fengið hjartastopp og sextán dögum seinna er hann allur. Dauf er vistin eftirlifendanna. Guðmundur Magnússon, verk- fræðingur, sem jarðsunginn verður frá Dómkirkjunni í dag fæddist í Grindavík 28. september 1927, son- ur hjónanna Magnúsar Guðmunds- sonar trésmiðs og konu hans, Sigríðar Daníelsdóttur. Var hann eina bam þeirra sem upp komst. Magnús faðir Guðmundar lést fyrir um 30 árum en móðir hans lifír hann, nú í hárri elli. Guðmundur ólst upp í Grindavík fram á ungl- ingsár, að foreldrar hans fluttust til Reykjavíkur, þar sem hann hefur búið að mestu sfðan. Það kom snemma í ljós að Guð- mundur var mjög góðum náms- gáfum gæddur. Það kom því ekki annað til greina en að hann gengi menntaveginn, sem fyrir hann var greið og auðsótt braut. Hann fór fyrst í Menntaskólann á Akureyri, enda átti hann þá heima í Grindavík og því ekki um að ræða að sækja skóla daglega að heiman. Var því Akureyrarskólinn, með sína heima- vist, þægilegasti kosturinn. Eftir að foreldramir fluttu til Reykjavík- ur skipti hann um skóla og fór í Menntaskólann í Reykjavík og lauk þaðan stúdentsprófí 1946 á 100 ára afmæli þess merka skóla. Að stúd- entsprófí loknu fór hann í nám í byggingarverkfræði. Var fyrri hluti tekinn við Háskóla íslands, en síðari hluti við Danmarks Tekniske Hög- skole, en þaðan tók hann verk- fræðipróf 1953. Að loknu námi hóf hann störf hjá Verkfræðistofu Sigurðar Thor- oddsen og vann þar til 1960. Frægt verkefni sem hann fékk þar var að gera burðarþolsreikninga fyrir tum Hailgrímskirkju á Skólavörðuhæð en það þykir mjög flókið verk. Hann hætti verkfræðistörfum um tíma eftir að hann fór frá Sigurði Thor- oddsen og vann þá að stofnun ferðaskrifstofunnar Landsýn á veg- um Alþýðubandalagsins. Aftur sneri hann sér að verkfræðistörfum 1962 og stofnaði þá eigin verk- fræðistofu, sem hann starfrækti til dauðadags. Stærstu verk stofnun- arinnar vom fyrir Kópavogskaup- stað, en einnig vann hann mikið fyrir ýmis önnur sveitarfélög og einstaklinga. Þetta er hinn ytri rammi um líf Guðmundar. í þessum ramma em tekjumar, sem gáfu honum og hans fólki lifíbrauðið. En samhliða þessu átti hann annan ytri ramma, sem tengdist áhuga hans á félagsmálum og stjómmálahugsjónum hans. Hann var einlægur sósíalisti alla tíð og vann að framgangi hugsjóna sinna og gegndi fjölda trúnaðar- starfa fyrir flokk sinn. Þótt fyrir kæmi að leiðir okkar Guðmundar lægju_ saman í starfí, var það ekki oft. Ég átti mín góðu kynni af honum frá annarri hlið, þeirrar sem að fjölskyldunni snýr. Þau hófust rétt eftir að Guðmundur lauk verkfræðiprófí, að Margrét, elsta systir mín, bauð heim nokkm fólki. Þetta var ungt, róttækt og skemmtilegt fólk. I hópnum var Guðmundur, en innan árs frá þessu boði var hann orðinn mágur minn. Þau Margrét og Guðmundur lifðu í mjög farsælu hjónabandi. Eignuð- ust þau 5 mjög mannvænleg böm, sem em: Már hagfræðingur, Svava Sigríður teiknari, Snorri tölvufræð- ingur, Magnús Tumi við framhalds- nám í jarðeðlisfræði og Elísabet Vala nemi. Bamabömin em 4. Guðmundur var mikill fjölskyldu- maður, sem gaf sér alltaf tíma til að sinna bömum og bamabömum með því að lesa fyrir þau og fræða, þótt oft væm annimar miklar í starfí. Guðmundur var mikill lestrar- hestur og átti mikið bókasafn, sem að mestu var keypt til lestrar en ekki prýði. Sérstaklega var hann víðlesinn um lönd og lýði, um sögu og um stjómmál. Kunnátta hans á þessum sviðum var slík að háskóla- gráða á þessum sviðum hefði ekki gefið meiri. Þessi áhugi hans var mjög gamall og mun hann hafa hugleitt að nema landafræði í há- skóla en ekki litist á það sem lifibrauð. Þekkingu sinni á þessum fræðum hélt hann alltaf við. Því var það mikil ánægja að ræða við hann um samtímaatburði úti í heimi, því alltaf þekkti hann bak- grunninn og átti um hann bækur. Tækifærin til að hittast í stórfjöl- skyldunni vom mörg. Það var á tyllidögum almanaksársins, á af- mælum og tyllidögum fullorðna fólksins, á afmælum og tyllidögum bamanna og síðast en ekki síst án nokkurs tilefnis. Sérstaklega voru þau Margrét og Guðmundur dugleg að bjóða til sín fólki án sérstaks tilefnis. Að vísu var nafn gefíð at- burðinum, fundið eitthvað tilefni. Meðan þessu styrktust fjölskyldu- böndin enn frekar. Það dimmdi skyndilega á ævi- braut Guðmundar og henni lauk án þess að þar væri nokkuð ævikvöld. Við höfum líka þurft að sjá á bak ungum manni þar sem fullorðins- ævin var varla byijuð. Þetta er sárt okkur eftirlifendum. Skörð þau sem þeir skilja eftir verða aldrei fyllt í hugum okkar sem næst stóðum. Það eina sem huggar er sú þekking okkar að tíminn læknar öll sár en örin verða eftir. Haukur Tómasson Guðmundur Magnússon lést 14. apríl sl. tæplega sextugur að aldri. Okkur samferðamönnum hans fínnst hann hafí dáið langt fyrir aldur fram, því hann virtist fullur af lífskrafti nokkrum dögum áður en hann lést. Guðmundur lifði ríku lífí, enda manninum gefið mikið í vöggugjöf af fjölþættum gáfum og starfsþreki. Guðmundur var fæddur 28. sept- ember 1927 í Grindavík. Foreldrar hans voru Sigríður Daníelsdóttir og Magnús Guðmundsson trésmiður. Guðmundur átti eina systur, Sigríði Svövu, sem lést 1944 aðeins 21 árs að aldri, úr berklum. Fóstursystir Guðmundar er Guðmunda Sæunn Kristjánsdóttir, búsett í Grindavík. Strax í bamaskóla komu fram frá- bærar námsgáfur Guðmundar, það var því nokkuð sjálfsagt mál að hann færi í framhaldsnám. Hóf hann nám í Flensborg og lauk það- an gagnfræðaprófí vorið 1943. Frá Flensborg lá leið hans í Menntaskól- ann á Akureyri og var hann þar einn vetur, þá fluttust foreldrar hans til Reykjavíkur og hélt Guð- mundur námi sínu áfram í Mennta- skólanum í Reykjavík og lauk þaðan stúdentsprófí vorið 1946, með svo góðum árangri, að hann átti kost á svokölluðum „Stóra-styrk" til náms erlendis, en hugur hans stóð til náms í verkfræði, og hóf hann Í'ví nám í verkfræðideild Háskóla slands haustið 1946 og lauk fyrri hluta verkfræðináms árið 1949. Fór hann þá til Kaupmannahafnar og lauk prófí í byggingarverkfræði árið 1953. Þegar hann kom heim hóf hann störf hjá verkfræðistofu Sigurðar Thoroddsens og vann þar til 1960. Hann stofnsetti eigin verk- fræðistofu 1962 og rak hana til dauðadags. Guðmundur giftist systur minni Margréti R. Tómasdóttur 1954 og eignuðust þau 5 böm. Þau era Már f. 1954 Svava Sigríður f. 1955 Snorri f. 1960 Magnús Tumi f. 1961 og Elísabet Vala f. 1963. Bamabömin era fjögur. Áttu þau hjónin miklu bamaláni að fagna því böm þeirra era öll mikið mann- kostafólk. Ekki minnist ég þess nákvæm- lega hvenær fundum okkar Guðmundar bar fyrst saman, en það er enn Ijóslifandi fyrir mér er ég heimsótti hann í Kaupmannahöfn þegar ég var við nám í Osló og átti með honum þar eftirminnilegar stundir. Það sem leiddi okkur fyrst saman var sameiginlegur áhugi okkar á pólitík en við voram báðir sósíalistar og höfðum margt að spjalla um. Guðmundur var víðles- inn maður og fylgdist alla tíð vel með því sem var að gerast í íslensk- um stjómmálum, sérstaklega hræringum á vinstri væng. Hann var því mjög veitandi þegar talað var um stjómmál, en umræður þessar breyttust talsvert með áran- um, bæði breyttumst við og stjóm- málin. Guðmundur var í miðstjóm Sósíalistaflokksins 1962—1964 og formaður Alþýðubandalagsins í Reykjavík 1978—1980. Þar að auki átti hann sæti í ýmsum ráðum og stjómum á vegum Alþýðubanda- lagsins. Hann hafði mikinn almenn- an félagslegan áhuga, t.d. var hann formaður íslenska stúdentafélags- ins i Kaupmannahöfn veturinn 1951-1952. Þó Guðmundur hafí hugsað mik- ið um alvarlegri hliðar tilverannar kunni hann vel að skemmta sér og öðram og slá á létta strengi á góðri stund. Þegar Guðmundur varð mágur minn kynntist ég nýjum hlið- um á honum og var hann ekki aðeins mágur, hann var einnig hollráður og hjálpsamur vinur. Hann var mikill fjölskyldumaður og hafði gott lag á bömum. Guðmund- ur tók af lífí og sál þátt í félagslífi stórfjölskyldunnar. Hann hafði mikla ánægju af ferðalögum og ferðaðist mikið bæði innanlands og utan. Ég kynntist honum sem áhuga- sömum ferðamanni í fjölskyldu- ferðalögum sem við fóram í meðan bömin vora yngri. Ferðalög Guð- mundar vora ekki endilega til hefðbundinna ferðastaða, og á sein- ustu áram fóra þau hjónin til jafn ólíkra staða eins og Norður-Noregs, Færeyja og Equador. Guðmundur undirbjó sínar ferðir vel með því að lesa um þá staði sem hann ætl- aði til og jafnvel með því að læra mál þeirra þjóða sem hann sótti heim. Sumarið 1984 heimsóttu Guðmundur og Margrét Færeyjar, þar sem við hjónin eyddum sum- arfrí- inu hjá tengdafjölskyldu minni og áttum við þar saman ánægjulegar stundir. Árið 1982 tóku Guðmundur og Margrét skiptinema frá Equador, Söndra, sem dvaldi hjá þeim í eitt ár. Þau tóku henni sem eigin dóttur og sem dæmi má nefna að þau létu sig ekki muna um að fara með hana í ferðalag um Evrópu áður en hún hélt aftur til Equador. Þeg- ar Sandra giftist árið 1985, var þeim hjónum boðið til Equador. Þegar Sandra giftist árið 1985 var

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.