Morgunblaðið - 28.04.1987, Síða 5

Morgunblaðið - 28.04.1987, Síða 5
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 28. APRÍL 1987 5 Veijendur sakbornínga, hœstaréttarlögmennimir Þórður S. Gunn- arsson og Jón Steinar Gunnlaugsson. Morgunblaðið/Einar Falur Hæstaréttardómararnir Guðrún Erlendsdóttir, Magnús Þ. Torfason, Halldór Þorbjömsson, Guðmundur Jónsson og prófessor Björn Þ. Guðmundsson. Útvarpsstöðvamál fyrir Hæstarétti: Verjendur krefjast sýknu MUNNLEGUR málflutningur í þremur málum, sem tengjast rekstri úrvarpsstöðva í verkfalli BSRB haustið 1984, hófst fyrir Hæstarétti í gærmorgun. í undir- rétti höfðu dómar fallið á þann veg að rekstur útvarpsstöðvanna hefði verið ólöglegur og var þeim dómum áfrýjað til Hæstaréttar þar sem veijendur gera kröfu um sýknim. Fyrsti dómurinn í útvarpsstöðva- málinu svonefnda var kveðinn upp í undirrétti 3. desember 1985. Þar voru tíu menn á ísafirði dæmdir í fésektir fyrir að starfrækja útvarps- stöð þar í bænum í tvo daga í verkfalli BSRB. Fimm mannanna voru dæmdir til að greiða 5.000 króna sekt hver um sig, en hinir fimm í 3.000 króna sekt hver. Til vara kæmi varðhald í fimm og þijá daga. Af hálfu ákæruvaldsins flytur Bjöm Helgason saksóknari málið fyrir Hæstarétti, en veijandi sak- bominga er Jón Steinar Gunnlaugs- son hæstaréttarlögmaður. Þá var í Hæstarétti í gær munn- legur málflutningur í máli ákæm- valdsins gegn Kjartani Gunnars- syni, Eiríki Ingólfssyni og Hannesi Hólmsteini Gissurarsyni, sem dæmdir vom í Sakadómi Reykjavík- ur hinn 4. febrúar 1986 til að greiða 20 þúsund krónur í sekt hver um sig eða sæta gæsluvarðhaldi ella fyrir að starfrækja útvarpsstöðina „Fijálst útvarp“ í verkfalli BSRB haustið 1984. Bjöm Helgason sak- sóknari flytur málið af hálfu ákæmvaldsins en veijandi aðstand- enda „Frjáls útvarps" er Jón Steinar Gunnlaugsson hrl. Þriðja málið sem flutt var í Hæstarétti í gær var mál ákæm- valdsins gegn Ellert B. Schram, Jónasi Kristjánssyni, Herði Einars- sjmi og Sveini R. Eyjólfssyni, fyrir hönd Fréttaútvarpsins. Dómur und- irréttar í því máli var kveðinn upp 4. mars 1986 og vom mennimir Qórir dæmdir til að greiða 25 þús- und króna sekt hver um sig eða sæta 20 daga gæsluverðhaldi ella. Þá vom þeir dæmdir til að greiða málskostnað til veijanda, samtals 60 þúsund krónur og sæta upptöku á tækjabúnaði. Bjöm Helgason sak- sóknari flytur málið af hálfu ákæmvaldsins en Þórður S. Gunn- arsson hæstaréttarlögmaður er veijandi aðstandenda Fréttaút- varpsins. Morgunblaðið/EG Starfsmenn íslenskra aðalverktaka við vinnu við nýju flugvallargirð- ingnna. Afmælisbókin árituð HALLDÓR Laxness áritaði bók Helgafelli í tilefni af 85 ára sína „Sagan af brauðinu dýra,“ afmæli Nóbelsskáldsins. Snorri i Bókaverslu’i Máls og Menn- Sveinn Friðriksson mynd- ingar, síðastliðinn laugardag. skreytti bókina og áritaði hana Bókin er gefin út af Vöku/ ásamt Laxness. Ný girðing um varnarstöðina Vogum. Á Keflavíkurflugvelli er unnið við nýja girðingu umhverfis varnarstöðina. Það eru íslenskir aðalverktakar sf. sem annast framkvæmdirnar, sem eru þegar um það bil hálfnaðar. Vegna nýju flugstöðvarinnar þurfti að flytja girðinguna til vegna þess að flugstöðin hefði annars lent innan girðingar. Samhliða lagningu vegar að stöðinni hefur í vetur ver- ið unnið við flutning á girðingunni og er þeim flutningi lokið. Nú er verið að girða meðfram gömlu girð- ingunni og verður girt umhverfis vamarstöðina. — EG „BIONDAU WILKENS SILFURBUÐIN LAUGAVEG 55 SÍMl 11066 SÉRVERSLUN MEÐ BORÐBÚNAÐ i 29 ÁR

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.