Morgunblaðið - 28.04.1987, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 28.04.1987, Blaðsíða 58
58 MORGUNBLAPIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 28. APRÍL 1987 fclk í fréttum Reuter. Taylor í Japan Kvikmyndaleikkonan, Elizabeth Taylor, hefur að undanfömu staðið í ströngu vegna þátttöku sinnar í herferð gegn útbreiðslu eyðni (Aids). Hún hefur ferðast víða til að leggja málstaðnum lið og er um þessar mundir stödd í Japan. Yasuhiro Naka- sone, forsætisráðherra landsins, bað hana endilega að líta inn og tók á móti henni með viðhöfn í emb- ættisbústað sínum og var þessi mynd tekin við það tækifæri. Börn þekktra foreldra Það er yfírleitt ekki tekið út með sældinni ein- göngu að eiga þekkta for- eldra og eru slík böm venulega hundelt af fjölmiðl- um. Margir foreldrar reyna eftir bestu getu að halda ljós- mjmdumm frá bömum sínum, en gengur það frekar erfðilega, því fregnir af hin- um frægu er vinsæit §öl- miðlaefni. Við birtum hér myndir af nokkrum litlum ungum sem vart geta snúið sér við án þess að myndum sé smellt af þeim og má vera að fólk kannist við svipinn á þeim áður en það lítur á nöfn- in. Athina, dóttir Christinu Onassis og eiginmanns hennar. Andrea, sonur Carólínu prinsessu af Mónakó og manns hennar Stef- ano Casiraghis. Yngstu börn Husseins Jórdaníukonungs, Iman (t.h.) og Raya, en þau eru börn nr. 11 og 12. Vestur- Islendingar í heimsókn Fyrir skömmu kom hingað til lands hópur Vestur-Islend- inga, 88 manns og dvöldu hér í eina viku. Voru þeir flestir frá Washingtoneyju sem er í Michig- anvatni og áttu ættir að rekja til Eyrarbakka og nágrennis. Ted Jessen var fararstjóri hópsins og í viðtali við blaðamann Morgun- blaðsins sagðist hann hafa komið til íslands árlega undanfarin 10 ár ásamt konu sinm til þess að heimsækja ættingja. í fyrra hefðu þau verið hér á ferð með vinafólki sínu er ræki Lindstromferðaskrif- stofuna í Rockford í Illinois. Þau hefðu þá m.a. hitt að máli Friðrik Theódórsson og séra Kolbein Þor- leifsson er báðir væru mjög áhugasamir um ættfræði. Séra Kolbeinn hefði síðan komið til Bandaríkjanna og farið til Was- hingtoneyjar. Þar hefði vaknað mikill áhugi á ferð til íslands og úr hefði orðið að Lindstromferða- skrifstofan hefði skipulagt slíka ferð. í upphafí hafí verið reiknað með að 30-40 manns færu til ís- lands, en að lokum hefðu 88 manns komið. Fólkið væri mjög ánægt með ferðina enda hefðu móttökur verið hreint frábærar. Laugardaginn fyrir páska hefði verið samsæti á Hótel Loftleiður þar sem rúmlega 200 manns hefðu komið og margir hefðu þar hitt sína ættingja í fyrsta sinn. Á páskadag hefðu þau verið við at- höfn í Hallgrímskirkju og eftir hádegi hefði verið farið til Eyrar- bakka og Víkur í Mýrdal þar sem heimafólk hefði tekið rausnarlega á móti þeim og staðimir verið skoðaðir. Ben Johnson sem orðinn er 90 ára gamall var einn ferðalang- anna og sagðist hann oft hafa talað um að heimsækja ísland en ekki hefði orðið af því fyrr. Með honum komu kona hans, Gladys og dóttir hans Beatrice og maður hennar Fred Bjamason, sem var eini hreinræktaði íslendingurinn í hópnum. Ben sem lék á alls oddi og talaði dálitla íslensku, sagði ferðina hafa farið fram úr sínum björtustu vonum. Afí hans og amma hefðu komið frá Eyrar- bakka ásamt 4 bömum sínum og sest að á Washingtoneyju. Þau hefðu öll talað mikið um ættjörð- ina og hann hefði í raun séð ísland í hillingum allan sína æfi. Þau hefðu skrifast á við ættingja og reynt að halda sambandi, en ekk- ert þeirra hefði átt þess kost að fara aftur til íslands. Ben sagðist hafa verið sjómaður alla æfí eins og flestir úr sinni fjölskyldu, þeir hefðu átt sína eigin báta og róið til fískjar á vatninu. Ted Jessen sagðist hafa heyrt þá sögu að danskur kaupmaður er kom til Bandaríkjanna upp úr 1870 hefði skrifað til Eyrarbakka og sagt að fískgengd í Michigan- vatni væri svo mikil að nánast væri hægt að ganga þar á fískun- um og væri það skýringin á því hversu margir íslendingar er fluttu vestur um haf settust að á Washingtoneyju. Þar hefði til skamms tíma verið ein §ölmenn- asta byggð íslendinga í Vestur- heimi. Ibúamir væru stoltir af uppruna sínum og hefðu þeir reynst hinir nýtustu þegnar í hin- um nýju heimkynnum. Fjórar feijur gengu á milli eyjarinnar og lands. Ein þeirra héti Eyrarbakki og þegar henni hefði verið gefið nafn hefðu Flugleiðir séð um að flytja skírarvatnið á flösku frá Eyrarbakka til Washingtoneyjar. Ted Jessen sagðist vonast til að þessi ferð yrðy til að auka tengsl milli Vestur-íslendinganna og ættingja þeirra hér heima og vildu þeir félagar báðir þakka fyrir hönd hópsins fyrir stórkost- legar móttökur og vinarþel er íslendingar hefðu sýnt hinum gestkomandi. Morgunblaðið/Bjami Eiríksson. Tcd Jessen og Ben Johnson (f .h) voru ánægðir með íslands- heimsóknina. Vestur-íslendingam- ir bám allir barm- merki með nafninu sínu á. Q
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.