Morgunblaðið - 28.04.1987, Blaðsíða 66

Morgunblaðið - 28.04.1987, Blaðsíða 66
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 28. APRÍL 1987 66 ALÞINGISKOSNINGARNAR ’87 Morgunblaðið/Sigurður Jónsson. Víða þurfti að fljúga með Iqör- gögn. Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Óli Þ. Guðbjartsson efsti maður á lista Borgaraflokksins í Suðurl- andi snyrtir hér Guðna Agústsson þingmann Framsóknarflokksins fyrir beina sjónvarpsútsendingu frá Hótel Selfossi á kosninganótt. Morgunblaðið/Sigurður P. Bjömsson Morgunblaðið/Kr. Ben Kjörklefi nr. 1 á Húsavík: „Mamma, hvað ertu að gera þaraa inni?“ Hópur hestamanna fyrir framan kjörstað í Grindavík. Smávandamál og tafir við talningu, en flestu hægt að kippa í liðinn AJLÞINGISKOSNINGAR gengu víðast hvar á landinu vel fyrir sig ef frá er talin töf í Vestfjarðakjördæmi. Þá var lengi vel slæmt útlit með flug frá Vestmannaeyjum. Ýmis smávægileg vandamál komu upp við talningu, að sögn formanna yfirkjörstjóraa, sem Morg- unblaðið ræddi við í gær, en flestu var hægt að kippa í liðinn fljótlega. Kosningamar í Reylqavík gengu vel fyrir sig ef frá er skilið mál sem upp kom þegar kjósandi kom á lqor- stað í Fellaskóla og hafði þá verið merkt við nafn hans, að sögn Jóns G. Tómassonar, formanns yfirkjör- s^'ómar. Reynt var að upplýsa málið, án árangurs. Hugsanlegt er að kjörstjóm hafi merkt vitlaust við lqósanda og í annan stað getur verið að einhver hafi viljandi sagt rangt til nafns og kosið í nafni Eyglóar Þóm Guðmundsdóttur. „Við létum telja greidd atkvæði og afgangsseðla, bárum síðan saman við flölda merkinga í kjörskrá, en uppgjörið var í lagi frá kjördeild- inni. Við reyndum að finna út hvort Eygló ætti sér alnöfnur eða hvort önnur lík nöfn væru í kjördeildinni. Hringt var til fólks, sem skráð var á sömu síðu í kjörskránni og ekki hafði verið merkt við, en allt kom fyrir ekki.“ Töf á Vestfjörðum Söfnun kjörgagna í Vestfjarðar- kjördæmi er erfið og vann yfirkjör- stjóm að því að fylgjast með hvemig flutningi kjörgagna gæti orðið háttað, bæði fýrir kjördag og allan kjördaginn. Vegna veðurs og færðar voru gerðar fjórar áætlanir um þennan flutning, en þó fór svo að á síðustu stundu var hægt að sækja kjörgögn á bílum og á flug- vélum. Kjörgögn á Vestfjörðum vom því komin í hendur yfirkjör- stjómar á mínnsta mögulegum tíma að sögn Guðmundar H. Ingólfsson- ar, formanns yfirkjörstjómar á Vestfjörðum. „Fyrst og fremst er að þakka ágætu starfsfólki sýslu- manna, Vegagerðarðarinnar og Flugfélagsins Emis, en allir þessir aðilar lögðust á eitt um að flýta þessum flutningum. Sýslumennimir á svæðinu stjómuðu aðgerðum hver í sínu umdæmi." sagði Guðmundur. Vegna þess sem komið hefur fram að talning atkvæða hafí geng- ið seint og illa á Vestfjörðum vildi Guðmundur taka eftirfarandi fram: „í fyrsta lagi fór talning atkvæða fram fyrir opnum tjöldum og gat hver sem vildi fylgst með því sem fram fór, en þessi aðferð er tíma- frekari en aðrar sem upp hafa verið teknar í öðmm kjördæmum. í öðm lagi var lokaafstemning lqorgagna unnin samhliða opinni talningu og þegar niðurstaða þeirrar afstemn- ingar lá fyrir, þegar talin höfðu verið tæplega 3.000 atkvæði, var ljóst að ekki var fullt samræmi í tölum. Talning hélt áfram, en birt- ingu niðurstöðu var frestað þar til endanleg afstemning hafði farið fram. í þriðja lagi lá sá mismunur, sem mestum töfum olli, í óná- kvæmni í frágangi afstemningar í tilteknum kjördeildum sem að mestu er um að kenna að eyðublöð Hagstofu íslands, sem til nota em í þessu skyni, era alls ekki nógu skýr. Mistök áttu sér stað í flokkun atkvæða milli flokka eftir talningu þar sem magn atkvæðaseðla ein- stakra flokka kom ekki saman við skráða atkvæðatölu og ekki er nógu hnitmiðuð skráning yfirkjörstjómar á mótttöku utankjörfundarat- kvæða. Saman virkuðu þessi atriði þannig að birtingu lokatalna varð að fresta. Ég vil taka það fram að ég sem formaður yfirkjörstjómar var verk- stjóri og leiðbeinandi svo sem vera bar og bar. Ég ber því ábyrgð á því hversu seint þetta gekk því bæði kjörstjómarmenn svo og um- Morgunblaðið/Glsli Úlfarsson Talið á ísafirði á kosninganótt. boðsmenn lista vom ákaflega samvinnuþýðir og góðir starfs- menn. Vissulega er það leiðinlegt að þetta skyldi ganga svona fyrir sig, en kjörstjóm hefur ekki á sér neina ákveðna tímamælingu, heldur er það fyrst og fremst hlutverk hennar að sjá um að rétt sé gert og að niðurstöður kosninga séu í samræmi við_ þau gögn sem hún vinnur úr. Ég tel tímabært að breyta starfsháttum yfirkjörstjóm- ar á Vestfjörðum í þá átt að gera starf hennar fljótvirkara án þess að skerða öryggi niðurstöðunnar, en við óvæntar breytingar sem fram fóm á skipan yfirkjörstjómar Vest- fjarðarkjördæmis síðustu daga fyrir kosningar, gafst ekki ráðrúm til nákvæmrar skipulagningar að þessu leyti," sagði Guðmundur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.