Morgunblaðið - 17.06.1987, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 17.06.1987, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 17. JÚNÍ 1987 „Festina lente“ eftirDr. Gunnlaug Þórðarson Fornt latneskt spakmæli segir flýttu þér hægt, þ.e. farðu með gát. Betur hefðu þeir, sem fengu Hafskipsmálið til rannsóknar á sínum tíma haft þau spaklegu orð að leiðarljósi. Fyrir sex vikum (Morgunblaðið 23. apríl 1987) birtist grein eftir mig um þetta alvarlega gjaldþrota- mál, _sem tengt er Utvegsbankan- um. Á einum stað í greininni segir: „í sama mund gerist það að einn æðsti embættismaður í rétt- arfarskerfi okkar verður hörmu- lega ber að því að skilja ekki hveijar skyldur hvíla á honum gagnvart dómstólum og hyggst fylgja máli eftir frá rannsóknar- stigi til dómstigs, sem engum af kollegum hans blandast hugur um að þijár meginástæður gera með öllu fráleitt. Of langt mál yrði að rekja það. Fullyrða má að hafi nauðsyn þótt bera til þess að ákæra bankastjórana í því máli, sem hér um ræðir, þá hefði öllu fremur átt að ákæra bankaráðið á sama grundvelli, því það er æðsta ábyrgðarvaldið og hafði sömu skyldur og bankastjórarnir, sem voru undir það seldir." Grein þessi var skrifuð af þeirri knýjandi nauðsyn, sem getur gagn- tekið lögmenn, sem leitast við að leggja gott til máls og var hún á engan hátt persónuleg árás á ríkis- saksóknara, slíkt var fjarri huga mínum. Ástæðan var fyrst og fremst sú, að greinilegt var að spara mátti dómstólum fyrirhöfn og leið- indi, sem af því hlaut að leiða, ef ríkissaksóknari vildi freista kerfís- ins á þann hátt að ætla að fylgja málinu eftir frá rannsóknarstigi til dómstigs og vera auk þess persónu- lega flæktur í það. Enginn hefði getað álasað honum fyrir að vilja fírra sig frekari vandræðum og segja sig frá málinu. Fjöldi lögmanna og aðrir hafa einróma þakkað mér þessa vel- meintu ábendingu, Hæstiréttur íslands hefur nú staðfest þessa skoðun. í úrskurði Hæstaréttar segir m.a.: „Skýra ber 22. gr. laga nr. 74/1974 svo, að við meðferð ein- staks máls ber ríkissaksóknara að víkja sæti ef hann „er svo rið- inn við mál eða aðila, að hann mætti eigi gegna dómarastörfum í því“. Samkvæmt 12. gr. laga nr. 12/1961 hafði bankaráð yfirum- sjón með starfsemi Útvegsbank- ans og samkvæmt 14. gr. sömu laga hafði bankastjóm æðstu stjóm allrar daglegrar starfsemi bankans eftir nánari fyrirmælum í reglugerð bankans og ákvörðun bankaráðs. Hallvarður Einvarðsson var skipaður ríkissaksóknari frá 1. júlí 1986. Jóhann S. Einvarðsson, bróðir hans, tók sæti í bankaráði Útvegsbanka íslands 1. janúar 1985 og átti því sæti í bankaráð- inu hluta þess tímabils, sem ákæra lýtur að. Mjög náin tengsl Þérerboðið að vera viðstaddur á kvikmyndasýningu og kynningu á Bandaríska framhaldsskólanum í London (The American CoUege in London) og Bandaríska framhaldsskólanum í hagnýtum listum (The American CoUege for the AppUed Arts) í Atlanta og Los Angeles fimmtudaginn 18. júní 1987 kl.20 á Hótel Loftleiðum við Reykjavíkurflugvöll Bandaríski framhaldsskólinn í London er alþjóðlegur framhaldsskóli sem býður uppá banda- ríska menntun og fer kennslan fram á ensku. Skólinn er viðurkenndur af „ Association of Independent Colleges and Schools (AICS)“ í Washington, D.C. og starfar í samráði við háskólann í Wisconsin - Stout. Bandaríski framhaldsskólinn í hagnýtum listum er viðurkenndur af „Commission on Occup- ational Education Institutions-Southem Association of Colleges and Schools (SACS)“. Allir bjóð þeir upp á stúdentagaröa fyrir erlenda námsmenn. Skólamir 3 bjóða allir uppá háskólamenntun (Associate and Bachelor of Applied Arts) á sviði: Stjómunar fyrirtækja Tfskuhönnunar Sölu á tfskuvamingi Innanhúsarkitektúr Auglýsingahönnun Annir byrja í október, janúar, mars, maí og júlí. Hægt er að sækja um styrki. Við hlökkum til að sjá þig á kynningunni. Nánari upplýsingar veittar hjá: The AmericanCollege in London 100 Marylebone Lane London W1M 5FP, ENGLAND TEL. (01) 486-1772 Dr. Gunnlaugur Þórðarson „Þá vaknar sú spurning hverjir eru hæfir til þess að taka þetta að sér. Undirmenn eða fyrrverandi samstarfs- menn hans koma ekki til álita. Mér fyndist að í þessu tilviki mætti leita til reyndustu lög- manna eða fyrrverandi dómara til starf sins.“ voru milli starfssviðs og starfs- skyldna bankastjóra annars vegar og bankaráðs hins vegar. Af þessum sökum var ekki rétt, að ríkissaksóknari tæki ákvörðun um ákæru í máli þessu, sbr. 22. gr. laga nr. 74/1974, sbr. 2. málsgr. 15. gr. sömu laga og grundvallarreglu 3. og 7. tölul. 36. gr. laga nr. 85/1936. Ber því að vísa ákærunni frá héraðs- dórni." Nú er komin upp sú staða, að ef að því kemur að þessu óvenju- lega máli verður haldið áfram gegn bankastjórunum og þá líka banka- ráðsmönnum Útvegsbankans ber að skipa sérstakan ríkissaksóknara til þessa refsimáls. í því sambandi vakna ýmsar spumingar. Til dæmis sú hvort hægt sé að láta tvo ríkis- saksóknara fara með málið, þ.e. gjaldþrotamál Hafskips og þá hlið er snýr að Útvegsbankanum. Mál þess em nátengd og eðlilegast að þau verði rekin saman og að einum ríkissaksóknara verði (þ.e. skipuð- um til starfans) falin meðferð þeirra. í lögum em skýlaus ákvæði um að um ríkissaksóknara gildi sömu vanhæfisástæður og gilda um dóm- ara. Alkunna er að í öllum þeim tilvikum, er vafí kemur upp, telja dómarar það skyldu sína að víkja sæti og dómsmálaráðuneytið fellst á það ef um minnsta vafa er að ræða. Því er mér óskiljanlegt, ef það hefur gefíð álit, sem gengur í berhögg við skýlaus lagaákvæði gagnvart ríkissaksóknara. Það gengur enginn þess dulinn að það var vafasamt hvort ríkissaksóknari gæti farið með ákæmvald í þessum málum, því bar honum að víkja. En menn geta verið blindir í eigin sök. Auðvitað hefði ríkissaksóknari átt að víkja og fírra sig þeim leiðind- um, sem af þrásetu hans leiddi og spara dómstólum erfiði. Til frekari upplýsinga um málið þykir mér eft- ir atvikum rétt að víkja að þeim lagagreinum, sem um er að tefla í þessu máli. í 20. gr. laga nr. 74/1974 seg- ir að ríkissaksóknari skuii full- nægja lagaskilyrðum til skipunar í dómaraembættí í Hæstaréttí, þ.e. almennum dómaraskilyrðum. í úrskurði Hæstaréttar er vitnað til 3. tl. 36. gr. laga nr. 36/1985 varðandi vanhæfí ríkissaksóknara og mun þar átt við eftirfarandi orð í greininni: „Skyldur eða mægður fyrirsvarsmanni aðilja.. .að feðgatali eða 1. lið tíl hliðar_“ Þá vitnar Hæstiréttur og til 7. tl. sömu greinar, en hún hljóðar svo: „Er óvinur aðilja, eða málið varðar hann eða venzlamann hans verulega fjárhagslega eða siðferðislega, eða annars hætta á því, að hann fái ekki litíð óhlut- drægt á málið.“ Hér mun væntan- lega helst átt við lokaorð greinar- innar. Þá vaknar sú spuming hveijir eru hæfír til þess að taka þetta að sér. Undirmenn eða fyrrverandi samstarfsmenn hans koma ekki til álita. Mér fyndist að í þessu tilviki mætti leita til reyndustu lögmanna eða fyrrverandi dómara til starfsins. Loks er það spuming hvort sú afstaða dómsmálaráðuneytisins að ætla að hespa af í flaustri skipun nýs ríkissaksóknara í þetta einstaka mál sé réttlætanleg, þegar þess er gætt að enn er óúrskurðað um van- hæfí ríkissaksóknara í öðram þáttum málsins og viðbúið að sá hluti þess fari einnig fyrir Hæsta- rétt. Skipun nýs ríkissaksóknara getur alveg dregist, hér er ekkert í húfí þannig. Bankastjórar hafa verið reknir, þeir era tiltækir og af þeim stafar enginn þjóðfélags- háski. Undirritaður hefur áður af öðra tilefni bent á hve fljótræði f einstaka málum hefur haft alvar- legar afleiðingar og það er illt ef starfsmenn dómsmálaráðuneytisins kunna ekki skil á hinu fomkveðna „festina lente". Hitt er svo annað mál að undirrit- aður er jafn efins um að bankastjór- amir verði sakfelldir og þá síst þeir, sem komu til starfs síns eftir að mál umrædds fyrirtækis var komið í algjört uppnám. Það er trú mín að tjón lánardrottnanna verði mun minna en ætlað var og hefði getað orðið bagaminna ef betur hefði ver- ið að málum staðið. Höfundur er hæstaréttarlögmaður. Frá bamastarfi í Fríkirkjunni. Sumarferð barna- starfs Fríkirkjunnar SUNNUDAGINN 21. júní fara þátttakendur í bamastarfi Fríkirkjunnar í skemmtireisu. Ferðinni er heitið út i Viðey. Lagt verður af stað kl. 11.00 árdegis frá komhlöðunni við Sunda- höfn og siglt þaðan út í eyna. Síðdegis verður svo haldið heimleið- is. í ferðinni verður úthlutað verð- launum fyrir góða ástundun í vetur. Þeir, sem hyggjast fara þessa ferð, tilkynni sig í símsvara Fríkirkjunnar í Reykjavík fyrir föstudagskvöldið 19. júní. (Fréttatilkynnmg)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.