Morgunblaðið - 17.06.1987, Blaðsíða 77

Morgunblaðið - 17.06.1987, Blaðsíða 77
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 17. JÚNÍ 1987 77 Morgunblaðið/KGA Sviðinu komið fyrir á Lækjartorgi í gœr, skrúðgöngu frá kirkjunni niður að skrúðgarðinum en þar hefst dag- skrá kl. 14 með fánahyllingu. Þjóðsöngurinn verður sungin og fjallkonan flytur ávarp. Kl. 16 verð- ur skemmtidagskrá í íþróttahúsinu og á íþróttavellinum. Meðal gesta við íþróttahúsið verður sjálfur Jón Páll, sterkasti maður í heimi. Ballið byrjar svo kl. 20 á Hafnar- götu við Stapafell. Þar koma m.a. fram Sverrir Stormsker, Ómar Ragnarsson og Maggi Sig. Helgistund í Selfoss- kirkju Á Selfossi verður opið hús milli kl. 10-12 hjá Brunavömum Ámes- sýslu, Slökkvistöðinni Selfossi, Slysavamardeildinni í Tryggvabúð, Lögreglu Ámessýslu Selfossi (bflar og búnaður) og Byggða-, Lista- og Dýrasafninu Safiiaðarhúsinu, en þau verða einnig opin kl. 14.30-18 síðdegis. Kl. 10-16 verður Fjöl- brautarskóli Suðurlands til sýnis og félagar úr Myndlistarfélagi Ámes- sýslu verða jafnframt með sýningu í skólanum. Kl. 13.15 verður helgistund í Selfosskirkju og kl. 14 verður geng- ið í skrúðgöngu frá Selfosskirkju. Gengið verður Kirkjuveg, Eyrarveg, Austurveg, Reynivelli, Skólavelli að íþróttahúsinu. í íþróttahúsinu verður fjölskyldu- skemmtun, sem hefst kl. 14.30. Þar mun Lúðrasveit Selfoss leika en að því loknu verður fánahylling, ávarp fjallkonu og ýmis skemmtiatriði, m.a. Leikfélag Selfoss og tískusýn- ing frá Bamaskóla Selfoss. Kl. 14.30 hefst einnigkaffisala Kvenfé- lags Selfoss í Gagnfræðaskóla Selfoss. Kl. 17.30 verður bamadiskótek í félagsheimilinu Ársölum sem di- skótekið Stúdíó sér um og kl. 20.30 hefst skemmtidagskrá í íþróttahús- inu þar sem m.a. munu koma fram eftirherman Hjörtur Már Bened- iktsson, Karlakór Selfoss og ungl- ingahópur Leikfélags Selfoss. Dansleikurinn hefst síðan kl. 22 í félagsheimilinu Ársölum. Hljóm- sveitin Lótus leikur fyrir dansi en samkomunni verður slitið kl. 01.00 Vöflur ogkakó á Ólafsfirði Á Ólafsfirði hefst þjóðhátiðar- dagurinn kl. 13.45 með skrúðgöngu frá félagsheimilinu Tjamarborg að gagnfræðaskólanum Þar verður helgistund, fjallkonan ávarpar sam- komuna og flutt Verður ræða dagsins. Kl. 14.30 verður svo víða- vangshlaup og kvennaknattspyma, kl. 15 hefst tívolí skátanna og vöflu og kakósala Ungmennafélagsins í félagsheimilinu Tjamarborg. Um kvöldið verður haldið unglingadi- skótek. Víðavang'shlaup á ísafirði Á ísafirði heflast hátíðarhöldin kl. 10.30 mneð hjólreiðakeppni fyr- ir 12 ára krakka og yngri. Að því loknu verður safnast saman á Silf- urtorgi og gengið upp að sjúkra- hústúninu en þar verður hefðbundin dagskrá. Lúðrasveitin leikur og flutt verður hátíðarræða. Pjallkon- an flytur ávarp og unglingar sýna dans á palli. Síðan verður farið í Ýmsar þrautir og leikir. Kl. 16 verður farið á íþróttavöll- inn og hefst þar víðavangshlaup og keppt verður í knattspymu. M.a. mun bæjarstjómin leika gegn íþróttaforystunni. Kl. 21 hefst dansleikur í Skóla- porti og ,mun hann standa til kl. 01.00. Hestamenn íbroddi fylkingar á Ólafsvík Á Ólafsvík hefst skrúðgangan kl. 13 frá Hábrekku og fara hesta- menn í broddi fylkingar. Gengið verður niður að Sjómannagarði en þar hefst hátíðardagskrá með setn- ingarávarpi Sveins Þ. Elinbergsson- ar og ávarpi Áma Albertssonar en síðan mun fjallkonan ávarpa sam- komugesti. Að lokinni hátíðardag- skrá verður gengið að íþfottavellin- um en þar verður skemmtidagskrá. Dansleikur hefst fyrir utan kaup- félagið Ólafsvík kl. 20 og mun Klakabandið sjá um fjörið. Skrúðganga að Álfta- nesskóla Á Álftanesi verður helgistund í Bessastaðakirkju kl. 13.15 (fána- borg úti og inni) en síðan verður gengið í skrúðgöngu að Álftanes- skóla. Þar verður mikil dagskrá sem æskulýðsfélögin sjá um. Skátamir sjá um þrautabrautir og tívolí. Þrautabrautir í Borgarnesi í Borgamesi hefst skrúðganga kl. 13. Gengið verður frá Dvalar- heimili sjómanna að kirkjunni. Eftir messu verður farið niður í Skalla- Grímsgarð en þar verða flutt ávörp, fjallkonan ávarpar samkomuna og skátar verða með þrautabrautir og létt skemmtiatriði. Brúðubíll á Kópaskeri Á Kópaskeri hefst dagskráin kl. 13.30 með skrúðgöngu frá Gmnn- skóla Kópaskers að íþróttavelli og fánastöng. Þar verða flutt ávörp, fjallkonan ávarpar gesti og farið verður í leiki og þrautir sem skátar og ungmennafélagið munu sjá um. Kl. 15. kemur svo brúðubfll Hall- veigar Thorlacius. Sigling smábáta á Þórshöfn Á Þórshöfn hefst dagskráin með siglingu smábáta kl. 11. Kl. 14 verður farið í skrúðgöngu frá fé- lagsheimilinu a’ vegamótum Brekknaheiði á móts við friðar- hlaupið. Kaffisala hefst kl. 15.30 í Gmnnskóla Þórshafnar og kl. 16.30 verða famar hestaferðir fyrir yngstu samkomugestina. Kl. 17 hefst svo knattspymuleikur. Unglinga- og barnaböll á Sauðárkróki Á Sauðárkróki verður gengið i skrúðgöngu frá Starfsvelli að íþróttavellinum kl. 13.30, en þar mun kl.14 hefjast hátíðardagskrá með helgistund. Fjallkonan mun ávarpa samkomuna og margt fleira verður á boðstólum. Kl. 19-21 verð- ur bamaball og kl. 21-24 unglinga- ball. Strætisvagn- ar aka eftir áætlun helgi- daga í dag STRÆTISVAGNAR SVR aka í dag, miðvikudaginn 17. júni, eft- ir tímaáætlun helgidaga, þ.e. á 30 min. fresti (leið 15A á klst. fresti), þó þannig að aukavögn- um verður bætt á leiðir eftir þörfum. Um miðbik dagsins, þegar há- tíðahöldin standa hæst í Lækjar- götu, við Fríkirkjuveg og i Hljómskálagarði, er breytt frá venjulegri akstursleið vagnanna. Breytingin nær til níu leiða sem fara um Lækjargötu. Vagnar á leiðum 2, 3, 4, og 5 á vesturleið, munu aka um Skúla- götu og Tryggvagötu og hafa viðkomustað í Tryggvagötu hjá brúnni upp á Tollstöð. Á austurleið hafa þessir vagnar viðkomu í Hafnarstræti. Vagnar á leiðum 6, 7, 13 og 14, sem venjulega hafa endastöð við Lækjartorg, færa sig í Tryggvagötu við Tollatoð. Vagn á leið 17 hefur endastöð neðst í Hverfísgötu. Meðan kvöldskemmtun stendur á Lækjartorgi verður þess freistað að halda uppi akstri eftir venjubundn- um akstursleiðum um miðbæinn. Sérstök athygli er vakin á að aukavögnum verður bætt á leiðir, þegar þörfin er mest. Nýstúdentar frá Menntaskólanum að Laugarvatni 1987. Menntaskólinn að Laugarvatni: Stærsti útskriftarhópurinn í átta ár MENNTASKÓLANUM að Laug- arvatni var slitið ð.júní síðastlið- inn og brautskráðir 43 stúdentar. Er það fjölmennasti stúdenta- hópur frá skólanum síðan 1979, en í skólanum voru síðastliðinn vetur. Hátt á fjórða hundrað manns var við skólaslitaathöfnina, þ.á.m. fjöldi afmælisstúdenta, sem færðu skól- anum veglegar gjafir: 30 ára stúdentar gáfu peningaupphæð í sögusjóð skólans, 25 ára stúdentar gáfu 5 eintök af ensk-íslenskri orða- bók til verðlaunaveitinga við stúdentspróf næstu 5 ár. Var sú gjöf gefin til minningar um Jóhann S. Hannesson skólameistara, sem stýrði útgáfu bókarinnar á sínum tíma og bjó hana til prentunar. 20 ára stúdentar gáfu geislaspilara og 10 ára stúdentar mynd eftir Jón Reykdal. Hæstu einkunn á stúdentsprófí hlaut Jónína Guðrún Kristinsdóttir á Laugarvatni, stúdent frá náttúru- fræðideild, með ágætiseinkunn 9,28. Hæstu einkunn í eðlisfræði- deild hlaut Matthías Bjarki Guðmundsson frá Steinahlið í Hrunamannahreppi og í máladeild Jóhanna Björk Guðjónsdóttir frá Hafnarfirði. í yngri bekkjum náðu nokkrir nemendur mjög góðum ár- angri: Ásmundur K. Ömólfsson frá Sigmundarstöðum í Þverárhlíð og Lilja Sigurðardóttir úr Kópavogi hlutu bæði fullnaðareinkunnina 9,3, Már Einarsson úr Miklaholtshelli í Flóa og Jóhannes Sveinbjömsson frá Heiðarbæ í Þingvallasveit 9,1. Næsta haust er ráðgert að hefja kennslu að nýju um 20. september. Þegar hafa verið skráðir 190 nem- endur í skólann fyrir næsta skólaár. Námskeið í ljóða- og óperutúlkml VÆNTANLEGUR er tU landsins prof. emer. Carl Fuerstner frá Indiana University. Fuerstner er þekktur fyrir störf sin sem hljómsveitarstjóri og meðleikari á píanó. Fuerstner var aðstoðarhljóm- sveitarstjóri við San Franciscoóper- una um skeið og hefur haldið tónleika með heimsþekktum lista- mönnum, þar á meðal fiðluleikaran- um Ruggiero Ricci og söngvaranum Cesare Valete, en hann ferðaðist með þeim ámm saman. Fuerstner heldur námskeið í ljóða- og óperutúlkun í Ámessýslu dagana 21.-27. júní og ef til vill viðar. (Fréttatilkynning) Carl Fuerstner
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.