Morgunblaðið - 17.06.1987, Blaðsíða 77
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 17. JÚNÍ 1987
77
Morgunblaðið/KGA
Sviðinu komið fyrir á Lækjartorgi í gœr,
skrúðgöngu frá kirkjunni niður að
skrúðgarðinum en þar hefst dag-
skrá kl. 14 með fánahyllingu.
Þjóðsöngurinn verður sungin og
fjallkonan flytur ávarp. Kl. 16 verð-
ur skemmtidagskrá í íþróttahúsinu
og á íþróttavellinum. Meðal gesta
við íþróttahúsið verður sjálfur Jón
Páll, sterkasti maður í heimi.
Ballið byrjar svo kl. 20 á Hafnar-
götu við Stapafell. Þar koma m.a.
fram Sverrir Stormsker, Ómar
Ragnarsson og Maggi Sig.
Helgistund í Selfoss-
kirkju
Á Selfossi verður opið hús milli
kl. 10-12 hjá Brunavömum Ámes-
sýslu, Slökkvistöðinni Selfossi,
Slysavamardeildinni í Tryggvabúð,
Lögreglu Ámessýslu Selfossi (bflar
og búnaður) og Byggða-, Lista- og
Dýrasafninu Safiiaðarhúsinu, en
þau verða einnig opin kl. 14.30-18
síðdegis. Kl. 10-16 verður Fjöl-
brautarskóli Suðurlands til sýnis og
félagar úr Myndlistarfélagi Ámes-
sýslu verða jafnframt með sýningu
í skólanum.
Kl. 13.15 verður helgistund í
Selfosskirkju og kl. 14 verður geng-
ið í skrúðgöngu frá Selfosskirkju.
Gengið verður Kirkjuveg, Eyrarveg,
Austurveg, Reynivelli, Skólavelli að
íþróttahúsinu.
í íþróttahúsinu verður fjölskyldu-
skemmtun, sem hefst kl. 14.30. Þar
mun Lúðrasveit Selfoss leika en að
því loknu verður fánahylling, ávarp
fjallkonu og ýmis skemmtiatriði,
m.a. Leikfélag Selfoss og tískusýn-
ing frá Bamaskóla Selfoss. Kl.
14.30 hefst einnigkaffisala Kvenfé-
lags Selfoss í Gagnfræðaskóla
Selfoss.
Kl. 17.30 verður bamadiskótek
í félagsheimilinu Ársölum sem di-
skótekið Stúdíó sér um og kl. 20.30
hefst skemmtidagskrá í íþróttahús-
inu þar sem m.a. munu koma fram
eftirherman Hjörtur Már Bened-
iktsson, Karlakór Selfoss og ungl-
ingahópur Leikfélags Selfoss.
Dansleikurinn hefst síðan kl. 22
í félagsheimilinu Ársölum. Hljóm-
sveitin Lótus leikur fyrir dansi en
samkomunni verður slitið kl. 01.00
Vöflur ogkakó
á Ólafsfirði
Á Ólafsfirði hefst þjóðhátiðar-
dagurinn kl. 13.45 með skrúðgöngu
frá félagsheimilinu Tjamarborg að
gagnfræðaskólanum Þar verður
helgistund, fjallkonan ávarpar sam-
komuna og flutt Verður ræða
dagsins. Kl. 14.30 verður svo víða-
vangshlaup og kvennaknattspyma,
kl. 15 hefst tívolí skátanna og vöflu
og kakósala Ungmennafélagsins í
félagsheimilinu Tjamarborg. Um
kvöldið verður haldið unglingadi-
skótek.
Víðavang'shlaup á
ísafirði
Á ísafirði heflast hátíðarhöldin
kl. 10.30 mneð hjólreiðakeppni fyr-
ir 12 ára krakka og yngri. Að því
loknu verður safnast saman á Silf-
urtorgi og gengið upp að sjúkra-
hústúninu en þar verður hefðbundin
dagskrá. Lúðrasveitin leikur og
flutt verður hátíðarræða. Pjallkon-
an flytur ávarp og unglingar sýna
dans á palli. Síðan verður farið í
Ýmsar þrautir og leikir.
Kl. 16 verður farið á íþróttavöll-
inn og hefst þar víðavangshlaup og
keppt verður í knattspymu. M.a.
mun bæjarstjómin leika gegn
íþróttaforystunni.
Kl. 21 hefst dansleikur í Skóla-
porti og ,mun hann standa til kl.
01.00.
Hestamenn íbroddi
fylkingar á Ólafsvík
Á Ólafsvík hefst skrúðgangan
kl. 13 frá Hábrekku og fara hesta-
menn í broddi fylkingar. Gengið
verður niður að Sjómannagarði en
þar hefst hátíðardagskrá með setn-
ingarávarpi Sveins Þ. Elinbergsson-
ar og ávarpi Áma Albertssonar en
síðan mun fjallkonan ávarpa sam-
komugesti. Að lokinni hátíðardag-
skrá verður gengið að íþfottavellin-
um en þar verður skemmtidagskrá.
Dansleikur hefst fyrir utan kaup-
félagið Ólafsvík kl. 20 og mun
Klakabandið sjá um fjörið.
Skrúðganga að Álfta-
nesskóla
Á Álftanesi verður helgistund í
Bessastaðakirkju kl. 13.15 (fána-
borg úti og inni) en síðan verður
gengið í skrúðgöngu að Álftanes-
skóla. Þar verður mikil dagskrá sem
æskulýðsfélögin sjá um. Skátamir
sjá um þrautabrautir og tívolí.
Þrautabrautir í
Borgarnesi
í Borgamesi hefst skrúðganga
kl. 13. Gengið verður frá Dvalar-
heimili sjómanna að kirkjunni. Eftir
messu verður farið niður í Skalla-
Grímsgarð en þar verða flutt ávörp,
fjallkonan ávarpar samkomuna og
skátar verða með þrautabrautir og
létt skemmtiatriði.
Brúðubíll á Kópaskeri
Á Kópaskeri hefst dagskráin kl.
13.30 með skrúðgöngu frá Gmnn-
skóla Kópaskers að íþróttavelli og
fánastöng. Þar verða flutt ávörp,
fjallkonan ávarpar gesti og farið
verður í leiki og þrautir sem skátar
og ungmennafélagið munu sjá um.
Kl. 15. kemur svo brúðubfll Hall-
veigar Thorlacius.
Sigling smábáta
á Þórshöfn
Á Þórshöfn hefst dagskráin með
siglingu smábáta kl. 11. Kl. 14
verður farið í skrúðgöngu frá fé-
lagsheimilinu a’ vegamótum
Brekknaheiði á móts við friðar-
hlaupið. Kaffisala hefst kl. 15.30 í
Gmnnskóla Þórshafnar og kl. 16.30
verða famar hestaferðir fyrir
yngstu samkomugestina. Kl. 17
hefst svo knattspymuleikur.
Unglinga- og barnaböll
á Sauðárkróki
Á Sauðárkróki verður gengið i
skrúðgöngu frá Starfsvelli að
íþróttavellinum kl. 13.30, en þar
mun kl.14 hefjast hátíðardagskrá
með helgistund. Fjallkonan mun
ávarpa samkomuna og margt fleira
verður á boðstólum. Kl. 19-21 verð-
ur bamaball og kl. 21-24 unglinga-
ball.
Strætisvagn-
ar aka eftir
áætlun helgi-
daga í dag
STRÆTISVAGNAR SVR aka í
dag, miðvikudaginn 17. júni, eft-
ir tímaáætlun helgidaga, þ.e. á
30 min. fresti (leið 15A á klst.
fresti), þó þannig að aukavögn-
um verður bætt á leiðir eftir
þörfum.
Um miðbik dagsins, þegar há-
tíðahöldin standa hæst í Lækjar-
götu, við Fríkirkjuveg og i
Hljómskálagarði, er breytt frá
venjulegri akstursleið vagnanna.
Breytingin nær til níu leiða sem
fara um Lækjargötu.
Vagnar á leiðum 2, 3, 4, og 5 á
vesturleið, munu aka um Skúla-
götu og Tryggvagötu og hafa
viðkomustað í Tryggvagötu hjá
brúnni upp á Tollstöð.
Á austurleið hafa þessir vagnar
viðkomu í Hafnarstræti.
Vagnar á leiðum 6, 7, 13 og 14,
sem venjulega hafa endastöð við
Lækjartorg, færa sig í Tryggvagötu
við Tollatoð. Vagn á leið 17 hefur
endastöð neðst í Hverfísgötu.
Meðan kvöldskemmtun stendur á
Lækjartorgi verður þess freistað að
halda uppi akstri eftir venjubundn-
um akstursleiðum um miðbæinn.
Sérstök athygli er vakin á að
aukavögnum verður bætt á leiðir,
þegar þörfin er mest.
Nýstúdentar frá Menntaskólanum að Laugarvatni 1987.
Menntaskólinn að Laugarvatni:
Stærsti útskriftarhópurinn í átta ár
MENNTASKÓLANUM að Laug-
arvatni var slitið ð.júní síðastlið-
inn og brautskráðir 43 stúdentar.
Er það fjölmennasti stúdenta-
hópur frá skólanum síðan 1979,
en í skólanum voru síðastliðinn
vetur.
Hátt á fjórða hundrað manns var
við skólaslitaathöfnina, þ.á.m. fjöldi
afmælisstúdenta, sem færðu skól-
anum veglegar gjafir: 30 ára
stúdentar gáfu peningaupphæð í
sögusjóð skólans, 25 ára stúdentar
gáfu 5 eintök af ensk-íslenskri orða-
bók til verðlaunaveitinga við
stúdentspróf næstu 5 ár. Var sú
gjöf gefin til minningar um Jóhann
S. Hannesson skólameistara, sem
stýrði útgáfu bókarinnar á sínum
tíma og bjó hana til prentunar. 20
ára stúdentar gáfu geislaspilara og
10 ára stúdentar mynd eftir Jón
Reykdal.
Hæstu einkunn á stúdentsprófí
hlaut Jónína Guðrún Kristinsdóttir
á Laugarvatni, stúdent frá náttúru-
fræðideild, með ágætiseinkunn
9,28. Hæstu einkunn í eðlisfræði-
deild hlaut Matthías Bjarki
Guðmundsson frá Steinahlið í
Hrunamannahreppi og í máladeild
Jóhanna Björk Guðjónsdóttir frá
Hafnarfirði. í yngri bekkjum náðu
nokkrir nemendur mjög góðum ár-
angri: Ásmundur K. Ömólfsson frá
Sigmundarstöðum í Þverárhlíð og
Lilja Sigurðardóttir úr Kópavogi
hlutu bæði fullnaðareinkunnina 9,3,
Már Einarsson úr Miklaholtshelli í
Flóa og Jóhannes Sveinbjömsson
frá Heiðarbæ í Þingvallasveit 9,1.
Næsta haust er ráðgert að hefja
kennslu að nýju um 20. september.
Þegar hafa verið skráðir 190 nem-
endur í skólann fyrir næsta skólaár.
Námskeið í
ljóða- og
óperutúlkml
VÆNTANLEGUR er tU landsins
prof. emer. Carl Fuerstner frá
Indiana University. Fuerstner er
þekktur fyrir störf sin sem
hljómsveitarstjóri og meðleikari
á píanó.
Fuerstner var aðstoðarhljóm-
sveitarstjóri við San Franciscoóper-
una um skeið og hefur haldið
tónleika með heimsþekktum lista-
mönnum, þar á meðal fiðluleikaran-
um Ruggiero Ricci og söngvaranum
Cesare Valete, en hann ferðaðist
með þeim ámm saman.
Fuerstner heldur námskeið í
ljóða- og óperutúlkun í Ámessýslu
dagana 21.-27. júní og ef til vill
viðar.
(Fréttatilkynning)
Carl Fuerstner