Morgunblaðið - 17.06.1987, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 17.06.1987, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 17. JÚNÍ 1987 E erðagj aldeyrir í Ferðatékka og útlenda seðla í öllum helstu gjaldmiðlum heims færðu hjá Sparisjóði Reykjavíkur og nágrennis, dollara, pund, vestur-þýsk mörk, peseta, hollensk gyllini.. . Spansjóður Reykjavikurog nagrenms Bæði ferðagjaldeyrinn og ferðatryggingu Almennra færðu hjá Sparisjóði Reykjavíkur og nágrennis. ■ Ertu ferðatryggður? Ferðatrygging Almennra Trygginga er hagkvæm og víðtæk heildarlausn. Hún er ferðaslysa-, sjúkra-, ferðarofs- og farangurstrygging og veitir aðgang að SOS neyðarþjónustu. TRYGGINGAR Siöumúla 39 / Simi 82800 HÁTÚNI 2B • SÍMI622522 AUSTURSTRÖND 3 • SÍMI 625966 SKÓLAVÖRÐUSTlG 11 • SÍMI 27766 Morgunblaðið/Júlíus Stjóm og eigendur Lögfræðiþjónustunnar hf.: William Thomas MöU- er, Brynjólfur Sigurðsson, Ingólfur Hjartarson, Kristj'án Ólafsson, dr. Páll Sigurðsson og Ásgeir Thorddsen. Viljum breyta ímynd lögmannsstofunnar - segjastofn- endur Lögfræði- stofunnar hf NÝ lögfræðiskrif stofa hefur tek- ið til starfa, „Lögfræðiþjónustan hf.“ Stofnendur hennar em 6 lögfræðingar: Ingólfur Hjartar- son, Asgeir Thoroddsen, WiUiam Thomas MöUer, Kristján Ólafs- son, Lára Hannesdóttir og Bjami Þór Óskarsson. Markmið fyrir- tækisins er lögfræðiþjónusta, rannsóknar- og útgáfustarfsemi. Hlutafé er tvær miUjónir króna. Til að skapa starfsgrundvöll til að byggja á, fékk Lögfræðiþjónust- an Félagsvísindastofnun til þess að kanna viðhorf almennings til lög- mannastéttarinnar og hvers það óskaði í sambandi við þjónustu lög- mannsstofa. Að mati þeirra lögmanna, sem að fyrirtækinu standa, leitar fólk of lítið til lögfræðinga og of seint. Til þess að vekja athygli almenn- ings á nauðsyn þess að leita lögmannsaðstoðar, hafa verið gefn- ir út aðgengilegir bæklingar um ýmis lögfræðileg efni. Lögfræðiþjónustan hefur með hliðsjón af starfsreglum skandinaví- skra lögmanna og í samvinnu við viðskiptabanka stofnað sérstakan sparisjóðsreikning fyrir þá fjár- muni, sem fyrirtækið veitir móttöku fyrir viðskiptavini. Einnig hefur fyrirtækið samið við Sjóvá hf. um starfsábyrgðartryggingu. Gjaldskrá Lögfræðiþjónustunnar mun taka mið af gjaídskrá Lög- mannafélags íslands og munu ekki efna til verðstríðs við aðra lög- menn. Hins vegar mun gjaldskráin liggja frammi fyrir almenning á skrifstofu fyrirtækisins. Tveir eiganda Lögfræðiþjón- ustunnar eru einnig eigendur innheimtu- og upplýsingafyrirtæk- isins Lögheimtan hf. Að sögn aðstandenda hins nýja fyrirtækis munu viðskiptavinimir einnig geta nýtt sér þjónustu Lögheimtunnar. Stjóm Lögfræðiþjónustunnar hf. skipa: Ingólfur Hjartarson hdl. formaður, Ásgeir Thoroddsen hdl., Brynjólfur Sigurðsson prófessor og dr. Páll Sigurðsson prófessor. End- urskoðandi er Sigurður Tómasson, löggiltur endurskoðandi. Fyrirtækið er til húsa að Engjateigi 9, Verk- fræðingahúsinu. Starfsmenn em samtals 8. Verið að greiða net að vertíð lokinni. Morgunblaðifl/SPB Grásleppuhrognaver- tíð lokíð á Húsavík Húsavfk. Grásleppuhrognavertíð er nú að mestu lokið á Húsavík og hef- ur fengur orðið meiri en undan- farin ár. Alls tók Fiskiðjusamlag Húsavík- ur á móti um 106 tonnum af hrognum, sem söltuðust í 728 tunn- ur og er það nokkm meiri veiði en undanfarin ár. í fyrra var saltað í 522 tunnur hjá Fiskiðjusamlagi Húsavíkur, 488 tunnur árið 1985 og 432 tunnur árið 1984. Hér er þó ekki talin öll veiði Húsvíkinga því sumar útgerðimar sjá sjálfar um söltun. — Fréttaritari.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.