Morgunblaðið - 17.06.1987, Blaðsíða 65

Morgunblaðið - 17.06.1987, Blaðsíða 65
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 17. JÚNÍ 1987 65 Sjálfstæðismenn hafa því ekki ástæðu til að vera sárir eða reiðir út í þá sem yfirgáfu flokkinn, hvort sem þeir fóru í Borgaraflokkinn eða eitthvert annað. Sjálfstæðismenn þurfa bara að athuga eigin mál. Tala og vinna þannig að allir snúi þeir aftur ef takmarkið er að flokk- urinn verði það sterka stjómmálaafl sem hann var. Reyndar hugleiða sumir hvað heppilegt sé að stjómmálaflokkar séu stórir. Það sjónarmið hefur oft komið fram að flokkur eigi ekki að vera stærri en það að hann sé ein hjörð með einn hirði. Samstilltur og samstíga og rekist hveiju sinni eins og hirðirinn vill. Því stærri sem flokkur er því meiri hætta er á að svokallaðir jaðarhópar verði fleiri og fjölmennari. Vandinn er þá að stjóm flokksnis takist þannig til að jaðarhópámir verði ekki óánægðari en svo að þeir yfirgefí ekki flokkinn. Þessi grein er skrifuð vegna þess að höfundur er ekki ánægður með niðurstöðu kosninganna og er þar þó ekki allt sem sýnist. Sjálfstæðis- flokkurinn hefur verið sterkasta stjómmálaaflið í landinu frá því hann var stofnaður. Oftast með um 40% kjósenda. Nú vantar um þriðj- ung á að svo sé og fór þó nær öll vinna þingmanna og annarra fram- bjóðenda flokksins fyrir kosningar í það að fá flokksmenn til að hætta við að yfirgefa hann í kosningunum. Ekki vefst það fyrir gömlum kosn- ingasmala að öll sú vinna hafí skilað vemlegum árangri. Vera má að ekki sé lengur hægt að halda saman flokki af þeirri stærð sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið. Þó er rétt að hafa í huga fleyg orð Bjama Benedikts- sonar á þá leið, að það sé hægt að stjóma landi en það sé miskunnar- laust starf að vera formaður Sjálf- stæðisflokksins. Höfundur er sveitarstjóriá Hellu Úlfur, úlfur . eftir Svein Hjört Hjartarson í fjölmiðlum hefur borið mikið á gagnrýni af hálfu talsmanna sölusamtakanna í garð þeirra að- ila, sem flytja út físk í gámum. Þannig var t.d. í ríkissjónvarpinu sl. laugardag ijallað um verðmæti þess farms sem var í ms. Hofs- jökli og _var á leið til Banda- ríkjanna. í tengslum við þessa frétt var sagt frá því hversu mun hag- kvæmara væri að flytja út frystan físk, heldur en ferskfísk í gámum. Það láðist þó að geta þess í frétt- inni að um borð í skipinu var töluvert magn af humarhölum. Það er næsta furðulegt, hvað tiltekinn fréttamaður í ríkissjónvarpinu er öfgafullur í afstöðu sinni til út- flutnings á ferskum físki. Það hefur verið talið að það væri aðals- merki góðs fréttamanns að láta ekki í ljós sínar skoðanir. En öllu verra var viðtal við Ing- ólf Skúlason, framkvæmdastjóra sölusamtakanna í Englandi, í Morgunblaðinu 14. júní 1987, þar sem hann kom inn á sama efni, vegna þess að það verður að gera þá kröfu til ábyrgra aðila í þessari grein að þeir fari ekki með stað- lausa stafí og dylgjur. Þetta viðtal var með ólíkindum. Var engu líkara en verið væri að ræða við nátttröll, sem ekkert vill heyra og skilja, fremur en upplýstan og sigldan mann. í fyrirsögn er getið í ijögurra dálka fyrirsögn að verð- lækkun sé á fiski í Englandi vegna ísfísks frá íslandi. Ekki er verið að hafa fyrir því að nefna neinar tölur í því sambandi. í viðtalinu tjáir framkvæmdastjórinn sig um þau markmið, sem hann telur að liggi á bak við tolla EB á fiski, þ.e. að stefnt sé að því að gera okkur íslendinga að hráefnisaf- lendum fyrir EB. Þessu til stuðn- ings nefnir hann tolla á ferskum flökum, sem eru um 18%, en nefn- ir jafnframt að litlir tollar séu af ferskum fiski. Hann er hinsvegar ekkert að hafa fyrir því að nefna að enginn tollur er á frystum fiski. Tollar á ferskum físki eru aftur á móti frá 2% upp í 15% inn- an EB. Tollar á ferskum flökum hafa ekki háð starfsemi fiskvinnslufyr- irtækja hér á landi til þessa, því enginn vegur hefúr verið að koma þeim óskemmdum á markað, nema í litlum mæli með flugvélum, en sá flutningsmáti mun ekki henta í þessum útflutningi. Yfírboðarar framkvæmdastjór- ans hefðu átt að senda honum yfírlitsgóða grein viðskiptaráð- herra, sem birt var í Morgunblað- inu 11. júní sl., þar sem hann upplýsir hvemig þessum tollamál- um er í raun háttað. En fram- kvæmdastjórinn lætur sér ekki nægja að vitna í tolla EB til að undirstrika bölvun þess að flytja út ferskan físk í gámum. Hann grípur einnig til þess ráðs að væna þá aðila í sjávarútvegi, sem stunda þessa markaðsstarfsemi, um að þeir geri þetta bara af hreinni heimsku, vegna þess að þeir kunni bara ekki að reikna. Þar næst grípur hann til þess að ía að því að ef til vill sé þessi flónska manna að flytja út físk tilkomin vegna undirlægjuháttar gagnvart útlend- ingum, sem séu að koma hér til lands til að plata einfalda útvegs- menn. Þannig er nú ímynd unga framkvæmdastjórans af þeirri at- vinnugrein sem hann hefur verið ráðinn til að þjóna á erlendri grund. í lok viðtalsins klykkir hann svo út með því að samt sem áður sé hann nú sammála fíjálsræði í út- flutningi. En hann kemur ekkert frekar inn á það hvemig leysa eigi í því sambandi reiknikunnáttu manna og losa þá við undirlægju- háttinn. Eða á frelsið að takmark- ast við fáa útvalda t.d. eins og sölusamtökin. Það er staðreynd að nýir vindar blása um íslenskan sjávarútveg. Nýir möguleikar, sem hafa opnast innan greinarinnar eins og t.d. ferskfískútflutningur í gámum hef- ur eflt kjark manna til að takast á við ýmis ný verkefni. Það er einn- ig staðreynd hvort sem mönnum líkar betur eða verr að ferskfískút- flutningurinn er ein merkasta nýjungin í markaðssetningu okkar á fískafurðum um langt árabil. Þessi útflutningur hefur skapað þeim sem hann hafa stundað betri afkomu og aukna þekkingu á markaðssetningu fískafurða er- lendis. Enn og aftur verða menn að skilja að það er þjóðarhagur að fyrirtæki í þessari atvinnugrein skili hagnaði. Það er hlutverk stjómenda þessara fyrirtækja að taka hagkvæmustu ákvarðanir fyr- Sveinn Hjörtur Hjartarson „Það er einnig stað- reynd hvort sem mönnum líkar betur eða verr að ferskfiskút- f iutningnrinn er ein merkasta nýjungin í markaðssetningu okk- ar á fiskafurðum um langt árabil.“ ir þeirra hönd. Það er erfítt að sjá hvaða hagsmunum þessir úrtölu- menn eru að þjóna með því að vera að ófrægja þessa aðila og kalla úlfur, úlfur í tíma og ótíma. Höfundur er hagfræðingur LÍÚ. ER SAMSTILLT LIÐSHEILD S«MABTlW°fl: Þurrkublöð í 240 kr. 339,- Kerti B-19, B-21, B-230 kr. 441,- Platínur B-19, B-21, B-230 kr. 178,- Tímareím í 240 kr. 582,- Framdempari í 240 kr. 2.992,- Afturdrempari í 240 kr. 1.570,- Framdempari i 144 kr. 1.560,- Afturdempari í 144 kr. 1.507,- Blaðka í blöndung kr. 305,- Dráttarkrókur á 240 kr. 5.887,- Dráttarkrókur á 740 kr. 6.872,- Suðurlandsbraut 16 - sími 691600 Allir hlutar hvers volvobíls ganga í gegnum stranga skoðun og þolraunir áður en þeir eru metnir hæfir til að taka sæti í liðsheild volvobílsins. Árangur heildarinnar ræöst af frammistöðu hvers einstaklings. Einn skussi gæti því haft afdrifarík áhrif. VERTU ÖRUGGUR — VELDU VEL í LIÐIÐ ÞITT. VELDU VOLVOVARAHLUTI.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.