Morgunblaðið - 17.06.1987, Blaðsíða 80
ALHLIÐA PRENTÞJÓNUSTA
1 GuÓjónÓ.hf.
I 91-27233 I
SKOLAVELTA
LEIÐIN AÐ fARS€LLI
SKÓLACÖNCU
SAMVINNUBANKI
ÍSLANDSHF
MIÐVIKUDAGUR 17. JÚNÍ 1987
VERÐ í LAUSASÖLU 50 KR.
Rainbow Navigation;
Siglir með vistir þó enn
sé ósamið við fvrirtækið
Frá Jóni Ásgeiri Sigurðssyni, fréttaritara Morgunblaðsin* í Bandaríkjunum. w
Morgunblaðið/Sig.Sigm.
Galvösk í vorhreingerningum
Það hefur verið föst venja íbúanna á Flúðum og í nágrenni að láta ekki sitt eftir liggja i þessum efnum en fréttaritari smellti
hafa allsheijar hreinsunardag á hverju vori. Síðan er einnig þessari mynd af þeim á hreinsunardeginum og hundurinn Mugg-
hreinsað allt rusl meðfram vegum í sveitinni. Börnin á Flúðum ur vildi auðvitað vera með líka.
46% lækkun
á tómötum
Mögnleikar á út-
flutningi græn-
metis kannaðir
TÓMATAR lækkuðu í síðustu
viku úr 150 krónum kílóið í 80
krónur í heildsölu. Miklar tóm-
atabirgðir eru í landinu og er
Sölufélag garðyrkjumanna að
kanna útflutning á tómötum og
ýmsu öðru grænmeti til Færeyja
og Grænlands.
Að sögn Hrafns Sigurðssonar hjá
Sölufélaginu er búist við því að
þetta lága verð haidist aðeins út
þessa viku og lækki ekki meir'a en
orðið er. Verðið muni hins vegar
stiga hægfara upp á við næstu vik-
ur. „Þetta er okkar leið til þess að
losna við offramleiðslu og þar með
einnig að auka kaup fólks á tómöt-
um almennt," sagði Hrafn Sigurðs-
son.
Hafa veitt
38 hrafna
Scifpflfli
REFASKYTTAN Sigurður Ás-
geirsson og aðstoðarmenn safna
nú hröfnum á Rangárvöllum fyr-
ir Hrafn Gunnlaugsson kvik-
myndagerðarmann sem hann
hyggst nota f myndinni „í skugga
hrafnsins". Veiðimennirnir setja
svefnlyf f æti hrafnanna og safna
þeim síðan saman.
Hrafnamir hafa náðst á Rangár-
völlum, í Holtum og Landssveit.
Veiðimönnunum hefur orðið nokkuð
ágengt og náð 38 hröfnum. Nú virð-
ist sem hrafnamir hafí horfið sem
dögg fyrir sólu og í samtali við
fréttaritara sögðust veiðimennimir
ekki finna lengur neina hrafna.
Sig. Jóns.
Leiðangur
í Surtsey
BANDARÍSKA skipafélagið
Rainbow Navigation sendi f
sfðustu viku skip tíl íslands með
vörur fyrir varnarUðið, án þess
að hafa samið við bandaríska
flotann. Svo sem kunnugt er
hreppti Eimskipafélag íslands
65% flutninganna með þvf að
gera lægsta tilboð. Afgangur
vistaflutninganna, þ.e.a.s. 35%,
mun falla bandarísku skipafélagi
f skaut.
____ „Við flytjum vörumar á okkar
taxta, en höfum enn ekki formlega
tekið að okkur flutninga samkvæmt
Skip og bíll
í árekstri
SÁ óvenjulegi atburður átti sér
stað f gær í Keflavfk, að bfll og
skip lentu í árekstri.
Togarinn Dagstjaman var um
kl. 13 í gær á leiðinni út úr Kefla-
^•ivíkurhöfn. Þegar togarinn sneri sér
í höfninni lenti stefni skipsins á
hafnargarðinum og í bíl, sem þar
stóð mannlaus. Bfllinn skemmdist
litillega og togarinn enn minna.
Lögreglumenn í Keflavík veltu
því fyrir sér í gærkvöldi hvort líta
bæri á þetta sem almennt umferðar-
-Jagabrot eða hvort halda skuli
sjópróf.
milliríkjasamningi ísiands og
Bandaríkjanna," sagði Mark
Young, forstjóri Rainbow Naviga-
tion, er fréttaritari Morgunblaðsins
ræddi við hann í gær.
„Þetta kom mér ákaflega á
óvart," sagði Birgir Harðarson hjá
Eimskip í Norfolk, er fréttaritari
ræddi við hann. „Okkur var sagt
að þetta væri neyðarráðstöfun og
ekki völ á öðmm skipum til að
flytja þær vörur er biðu. Við könn-
umst ekki við að svo sé og að mínu
mati er þessi ferð hluti af þeim 35%
sem búist er við að komi í hlut
Rainbow Navigation."
„Viðræðumar við sjóflutninga-
deild flotans vegna tilboðs okkar
hafa gengið treglega," sagði Mark
Young, „en ég er bjartsýnn á að
saman gangi. Það er ekki hlaupið
að því að framkvæma milliríkja-
samninginn og forðast um leið að
skerða forgangslögin frá 1904. Við
höfum ítrekað að niðurstaðan jafn-
gildi því að forgangslögin væru enn
í fullu gildi."
Rainbow Navigation hafði einka-
rétt á flutningum fyrir flotann
vegna forgangslaganna frá 1904. í
janúar auglýsti sjóflutningadeild
bandaríska flotans eftir tilboðum i
vamarliðsflutningana í samræmi
við nýgerðan milliríkjasamning ís-
lands og Bandarfkjanna. Sam-
kvæmt útboðinu átti það skipafélag,
bandarískt eða íslenskt, sem gerði
lægsta tilboð að fá 65% flutning-
anna. Afganginn skyldi það skipa-
félag frá hinu landinu hljóta, sem
gerði lægsta tilboðið.
Samningar hafa enn ekki tekist
milli flotans og Rainbow Navigation
og sagði talsmaður flotans, Bill
Neustadt, fréttaritara Morgun-
blaðsins að fyrirkomulag flutning-
anna væri í fullu samræmi við
milliríkjasamninginn, þótt samning-
ar við Rainbow Navigation væm
ekki fullfrágengnir. Óstaðfestar
fregnir herma að tilboð Rainbow
Navigation sé mun hærra en þeir
flutningataxtar sem Eimskip samdi
um, jafnvel sexfalt hærri.
VÍSINDAMENN hyggja á árleg-
an leiðangur f Surtsey nú um
mánaðamótin, að sögn Sturlu
Friðrikssonar stjórnarmanns í
Surtseyjarfélaginu.
Surtsey myndaðist í neðansjávar-
gosi sem hófst 14. nóvember árið
1963. Frá upphafi hafa verið skráð-
ar 23 tegundir æðri plantna á
eynni, sem jafngildir því að ein ný
tegund hafi numið land á hveiju
ári. Margar þeirra era horfnar og
aðrar hafa skotið rótum í staðinn.
í leiðangri síðastliðið sumar fundust
þannig þrettán plöntutegundir, þar
af þijár nýjar. Fugl verpir víða í
hrauninu þar á meðal fyll, svart-
bakur og silfurmávur.
Háskóli á Akureyrí:
Búist við 20—30 nemendum á fyrsta ári
KENNSLA í Háskólanum á
Akureyri hefst þann 10. sept-
ember nk. og rennur umsókn-
arfrestur um skólavist út þann •
10. júli nk. Boðið verður upp á
tvær námsbrautir; hjúkrunar-
fræðinám og iðnrekstarnám.
Búist er við 20 til 30 nemendum
fyrsta árið og sagði Sverrír Her-
mannsson menntamálaráðherra á
blaðamannafundi er hann hélt í
gær á Akureyri, að þetta yrði
mikill tímamótaviðburður bæði
fyrir Norðlendinga og fyrir þróun
skólamála í landinu. Sverrir sagði
að skólinn hefði fengið nægar
fjárveitingar fyrsta árið og væri
hann ekki í vafa um að reynt yrði
að efla skólann eftir bestu getu
þótt tekjustofnar væra ekki
tryggðir.
Haraldur Bessason hefur verið
ráðinn forstöðumaður skólans.
Margrét Tómasdóttir verður
brautarstjóri í hjúkrunarfræðum
og Stefán G. Jónsson verður
brautarstjóri iðnrekstrarfræða.
Skrifstofustjóri hefur verið ráðinn
Bárður Halldórsson. Skólinn verð-
ur til húsa í gamla Iðnskólanum
þar sem Verkmenntaskólinn hefur
verið til húsa undanfarin ár.
Sverrir sagði að menn vonuðust
til að hægt yrði að ljúka nýbygg-
ingu Verkmenntaskólans á
tveimur til þremur áram svo hann
gæti flutt úr Iðnskólahúsinu.
Sjá Akureyrarsíðu bls. 44