Morgunblaðið - 17.06.1987, Blaðsíða 79

Morgunblaðið - 17.06.1987, Blaðsíða 79
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 17. JÚNÍ 1987 79 í Morgunblaðið/Einar Falur • Atli Einarsson skorar hór fyrsta mark Víkings gegn Einherja í gærkvöldi. Víkingar sitja einir á toppnum Stórleikur til styrktar Litla Hrauni STÓRLEIKUR í knattspyrnu verð- ur á Laugardalsvelli kl. 17. í dag. Þar leikur „heimavarnarliðið*1 og „útlendingahersveitin11 og rennur allur ágóði til byggingar íþrótta- aðstöðu fyrir fanga sem dveljast á Litla Hrauni. „Heimavarnarliðið" er skipað leikmönnum sem gerðu garðinn frægann hér á árum áður með islenska landsliðinu. í liðinu verða eftirtaldir leikmenn: Sigurður Dagsson, Ólafur Sigurvinsson, Marteinn Geirsson, Grímur Sæmund- san, Jóhannes Eðvaidsson, Kari Þórðar- son, Magnús Bergs, Ásgeir Elfasson, Rúnar Júlíusson, Ingi Bjöm Albertsson og Tómas Pálsson. Varmamenn verða: Jón Gunnlaugsson, Matthfas Hallgrfms- son, Ólafur Júlfusson og Jón Elnar Jakbosson. Uðsstjóri verður Guðni Kjartansson. „Útlendingahersveitina skipa: Þorsteinn Bjarnason, Arnór Guð- johnsen, Sigurður Jónsson, Guðmundur Torfason, Janus Guðlaugsson, Aibert Guðmundsson, Robert Walters, Peter Farell, lan Fleming, lan Ross, Gordon Lee, Bobby Harrison, Vladimir Vodstok, Tom Kleist og Heimir Karlsson. Uðs- stjóri verður Tony Stephens, sölustjóri Wembley-leikvangsins. Fegurðardrottning íslands, Anna Margrét Jónsdóttir, kemur svífandi í fallhlíf með keppnisbolt- ann fyrir leikinn ásamt félögum í Fallhlífarklúbbi Reykjavíkur. í leikhléi mun Einar Vilhjálmsson reyna við nýtt Norðurlandamet X spjótkasti. Einnig munu Am™ Guðjohnsen, Pétur Pétursson og Albert Guðmundsson reyna að skora hjá fegurðardísunum Önnu Margréti og Gígu Birgisdóttur, en þeir verða með bundið fyrir augun. Allir sem að þessu standa gefa vinnu sína. Flugleiðir og Arnarflug gefa flugmiða vegna leikjarins. Samvinnuferðir-Landsýn veitir ferðavinnig íhappdrætti á leiknum. Ýmis velviijuð fyrirtæki greiða aug- lýsingakostnað. í leikslok mun Halldór Einarsson í HENSON af- henda Jónu Gróu Sigurðardóttur, formanni Verdar, ávísun með inn- komu af leiknum. Leikurinn hefst eins og áður segir kl. 17.00. IMorðmenn unnu Frakka óvænt Frakkar mjög slakir án Platini VÍKINGUR er nú eitt á toppi 2. deildar eftir 4:1 sigur á Einherja frá Vopnafirði á Valbjarnarvelli í gærkvöldi. Atli Einarsson og Trausti Ómarsson skoruðu mörk Vikings. „Þetta voru góð úrslit fyrir okkur. Vörnin er enn vandamál, leikmenn gera of mörg mistök. Einherji átti nokkur góð færi, en heppnin var meö okkur," sagði Juri Sedov, þjálfari Víkings. „Úrslitin voru ekki sanngjörn miöað við gang ieiksins. Við vorum slappir í fyrri hálfleik. En betra lið- ið sigraði í kvöld. Við vinnum þá bara heima," sagði Aðalbjörn Björnsson, þjálfari Einherja. Atli Einarsson skoraði fyrsta mark leiksins fyrir Víking á 20. mínútu. Hörður Theódórsson gaf háa sendingu innfyrir vörn Einherja 2. deild Fj.leikja u j T Mörk Stig VÍKtNGUR 5 4 0 1 10: 6 12 ÞRÓTTUR 5 3 0 2 10: 7 9 LEIFTUR 5 3 0 2 7:4 9 EINHERJI 5 2 2 1 7: 8 8 ÍR 5 2 1 2 10: 9 7 KS 5 2 1 2 7:7 7 ÍBV 5 2 1 2 7: 8 7 SELFOSS 5 1 2 2 7: 9 5 UBK 5 1 1 3 3: 7 4 ÍBÍ 5 1 0 4 7: 10 3 Keila: Skjaldamótið I KVÖLD lýkur Skjaldamótinu 1987 f keilu og kefst keppnin klukkan 19.30. Að fjórum um- ferðum loknum er staða efstu liða sú að Þröstur er f efsta sæti með 77 stig, Teppaland er með 68 stlg og Coca-Cola 65 stig. Golfmót Minningarmót Jason Clark fer fram f Grafarholtl f dag og hefst klukkan 9. Á morgun verður kvennamót f Grafarholti og ný- liðamót á Korpúlfssöðum og hefst keppni á báðum stöðum klukkan 16. og þar var Atli fljótastur og skor- aði framhjá úthlaupandi markverð- inum. Kristján Davíðsson jafnaði fyrir Einherja 9 mínútum síðar er hann komst í gegnum vörn Víkings. Víkingar náðu aftur yfirhöndinni með marki Trausta Omarssonar úr vítaspyrnu sem dæmd var á Ara Ólason fyrir að bregða Herði Theódórssyni innan vítateigs. Leikmenn Einherja komu ákveðnir til leiks í seinni hálfleik og gerðu þá oft harða hríð að marki Víkings. Þvert á gang leiks- ins skoruðu Víkingar sitt þriðja mark á 70. mínútu. Trausti óð þá upp vallarhelming Einherja hægra megin og gaf fyrir á Atla sem kom á fullri ferð og skoraði með við- stöðulausu skoti. Eftir þetta var allur vindur úr Einherja og Víkingur tók leikinn í sínar hendur. Á 82. mínútu bættu Víkingar við sínu fjórða marki. Ein- ar Einarsson lék upp að endamörk- um og gaf háa sendingu fyrir markið og þar var Trausti á réttum stað og hamraði knöttinn í netið með skalla. Giæsilegt mark. Leikurinn var þokkalega vel leik- inn. Bæði liö reyndu að spila boltanum og tókst það oft á tíðum vel. Einherji hefur á að skipa góðu liði þótt þetta hafi ekki verið þeirra dagur. Jóhann Þorvarðarson var besti leikmaður Víkings og bjarg- aði því sem bjargað varð í vörninni. Eins voru Atli og Trausti sprækir frammi. Hjá Einherja var Kristján Ðavíðsson bestur. Eiríkur B. Krist- bergsson og Gísli Davíðsson voru einnig góðir. Maður leikslns: Jóhann Þorvaröarson. Vajo Aganefnd: Máli Nóa frestað AGANEFND KSf frestaði máli Nóa Björnssonar á fundi sínum í gær, en sem kunnugt er var Nóa vikið af velli í leik Þórs gegn Val f síðustu viku. Fimm leikmenn voru hins vegar dæmdir f eins leiks bann, fjórir frá liðum f þriðju deild og Danfel Einarsson Víði. Frð Jóni Óttarrl Karlssyni f Noregl. FRAKKAR án Piatini áttu aldrei möguleika gegn baráttuglöðum Norðmönnum f leik líðanna f Evr- ópukeppni landsliða f knatt- spymu f Osló f gærkvöldi. Norðmenn unnu með tveimur mörkum gegn engu og voru bæði mörkin gerð f seinni hálfleik. í fyrri hálfleik gerðist lítið mark- vert þar sem bæði liðin reyndu að byggja sóknir sínar í kringum miðjumennina. Jean Tigana, sem var fyrirliði franska liðsins í fyrsta sinn í gærkvöldi, náði ekki aö virkja sína menn. Bæði lið áttu tvær hættulegar sóknir í hálfleiknum, en náðu ekki að skora. Seinni hálfleikur var mjög lífleg- ur. Norðmenn réðu þá lögum og lofum á vellinum. Á 57. mínútu áttu Norðmenn að fá dæmt víti, en dómarinn var illa staðsettur og lét vera að blása í flautuna. Á 61. mínútu náðu Norðmen^ forystunni þegar Per Edmund Mordt komst innfyrir og skoraði í hægra hornið eftir mistök hjá Joel Bats, markverði. Síðan sóttu Norðmenn látlaust. Á 80. mínútu skoraði Jörn Anders- en síðan annað mark Norðmanna eftir stungusendingu í gegnum frönsku vörnina. Norðmenn sóttu látlaust það sem eftir lifði leiks án þess þó að bæta við mörkurn. Franska liðið olli miklum von- brigðum með sitt daufa dúkkuspil. Franska liðið án Platini er ekki fugl né fiskur. Norðmenn börðust eins og Ijón og yfirspiluðu Frakka í seinni hálfleik. Völlurinn var mjög slæmur, blautur og mjúkur og hef- ur það sjálfsagt háð Frökkur?!*"' meira en Norðmönnum. Áhorfendur: 8.300. „Tap gegn Dönum kemur ekki til greina“ - segir Bogdan Kowalczyk landsliðsþjálfari „STRÁKARNIR hafa æft mjög vel þaö sam af er þessum mán- uði, það er hart barist um sætl f liðinu og ekkert verður gefið eftir f lelkjunum þremur gegn Dönum — tap gegn Dönum kemur ekkl tll greina,u sagði Bogdan landsliðsþjálfari f gær, þegar lið þjóðanna voru til- kynnt. Eins og áður hefur verið greint frá í Morgunblaðinu leika Islend- ingar og Danir þrjá landsleiki í handbolta á næstu dögum. Fyrsti leikurinn verður á Akureyri á föstudaginn og hefst klukkan 18.30. Á laugardaginn verður fyrsti landsleikurinn í hinu nýja og glæsilega íþróttahúsi á Húsavík og byrjar sá leikur klukk- an 16. Þriðji leikurinn hefst síðan í Laugardalshöll klukkan 20 á sunnudaginn. Allir sterkustu leikmenn (s- lands verða með í leikjunum nema hvað Bjarni Guðmundsson er meiddur og Kristján Sig- mundsson hefur ekki getað æft vegna starfs síns. Alfreð Gísla- son hefur ekki æft með hópnum, en kemur til landsins í dag. Bogdan sagði að leikirnir væru mjög mikilvægir fyrir hið sterka mót í Júgóslavíu, sem hefst í lok næstu viku. „Við fáum góða lei- kæfingu gegn Dönum og ekki veitir af, því fyrsti leikur okkar í Júgóslavíu verður gegn Sovét- mönnum, sem æfa stíft tólf mánuði á ári og ætla sér stóra hluti, bæði í Júgóslavíu og ekki síður á Ólympíuleikunum í Seo- ul," sagði Bogdan. Anders Dahl-Nielsen, fyrrum þjálfari og leikmaður KR, hefur tekið við danska landsliðinu og verða þetta fyrstu leikirnir undir hans stjórn. I íslenska hópnum eru 20 leikmenn, en 16 manna lið verður tilkynnt á morgun. Lið- in eru annars skipuð eftirtöldum leikmönnum: Hópur íslands: Einar Þorvarðarson Brynjar Kvaran Guðmundur Hrafnkelsson Þorgils Óttar Mathiesen Júlfus Jónasson Bjarki Sigurðsson Karl Þráinsson Siguröur Gunnnrsson Alfreð Gíslason Páll Ólafsson Guömundur Guðmundsson Kristján Arason Geir Sveinsson Siguröur Sveinsson Atli Hilmarsson Jakob Sigurðsson Þorbergur Aöalsteinsson Þorbjörn Jensson Birgir Sigurðsson Ámi Friöleifsson Danska liðið: Karsten Holm Jens Chr. Kristensen Hans P. Munk-Andersen Flemming Hansen Erik Veje Rasmussen Hans-Henrik Hattesen Frank Jörgensen Morten Stig Christensen Bjarne Simonsen Lars Lundbye Otto Mertz Michael Fenger Ole Lauridsen Lars Gjöls-Andersen Claus Bo Munkedal
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.