Morgunblaðið - 17.06.1987, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 17.06.1987, Blaðsíða 64
S9 ?8ei iMín, .ti ínjDAaraivaiM .aiaAjaviuoflOM 64 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 17. JÚNÍ 1987 Skipuð var nefnd -eftirJón Þorgilsson Úrslit alþingiskosninganna 25. aprfl sl. hafa orðið ýmsum um- hugsunarefni enda urðu þau á annan veg en flestir bjuggust við. Sjáfstæðismenn sem misstu 3.-4. hvem fylgismann hafa haldið fundi í valdastofnunum sínum, þingflokki og miðstjóm, til að ræða kosninga- úrslitin. Ekki kom fram í fréttum af þessum fundum að mönnum hafí komið í hug hvað valdið hafí þessu fylgistapi en nefnd var sett í að rannsaka það mál. Af þessu tilefni þykir rétt að nefna nokkur atriði sem gætu verið til athugunar fyrir nefndina og fróð- iegt væri að vita hvort þau hafí haft áhrif á úrstlit kosninganna. Ríkisbankar — einkabankar Á sl. vetri virtist það vera eitt aðaláhugamál margra forystu- manna Sjálfstæðisflokksins að leggja ríkisbankana niður og láta svokallaða einkabanka koma í þeirra stað. Til skammst tíma var nær öll bankastarfsemi í landinu hjá ríkisbönkunum _ og útibúum þeirra um allt land. Á síðustu árum hefur orðið breyting á þessu. Einka- bönkum hefur fjölgað og þeir stækkað, en hlutur ríkisbankanna minnkað að sama skapi. Þróunin hefur samt orðið sú að ríkisbank- amir hafa fjármagnað atvinnu- rekstur landsmanna að mestu leyti, en einkabankamir beint fjármagni sínu til bflakaupa og utanlandsferða og þess háttar starfsemi. Með því er hægt að lána mörgum lítið og þvi áhættuminna en fjármagna 5járfreka og fallvalta atvinnustarf- semi. Fýrir nokkrum ámm var sögð saga af manni sem var að basla við útgerð og var með viðskipti sín í einum einkabankanna. Einn dag- inn var honum sagt að nú gæti bankinn ekkert gert fyrir' hann lengur og því ætti hanþ aðeins tveggja kosta völ, hætta utgerðinni eða færa sig í ríkisbankann í næsta nágrenni. r ... Hafði ótti fólks, sérstáklega út um land, við hvað mundi gerast þegar búið væri að leggja ríkis- bankana niður áhrif á kosningam- ar? Það væri fróðlegt að vita. Heilbrigðisþjónustan Hér á landi hefur velferðin náð langt í heilsugæslu og hverskonar læknishjálp. Allir landsmenn eiga kost á læknishjálp og sjúkrahúss- vist án beinnar greiðslu. Þetta veitir fólki mikla öryggiskennd, ekki síst þeim sem hafa takmörkuð ijárráð. Miklar umræður fóm fram á sl. vetri um heilbrigðisþjónustu þ.m.t. sölu Borgarspítalans. Vafalaust hefur framkvæmd ýmissa þátta þessara mála orðið þannig að end- urbóta og breytinga er þörf. Umræður um þessi mál hafa hins vegar verið með þeim hætti að ugg veldur fólki. Margir em hræddir við að breytingar verði á þá leið að torvelda læknisþjónustu með sama hætti og verið hefur. Enda hafa nógir verið til að gera allar tillögur um breytingar tortryggilegar. Skyldu þessar umræður um heil- brigðiskerfíð hafa haft áhrif á kosningamar? Frjáls innflutningur á landbúnaðarafurðum Miklir erfíðleikar hafa verið í landbúnaði, m.a. vegna offram- leiðslu og breyttra neysluvenja. Sú byggðaröskun, sem komið hefur í kjölfar þess samdráttar sem óhjá- kvæmilega hefur orðið í sumum greinum landbúnaðar, er mörgum áhyggjuefni. A landsfundi Sjálfstæðisflokks- ins í mars sl. kom frá einni af málefnanefndum flokksins tillaga um að gefa innflutning á land- búnaðarvömm frjálsan. Þessi dæmalausa tillaga var að vísu ekki samþykkt, m.a. með þeim rökum að hún væri ekki tímabær, hvað sem það á nú að merkja. Forvitnilegt væri að kanna hvað þessi tillögu- flutningur og þær umræður sem á eftir fóm tóku mörg atkvæði frá Sjálfstæðisflokknum i kosningun- um. Sala á rás 2 „Fijálst útvarp" var mikið til umræðu á sl. vetri. Komst umræðan á það stig hvort ekki væri athug- andi að selja “rás 2". Rétt er að taka fram að greinarhöfundur hlustar aldrei á rás 2. Hann varð hins vegar var við að hugmyndinni um að selja „rásina" var misjafn- lega tekið, sérstaklega meðal ungs fólks. Einnig var á það bent að útvarp, sem aðeins heyrist eða sést á Reykjavíkursvæðinu, nægi ekki öllum landsmönnum. Athugandi væri hvort umræður um þessa sölu hafí haft áhrif á úrslit kosninganna. Nýfrjálshyggja Á síðustu ámm hefur skotið upp kollinum innan Sjálfstæðisflokksins skoðun eða stefna sem kölluð er „nýfrjálshyggja". Helst er svo að skilja að um sé að ræða hagfræði- kenningar erlendra hagspekinga sem lifa og starfa meðal þjóða sem telja tugi milljóna manna. Nýftjáls- hyggja virðist einkum fólgin í því að markaðurinn einn skuli ráða hvert íjármagn leitar. Sú ráðstöfun fjármagns sé aðeins réttlætanleg sem borgi sig best. Fyrst þessar kenningar þyki góðar meðal er- lendra stórþjóða, sem þó er umdeilt, sé sjálfgefíð að þær séu jafngóðar í íslensku samfélagi. Það virðist gleymast að þjóðin er fámenn í landi þar sem kunningsskapur milli fóks er mikill og samhjálparáhugi ríkur þáttur í fari manna. Þessi stefna virðist því ganga þvert á þá mann- úðarstefnu og það velferðarþjóð- félag sem byggt hefur verið upp hér á landi á síðustu áratugum. Þetta þyrftu nýfrjálshyggjumenn að athuga. Þeir þyrftu líka að lesa Ólaf Thors af meiri skilningi; hann sem öðrum fremur gerði Sjálfstæð- isflokkinn íslenskastan allra flokka og náði til um 40% kjósenda. Þessi svokallaða nýfrjálshyggja komst jafnvel inn í ákvarðanir þeirr- ar ríkisstjómar sem enn situr. Kom það m.a. fram í því að gera tak- markalaust vaxtaokur löglegt í landinu. Fróðlegt væri að vita hvemig nýfrjálshyggjutalið hafði áhrif í kosningunum. Fyrirgreiðsla Það sem nefnt hefur verið fyrir- greiðslupólitík hefur mikið verið til umræðu. Því er haldið fram að svo- kölluð fyrirgreiðsla alþingismanna sé gamaldags og úrelt og ekki sæm- andi nútímastjómmálamönnum. Er þetta stundum mælt af mikilli vand- lætingu. Alþingismenn em hvort tveggja í senn, þingmenn fólksins í viðkomandi Iqordæmi og þess landsvæðis sem kjördæmið nær yfir. Ef þetta væri ekki svo væri landið eitt kjördæmi enda annað ástæðulaust. Allir landsmenn verða að eiga meiri eða minni samskipti við stofnanir ríkisins og aðrar opin- berar stofnanir í því velferðarþjóð- félagi sem hér er. Fólki er mislagið að koma sjónarmiðum sínum og ástæðum á framfæri við embættis- menn og aðra opinbera starfsmenn. Því hefur fangráð margra verið að Ieita til þeirra þingmanna, sem þeir hafa kosið, um ráð og leiðbeiningar m.a. vegna umsókna um lán hjá opinberum sjóðum, sem algengast er, eða vegna annarra ástæðna. Opinberir sjóðir og aðrar stofnan- ir eru að sjálfsögðu flestar í Reykjavík. Augljóst ætti að vera að aðstöðumunur er æðimikill til að reka erindi hjá þessum stofnun- um, t.d. hvort menn búa á Norður- Ströndum, Langanesi eða vestan Jón Þorgilsson „ Allt þetta mál hlýtur að skoðast áður en nefndin skilar áliti. Að vísu er það dálítið kind- ugt að eins og nefndin er skipuð virðist hún að mestu eiga að at- huga eigin mál. Vænt- anlega kemst hún samt að góðri niðurstöðu og leiðir sannleikann í ljós.“ Rauðavatns í Reykjavík. Aðstaða fólks er þó ærið misjöfn þar. Það er mikill misskilningur að öll svo- kölluð fyrirgreiðsla sé af hinu illa. Fer það þó vitanlega eftir hugsun- arhætti þeirra sem í hlut eiga hverju sinni. Það má vafalaust ganga of langt í því efni sem öðrum. Það skyldi þó aldrei vera að þeir sem harðast fordæma það sem þeir kalla fyrirgreiðslupólitík séu annaðhvort fyrir eigin tilverknað eða annarra búnir að koma sér þannig fyirr í samfélaginu að þeir þurfí lítið til annarra að sækja, m.a. vegna þess að ytri aðstæður hafa verið þeim hagstæðari en megin þorra fólks. Mat margra er að það sem kallað er fyrirgreðsla sé oftast nær ekkert annað en eðlileg þjónusta þeirra sem leita eftir atkvæðum fólks í kosningum. Vera má að þeim sem standa ofan og utan við fólkið í landinu gangi illa að skilja þetta. Allt þetta þyrfti að athuga nánar með tilliti til kosninganna. Valkostir Alberts Guðmundssonar Spyrja má hvort sú ákvörðun að setja Albert Guðmundssyni þá kosti, að hann átti ekki um annað að velja en segja af sér ráðherra- embætti séu stærstu pólitísku mistök sem gerð hafa verið um áratugaskeið, a.m.k. ef miðað er við að fá sem felst atkvæði í kosn- ingum. Ýmislegt bendir til að svo sé. Þetta er auðveldast að rökstyðja með því að í landinu reis mótmæla- bylgja og sums staðar mjög hátt. Það hlýtur að vera óheppilegt fyrir stjómmálaflokk og forystu hans að magna á sig slíka óánægju- öldu mánuði fyrir kosningar enda benda úrslit kosninganna til að svo hafí verið. En braut maðurinn ekki af sér? Er hann ekki sekur um lög- brot? Þess ber þá að gæta að hann hefur ekki enn verið ákærður hvað þá dæmdur sekur. Meint brot er að sögn fólgið í því að hafa mis- farið með á skattframtali upphæð sem svarar til ríflegra mánaðar- launa ráðherra. Hvað skyldu þeir vera margir framteljendumir þar sem mánaðarlaun eða sambærileg upphæð hafí einhvem tíma skolast til á framtali. Svari hver fyrir sig. Fyrir nokkmm ámm vom fram- töl í heilu sveitarfélagi þannig að í framtalsárinu vom ýmist ellefu, tólf eða þrettán mánuðir eftir ár- ferði, í þeim tilgagni að jafna skattgreiðslur á milli ára. Þess varð ekki vart að þetta ylli miklum1 áhyggjum eða talið væri að um stór- felld lögbrot væri að ræða. Fólki fannst meint brot í sambandi við skattframtal ekki vera þannig að það réttlætti þá refsingu að svifta mann ráðherradómi. Miðað við það „siðgæði" sem ríkt hefur og ríkir varðandi skattframtöl var þessi „refsing" ærið þung, a.m.k. virðast margir hafa verið þeirrar skoðunar. Þótt afsögn Alberts Guðmunds- sonar úr ráðherrastarfi og stofnun Borgaraflokksins í kjölfarið sé vafa- laust aðalástæða fylgistaps Sjálf- stæðisflokksins í kosningunum er hún ekki einhlít skýring eins og hugleitt er fyrr í þessari grein. Það sést best á því að þegar atkvæði Sjálfstæðisflokksins og Borgara- flokksins em lögð saman ná þau ekki sama hlutfalli og Sjálfstæðis- fíokkurinn fékk í kosningunum 1983 þó var hlutur hans ekki góður þá. Allt þetta mál hlýtur að skoðast áður en nefndin skilar áliti. Að vísu er það dálítið kindugt að eins og nefndin er skipuð virðist hún að mestu eiga að athuga eigin mál. Væntanlega kemst hún samt að góðri niðurstöðu og leiðir sannleik- ann í ljós. Staða Sjálf- stæðisflokksins Þeir sem setja frelsi einstakling- anna til að fylgja sannfæringu sinni í orðum og athöfnum öllu öðm ofar hljóta og að virða þennan rétt öðr- um til handa. Það er því ekki tilefni sárinda eða reiði þótt ýmsir hafí ekki kosið í kosningunum nú það sama og þeir gerðu í kosningunum næst á undan. Þórir S. Gröndal skrifar frá Flórída Astin og gleyraskan Eitt af því fáa, sem enn er fal- Jegt, hlýtt og gott í hverfulum og oft vondum heimi, er ástin. Þess vegna heyrist ekki mikið um hana í ijölmiðlum nema í sambandi við hneykslismál, sem þá flokkast und- ir slæm tíðindi og em þá sjálfkjörinn fjölmiðlamatur. Samt brá út af um daginn því þá kom í Ft. Lauderdale-dagblaðinu fréttin um að Robert og Nancy hefðu gengið í það allraheilagasta. Það var út af fyrir sig ekki svo fréttnæmt, en næstum allt annað í greininni var það. Robert er 79 ára og Nancy 77 ára gömul. Þau höfðu verið saman í gagnfræðaskóla í Kansas fyrir rúmlega 60 ámm og þá orðið alvarlega ástfangin. í þá daga vom siðferðisvenjur héma í henni Ameríku strangar og ekkert apaspil viðgekkst. Robert gekk því á fund föður Nancyar, þegar þau útskrifuðust, og bað um hönd hennar. Kallinn tók ekki í mál að láta dótturina í hendumar á 19 ára atvinnulausum ungling, og rak hann því biðilinn á dyr. Skömmu seinna fluttist hinn harmi slegni ungi maður í annað ríki, fékk þar atvinnu, giftist og átti böm og bum. Leið svo tíminn og brátt var hann búinn með ævi- starfíð og bömin upp komin og flogin úr hreiðrinu. Hann hafði nurlað saman nokkurri fúlgu til elli- áranna og fluttist hann með konu sinni til Flórída og hugðist eyða þar ævikvöldinu. En konugarmurinn veiktist og dó sömmu eftir komuna þangað. Var nú Robert eftir einn á ókunnum stað. Fyrir nokkmm vikum var hann á gangi hér niðri á ströndinni snemma morguns. Spölkom á und- an honum gekk kvenvera og sá Robert hana missa silkiklút án þess að verða þess vör. Hann tók upp klútinn, greikkaði sporið, og náði henni von bráðar. Hún staldraði við til þess að þakka honum fyrir ómak- ið. Þau horfðu hvort á annað andartak og sögðu fyrst ekkert, en svo rauf hún þögnina: „Ég þekki þig!“ Næstum um leið áttaði hann sig og hrópaði: „Nancy!" Þegar fyrsta undmnin var liðin hjá, og þau vom búin að prísa for- lögin fyrir að hafa leitt þau aftur saman, sögðu þau hvort öðru í fáum dráttum, hvað á dagana hefði drifíð sl. 60 ár. Þótt Elli kerling væri búin að setja mark sitt á þau bæði, vom þau enn furðu hress og við bærilega heilsu. Reyndar hafði gigt- in herjað á Nancy, en magasár og minnisleysi háðu Robert að nokkm leyti. Nancy sagðist hafa verið í ástar- sorg í marga mánuði eftir að faðir hennar hafði vísað Robert á dyr. Sagðist hún hafa orðið fyrir miklum vonbrigðum með vonbiðilinn, að hann skyldi gefast upp og flytja í burtu. Hún kvaðst hafa vonað í Iengstu lög að hann myndi nema sig á brott og giftast sér, og byrja nýtt líf í ókunnu ríki. En tíminn hafði læknað sárin, og eftir nokkur ár hafði hún giftst og eignast tvö böm. Þessi eigin- maður gerðist drykkfelldur og endaði hjónabandið í skilnaði. Aftur giftist Nancy og eignaðist önnur tvö böm. Seinni maðurinn var henni góður og útvegaði vel. Höfðu þau komist í sæmilegar álnir, og m.a. eignast vetraríbúð í Flórída. Ekki naut maðurinn þó mikið hins góða lífs, því hann var óbetranlegur vinnuþjarkur og datt að lokum nið- ur úr hjartaslagi. Hafði dauða hans borið að fyrir tveimur ámm. Hún vildi vita hvort Robert hefði oft hugsað um sig á þessum langa aðskilnaðartíma. Sjálf sagðist hún hafa hugsað til hans á næstum hverjum degi, og hefði hann oft vitjað hennar í draumi. Hann sagði svipaða sögu og kvaðst oft hafa harmað það að hann skyldi ekki hafa fundið aðrar leiðir til þess að uppfylla drauma þeirra, þegar karl fáðir hennar setti þeim stólinn fyrir dymar. Ekki þarf að taka fram að upp blossaði ástareldurinn, enda höfðu hér leynst gamlar glæður. Nancy og Robert vom óaðskiljanleg og nokkmm vikum eftir hinn örlaga- ríka endurfund í fjömnni, keyptu þau sér leyfisbréf og létu pússa sig saman. Fréttin í blaðinu náði ekki lengra en þetta en illkvittni fréttamanns ykkar fær hann til að bæta við loka- greininni úr eigin hugarfylgsnum: „Eftir dásamlegan brúðkaupsdag gengu hjúin til rekkju. Þegar uppí var komið greip Robert, ljómandi af ánægju, hina langþráðu ástmey sína í fangið og hvíslaði: „Ó, hve ég er búinn að þrá, öll þessi ár, að fara í rúmið með þér, elskan mín.“ En nú brá skyndilega skugga yfír ásjónu hans og áhyggjusvipur kom í ljós. Hann þagnaði andartak, konan beið í eftirvæntingu en svo hélt hann áfram hálf hikandi: „Ég hélt endilega að þegar í rúmið væri komið, hefði ég ætlað að gera eitt- hvað annað en að fara bara beint að sofa, en ég get núna alls ekki munað hvað það var!“ Höfundur er ræðismaður íslands í Suður-Flórída og framkvæmda- stjóri hjá fisksölufyrirtækiá Miami.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.