Morgunblaðið - 17.06.1987, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 17.06.1987, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 17. JÚNÍ 1987 Lækningastofa: Konráð S. Konráðsson, sérgr.: Háls-, nef- og eyrnasjúkdómar, hefur opnað lækningastofu á Miklubraut 50. Viðtalsbeiðnir í síma 19666. 1/2 lítri köld mjólk 1 RÖYAL búðingspakki. Hrcerið saman. Tilbúið eftir 5 mínútur. Súkkulaði karamellu vanillu járðarberja sítrónu. Stærðir: 3,15x3,76 m. Kr. 58.800.- 2,55x3,79 m. Kr. 41.360.- 2,55x3,17 m. Kr. 38.360.- Sólreitir/blómakassar: 122x93 cm. Kr. 4,425.- Með húsunum fylgir 3 mm. gróðurhúsagler, sem er innifalið í verðinu. Ýmsir fylgihlutir fyrirliggjandi: Hillur, sjálfvirkir gluggaopnarar, borð, rafmagnshitablásarar (thermostatstýrðir) o.fl. o.fl. Sólreitirnir eru af nýrri gerð, með plastgleri (óbrjótanlegt) og innbyggðum sjálfvirkum opnunar- og lokunarbúnaði, sem vinnur á sólarorkunni. Stærð 122x92x38 cm. EDEN garðhúsin eru nú fyrirliggjandi, en við höfum yfir 20 ára reynslu í þjónustu við ræktunarfólk. Engin gróðurhús hafa náð sömu útgbreiðslu hérlendis. Þau lengja ræktunartímann og tryggja árangur. Sem fyrr bjóðum við hagstætt verð, ásamt frábærri hönnun EDEN álgróðurhúsa. Sterkbyggð og traust hús. Sýningarhús á staðnum. Kynnisbækur sendar ókeypis. Klif h/f Grandagarði 13, Sími 23300. Reykjavík. ÁL-GRÓÐURHÚS og sólreitir fyrir heimagarða Þráður sem ekkí má slitna eftír Hallgrím Sveinsson í snöggri ferð undirritaðs um endilangt Norðurland og allt til Austfjarða nýlega, gat að líta í einni sjónhendingu hve gífurlegar fram- farir hafa orðið í íslenskum land- búnaði á seinni árum. Vel hirtum býlum, þar sem menn- ingarleg umgengni situr í fyrirrúmi, §ölgar stöðugt. Ekki er síður ánægjulegt að koma á þéttbýlis- staðina á þessu svæði og sjá framfarir og uppbyggingu hvert sem litið er. En á hveiju byggist öll þessi gróska? A Hvammstanga var snöfur- mannlegur heimamaður spurður um uppbyggingu staðarins og á hveiju fólk lifði á svona fallegum stað. Svarið var stutt og laggott: Á rækju, skelfíski og þjónustu við sveitimar sem næst liggja. Sé litið á svarið í víðara samhengi kemur í ljós að svona er þetta furðu víða. Einn aðalþátturinn í atvinnu þétt- býlisbúa á Norðurlandi er þjónustan við nærliggjandi landbúnaðarhéruð. Sé farið hringinn í kringum landið blasir það sama við. Sumsstaðar er þetta jafnvel eina undirstaðan og er þarflaust að telja alla þá staði upp sem svo til eingöngu byggja afkomu sína á landbúnaðinum og úrvinnslu afurða sem frá honum eru komnar. Stalín kom á samyrkjubúskap í Sovétríkjunum á sínum tíma með einu pennastriki. Það búskaparlag olli meiri óhamingju í landinu en orð fá lýst auk þess sem milljónir manna beinlínis sultu í hel vegna þeirrar ringulreiðar sem sigldi í kjöl- farið. Þó hér sé langt til jaftiað í samanburði, er ljóst, að landbúnað- ur er í eðli sínu íhaldssamur at- vinnuvegur og bændur að mörgu leyti hver öðrum líkir hvar sem þeir bua á jarðarkringlunni. Of snöggar breytingar á þeirra vett- vangi hafa oftast leitt til ófamaðar. íslenskir bændur og búalið laga sig nú að breyttum búskaparhátt- um. Þeir hafa nú öðlast skilning á því að það er hægt að búa við fleira en ær og kýr í gjöfulum sveitum þessa lands. En allt þarf sinn tíma og þá einnig áðumefndar búhátta- breytingar. Þess vegna hafa bændur sárbeðið þjóðina um lengri frest til að laga sig að breyttum aðstæðum. Margir telja að frestur þessi sé eingöngu til kominn vegna bændafólksins og muni kosta ómældar fjárhæðir úr ríkissjóði hér eftir sem hingað til.til að halda úti því liði öllu. Þeir sem svo hugsa virðast ekki skilja samhengið sem er milli íslenskra sveita og nærliggj- andi þéttbýlis. Öllum sem ferðast um landið með opnum huga ætti þó að vera ljós sá þráður sem teng- ir þessa aðila saman. Sé farið óviturlega með þann lífsþráð og bændur neyðist til að ganga frá búum sínum í löngum röðum getur það vissulega orðið afdrifaríkt. En svo er þá eftir hin hlið málsins og getur hún jafnvel haft mörgum sinnum verri áhrif fyrir þjóðfélag vort. Sanngjamir menn sjá það í hendi sér að hinn svokallaði „vandi" bænda er ekki eingöngu þeirra mál heldur ekki síður vandamál áður- nefndra þéttbýlisbúa sem staðsettir eru á gróskumiklum og nýlega upp- byggðum þéttbýliskjömum vítt og breitt um landið og byggja afkomu sína á framleiðslu sveitafólksins. Hér þarf að fara að öllu með gát og horfa vel til allra átta jafnt í stijálbýli sem þéttbýli. Staðreyndin Mismunun kynja í íþróttum eftírAlfreð Þorsteinsson Á fundi borgarráðs 2. júní sl. lét undirritaður bóka athugasemd ásamt borgarráðsmönnum minni- hlutaflokkanna vegna úthlutunar' úr afreks- og styrktarsjóði íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur, en sérstaka athygli vakti, að hærri upphæðum var veitt til karlaíþrótta en kvennaíþrótta, þar sem um sam- bærilegan árangur var að ræða. Málið var síðan tekið upp á síðasta borgarstjómarfundi, þar sem fulltrúar Sjálfstæðisflokksins vörðu þessa ákvörðun og töldu hana eðlilega, ef marka má frásögn Morgunblaðsins af fundinum. Helzti talsmaður Sjálfstæðis- flokksins í þessum umræðum, Hilmar Guðlaugsson, taldi einhver helztu rökin fyrir því, að karlaflokk- ar fengju hærri úthlutun en kvennaflokkar vera þau, að kostn- aður við þjálfun knattspymudeildar og umsvif væm miklu meiri en handknattleiksdeildar, en í þessu tilfelli var einkum gerður saman- burður á íslandsmeistumm Fram í knattspymu (karlaflokkur) og ís- landsmeistumm Fram í handknatt- leik (kvennaflokkur). Óvitandi undirstrikaði borgar- fulltrúi Sjálfstæðisflokksins með þessari röksemdafærslu sinni rang- lætið, sem ríkir í þessum efnum, og hversu mikið djúp er staðfest milli karla- og kvennaíþrótta, þegar um ijármuni er að tefla annars veg- ar. Knattspymudeild Fram hefur margfalt meiri tekjumöguleika og þar af leiðandi fjármagn til ráðstöf- unar miðað við handknattleiksdeild- ina, en í knattspymudeildinni er megináherzla lögð á karlaflokka meðan handknattleiksdeildin heldur merki kvenna betur á lofti. Karla- íþróttir em sem sé verðlaunaðar sérstaklega fyrir að hafa meira umleikis en kvennaíþróttir! Það er hins vegar rétt, sem Hilmar Guð- laugsson borgarfulltrúi benti á í málflutningi sínum, að þeim, sem em í úthlutunamefnd, er oft mikill vandi á höndum. En í því tilviki, sem hér um ræðir, var þó vanda- laust að láta karla og konur sitja við sama borð. íþróttahreyfíngin á íslandi á við sín jafnréttisvandamál að etja eins og svo margar aðrar stofnanir í þjóðfélaginu. Gengur bæði seint og illa að jafna aðstöðumun kynjanna á þeim vettvangi. Þó er heldur breyting til batnaðar og það er t.a.m. ánægjuleg þróun, að í fyrsta sinn í 75 ára sögu íþróttasambands íslands hafa tvær konur tekið þar sæti í framkvæmdastjóm. Annars er það staðreynd, að íþróttahreyf- ingin sjálf hefur gert sig seka um mismunun milli kynja á liðnum ámm, meðvitað eða ómeðvitað. Þar ráða sjálfsagt hefðir og venjur mestu um. Fjölmiðlar koma þar einnig við sögu. Aðalatriðið er þó, að hugarfars- breyting eigi sér stað í þessum málum. íþróttir eiga að hafa sama gildi fyrir karla og konur. Miklar breytingar hafa átt sér stað í jafn- réttismálum og em framundan. Hallgrímur Sveinsson „Sanngjarnir menn sjá það í hendi sér að hinn svokallaði „vandi“ bænda er ekki ein- göngu þeirra mál heldur ekki síður vandamál áðurnefndra þéttbýlisbúa sem stað- settir eru á gróskumikl- um og nýlega uppbyggðum þéttbýlis- kjörnum vítt og breitt um landið og byggja afkomu sína á fram- leiðslu sveitafölksins.“ er sú að pennastriksaðferðir duga ekki til lausnar vandamálum í land- búnaði. Þar er hæg en ömgg þróun miklu farsælli þegar til lengri tíma er litið. Höfundur er bóndi á Hrafnseyri við Amarfjörð og skólastjóri grunnskólans á Þingeyri. Alfreð Þorsteinsson „íþróttahreyfingin á ís- landi á við sín jafnrétt- isvandamál að etja eins og svo margar aðrar stofnanir í þjóðfélag- inu. Gengur bæði seint og illa að jafna aðstöðu- mun kynjanna á þeim vettvangi. “ íþróttahreyfinguna má ekki daga uppi sem nátttröll á því sviði. Stjómvöld verða einnig að ganga undan með góðu fordæmi. Annars er hætta á aðskilnaði karla- og kvennaíþrótta innan íþróttasamtak- anna. Höfundur er varaborgarfulltrúi fyrir Framsóknarflokkinn i Reykjnvík.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.