Morgunblaðið - 17.06.1987, Side 60

Morgunblaðið - 17.06.1987, Side 60
60_________ Hæstiréttur MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVTKUDAGUR 17. JÚNÍ 1987 Greiðabílar mega aka farþegnm HÆSTIRÉTTUR hefur kveðið upp dóm 1 máli bflstjóra lyá Sendibflum hfen honum var gef- ið að sök að hafa brotíð gegn lögum um leigubQaakstur með þvi að aka farþegum f litlum sendibfl, svoköUuðum Greiðabfl. Meirihlutí Hœstaréttar sýknaði manninn af ákærunni, en tveir dómarar ski- luðu sératkvæði. Ökumenn Greiðabílanna og leigubílstjórar deildu mjög hart vegna þess að hinir fyrmefndu óku farþegum f bílum sfnum. Leigubíl- stjórar héldu því fram að siíkur akstur væri lögbrot, stöðvuðu sendi- bflana oft f akstri og kölluðu til lögreglu. Mál það sem Hæstiréttur dæmdi á miðvikudag var því próf- mál, en fyrr á þessu ári hafði sakadómur Reykjavíkur einnig kom- ist að þeirri niðurstöðu að maðurinn, sem ákærður var, hafi ekki gerst brotlegur við lög. í máli þessu var Gissuri Sveini Ingólfssyni gefið að sök að hafa not- að sendibifreið sína til fólksflutninga allt frá því í janúar 1985, en til- greind voru f ákæru tvö tilvik, þann 1. og 19. aprfl 1985. í niðurstöðu Hæstaréttar sagði, að aðeins yrði dæmt um þessi tvö tilvik, enda ekki færð fram gögn um þann þátt ákæ- runnar sem fjallaði um akstur mannsins að öðru leyti. Hæstiréttur vísaði til 2. mgr. 1. gr. laga um leigu- bflaakstur þar sem lagt er bann við að stunda leiguakstur á fólksbifreið- um nema _að uppfylltum vissum skilyrðum. Ákært var í málinu fyrir akstur gegn gjaldi á sendibifreið, sem fjallað er um í 3. og 4. grein sömu laga. Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu, að með því að skýra 2. mgr. 1. gr. laga samkvæmt orðanna hljóðan, þætti ákærði ekki hafa brot- ið gegn henni og því skyldi staðfesta úrskurð sakadóms. Málið dæmdu hæstaréttardómar- amir Magnús Thoroddsen, Guð- mundur Skaftason, Guðrún Erlendsdóttir, Guðmundur Jónsson og Halldór Þorbjömsson. Tveir síðastnefndu skiluðu sératkvæði og skildu þeir 2. mgr. 1. gr. laganna svo, að þar sé lagt bann við því að aðrir bifreiðastjórar aki farþegum gegn gjaldi en þeir, sem aka frá við- urkenndri fólksbifreiðastöð. Töldu þeir því að Gissur Sveinn hefði gerst brotlegur við ákvæði þetta og bæri því að greiða 10 þúsund króna sekt. Vararefsing sektar töldu þeir hæfi- lega 5 daga varðhald. Lög um leigubifreið- -ar eru allt of óljós Greiðabílar á Steindórsplani, þar sem starfsemin var f fyrstu. Vonum að tortryggni í garð fyr irtækisins hverfi nú að fullu - segir Sigurður Sigurjónsson, framkvæmdastjóri Sendibíla hf. - segir Ingólfur Ingólfsson, formað- ur Frama „MÉR virðist Hæstíréttur komast að þeirri niðurstöðu að lögin um leigubifreiðar séu allt of ófjós og þvi þyrftí auðvitað að breyta,“ sagði Ingóifur Ingólfsson, form- aður Frama, stéttarfélags leigu- >i)ifreiðastjóra. Á miðvikudag komst Hæstiréttur að þeirri niður- stöðu að ökumaður Greiðabils hafi ekki brotíð gegn lögum þess- um með þvi að aka farþegum i slíkum bíl. „Það skýtur óneitanlega skökku við að leigubifreiðastjórar skuli þurfa að fá sérstakt leyfí samgönguráðu- neytisins til fólksflutninga, en ökumenn sendibifreiða geti stundað slíkan akstur óhindrað, svo framar- lega sem þeir starfi hjá viðurkennd- um stöðvum," sagði Ingólfur. „Það er því greinilegt að þau ákvæði I lögunum sem fjalla um slíkar leyfi- sveitingar eru alls ekki nógu skýr og því þyrfti að breyta. Samkvæmt þessum dómi virðist sem ökumenn sendibfla geti farið að stunda far- þegaakstur. Stefnan hefur hins vegar verið sú í nágrannalöndum okkar að takmarka aðgang manna að stétt leigubifreiðastjóra, vegna þess að kröfur til þeirra hafa aukist. Það virðist sem ekki þurfi að gæta að slíkum atriðum hér.“ Ingólfur sagðist ekki óttast að dómur Hæstaréttar yrði til þess, að ökumenn sendibifreiða færu að stunda farþegaflutninga I miklum mæli. „Það hefur oft verið sagt að of fáar leigubifreiðar séu hér á landi, en þeir sem hafa ferðast víða erlend- is vita að þjónustan hér er með því besta sem gerist," sagði Ingólfur. „Svo á ég nú erfitt með að ímynda mér að fólk vilji fara í sendibifreið heim að loknum dansleik, í sínu finasta pússi. Þessir bflar eru ekki bara óþægilegri en fólksbflar, heldur hafa ótrúlegustu hlutir verið fluttir í þeim.“ „VIÐ erum iqjög ánægðir með að endanleg niðurstaða skuli fengin í þessu máfl og vonum að tor- tryggni f garð fyrirtækisins hverfi nú að fullu,“ sagði Sigurður Sigur- jónsson, framkvæmdastjóri fyrir- tækisins Sendibílar hf., sem starfrækir Greiðabílana. Hæstí- réttur hefur sýknað bflstjóra Greiðabfls af ákæru um að hafa gerst sekur um lögbrot með þvf að aka farþegum f bflnum. Sigurður sagði að á sínum tíma hefði lögreglan gengið hart að bflstjórum fyrirtækisins vegna far- þegaaksturs þeirra. „Þessar aðgerðir lögreglunnar voru fyrir atbeina Frama, hagsmunafélags leigubif- reiðastjóra," sagði Sigurður. „Vegna aðgerðanna varð almenningur fullur tortryggni I garð okkar, því við vor- um af mörgum álitnir Iögbijótar. Þetta álit manna breyttist mikið við dóm undirréttar, sem Hæstiréttur hefur nú staðfest, um að ekkert ólög- legt hafi verið við reksturinn. Ég vil því gjaman nota tækifærið og biðja þá farþega okkar, sem urðu fyrir óþægindum vegna aðgerða lögreglu, afsökunar á því og jafnframt þakka stuðning við fyrirtækið." Sigurður sagði að máli þessu hefðu fylgt mikil óþægindi fyrir starfsmenn fyrirtækisins. „Við misstum aðstöðu okkar að Hafnarstræti 2 vegna þess að borgarráð treysti sér ekki til að leyfa starfsemina þar vegna fullyrð- inga umsjónameftidar leigubifreiða um að hún væri ólögmæt," sagði Sigurður. „Þá var ég einnig sviptur leyfi mfnu til leigubifreiðaaksturs fyrir að stuðla að lögbroti og fyrir að neita að vera innan vébanda Frama, þar sem lög félagsins sam- ræmast ekki mínum hugsjónum. En nú hefur Hæstiréttur kveðið upp sinn dóm um lögmæti starfseminnar og hún heldur áfram eins og ekkert hafi í skorist," sagði Sigurður Sigur- jónsson að lokum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.