Morgunblaðið - 17.06.1987, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 17.06.1987, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 17. JÚNÍ 1987 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aöstoöarrltstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrlfstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, síml 22480. Afgrelðsla: Kringlan 1, síml 83033. Áskriftargjald 550 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 50 kr. elntakiö. Á17. júní jóðhátíðardagurinn gefur okkur tilefni til að staldra við og huga að stöðu okkar í samfélagi þjóðanna. Við erum ein hin fámennasta sjálfstæða þjóð í heimi og jafiiframt meðal þeirra efnuðustu. Að þessu leyti hefur okkur vegnað vel. Sú efnalega velgengni veldur því, að við gætum ef til vill ekki að okkur sem skyldi. Við lifum í veröld, þar sem vaxandi hætta er á, að smáþjóðir týni sérkenn- um sínum, tungu og menningu. Sumir segja, að þetta sé svartsýni. Betur ef svo væri. Ör þróun í fjarskiptatækni hefur leitt til þess, að hvorki Berlínar- múrar né gaddavírsgirðingar geta komið í veg fyrir sam- skipti fólks af ólíku þjóðemi. Síminn, sjónvarpið og útvarpið og gervihnettimir hafa tekið völdin af þeim þjóðarleiðtogum, sem rejma að loka þjóðir sínar inni á bak við slíka vamarmúra. Á þann veg getur fjarskiptabylt- ingin smátt og smátt átt þátt í að brjóta niður ófrelsi þjóða, eins og t.d. þjóða Austur-Evr- ópu. Hún hefur líka leitt til þess, að þjóðir heims hafa færzt nær hver annarri. Á innan við mínútu er hægt að komast í símasamband við ættingja, vini og kunningja nánast hvar sem er. Þessi tækni hefur gjörbreytt þeirri veröld, sem við lifum í. Sjónvarpssendingar um gervi- hnetti valda þvi, að eyþjóðin í Norður-Atlantshafí getur verið þátttakandi í alþjóðlegum menningarviðburðum til jafns við stærri þjóðir. Þá gildir einu, hvort við búum í Reykjavík, London eða New York. Þetta em m.a. hin jákvæðu áhrif tæknibyltingar í fjarskiptum. Neikvæðu hliðamar snúa að smáþjóðum og þjóðarbrotum. Dagskrárefni sjónvarpsstöðv- anna tveggja á íslandi er að meirihluta til erlent og langmest frá enskumælandi þjóðum. Þijár útvarpsstöðvar senda út allan sólarhringinn léttmeti, sem að töluverðu leyti er á er- Iendu máli og þá fyrst og fremst ensku. Þessi þrýstingur ens- kunnar hefur óhjákvæmilega haft áhrif á tungu okkar og málfar. Jafnframt verðum við fyrir öðrum áhrifum af háttum og siðum þessara þjóða. í þeim efnum nægir að fylgjast með framsetningu á dagskrárefhi útvarpsstöðva og sjónvarps- stöðva. Dagblöðin eiga í erfíð- leikum með að koma sínu efni á framfæri á sæmilega góðu íslenzku máli. Hin erlendu áhrif birtast okk ur á margvíslegan hátt. At- vinnufyrirtæki, sem sett eru á stofn, starfa undir erlendu heiti. Erlendur ferðamaður, sem kem- ur til höfuðborgar íslands, getur varla þverfótað fyrir veitinga- húsum og öðrum þjónustufyrir- tækjum, sem bera erlend heiti. Lífsmáti þjóðarinnar breytist smátt og smátt til samræmis við lífshætti stórþjóðanna. Við erum ekki eina þjóðin í Evrópu, sem á við þennan vanda að stríða. Aðrar Norðurlanda- þjóðir og fámennari þjóðir í Evrópu eru í sama bát og við að þessu leyti. Hið sama á við um þjóðarbrot í mannhafí stór- þjóðanna eins og t.d. í Banda- ríkjunum. Við íslendingar höfum heldur ekki setið aðgerðarlausir. Hér er haldið uppi miklu starfí til þess að efla íslenzka tungu, svo að dæmi sé nefnt. En sú spum- ing verður áleitin, hvort við erum samt að tapa baráttunni við þessi yfírþyrmandi erlendu menningaráhrif. Merki þessi má sjá víða, þótt þau séu enn ekki orðin svo yfírgnæfandi að al- menningur gefí því gaum. Þjóð, sem horfír daglega á erlent sjónvarpsefni áratugum saman tekur ekki eftir því fyrr en um seinan, hvað er að gerast. Við ráðum ekki bót á þessum vanda með því að gera tilraun til þess að loka landinu. Það er einfaldlega ekki hægt. En for- senda þess, að okkur takist að varðveita tungu okkar og menn- ingu og skila þeim arfí til komandi kynslóða er sú, að við vöknum sjálf til vitundar um þær hættur, sem eru á næsta leiti. Við hljótum jafnframt að gera víðtækar ráðstafanir til þess að efla íslenzkukennslu í skólum landsins og rækta með þjóðinni, ekki sízt æskunni, heil- brigða þjóðemiskennd. í sumum tilvikum er hægt að beita laga- boðum eins og t.d. varðandi erlend nöfn á atvinnufyrirtækj- um. Raunar ættu atvinnurek- endur að fínna hjá sér þörf til þess að taka sjálfír upp baráttu fyrir því að uppræta erlend nöfn á íslenzkum fyrirtækjum. Þessa dagana er unnið að myndun nýrrar ríkisstjómar. Væntanlega fer það ekki fram- hjá forystusveit þeirra stjóm- málaflokka, sem þar eiga hlut að máli, að barátta fyrir vemd- un tungu okkar og menningar hlýtur að vera veigamikill þáttur í stefnumörkun landstjómarinn- ar. Með þessum orðum flytur Morgunblaðið íslenzku þjóðinni hamingjuóskir á þjóðhátíðar- daginn. Sjónvarpið, Steingr og kjamorkuvopn á í eftirBjörn Bjarnason Reynslan ætti að hafa kennt íslenskum stjómmálamönnum að huga vel að öllu, er þeir segja um kjamorkuvamir í þágu þjóðarinnar eða kjamorkuvopn á íslandi. Þessi mál hafa verið á döfínni af og til síðan Bulganin, þáverandi forsætis- ráðherra Sovétríkjanna, ritaði Hermanni Jónassyni, forsætisráð- herra íslands, bréf í janúar 1958 og sagði, að kjamorkuvopnum væri unnt að koma fyrir í herstöð Banda- ríkjamanna hér og íslenska ríkis- stjómin hefði ekki lýst andstöðu sinni við, að kjamorkuvopn og eld- flaugar yrðu í landinu. í svari Hermanns Jónassonar segir, að á íslandi verði ekki veitt aðstaða fyr- ir önnur vopn en þau, sem íslend- ingar telji nauðsynleg fyrir vamir lands síns. Aldrei hafí verið rætt um aðstöðu fyrir kjamorkuvopn eða eldflaugar á íslandi og ekki hafí verið beðið um slíka aðstöðu. Þessi yfírlýsing forsætisráðherra íslands var gefín á þeim árum, þeg- ar fælingarstefnan var að mótast hjá ríkjum Atlantshafsbandalags- ins. ítrekuðu utanríkisráðherrar aðildarríkjanna sextán stuðning sinn við þessa stefnu hér í Reykjavík í síðustu viku. Meginþáttur hennar er sá, að ógnarkraftur kjamorku- vopna sé svo mikill, að hugsanlegur árásaraðili sjái í hendi sér, að tjón hans sjálfs af árás yrði meira en ávinningurinn, sem hann gæti vænst. Við slíkar aðstæður er óðs manns æði að hefja árásarstríð. Fælingarmáttur Iq'amorkuvopna er óvefengjanlegur. Eina lq'amorkuár- ás sögunnar var gerð á þjóð, sem ekki gat svarað í sömu mynt. Það er og hefur verið samdóma álit allra aðildarrílq'a Atlantshafsbandalags- ins, að halda fast í þann kost að geta varist með kjamorkuvopnum, ef allt um þrýtur. Sá sem hafnar þeirri öflugu vemd segir í raun skilið við vamarstefnu Atlantshafs- bandalagsins. Árétting Alþingis 23. maí 1985 samþykkti Alþingi umdeilda ályktun um afvopnunar- mál. Frá því tillagan var lögð fram af fulltrúum allra flokka og síðan afgreidd samhljóða hafa þingmenn deilt um, hvemig túlka beri orð hennar. Eyjólfur Konráð Jónsson, formaður utanríkismálanefndar, fylgdi tillögunni úr hlaði. í ræðu sinni vék hann sérstaklega að þess- um orðum í ályktuninni: „Um leið og Alþingi áréttar þá stefnu íslend- inga að á íslandi verði ekki staðsett kjamorkuvopn . . .“ Um þetta sagði Eyjólfur Konráð: „Ekkert fer því milli mála að í ályktunartillög- unni er sú stefna sem íslensk stjómvöld hafa fylgt í áratugi að því er varðar staðsetningu kjama- vopna á íslandi staðfest og ítrekuð. Þessa stefnu hafa íslensk stjómvöld túlkað fyrr og síðar og má þar t.d. nefna ummæli Hermanns Jónasson- ar 1957 (innsk. Hermann svaraði 1958 Bj.Bj.), er hann svaraði Bulg- anin, forsætisráðherra Sovétríki- anna, og ummæli Guðmundar í. Guðmundssonar 15. október 1962 á Alþingi." í umræðum um tillöguna á Al- þingi 23. maí 1985 sagði Steingrím- ur Hermannsson, forsætisráðherra, meðal annars: „Eg get ekki heldur annað en fagnað því að menn em sammála um að árétta þá stefnu sem hér hefur ríkt í þessum málum og satt að segja fínnst mér vera deilt um keisarans skegg þegar um það er rætt, sem forustumenn hafa hygg ég ætíð sagt, að hér verða ekki staðsett kjamorkuvopn án samþykkis íslenskra stjómvalda." Af þessum orðum Steingríms Hermannssonar má ráða, að hann leit ekki þannig á 23. maí 1985, að Alþingi hefði breytt stefnunni, sem Bulganin var kynnt 1958, að íslendingar myndu leyfa þau vopn í landi sínu sem þeir teldu nauðsyn- leg því til vamar. Jafnframt er ljóst af orðum Steingríms, að hann leit þannig á, að ákvörðunarvaldið í þessu efni væri í höndum ríkis- stjómarinnar en hún yrði að hafa meirihluta á þingi tryggan að baki. „Þannig hlyti vitanlega ætíð að koma til kasta Alþingis á einn eða annan máta ef slíka ákvörðun yrði að taka sem ég vona að verði aldr- ei,“ sagði Steingrímur. Öll hljótum við að taka undir þessa von Steingríms Hermannssonar. Sam- kvæmt fælingarkenningunni og vamarstefnu Atlantshafsbanda- lagsins er vitund þess, sem vildi ráðast á ísland um að honum kynni að vera svarað með kjamorkuvopn- um besta trygging okkar fyrir því, að ekki verði á landið ráðist. í sjónvarpssal Steingrímur Hermannsson flutti ræðu, þegar utanríkisráðherrafund- ur NÁTO var settur í síðustu viku. Hefur hún hlotið hlýjar undirtektir hjá Þjóðviljanum, sem vitnar sér- staklega til þeirra orða hans, að íslendingar vildu engin kjamorku- vopn á sínu landi. Ræðan varð Ögmundi Jónassyni, sjónvarps- manni, einnig tilefni til að kalla Steingrím fyrir sig til að fá úr því skorið, hvort Steingrímur hefði ekki örugglega hom í síðu vamarstefnu Atlantshafsbandalagsins. Þótti þeim sjónvarpsmönnum Ögmundi takast svo vel upp, að á laugardags- kvöldið endurvörpuðu þeir hluta af sjónvarpsþætti hans frá kvöldinu áður í fréttatíma. Og enn héldu þeir áfram með málið á sunnudags- kvöld og höfðu þá samband við Matthías Á. Mathiesen, utanríkis- ráðherra, líklega í þeim tilgangi að fá hann til að setja ofan í við Steingrím. Er þetta ekki í fyrsta skipti, sem fréttamenn ríkisútvarps- ins gegna sérkennilegu hlutverki í Skipti andi Benedikts- reglunnar sköpum fyrir fornbókmenntirnar? Rætt við Kurt Schier prófessor við háskólann í Munchen sem er kunnur fræði- maður um íslenskrar bók- menntir miðalda Þýski fræðimaðurinn Kurt Schier telur að andi frá reglu Benediktsmunka kunni að hafa skipt sköpum um fjölbreytni og umfang íslenskra fornbók- mennta. Schier, sem er prófess- or í germönskum fræðum við háskólann i Mtlnchen og einn kunnasti fræðimaður erlendis um íslenskar og norrænar bók- menntir miðalda, var staddur hér á dögunum og fluttl m.a. fyrirlestur um myndir sem heimildir í fomnorrænum bók- menntum á vegum Minningar- sjóðs Ásu Guðmundsdóttur Wright. Hann kom þá orðum að þessari tilgátu sinni. Blaða- maður Morgunblaðsins hitti Schier að máli áður en hann fór af landi brott og forvitnaðist um hagi hans og viðhorf til hinna fornu bókmennta íslend- inga. Það heyrist tæpast á máli Kurts Schier að hann er ekki íslending- ur. Hann talar íslensku lýtalaust. Samt var það ekki fyrr en á þrítugsaldri að hann hafði bein kynni af tungunni. Það var árið 1951 og þá kom hann hingað til sumardvalar til að afla efnis í dokt- orsritgerð sína um þjóðsögur við háskólann í Miinchen. Áhugi kviknaði á málinu og um haustið innritaðist hann í nám í íslensku fyrir erlenda stúdenta við Háskóla íslands. Schier rifiar upp þennan tíma með sýnilegri ánægju. Hann kveðst hafa starfað um hríð með náminu hjá kaffíbætisverksmiðju Kaabers og minnist sérstaklega á liðveislu Brodda Jóhannessonar (síðar rektors Kennaraskólans) á þessum árum. „Þegar ég kom til Munchen ári síðar var ég hvattur til að halda áfram að leggja stund á íslensku og Norðurlandamál. Það gerði ég og þýddi á þessum árum Sálu- messu Gunnars Gunnarssonar. Prófritgerðir mínar í doktorsnámi fjölluðu annars vegar um ævintýri og hins vegar um norrænar goða- sögur,“ segir Schier. Að námi loknu fékk hann kennarastörf við skólann, varð fyrst dósent og síðar prófessor. Kennslusvið hans hefur verið germönsk menningarfræði og bókmenntir og málfræði allra Norðurlanda frá upphafí til nútíma. Fræðistörf íslenskar bókmenntir miðalda hafa átt hug Schiers um langt skeið. Árið 1970 sendi hann frá sér Sagalitteraturen, sem er yfír- litsrit um fombókmenntimar. Það hefur hlotið mjög lofsamlega dóma fræðimanna. Hið sama er að segja um útgáfu Schiers á Egils sögu á þýsku árið 1978 og safn íslenskra ævintýra, sem hann gaf út árið 1983. „Egill Skallagrímsson er einn af áhugaverðustu mönnum bókmenntanna," segir Schier. „Hann hefur svo mörg andlit og skáldskapur hans er svo merkileg- ur. Auk þess kemur hið sérstæða
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.