Morgunblaðið - 17.06.1987, Side 28

Morgunblaðið - 17.06.1987, Side 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 17. JÚNÍ 1987 AF INNLENDUM VETTVANGI Eftir HELGA BJARNASON Búvörusamningurinn stöðvar ekki offramleiðslu kindakjöts Mjólkurframleiðslan eykst á tímabilinu Búvörulögin BÚVÖRUSAMNINGUR ríkisstjórnarinnar við bænd- ur hefur nokkuð verið til umræðu í sambandi við stjórnarmyndunarviðræður á undanförnum vikum. Hef- ur á stundum mátt skilja að þessi samningur væri eitt helsta ágreiningsefni við- ræðnanna. Hér á eftir verður gerð grein fyrir umræddum samningi, að- draganda samningsgerðar- innar og afstöðu stærstu stjórnmálaflokkanna til hans. Meginatriði landbúnaðarstefnu núverandi ríkisstjómar er þetta, samkvæmt stefnuyfírlýsingunni frá því í maí 1983: „Unnið verði að aðlögun búvöruframleiðslunnar að markaðsmöguleikum og dregið úr þörf fyrir útflutningsbætur, þannig að þær fari lækkandi. í stefnuyfír- lýsingunni er einnig ákvæði um endurskoðun laga um Framleiðslu- ráð landbúnaðarins o.fl. með það að markmiði að framleiðslan verði skipulögð eftir héruðum. Stjómar- flokkamir settu á fót nefnd stjóm- málamanna til að vinna að þessu máli. Nefndin samdi ný lög, svoköll- uð búvömlög, sem samþykkt voru á Alþingi vorið 1985. í lögunum er landbúnaðarráð- herra gert skylt að leita eftir samningum fyrir hönd ríkisstjóm- arinnar við Stéttarsamband bænda um magn mjólkur- og sauðfjár- afurða sem framleiðendum verður ábyrgst fullt verð fyrir á samnings- tímanum. Þessir búvömsamningar em gmndvallaratriði við stjómun framleiðslunnar og aðlögun hennar að markaðsaðstæðum og má segja að búvömlögin öll grandvallist á þeim. Síðan er gert ráð fyrir skipt- ingu búvömsamningsins á milli svæða og á milli einstakra framleið- enda. Rfkissjóður tekur á sig að greiða framleiðendum mismun á fullu verði umsaminna afurða samkvæmt verðákvörðun sexmannanefndar og því verði sem fæst fyrir þær á inn- lendum og erlendum markaði. í raun þýðir þetta að bændur fá tekj- ur sínar að stærstum hluta með söluverði afurðanna á innlendum markaði en ríkið greiðir útflutnings- uppbætur fyrir umframframleiðsl- una sem flytja þarf út. Til þess að verðbæta útflutninginn notar ríkið útflutningsbætur sem hafa lækkað frá því sem áður var. Útflutnings- bætumar vom 10% af heildarverð- mæti búvömframleiðslunnar fyrir gildistíma laganna, lækkuðu niður í 7% árið 1986, 6% 1987, 5% 1988 og 1989 og 4% 1990. Þetta átti að vera aðlögunartími bænda að fram- leiðslusamdrættinum. Á móti ganga fjárhæðir til Framleiðnisjóðs land- búnaðarins til að mæta samdrættin- um, 2% 1986, 3% 1987, 4% 1988 og 1989 og 5% 1990. Fyrsti samningurinn í lögunum er gert ráð fyrir að samið sé til eins árs í senn, en ráð- herra heimilað að sémja við bændur til lengri tíma í einu. Fljótlega eftir gildistöku laganna skipuðu báðir aðilar samninga- neftidir. Jón Helgason landbúnaðar- ráðherra hefur leitt samninganefnd ríkisins en auk hans vom í henni ráðuneytisstjóri landbúnaðarráðu- neytisins og skrifstofustjórar Qámiála- og landbúnaðarráðuneyta og fleiri embættismenn. Stjóm Stéttarsambands bænda kaus samningamenn bænda, og var meirihluti þeirra stjómarmenn, undir forystu Inga Tryggvasonar formanns sambandsins. Fyrsti samningurinn, fyrir fyrstu tvö verðlagsárin, 1985/86 og 1986/87, var síðan undirritaður 28. ágúst 1985. Byggðist hann á spá um innanlandsneyslu mjólkur- og kindakjöts og þeim Qármunum sem ríkið hafði til ráðstöfunar til út- flutningsbóta samkvæmt búvöm- lögunum. Samið var um 107 milljónir lítra af mjólk og 12.150 tonna framleiðslu af kindakjöti fyrra árið og 106 milljónir lítra af mjólk og 11.800 tonn af kindakjöti seinna árið. Þýddi þetta nokkum samdrátt í mjólkurframleiðslunni frá þvi sem verið hafði, en lítinn eða engan samdrátt í kindakjöts- framleiðslunni fyrra árið. Stefnubreyting- Ári síðar, eða 21. september 1986, var gerður búvömsamningur fyrir eitt ár til viðbótar, verðlags- árið 1987/88. Samið var um sama kjötmagn og árið áður, eða 11.800 tonil og 105 milljónir lítra mjólkur, sem er 1 milljón minna en verð- lagsárið á undan. Samhliða var ákveðið að Framleiðnisjóður keypti upp fullvirðisrétt sem samsvaraði 3 milljón lítmm mjólkur og 800 tonn- um af dilkakjöti, þannig að sam- drátturinn var í raun mun meiri en fram kemur í samningnum. Með þessum samningi varð ákveðin stefnubreyting í fram- leiðslustjómuninni. Bændum var að meðaltali tryggt óbreytt fram- leiðslumagn en stefnt að óhjá- kvæmilegum samdrætti með því að bjóða mönnum að selja eða leigja framleiðslurétt sinn með frjálsum samningum við Framleiðnisjóð. Strax var hafist handa við að kynna tilboð sjóðsins og gera samninga við bændur, sérstaklega sauðfjár- bændur, því þeir þurftu að farga fé sínu síðastliðið haust til að sam- drátturinn kæmi fram á umsömdum tíma, það er á næsta verðlagsári, sem hefst 1. september næstkom- andi. Þessi leiga/kaup á fullvirðisrétti hefur verið eitt viðkvæmasta atriði í framkvæmd landbúnaðarstefn- unnar á liðnu lq'örtímabili. Mætti það víða mikilli andstöðu sem dró úr árangrinum. Þó lagði sjóðurinn fé til kaupa/leigu á framleiðslu sem samsvarar 500 tonna framleiðslu á næsta ári, en stefnt var að 800 tonna samdrætti með þessum hætti. Sjóðurinn verður því að greiða út- flutningsbætur í haust með þeim 300 tonnum sem upp á vantar. Sjóð- urinn er enn að kaupa og mun gera það þar til umræddu markmiði í mjólk og kjöti er náð. Opnað fyrir möguleika á lengri samningi Síðastliðinn vetur óskaði Stéttar- samband bænda eftir því að gerður verði búvömsamningur í tvö ár til viðbótar, eða út aðlögunartímann samkvæmt búvömlögunum. Jafn- framt taldi Stéttarsambandið æskilegt að lengja aðlögunartíma laganna um 5 ár og veita fé til búháttabreytinga til loka þess tíma. í upphafí þessa árs hófust samn- ingaumleitanir að nýju. Fram komu óskir um að nota tækifærið til að útiýma riðuveiki í landinu með nið- urskurði allra sýktra hjarða, eða um 40 þúsund fjár. Þegar „arkitekt- ar“ búvömsamninganna, skrif- stofustjóramir Guðmundur Sigþórsson í landbúnaðarráðuneyt- inu og Sigurður Þórðarson í flár- málaráðuneytinu, settu dæmið upp kom í ljós að til þess að það gengi upp dygði ekki minna en fjögurra ára samningur. Ef koma ætti jafn- vægi á milli framleiðslu og markað- ar og koma birgðastöðunni í eðlilegt horf á tveimur ámm kæmi til hast- arlegs framleiðslusamdráttar hjá bændum, eða mjög aukins kostnað- ar við útflutning umfram það sem áætlað hafði verið. Ríkisstjómin aflaði nauðsynlegr- ar lagaheimildar til þess með breytingum sem gerðar vom á bú- vömlögunum á síðustu dögum þingsins í vor. Aðlögunartími bú- vömlaganna var framlengdur um tvö ár, ámnum 1991 og 1992 var bætt við. Þá vom útflutnings- bætumar 1990 hækkaðar úr 4% í 5% og það látið halda sér út tímann. Jafnframt var framlag í Framleiðni- sjóð lækkað úr 5% í 4% árið 1990 og 4% látin halda sér út aðlögunar- tímann. í greinargerð með frumvarpinu kom fram að farið væri fram á laga- breytinguna til að gera nýjan búvömsamning við bændur mögu- legan. Við samningsgerðina hafl eftirfarandi atriði einkum verið höfð í huga: Að ná jafnvægi á milli fram- boðs og eftirspumar mjólkur- og sauðfjárafurða og koma birgðastöð- LANDBÚNAÐARFRAMLEIÐSLA SEM RIKID TEKUR ABYRGÐ A SKV. SAMNINGUM MJÓLKURFRAMLEIÐSLA 1984/85 tll 1991/92 (i milljónum lítra) 1104 I 111 107 106 102 104 Ef meðalnyt er 3.800 lítrar á ári þá er ein milljón lítrar ársnyt u.þ.b. 260 mjólkurkúa hÞar af til útflutnings á kostnað ríkisins 1884/85 1985/86 1986/87 1987/88 1988/89 1989/90 1990/91 1991/92 KINDAKJÖTSFRAMLEIDSLA 1984/85 tll 1991/92 (i lestum) Ef meðaldilkur er 14 kg þá er eitt þúsund lestir lambakjöts u.þ.b. 71 þúsund dilkar Þar af til útflutnings á kostnað ríkisins 12.200 12.150 11.800 11.000 11.000 11.000 11.000 11.000 Fyrsti samningurinn samníngur FJÖGRA ÁRA SAMNINGURINN Morgunblaðió/ GÓI

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.