Morgunblaðið - 17.06.1987, Blaðsíða 58
58
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 17. JÚNÍ 1987
iGuzzini
ÚJlfe
iGuzzini
EINKAUMBOÐ
Á ÍSLANDI
/.jóænös/un
Sími: 91-656560, Pósthólf 1,
Garðatorg 3,210 Garðabæ
Heildverslun
smásala
Bikarmót FAGS:
F aksmenn
ömggir
sigurvegarar
________Hestar
Valdimar Kristinsson
Pjórar íþróttadeildir á Stór-
Reylcjavíkursvæðinu héldu um
helgina bikarmót þar sem hver
deild sendi þijá þátttakendur í
hveija grein. Kepptu deildimar sín
á milli þannig að reiknuð voru
saman stig allra keppenda hjá
hverri deild. Á laugardag fór fram
keppni í bama- og unglingaflokki
og gæðingaskeiði, hlýðnikeppni og
hindmnarstökki fullorðinna. A
sunnudag var síðan keppt í tölti,
Qórgangi og fímmgangi fullorð-
inna.
Þetta er í fyrsta skipti sem
keppni er haldin með þessu lagi
hér sunnan heiða en Norðlending-
ar hafa reynt þetta með góðum
árangri. Ekki verður annað sagt
en þetta hafí tekist vel ef undan
er skilið að dagskrá var ekki lokið
fyrr en seint og síðar meir á sunnu-
dagskvöld. Að vísu var sjálfu
bikarmótinu lokið en boðið var upp
á úrslitakeppni í tölti, fjórgangi,
fímmgangi og hindrunarstökki.
Fóm úrslitin fram eftir að verð-
laun höfðu verið afhent á sjálfu
bikarmótinu og þegar úrslitum var
lokið vom afhent einstaklingsverð-
laun. Þótti mörgum nóg um
verðlaunaflóðið sem þama átti sér
stað og hlutu margir tvenn verð-
laun fyrir sömu greinina ef ekki
þrenn verðlaun. Verðlaunin em
umbun til keppenda fyrir unnin
afrek og eiga þau að verka hvetj-
andi á keppendur en hætt er við
að þegar farið er út í óhóflegar
verðlaunaveitingar fari gildi þeirra
að minnka.
Sjálfsagt verður framhald á
þessum mótum og má búast við
að keppnisform, stigaútreikningar
og ýmislegt tengt keppninni eigi
eftir að þróast og breytast og má
vel hugsa sér að í framtíðinni verði
haldið bikarmót yfír allt landið
með þessu sniði. Mesti kosturinn
við mót sem þessi er sá að búast
má við að íþróttadeildir leggi
aukna áherslu á að koma sér upp
sterkum keppendum á félagsleg-
um gmndvelli og ætti slíkt að
stuðla að frekari framföram í reið-
mennskunni.
í flokki fullorðinna sigraði sveit
Fáks nokkuð ömgglega en hana
skipuðu Sigurbjöm Bárðarson á
Kalsa frá Laugarvatni og Bijáni
frá Hólum og var hann fyrirliði.
Kirkj ulistahátí ð
LOKATONLEIKAR
KIRKJ ULISFAHiÍTÍÐAR
Tónlist
Jón Ásgeirsson
i Mistök urðu við birtingu tón-
listardóma Jóns Ásgeirssonar í
blaðinu í gær. Þeir eru því birt-
ir aftur hér á eftir. Hlutaðeig-
endur eru beðnir velvirðingar
á mistökunum.
Kirkjulistahátíðinni lauk með
Bach-tónleikum, þar sem flutt
vom þijú kirkjuverk eftir meistar-
ann, tvær mótettur og ein kant-
ata. Flytjendur vom Mótettukór
Hallgrímskirkju, tólf manna kam-
merhljómsveit og Margrét Bóas-
dóttir, en stjómandi var Hörður
Áskelsson, orgelleikari kirkjunn-
ar. Fjnri mótettan, „Der Geist
hilft unser Schwagheit auf", er
önnur mótettan sem Back samdi
- og var hún fyrst flutt er skóla-
stjóri Tómasarskólans, Johann
Heinrich Emesti, var jarðaður.
Þar til nýr hafði verið ráðinn í
hans stað lá Bach undir ýmsum
ásökunum, eins og þeim að mæta
ekki í kennslustundir og vera fjar-
verandi vegna ferðalaga án leyfis.
Svo mjög vissi Bach af þessari
gagnrýni að hann mun hafa haft
í huga að fara frá Leipzig.
„Der Geist“-mótettan er samin
fyrir tvo kóra og fylgir hvomm
kór sér hljóðfæraundirleikur,
þannig að með fyrsta kór leika
strengir en með kór tvö óbó og
fagottar. Það sem svo tengir hóp-
ana saman er „continoe“-undir-
leikur á orgel og selló. Kóramir
syngjast á og víxlsyngja sömu
stefín á einkar áhrifamikinn máta.
Um síðir sameinast kóramir og
hljóðfæraleikaramir í einum sam-
virkum og voldugum kórþætti, en
mótettunni lýkur með því að sam-
an er sunginn sálmur.
Annað verk tónleikanna var
kantata nr. 52, „Falsche Welt".
Verkið er í raun einsöngsverk, því
á eftir hljómsveitarforleik, sem
ber yfírskriftina „sinfonia", syng-
ur sópranrödd tvær aríur með
tónlesi á undan en verkinu lýkur
með kórsálmi. Margrét Bóasdóttir
söng aríumar mjög vel og af ör-
yggi, en hún hefur ein íslenskra
söngkvenna, að því er undirritað-
ur best veit, unnið mikið í því að
ná valdi á þeim söngstíl er sérs-
taklega tengist flutningi tónverka
eftir Bach. Þar hefur henni tekist
mjög vel, en söngverk meistarans
em ekki aðeins erfíð, heldur einn-
ig gædd sérstæðri tónhugsun,
sem jafnvel stendur nokkuð sér
innan þess stfls sem almennt er
kenndur við barokkina og margir
ágætir söngvarar hafa ekki fylli-
lega á valdi sínu, þó þeir syngi
annars vel.
Síðasta verkið, „Singet dem
Herm ein neus Lied“, er fyrsta
mótettan sem Bach samdi, að því
að talið er 1726—7, og þar notar
hann formgerð hljóðfærakon-
sertsins, sem er þriggja þátta
form, þar sem kaflaskipanin er
afmörkuð með hröðum, hægum
og hröðum þætti. Fyrsti kaflinn
er feikna glæsilegur hvað snertir
kontrapunktísk vinnubrögð og
annar er byggður á kóral, sem
kór tvö syngur fyrst, en kór eitt
flytur tónvefnað er aðskilur setn-
ingar kóralsins, en þessa aðferð
notaði Bach sérstaklega mikið í
kóralforspilum og einnig við gerð
einstakra kórþátta. Við endur-
tekningu er skipan kóranna snúið
við, en kaflanum lýkur á víxlsöng-
seftirmála, er Ieiðir yfír í lokaþátt-
inn, sem kóramir syngja saman.
Þessi lokaþáttur er sérlega lífleg
tónsmíð.
Mótettukórinn söng báðar mót-
ettumar mjög fallega, en „Singet
dem Herm“ er feikna erfíð í flutn-
ingi. í staðinn fyrir þmnginn söng
var flutningurinn tær og fallegur
og hljómsveitin, sem lék alla tón-
leikana, bókstaflega talað lék með
kómum. Þama mátti heyra býsna
gott samspil og á köfíum frábær-
lega fallegt.
Mótettukórinn lauk þessari
skemmtilegu kirkjulistahátið með
glæsibrag og er óhætt að fullyrða
að með þessum tónleikum hafi
Hörður Áskelsson náð vemlega
merkum áfanga, er ekki aðeins
snertir þá hlið málsins að gera
kirkjuna virka sem listamiðstöð,
heldur ekki síður sem listastjóm-
andi. Það sem nú þarf að gera
er að vinna að endurbótum á
hljómsvari kirkjunnar og þá eiga
unnendur kirkjulegrar tónlistar
athvarf er þeir munu sannarlega
kunna að meta og ekki þarf að
örvænta, ef Herði Áskelssyni
tekst að halda jafnvel um taum-
ana og hann hefur gert fram að
þessu.