Morgunblaðið - 17.06.1987, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 17.06.1987, Qupperneq 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 17. JÚNÍ 1987 Jón forseti og Vestfirðingar Erindi Sverris Hermannssonar, menntamálaráðherra, á M-hátíð á ísafirði Hér fer á eftir erindi Sverris Hermannssonar menntamálaráð- herra um Jón Sigurðsson forseta og Vestfirðinga, sem flutt var á M-hátíð á ísafirði fyrir skömmu. Það var örlítið stytt í flutningi. Það gefur að skilja að fátt eitt verður í stuttu erindi fram flutt um Jón forseta Sig- urðsson og hið stórmerka lífshlaup hans. Jón forseti og störf hans í þágu lands og þjóðar hafa hin síðari ár gerzt mér æ hug- leiknari og kemur þar margt til. Ég hefí sannfærzt um að hann er fremstur íslenzkra stjómmálaforingja fyrr og síðar. Störf hans á stjómmálasviðinu verða aldrei til fulls metin og að verðleikum, þótt íslendingar hafí jafnan verið hiklausir í trausti og að- dáun á Jóni forseta, og minningu hans sýndur sá sómi að lýðveldið var stofnað á fæðingardegi hans. Samt sem áður fymast verk hans og er þó þar að finna ýmislegt, sem íslendingi nútímans væri næsta þörf lexía. Störf Jóns Sigurðssonar og afrek hans voru víðar en á stjómmálasviðinu. Útgáfa Nýrra félagsrita var að vísu þáttur í stjómmálastarfínu en þó miklu víðfeðm- ari. Sú nytjastefna sem þau fluttu náði tii allrar viðreisnar á íslandi, andlegrar og efnalegrar. Þá má ekki gleyma þeirri lífgjöf sem þau reyndust íslenzkri tungu og menn- ingu. Þá er þess enn að geta, að Jón forseti var einhver iðnasti og afkastamesti fræði- maður á sviði íslenzkra fræða og handrita- söfnunar. Alla ævi safnaði hann með hinni mestu elju öllum handritum, bréfum, skjöl- um, skýrslum og skilrílcjum, sem hann gat höndum undir komið, sem á einhvem hátt snerti sögu íslands. Hinn frægi vísindamað- ur prófessor Konrad Maurer segir á einum stað svo um handritarannsóknir Jóns for- seta: „Sjón hans var svo einstaklega skörp, að hann gat lesið vel handrit, sem voru orðin máð og ólæsileg. Hann hafði svo mikla reynslu fyrir sér í að dæma um ísienzk handrit, að hann gat farið óviðjafnanlega nærri um þau. Skarpleiki hans var óvana- lega mikill og tilfínning hans fyrir málinu mjög næm. Auk þess var hann svo gætinn, að hann aldrei veik um skör frá því, er í handritunum stóð." Fræðimaðurinn Jón Sigurðsson hefír ekki verið kynntur fyrir löndum sínum sem vert væri. Mér dettur ekki í hug að dylja neinn þess að áhugi minn á manninum Jóni Sig- urðssyni á líka rætur sínar að rekja til þess að hann var Vestfirðingur, og lái mér hver sem vill. Skagfirðingurinn Hermann Jónas- son lét svo um mælt við Samvinnuskólanem- endur fyrir meira en hálfri öld, að það hafí ekki verið nein tilviljun að Jón Sigurðsson var Vestfírðingur. Að vísu var Hermann þingmaður á Vestfjörðum um langan aldur, og kann það að hafa stýrt orðum hans. En þetta skulum við samt hafa fyrir satt. Öllum landslýðnum er það ærin upphafning sem stendur grafíð á silfurskjöld á kistu Jóns forseta, að hann hafí verið óskabam Is- lands, sómi þess, sverð og skjöldur. Þessum erindisstúf á menningarhátíð Vestfjarða er ætlað að fjalla sérstaklega um samskipti Vestfirðinga og Jóns Sigurðs- sonar, og em áheyrendur beðnir að virða viljann fyrir verkið. Svo viðamiklu efni verða lítil skil gerð, og ekki enda þótt ég slægi mín fyrri ræðumet á lengdina. Heimildir um ævi og störf Jóns forseta er víða að finna. Páll Eggert Ólason samdi feikna viðamikið verk um efnið. Lúðvík Kristjánsson, rithöfundur, setur saman mik- inn fróðleik í riti sínu Vestlendingar. Séra Eiríkur Briem, sem mælti yfír moldum Jóns forseta 13. desember 1879, ritaði merka grein um foringjann mikla í ritið Merkir Islendingar, og víða annars staðar má fanga leita til að fínna fróðleik um ævi og starf Jóns forseta. Læt ég þessa upptalningu nægja sem heimildir og sleppi því að vitna til þeirra frekar sérstaklega, enda em bréf Jóns, og Vestfirðinga einkum, aðallega til frásagnar um það efni sem hér er fjallað um. Þó er þess að geta að aðeins örfá af bréfum Jóns til Vestfirðinga hafa varð- veitzt, en yfír eitt þúsund bréf frá Vest- fírðingum til hans, slíkur hirðumaður sem hann var í hvívetna. Fyrir margt löngu rakst ég á einkenni- lega frásögn í riti séra Friðriks Eggerz „Úr fylgsnum fyrri aldar“, sem er dáindislegt rit vegna ritleikni sr. Friðriks og kjam- mikils málfars íslenzks, sem fáu verður til jafnað. Þar segir svo á einum stað: „Þeir sr. Jón á Hrafnseyri og sr. Jón í Holti vom vinir góðir og hittust þeir árlega og endumýjuðu þá vináttu sína. Eitt sinn var það, að þeir fóm slíkar kynnisfarir og vissu ekki hvor til annars, fyrr en þeir mættust á Gemlufallsheiði. Kysstust þeir bróðemi og ieystu svo til kúta sinna, er báðir reiddu við hnakkólamar, settust síðan og dmkku saman, og þess á milli, ef ein- hveijar greinir komu milli þeirra, þá stukku þeir upp og flugust á. En er þeir urðu í hvert skipti þreyttir á því, hvíldu þeir sig, föðmuðust og dmkku, þar tii tæmdir vom kútamir. Skildust þeir þá í kærleika, og reið hvor heim til sín.“ Slík frásögn hlaut að vekja forvitni. Hvaða klerkar skyldu hafa verið hér á ferð? Ekki þurfti iangrar leitar við. Þetta vom afar Jóns forseta Sigurðssonar. Þessi frá- Sverrir Hermannsson menntamálaráðherra „Ég hefi sannfærzt um að hann er fremstur íslenzkra stjórnmálaforingja fyrr og síðar. Störf hans á stjórn- málasviðinu verða aldrei til fullsmetin og að verðleikum, þótt íslendingar hafi jafnan verið hiklausir í trausti og aðdáun á Jóni forseta, o g minningu hans sýndur sá sómi að lýðveldið var stofnað á fæðingardegi hans. Samt sem áður fyrnast verk hans og er þó þar að f inna ýmis- legt, sem íslendingi nútímans væri næsta þörf lexía.“ sögn er að sjálfsögðu ekki rifjuð upp til að varpa rýrð á þá nafnana, sem sr. Eiríkur Briem segir að Jón forseti hafí verið heitinn eftir báðum. Fremur má á frásögnina líta sem lýsingu á aldarfari, en ákaflega þótti embættismannastéttin á fyrri öldum ganga á undan með vondu fordæmi í áfengissökum. Þórdís hét móðir Jóns forseta, Jónsdóttir sr. í Holti og Sigurður faðir, Jónsson sr. á Rafnseyri. Þau voru hinar mætustu mann- eskjur en Sigurður prestur mun ekki hafa þótt neinn sérlegur gáfumaður og heldur stirður í lund, eða svo hermir sr. Eiríkur Briem, en Sigurður var kjarkmikill og al- vörugefínn, trúmaður mikill og skylduræk- inn í öllu; iðjumaður var hann hinn mesti og búnaðist vel. Eigi þótti hann neinn sérleg- ur fræðimaður. Þórdís móðir Jóns var góð kona og hafði orð á sér fyrir að vera einkar vel viti borin. Jón forseti þótti snemma hafa góðar gáf- ur, og kenndi faðir hans honum í heimahús- um skólalærdóm að öllu leyti. Vorið 1829 fór Jón til Reykjavíkur og brautskráðist stúdent af Gunnlaugi dómkirkjupresti Odds- syni. Næsta ár á eftir vann Jón við verzlun í Reykjavík, en vorié 1830 fór hann að Laugamesi sem skrifari til Steingríms bisk- ups Jónssonar og var hjá honum næstu þijú ár. Á áliðnu sumri 1833 siglir Jón til Kaupmannahafnar þar sem hann var heimil- isfastur alla ævi síðan. Með úrskurði Kristjáns konungs áttunda frá 20. maí 1840 var því heitið, að fulltrúa- þing skyldi setja á íslandi og var þar jafnframt bent til þess, að bezt myndi eiga við, að það héti alþingi og væri haldið á Þingvöllum og lagað sem mest eftir hinu foma alþingi. Allir vom á einu máli um nafnið, og yfírgnæfandi meirihluti fylgjandi þingstað á Þingvöllum, en ekki Jón Sigurðs- son. Greindi hann þar harkalega á við Vestfírðinga sem lengst og einbeittast beittu sér fyrir þingstað á Þingvöllum, en sjónar- mið Jóns varð að lokum ofan á. Þegar og ljóst varð að alþingi yrði endur- reist, en það var síðast haldið á hinum foma þingstað 1799, ákvað Jón Sigurðsson að vera í kjöri í Isafjarðarsýslu, sem þá náði yfír núverandi Norður- og Vestur-ísafjarð- arsýslur og ísafjörð. Var hann enda til þess hvattur af málsmetandi mönnum vestur hér. Má þar til nefna þá bræður Ásgeir Einarsson í Kollaijarðamesi_ og Magnús á Hvilft í Önundarfírði, Gísla ívarsson, verzl- unarþjón á ísafírði, Gísla Hjálmarsson, iækni á ísafírði, sr. Ólaf E. Johnsen á Stað, mág Jóns, og marga fleiri. Hinn 15. júní 1843 skrifar Jón Páli yngra Melsted og segir í bréfínu: „Ég hefí, okkar á milli að segja, látið setja mig á kjörskrámar í Vestur-amtinu til að verða kandidat í ísafjarðarsýslu (þar á ég jörð skal ég segja). — Nú kemur upp á ísfirðinga, hvað þeir segja, en þeir verða iíklega svo hyggnir að vara sig á mér og velja mig ekki. Eg verð þá naturligvis snögg- lega reiður og þykist þeim of góður.“ Kjörþing var haldið á ísafírði 13. apríl 1844. Hlaut Jón öll atkvæði sem aðalmað- ur, 50 samtals, en Kristján Guðmundsson í Vigur hlaut 2, en þá voru aðeins 80 á kjör- skrá. Þá giltu þær reglur um kjörgengi manna, að þeir urðu að hafa embættispróf til að geta verið í kjöri eða eiga 10 hundruð í
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.