Morgunblaðið - 17.06.1987, Side 14

Morgunblaðið - 17.06.1987, Side 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 17. JÚNÍ 1987 E erðagj aldeyrir í Ferðatékka og útlenda seðla í öllum helstu gjaldmiðlum heims færðu hjá Sparisjóði Reykjavíkur og nágrennis, dollara, pund, vestur-þýsk mörk, peseta, hollensk gyllini.. . Spansjóður Reykjavikurog nagrenms Bæði ferðagjaldeyrinn og ferðatryggingu Almennra færðu hjá Sparisjóði Reykjavíkur og nágrennis. ■ Ertu ferðatryggður? Ferðatrygging Almennra Trygginga er hagkvæm og víðtæk heildarlausn. Hún er ferðaslysa-, sjúkra-, ferðarofs- og farangurstrygging og veitir aðgang að SOS neyðarþjónustu. TRYGGINGAR Siöumúla 39 / Simi 82800 HÁTÚNI 2B • SÍMI622522 AUSTURSTRÖND 3 • SÍMI 625966 SKÓLAVÖRÐUSTlG 11 • SÍMI 27766 Morgunblaðið/Júlíus Stjóm og eigendur Lögfræðiþjónustunnar hf.: William Thomas MöU- er, Brynjólfur Sigurðsson, Ingólfur Hjartarson, Kristj'án Ólafsson, dr. Páll Sigurðsson og Ásgeir Thorddsen. Viljum breyta ímynd lögmannsstofunnar - segjastofn- endur Lögfræði- stofunnar hf NÝ lögfræðiskrif stofa hefur tek- ið til starfa, „Lögfræðiþjónustan hf.“ Stofnendur hennar em 6 lögfræðingar: Ingólfur Hjartar- son, Asgeir Thoroddsen, WiUiam Thomas MöUer, Kristján Ólafs- son, Lára Hannesdóttir og Bjami Þór Óskarsson. Markmið fyrir- tækisins er lögfræðiþjónusta, rannsóknar- og útgáfustarfsemi. Hlutafé er tvær miUjónir króna. Til að skapa starfsgrundvöll til að byggja á, fékk Lögfræðiþjónust- an Félagsvísindastofnun til þess að kanna viðhorf almennings til lög- mannastéttarinnar og hvers það óskaði í sambandi við þjónustu lög- mannsstofa. Að mati þeirra lögmanna, sem að fyrirtækinu standa, leitar fólk of lítið til lögfræðinga og of seint. Til þess að vekja athygli almenn- ings á nauðsyn þess að leita lögmannsaðstoðar, hafa verið gefn- ir út aðgengilegir bæklingar um ýmis lögfræðileg efni. Lögfræðiþjónustan hefur með hliðsjón af starfsreglum skandinaví- skra lögmanna og í samvinnu við viðskiptabanka stofnað sérstakan sparisjóðsreikning fyrir þá fjár- muni, sem fyrirtækið veitir móttöku fyrir viðskiptavini. Einnig hefur fyrirtækið samið við Sjóvá hf. um starfsábyrgðartryggingu. Gjaldskrá Lögfræðiþjónustunnar mun taka mið af gjaídskrá Lög- mannafélags íslands og munu ekki efna til verðstríðs við aðra lög- menn. Hins vegar mun gjaldskráin liggja frammi fyrir almenning á skrifstofu fyrirtækisins. Tveir eiganda Lögfræðiþjón- ustunnar eru einnig eigendur innheimtu- og upplýsingafyrirtæk- isins Lögheimtan hf. Að sögn aðstandenda hins nýja fyrirtækis munu viðskiptavinimir einnig geta nýtt sér þjónustu Lögheimtunnar. Stjóm Lögfræðiþjónustunnar hf. skipa: Ingólfur Hjartarson hdl. formaður, Ásgeir Thoroddsen hdl., Brynjólfur Sigurðsson prófessor og dr. Páll Sigurðsson prófessor. End- urskoðandi er Sigurður Tómasson, löggiltur endurskoðandi. Fyrirtækið er til húsa að Engjateigi 9, Verk- fræðingahúsinu. Starfsmenn em samtals 8. Verið að greiða net að vertíð lokinni. Morgunblaðifl/SPB Grásleppuhrognaver- tíð lokíð á Húsavík Húsavfk. Grásleppuhrognavertíð er nú að mestu lokið á Húsavík og hef- ur fengur orðið meiri en undan- farin ár. Alls tók Fiskiðjusamlag Húsavík- ur á móti um 106 tonnum af hrognum, sem söltuðust í 728 tunn- ur og er það nokkm meiri veiði en undanfarin ár. í fyrra var saltað í 522 tunnur hjá Fiskiðjusamlagi Húsavíkur, 488 tunnur árið 1985 og 432 tunnur árið 1984. Hér er þó ekki talin öll veiði Húsvíkinga því sumar útgerðimar sjá sjálfar um söltun. — Fréttaritari.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.