Morgunblaðið - 30.06.1987, Side 4

Morgunblaðið - 30.06.1987, Side 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 30. JÚNÍ 1987 Fj órhj ólaakstur: Hjálmur getur skípt sköpum EKKI er skylda að nota hjálm við akstur fjórhjóla, en að sögn Óla H. Þórðarsonar hjá Um- ferðarráði lagði ráðið það til við Alþingi að lögleidd yrði skylda til þess að nota hjálma við akstur fjórhjóla. Við því var þó ekki orðið. Óli sagði að ekki væru mjög mörg fjórhjólaslys skráð hjá þeim. Um ástæðu þess sagði hann að þeir fengju ekki allar upplýsingar um þau, þar eð þau teldust yfir- leitt ekki eiginleg umferðarslys. Óli sagði að algengustu slysin væru í því fólgin að hjólin yltu eða sporðreistust og lentu ofan á öku- manni, en einnig kvaðst hann vita um nokkur dæmi um árekstur fjór- hjóla og bfla. Óli sagði að algengustu meiðslin væru fótbrot, þá ýmist lærbrot eða ökklabrot, einnig væru höfuð- meiðsl algeng. „Það er ljóst, að í þeim tilvikum, þar sem um höfuð- meiðsl er að ræða, hefði öryggis- hjálmur komið í veg fyrir eða dregið úr meiðslum. Þess vegna viljum við hvetja alla ijórhjólaeig- endur til þess að nota hjálma," sagði Óli H. Þórðarson að lokum. VEÐURHORFUR í DAG, 30.06.87 YFIRLIT á hádegi í gær: Um 700 km suðsuðvestur af landinu er 988 millibara djúp lægð sem þokast norðaustur. Norður af Jan Mayen er 1033 millibara nærri kyrrstæð hæð. SPÁ: Austan- og norðaustanátt, víðast kaldi eða stinningskaldi (5-6 vindstig). Dálítil rigning eða súld öðru hverju við austurströnd- ina og á annesjum fyrir norðan en annars staðar þurrt að kalla. Hiti á bilinu 8 til 14 stig. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: MIÐVIKUDAGUR og FIMMTUDAGUR: Fremur hæg norðlæg átt. Smáskúrir við norðurströndina en þurrt að mestu annars staðar. Hiti á bilinu 8 til 15 stig. TAKN: Heiðskírt % Léttskýjað Hálfskýjað Skýjað Alskýjað Norðan, 4 vindstig: Vindörin sýnir vind- stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. / / / / / / / Rigning / / / * / * / * / * Slydda / * / * * * * * * * Snjókoma * * * 10 Hitastig: 10 gráður á Celsius Skúrir * V El = Þoka = Þokumóða ’ , ’ Súld OO Mistur —J- Skafrenningur Þrumuveður v t 1 VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12.00 ígær að ísl. tíma hhi veður Akureyri 8 úrkomafgr. Reykjavík 12 skýjað Bergen 18 skýjað Helsinki 18 skýjað Jan Mayen B skýjað Kaupmannah. 19 rigning Narssarssuaq 7 skúr Nuuk 7 hálfskýjað Osló 22 léttskýjað Stokkhólmur 16 súld Þórshöfn 14 skýjað Algarve 26 skýjað Amsterdam 26 mistur Aþena 31 léttskýjað Barcelona 24 mistur Berlín 28 skýjað Chlcago 21 alskýjað . Feneyjar 30 léttskýjað Frankfurt 28 léttskýjað Glaskow 19 skýjað Hamborg 25 skýjað Las Palmas 24 léttskýjað London 28 léttskýjað Los Angeles 17 alskýjað Lúxemborg 27 léttskýjað Madrid 33 léttskýjað Malaga 26 alskýjað Mallorca vantar Miaml 27 alskýjað Montreal 18 léttskýjaö NewYork 21 helðsklrt Parfs 28 léttskýjað Róm 30 skýjað Vín 26 skýjað Washington 21 léttskýjað Winnipeg 10 léttskýjað Morgunblaðið/Sverrir Þtjár konur voru fluttar á slysadeild eftir harðan árekstur á Ægissfðunni. Þrjár konur á slysadeild HARÐUR árekstur tveggja bif- reiða varð á mótum Ægissíðu og Hofsvallagötu um hádegið í gær. Þijár konur voru fluttar á slysadeild, en meiðsli þeirra munu ekki vera alvarleg. Óhappið varð um kl. 11.30. í annarri bifreiðinni voru mæðgur og óku þær vestur Ægissíðuna. Kona ók hinni bifreiðinni suður Hofsvallagötu og skullu bifreið- arnar saman á gatnamótunum. Konumar meiddust lítillega á höfði og skárust til dæmis á enni, en þær notuðu ekki öryggisbelti. Þær voru fluttar á slysadeild, þar sem gert var að meiðslum þeirra. Bifreiðamar eru báðar nokkuð mikið skemmdar. Opið skákmót í Philadelpiu: Ingvar Ásmundsson með 2 vinninga af 3 INGVAR Ásmundsson var efstur íslendinganna sem taka nú þátt í Opna skákmótinu I Philadelpiu í Bandaríkjunum eftir þijár fyrstu umferðinar. Ingvar var þá með 2 vinninga, Sævar Bjarnason var með 1,5 vinning en Karl Þorsteins hafði 1 vinn- ing. Ingvar byijaði á að gera jafn- tefli við íranann Shirazi og Klein frá Þýskalandi en vann síðan Ran- dolph frá Bandaríkjunum í 3. Norðurlanda- mót ungra spilara í bridge: Islensku liðin í neðstu sætunum Norðurlandamót ungra spilara í bridge, sem haldið var á Eddu- hótelinu á Hrafnfagilsskóla lauk nú um helgina. Úrslit urðu þau að a-sveit Noregs sigraði á mót- inu en hún hlaut alls 195 stig. íslenska a-sveitin lenti í áttunda sæti með 116 stig og b-sveit ís- lands i níunda sæti með 88 stig. Önnur úrslit á mótinu urðu þau að sveit Svíþjóðar hafnaði í öðm sæti með 157 stig, b-sveit Noregs og b-sveit Danmerkur í þriðja til fjórða sæti með 141 stig, a-sveit Danmerkur í fimmta sæti með 138 stig, b-sveit Finnlands í sjötta sæti með 135 stig og a-sveit Finn- lands í sjöunda sæti með 122 stig. umferð. Sævar Bjamason tapaði í fyrstu umferð fyrir Blocher frá Bandaríkjunum en vann síðan Ro- ush og gerði jafntefli við Canpe, báða Bandaríkjamenn. Karl byijaði á að vinna Chabris en tapaði síðan fyrir Rohde og Gurevich. Karl er þriðji íslendingurinn sem tapar fyrir Rhode á stuttum tíma en bæði Jón L. Ámason og Helgi Ólafsson hafa orðið að lúta í lægra haldi fyrir honum. íngvar Ásmunds- son fékk síðan það verkefni að hefna í 4. umferðinni sem tefld var í gærkvöldi en þá átti hann að tefla við Rhode. Að þremur umferðum loknum voru stórmeistaramir Miles frá Bretlandi, DeFirmian, Gulko og Brown, allir frá Bandaríkjunum, efstir og jafnir með 3 vinninga. Boris Gulko er eiginmaður Önnu sem vann opna Austfj arðarmótið á dögunum. ísafjörður: Óðinnflytur veikan dreng úr Æðey VARÐSKIPIÐ Óðinn flutti síðastliðið laugardagkvöld sjúkl- ing frá Æðey til ísafjarðar. Beiðni barst til Landhelgisgæsl- unnar kl. 21.15 á laugardagskvöld um sjúkrflug frá Æðey til ísafjarð- ar. Sex ára drengur hafði fengið alvarlegt botlangakast og treystu menn sér vegna veðurs ekki til þess að flytja hann með bát. Varðskipið Óðinn var í eftirlitsferð í nágrenninu og var talið hentugra að senda hann þangað en þyrluna. Óðinn kom um ellefuleytið til ísafjarðar og var drengurinn fluttur á Fjórðungs- sjúkrahúsið á ísafírði. Honum heilsast nú vel.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.