Morgunblaðið - 01.07.1987, Side 29
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 1. JÚLÍ 1987
29
Brasilía:
Arfur til
greiðslu er-
lendra skulda
Sao Paulo, Reuter.
NÝLÁTIN kona í Brasilíu, sem
greinilega bar þjóðarheill mjög
fyrir brjósti, arfleiddi ríkið þar
að öllum eigum sínum, sem metn-
ar eru á 100 millj. cruzado (um
92 mil(j. ísl. kr.). Var þetta gert
í því skyni að hjálpa til við að
greiða erlendar skuldir landsins,
sem nema 111 milljörðum doll-
ara.
Blaðið Folha de Sao Paulo reiknaði
það út í gær, að örlæti konunnar,
Ruth Mariano da Rocha, sem lézt
snemma í júnímánuði, gæti aðeins
nægt til þess að greiða þá vexti,
sem féllu á erlendar skuldir landsins
á tveimur klukkustundum.
En jafnvel þetta kann að verða
erfíðleikum bundið. Seðlabanki
Brasilíu upplýsti í gær, að lánar-
drottnar landsins krefðust greiðslu
í „hörðum gjaldeyri", það er dollur-
um en tækju ekki við brasilískum
gjaldmiðli. Þá væri ennfremur fram
komið, að ættingjar konunnar
myndu véfengja erfðaskrá hennar.
Reuter
Jaruzelski íJapan
Pólski leiðtoginn Wojciech Jaruzelski hefur undanfarna daga
verið í opinberri heimsókn í Japan. í ræðu, sem hann flutti i
gær, bað hann japanska kaupsýslumenn aðstoðar í viðleitni pólsku
stjórnarinnar til að gera róttækar endurbætur í efnahagsmálum
landsins og fá iðnfyrirtækin tíl að huga meira að útflutningi.
Jaruzelski hefur sagt kaupsýslumönnunum að stjóm hans hygg-
ist gera margt til að laða japönsk fyrirtæki til samvinnu m.a.
fefa þeim kost á meirihlutaeign í pólsk-japönskum fyrirtækjum.
deiglunni er samningur um framleiðslu á japönskum bUum í
Póllandi.
Panamastjórn;
Afskiptum Banda-
ríkjanna mótmælt
Óeirðir við sendiráð Bandaríkjanna
Panama City, Washington, Reuter.
Bandaríkjastjórn varði í gær gerðir sendiherra síns í
Panama, Arthur Davis, en þingið i Panama krafðist þess í
fyrradag að hann yrði kallaður heim vegna afskipta Banda-
ríkjanna af innaríkismálum Panama. Um 500 manns gerðu í
gær atlögu að sendiráði Bandaríkjanna með steinum og flösk-
um fylltum málningu.
Áðumefnd afskipti Banda-
ríkjanna eru tilmæli, sem Öldunga-
deild Bandarílq'aþings samþykkti sl.
föstudag, en þá var hvattt til þess
að lýðræði yrði á ný komið á í
landinu og Noriega einræðisherra
komið frá völdum.
í landinu situr til málamynda
stjóm herforingja, en öll raunveru-
leg völd em í höndum yfirmanns
heraflans, Manuel Antonio Noriega,
sem ásakaður hefur verið um kosn-
ingasvik, eiturlyfjasölu og laun-
morð. Neyðarástandslögum var
aflétt í gær en þau vom sett fyrir
20 dögum eftir miklar mótmælaað-
gerðir gegn stjóminni og sérstak-
lega Noriega.
í samþykkt bandarísku öldunga-
deildarinnar var einnig hvatt til
þess að Noriega viki úr sessi og
gerð yrði opinber rannsókn á gerð-
um hans. Utanríkisráðherra
Panama sagði þetta „óþolandi og
ögrandi afskipti" af innri málum
landsins. Hann bætti því við að
stjómin myndi senda mótmælaorð-
sendingu til Bandaríkjastjómar og
biðja um að afskipti Bandaríkja-
manna yrðu fordæmd á vettvangi
Sameinuðu þjóðanna og hjá Sam-
tökum Ameríkuríkja.
Bandaríkin hafa um tíu þúsund
manna herlið í Panama og annast
stjóm skipaskurðarins mikla í
landinu.
Nýja-Sjáland:
Lange boðar til
þingkosninga
Wellington, Nýja Sjálandi, Reuter.
BARÁTTA fyrir þingkosningar á Nýja Sjálandi þann lö.ágúst er
komin á fulla ferð, en fréttaskýrendur segja, að í fljótu bragði sé
ekki annað að heyra en aðalkeppinautamir haldi fram mjög svipuð-
um málflutningi. Samkvæmt skoðanakönnunum hefur Verkamanna-
flokkur Davids Lange forsætisráðherra, 26 prósenta forskot yfir
Þjóðarflokkinn.
Efnahagsmál og barátta fyrir að
halda uppi lögum og reglu virðast
ætla að vera helztu atriðin sem
kosið verður um. Verkamanna-
flokkurinn þakkar sér árangur sem
hefur náðzt síðustu þijú árin.
Fréttaskýrendur segja, að almenn-
ingur verði æ ánægðari með hina
róttæku efnahagsstefnu, sem
Lange hefur fylgt. Fram að þessu
hefur nánast ekki verið minnzt á
utanríkismál, né heldur stefnu þá
sem stjómin hefur fylgt um kjam-
orkumál.
Á kjörskrá em um 2.3 milljónir.
Verkamannaflokkurinn hefur nú 55
þingsæti af 95, Þjóðarflokkurinn
37 og Demókrataflokkurinn tvo.
III ||illiil#l Í
Flísar flísaefni verkfæri Komið í sýningarsal okkar og skoðið möguleikana á notkun Höganás flísa í húsið. Veljið síðan Höganas fyrirmynd annarraflísa = HÉÐINN = SEUAVEQ 2, REYKJAVIK
SUMARLEGTÁ
STÖDVUM ESSO
Nú er hægt að Ijúka undirbúningi
ferðarinnar í rólegheitum á bensínstöðvum
Esso. Þar finnst margt nauðsynlegt í
sumarfríið: íþróttaskór, trimmgallar, stígvél eða
regngallar handa krökkunum, veiðistöng
handa mömmu, grill handa pabba
og ... bensin á bílinn.
Líttu inn í leiðinni,
það er margt girnilegt í hillunum
hjá Esso!
Góða ferð!
íþróttaskór frá 350 kr.
Trimmgallar frá 1190 kr.
(peysa, bolur, buxur)
Stígvél frá 580 kr.
Regngallar frá 944 kr.
Olíufélagið hf
5
x
5
Nýja mjúka heimilistækjalínan er komin
Blomberg kynna fyrstir heimilistækja-
framleiðenda glæsilegu mjúku línuna
Blomberg býður stærra og
glæsilegra úrval í innbygging-
artækjum en nokkur annar.
Verið velkomin, við höfum
tíma fyrir þig.
Mercedes Benz og BMW riðu
á vaðið, svo komu húsgagna-
framleiðendurnir.
Nú kynna Blomberg fyrstir
heimilistækjaframleiðenda
þessa gullfallegu línu.
UE614 gufugleypir.
Kraftmikill en lágvær.
KE2520 kæliskápur
tilinnbyggingarmeðeða \
án frystihólfs. --—
________________
BA2334 glerhelluborð
með rofum. Auðvelt í
þrifum. ___—-
BO2230 Ofn
með blæstri, grilli og yfir-
og undirhita.
Blomberq
Þetta er örlítið sýnishorn
/:/■- Líttu við, það borgarsig
Einar Farestveit &Co.hf. I
Borgartúni 28, símar 91-16995, 91-622900.