Morgunblaðið - 01.07.1987, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 01.07.1987, Qupperneq 29
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 1. JÚLÍ 1987 29 Brasilía: Arfur til greiðslu er- lendra skulda Sao Paulo, Reuter. NÝLÁTIN kona í Brasilíu, sem greinilega bar þjóðarheill mjög fyrir brjósti, arfleiddi ríkið þar að öllum eigum sínum, sem metn- ar eru á 100 millj. cruzado (um 92 mil(j. ísl. kr.). Var þetta gert í því skyni að hjálpa til við að greiða erlendar skuldir landsins, sem nema 111 milljörðum doll- ara. Blaðið Folha de Sao Paulo reiknaði það út í gær, að örlæti konunnar, Ruth Mariano da Rocha, sem lézt snemma í júnímánuði, gæti aðeins nægt til þess að greiða þá vexti, sem féllu á erlendar skuldir landsins á tveimur klukkustundum. En jafnvel þetta kann að verða erfíðleikum bundið. Seðlabanki Brasilíu upplýsti í gær, að lánar- drottnar landsins krefðust greiðslu í „hörðum gjaldeyri", það er dollur- um en tækju ekki við brasilískum gjaldmiðli. Þá væri ennfremur fram komið, að ættingjar konunnar myndu véfengja erfðaskrá hennar. Reuter Jaruzelski íJapan Pólski leiðtoginn Wojciech Jaruzelski hefur undanfarna daga verið í opinberri heimsókn í Japan. í ræðu, sem hann flutti i gær, bað hann japanska kaupsýslumenn aðstoðar í viðleitni pólsku stjórnarinnar til að gera róttækar endurbætur í efnahagsmálum landsins og fá iðnfyrirtækin tíl að huga meira að útflutningi. Jaruzelski hefur sagt kaupsýslumönnunum að stjóm hans hygg- ist gera margt til að laða japönsk fyrirtæki til samvinnu m.a. fefa þeim kost á meirihlutaeign í pólsk-japönskum fyrirtækjum. deiglunni er samningur um framleiðslu á japönskum bUum í Póllandi. Panamastjórn; Afskiptum Banda- ríkjanna mótmælt Óeirðir við sendiráð Bandaríkjanna Panama City, Washington, Reuter. Bandaríkjastjórn varði í gær gerðir sendiherra síns í Panama, Arthur Davis, en þingið i Panama krafðist þess í fyrradag að hann yrði kallaður heim vegna afskipta Banda- ríkjanna af innaríkismálum Panama. Um 500 manns gerðu í gær atlögu að sendiráði Bandaríkjanna með steinum og flösk- um fylltum málningu. Áðumefnd afskipti Banda- ríkjanna eru tilmæli, sem Öldunga- deild Bandarílq'aþings samþykkti sl. föstudag, en þá var hvattt til þess að lýðræði yrði á ný komið á í landinu og Noriega einræðisherra komið frá völdum. í landinu situr til málamynda stjóm herforingja, en öll raunveru- leg völd em í höndum yfirmanns heraflans, Manuel Antonio Noriega, sem ásakaður hefur verið um kosn- ingasvik, eiturlyfjasölu og laun- morð. Neyðarástandslögum var aflétt í gær en þau vom sett fyrir 20 dögum eftir miklar mótmælaað- gerðir gegn stjóminni og sérstak- lega Noriega. í samþykkt bandarísku öldunga- deildarinnar var einnig hvatt til þess að Noriega viki úr sessi og gerð yrði opinber rannsókn á gerð- um hans. Utanríkisráðherra Panama sagði þetta „óþolandi og ögrandi afskipti" af innri málum landsins. Hann bætti því við að stjómin myndi senda mótmælaorð- sendingu til Bandaríkjastjómar og biðja um að afskipti Bandaríkja- manna yrðu fordæmd á vettvangi Sameinuðu þjóðanna og hjá Sam- tökum Ameríkuríkja. Bandaríkin hafa um tíu þúsund manna herlið í Panama og annast stjóm skipaskurðarins mikla í landinu. Nýja-Sjáland: Lange boðar til þingkosninga Wellington, Nýja Sjálandi, Reuter. BARÁTTA fyrir þingkosningar á Nýja Sjálandi þann lö.ágúst er komin á fulla ferð, en fréttaskýrendur segja, að í fljótu bragði sé ekki annað að heyra en aðalkeppinautamir haldi fram mjög svipuð- um málflutningi. Samkvæmt skoðanakönnunum hefur Verkamanna- flokkur Davids Lange forsætisráðherra, 26 prósenta forskot yfir Þjóðarflokkinn. Efnahagsmál og barátta fyrir að halda uppi lögum og reglu virðast ætla að vera helztu atriðin sem kosið verður um. Verkamanna- flokkurinn þakkar sér árangur sem hefur náðzt síðustu þijú árin. Fréttaskýrendur segja, að almenn- ingur verði æ ánægðari með hina róttæku efnahagsstefnu, sem Lange hefur fylgt. Fram að þessu hefur nánast ekki verið minnzt á utanríkismál, né heldur stefnu þá sem stjómin hefur fylgt um kjam- orkumál. Á kjörskrá em um 2.3 milljónir. Verkamannaflokkurinn hefur nú 55 þingsæti af 95, Þjóðarflokkurinn 37 og Demókrataflokkurinn tvo. III ||illiil#l Í Flísar flísaefni verkfæri Komið í sýningarsal okkar og skoðið möguleikana á notkun Höganás flísa í húsið. Veljið síðan Höganas fyrirmynd annarraflísa = HÉÐINN = SEUAVEQ 2, REYKJAVIK SUMARLEGTÁ STÖDVUM ESSO Nú er hægt að Ijúka undirbúningi ferðarinnar í rólegheitum á bensínstöðvum Esso. Þar finnst margt nauðsynlegt í sumarfríið: íþróttaskór, trimmgallar, stígvél eða regngallar handa krökkunum, veiðistöng handa mömmu, grill handa pabba og ... bensin á bílinn. Líttu inn í leiðinni, það er margt girnilegt í hillunum hjá Esso! Góða ferð! íþróttaskór frá 350 kr. Trimmgallar frá 1190 kr. (peysa, bolur, buxur) Stígvél frá 580 kr. Regngallar frá 944 kr. Olíufélagið hf 5 x 5 Nýja mjúka heimilistækjalínan er komin Blomberg kynna fyrstir heimilistækja- framleiðenda glæsilegu mjúku línuna Blomberg býður stærra og glæsilegra úrval í innbygging- artækjum en nokkur annar. Verið velkomin, við höfum tíma fyrir þig. Mercedes Benz og BMW riðu á vaðið, svo komu húsgagna- framleiðendurnir. Nú kynna Blomberg fyrstir heimilistækjaframleiðenda þessa gullfallegu línu. UE614 gufugleypir. Kraftmikill en lágvær. KE2520 kæliskápur tilinnbyggingarmeðeða \ án frystihólfs. --— ________________ BA2334 glerhelluborð með rofum. Auðvelt í þrifum. ___—- BO2230 Ofn með blæstri, grilli og yfir- og undirhita. Blomberq Þetta er örlítið sýnishorn /:/■- Líttu við, það borgarsig Einar Farestveit &Co.hf. I Borgartúni 28, símar 91-16995, 91-622900.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.