Morgunblaðið - 01.07.1987, Page 33

Morgunblaðið - 01.07.1987, Page 33
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 1. JULI 1987 Sovéskur Typhoon-kafbátur. Hann er stærsti kafbátur í heimi, 24.000 lestir, og- getur borið tuttugu SS-N-20 kjarnorkuflaugar, sem draga 5.000 sjómílur. Sovétmenn endurbæta flotann Sovétmenn hafa nú endurbætt eldri báta sína og gert þá lágværari, og illfinnanlegri með því að húða þá með efni sem deyfir endurkast hljóðs af þeim. Einnig hefur þeim tekist að smíða nýja kafbáta með skrúfum, sem eru nánast hljóðlausar. Það tókst með hjálp búnaðar frá Noregi og Japan, sem fluttur var ólöglega til Sovétríkjanna. Vestrænir sérfræð- ingar telja að þessi útflutningur gæti kostað NATO smíði nýs kaf- bátavamarkerfís, sem gæti kostað allt að 1200 milljarða króna. Norsk stjómvöld hafa hert eftirlit með út- flutningi vegna þessa, og Gro Harlem Brundtland heftir beðið bandaríkja- forseta formlega afsökunar á því að útflutningur tækjanna hafi verið leyfður. Japanir hafa bannað Tos- hiba-fyrirtækinu, sem flutti búnaðinn út, að stunda viðskipti við kommún- istaríki í ár. Bandarískir kafbátsforingjar segja að sífellt erfiðara verði að fylgjast með kafbátum Sovétmanna vegna þess að alls konar önnur hljóð í sjón- um séu farin að yfirgnæfa þá. Bandarísku kafbátamir þurfa nú að vera miklu nær en áður til að geta fylgst með andstæðingnum. í októ- ber rakst kafbátur af gerð 688, sem eru nýjustu og fullkomnustu bátar Bandaríkjamanna, á sovéskan kaf- bát, sem hann var að elta, sökum þess að ætti hann ekki að missa af honum varð hann að vera mjög ná- lægt. Það er þvf ljóst að Bandaríkjamenn þurfa mjög bráðlega á nýju kaf- bátavamakerfí að halda. Ýmsar hugmyndir em í vinnslu, til dæmis litlir kafbátar tengdir móðurbátnum með trefjaþræði, sem gætu sent frá sér könnunarhljóðmerki án þess að koma upp um staðsetningu bátsins. Einnig kemur til greina að gervi- hnettir taki ljósmyndir af yfírborði sjávar í leit að línum, sem kafbátar mynda á yfírborðinu, eða þá að hann- aður verði búnaður sem leitar uppi ýmsar breytingar sem bátamir valda í sjónum, til að mynda hitabreyting- ar. Það liggur ljóst fyrir að hin nýja tækni getur ekki byggst á hlustun, vegna þess að kafbátar Sovétmanna eru að verða jafnhljóðlátir og Trid- ent- og Poseidonbátar Banda- ríkjanna, en talið hefur verið að ómögulegt sé að rekja braut þeirra. Á sama tíma halda Sovétmenn áfram með hina umfangsmiklu kaf- bátasmíði sína. Þeir hafa sex nýjar tegundir í smíðum, þar á meðal Typ- hoon - gerðina, sem er stærsti kafbátur heims og getur borið lang- drægar kjamorkuflaugar. Þeir halda líka áfram smíði mjög lágværra dísilkafbáta, sem ganga fyrir raf- geymum meðan þeir eru í kafí, og hafa smíðað kafbáta með byrðing úr títaníum.sem gerir þeim kleift að kafa niður á um 800 metra dýpi - 300 metrum dýpra en nokkur kaf- bátur Bandaríkjamanna kemst. Einnig er talið að þeir hafí smíðað nokkurs konar „þrýstivatnshreyfil", sem svipar til þotuhreyfíls. Vestræn- ir sérfræðingar segja að sovéskir kafbátasmiðir séu einnig framarlega í neðansjávarmálmfræði, sem geri þeim kleift að smíða kafbátsbyrðing sem stenst tundurskeyti, og að haf- fræðingar hafí leitað uppi felustaði fyrir kafbátana við neðansjávar- strauma og hringiður. Alit Toms Clancy Rithöfundurinn Tom Clancy, sem frægur varð fyrir skáldsögur sínar Leitin að rauða október og Rauður stormur, sem er nýlega komin út á íslensku hjá Bókaklúbbi Almenna bókafélagsins, lýsir í þeim m.a. felu- leik kafbátahemaðarins. Hann segir í nýlegu viðtali að Sovétmenn gætu komist fram úr Bandaríkjamönnum vegna þess að þeir séu óhræddir við að gera tilraunir og læra af mistök- unum. Bandaríski flotinn leggi ekki stund á slíkt, vegna þess að enginn I - I ____________________________33 þori að hætta á að gera mistök við’ tilraunir. „En á þann hátt einn læra menn“, segir Clancy. Hann telur einnig að sovéskir kafbátar geti sökkt flugmóðurskipum Banda- ríkjanna, takist þeim að sitja fyrir þeim, en litlar líkur séu til þess ef þeir þurfa að leita skotmörkin uppi, því þá verði þeir auðveldlega upp- götvaðir. Bandaríkjamenn binda nú einkum vonir sínar við SSN-21 Seawolf - kafbátana, sem eru á teikniborðinu. w i Seawolf-bátamir yrðu bæði stærri og hljóðlátari en eldri gerðir, með sónar-skynjara festa víða á skrokk- inn. Það myndi gera bátnum kleift að fylgjast vel með óvinaferðum. Um Seawolf-áætlunina segir Tom Clancy: „Seawolf-báturinn verður eflaust mjög góðum eiginleikum bú- inn, en það sem veldur mér áhyggj- um, er að þetta er fyrsta nýja kafbátsgerðin, sem er smíðuð frá því 'seint á sjöunda áratugnum. Það em nærri 20 ár frá þvi að smíði 688- gerðarinnar var fyrirskipuð þar til farið er að beygja stálið í næstu gerð“. Það fer svo eftir ákvörðun Banda- ríiq'aþings um það hvort ímynd flotans byggist áfram á flugmóður- skipum og stómm hefðbundnum herskipum. Það er að minnsta kosti ljóst að nýjar gerðir eldflauga gera flugmóðurskipunum mun erfiðara fyrir að komast í gegnum vamir óvinanna, og það getur því svo farið, að stóm skipin verði að láta í minni pokann fyrir hinum rennilegu og hljóðlátu en hættulegu skipum, sem fela sig undir haffletinum. Byggt á U.S. News World Report og Reuter Neðansjávar ■Grænland Noregur Svíþjóð Bretland Norðursjór Skipalestir Bækistöðvar sovéskra kafbá GIUK-HLIÐIÐ. Varnir NATO-ríkja í hinu 700 sjómilna breiða GIUK-hliði (Greenland-lceland- United Kingdom), sem spannar hafsvœðið milli Grænlands, íslands og Skotlands, hindra sovóska kafbáta, sem ætlað er að ráðast inn á Atlantshafið til að tortfma skipum á aðflutningsleiðum NATO frá Norður-Ameríku til hersveita í Evrópu. Kafbátaleitarskip draga hlustunartæki, sem koma til viðbótar við SOSUS-hlustun- arkerfið í hliðinu. Þau senda frá sér vitn- eskju um óvinakafbáta um gervihnött. NATO-ríkin dreifa um hafsbotninn svoköll- uðum CAPTOR-djúpsprengjum, sem láta stjórnast af hljóði frá sovéskum kafbátum og skjóta að þeim tundurskeytum. Djúp- sprengjunum er aöeins dreift um hluta hafsvæðisins og skilja þannig afganginn eftiropinn bandarískum kafbátum, sem ætlað er að ráðast gegn sovéskum kaf- bátum, sem bera kjarnaflaugar, en þeir mara hljóðlega í kafi undir heimskautaísn- um. Þyrlur, sem fylgja flugmóðurskipum Vesturveldanna, draga neðansjávarhlust- unartæki og verjast síðustu kafbátunum, sem kunna að hafa sloppið framhjé tundur- spillum og kafbátum, sem fylgja flugmóður- skipunum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.