Morgunblaðið - 01.07.1987, Qupperneq 37
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 1. JÚLÍ 1987
37
Hótel Akureyri og Sjallinn:
Nýr yfirmatreiðslu
maður ráðinn
Ari Garðar Georgsson fyrir framan Hótel Akureyri.
NÝLEGA var gengið frá ráðn-
ingn Ara Garðars Georgssonar
sem yfirmatreiðslumeistara
Sjallans og Hótels Akureyrar.
Ari Garðar er með margra ára
reynslu að baki sem yfirmat-
reiðslumaður og ráðgjafi við
gerð nýrra matseðla, endur-
skipulagningu eldhúsa og þjálfun
starfsfólks í veitingasölum.
Veitingasalur hótelsins verður
opinn alla daga vikunnar og verður
morgunverður borinn fram frá
mánudegi til fostudags og um helg-
ar verður boðið upp á matarmeiri
morgunverð (brunch). í hádegi frá
mánudegi til föstudags verða á boð-
stólum hraðréttir og verður matseð-
ill breytilegur með fisk- og
kjötréttum í bland. Um helgar verð-
ur sveitahlaðborð sem Ari Garðar
mun útfæra eftir eigin smekk.
Á kvöldin verður veitingasalur
hótelsins dekkaður upp með kerta-
ljósum á borðum og verða fram-
reiddir sérréttir samkvæmt
matseðli og mun á þeim lista kenna
ýmissa nýrra grasa í matargerðar-
list í evrópskum og austurlenskum
stíl. Bar hótelsins verður opinn öll
kvöld með ljúfri tónlist og sjónvarpi
fyrir þá sem vilja.
í Sjallanum hafa verið gerðar
veigamiklar breytingar á eldhúsi
sem miða allar að því að geta boð-
ið gestum upp á hraða en góða
þjónustu. Ný tæki hafa verið keypt
og önnur endumýjuð þannig að
Sjallinn er nú í fyrsta sinn í stakk
búinn til þess að taka á móti allt
að 500 manns og afgreiða heitan
disk fyrir hvem og einn á ca. 25
mín. I sumar verður boðið upp á
þríréttaðan matseðil á föstudögum
og laugardögum í aðalsal og í kjall-
aranum verður matur á boðstólum
á miðvikudögum til sunnudags.
Hljómsveit Ingimars Eydals leik-
ur fyrir dansi í Sjallanum.
(Fréttatilkynning)
Híbýli byggir
brú yfir Glerá
BÆJARRÁÐ hefur ákveðið að
taka tilboði Híbýlis um byggingu
brúar yfir Glerá. Tvö tilboð bárust
í verkið, hitt frá Norðurverki.
Brúin mun tengja saman Hjalteyr-
argötu og Krossanesbraut og er
þetta fjórða brúin, sem byggð er
yfir Glerána.
Tilboð Híbýlis hljóðaði upp á
6.915.200 krónur og var tæplega 19%
yfir kostnaðaráætlun, sem hljóðaði
upp á rúmlega 6.038.000 krónur, að
sögn Guðmundar Guðlaugssonar,
bæjarverkfræðings. Norðurverk bauð
í verkið 7.398.580 krónur sem var
27% yfir kostnaðaráætlun.
Guðmundur sagði að líklega yrði .
ekki hafist. handa við smíði brúarinn-
ar fyrr en upp úr miðjum júlí þar sem
hætta væri á flóðahættu fram að
þeim tíma. Akreinar verða tvær, í
sitt hvora áttina, auk gangstétta
beggja vegna. Brúin verður 17 metr-
ar að lengd og 13,50 metra breið.
Fyrirhugað er að brúin verði fullgerð
þann 10. október.
atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna
Bílaviðgerðir Starfskraftur óskast strax til púst- og bremsuviðgerða. J. Sveinsson & Co., Hverfisgötu 116, Reykjavík. Afgreiðslustarf Stúlka óskast til afgreiðslu í hálft starf (vakta- vinnu) í minjagripaverslun í borginni. Umsóknir ásamt upplýsingum um fyrri störf sendist auglýsingadeild Mbl. merktar: „Reglusemi 6016“. Fóstrur — fóstrur eða starfsfólk með reynslu á uppeldissviði óskast á leikskólann Árborg, Árbæjarhverfi, frá og með 4. ágúst. Upplýsingar veitir forstöðumaður, Emilía B. Möller, í síma 84150.
Dagheimilið Vesturás óskar eftir að ráða starfskraft í fullt starf frá 4. ágúst. Upplýsingar veitir forstöðumaður í síma 688816. Kjallaravörður Roskinn og laghentur maður, heilsugóður og reglusamur, óskast til léttra starfa hálfan daginn (fyrri hluta dags). Upplýsingar á skrifstofu, ekki í síma. Reykjavíkur Apótek. 1. vélstjóra og vélavörð vantar á Sif ÍS 225 sem er að hefja dragnóta- veiðar. Upplýsingar í símum 94-7708 og 94-7614.
Mörgum kílómetrum á undan.
Verð frá kr. 11.533,- ísetning samdægurs.
Auk þess höfum við LW/MW/FM stereo-bíltæki með segulbandi frá kr. 4.915.-
■HUOMBÆR
HVERRSGÖTU 103 SÍMI 25999
Radíóþjónnsta Bjarna
SÍÐUMÚLA 17. SÍMI 83433
Umboðsmenn: Bókaskemman Akranesi, Kaupfélag Borgfirðinga, Hljómtorg ísafirði, Kaupfélag Skagfirðinga Sauðárkróki, KEA
Akureyri, Radiover Húsavík, Skógar Egilsstöðum, Kaupfélag Héraðsbúa Egilsstöðum, Myndbandaleiga Reyðarfjarðar Reyðarfirði,
Ennco Neskaupsstað, Djúpið Djúpavogi, Hornabær Hornafirði, Kaupfélag Rangæinga Hvolsvelli, M.M. búðin Selfossi, Rás Þorláks-
höfn, Fafava/Keflavík, Rafeindaþjónusta ÓmarsVestmannaeyjum, Radioröst Hafnarfirði, JL-húsið Reykjavík.