Morgunblaðið - 02.07.1987, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 02.07.1987, Blaðsíða 1
88 SIÐUR B tvttmilNbifrÍfr STOFNAÐ 1913 146.tbl.75.árg. FIMMTUDAGUR 2. JÚLÍ 1987 Prentsmiðja Morgunblaðsins íransmálið: North yfirheyrður af þingnefndum Viðurkennir þátttöku í vopnasölunni Waahington, Reuter. YFIRHEYRSLUR rannsóknarnefnda Bandarfkja- þings hófust í gær yfir Oliver North, ofursta, og fóru þœr fram fyrir luktum dyrum. Ofurstinn sagði fréttamönnum að hann hefði afhent nefnd- unum „persónulegar dagbækur, sendibréf, handskrifaðar athugasemdir, dulmálsbœkur, ljós- myndir og ýmis önnur gðgn". Ráðunautur þingnefndanna spurði North m.a. hvort hann hefði haft vitneskju um tilraunir Bandaríkja- stjórnar til að fá lausa bandaríska gísla í Líbanon, sðlu á bandarískum vopnum og upplýsingum til ír- ans, notkun á hagnaði af þeirri sölu og sömuleiðis þann stuðning sem bandarískir embættismenn veittu kontra-skæruliðum i Nicaragua eftir að Bandaríkja- þing hafði lagt bann við slíkum stuðningi. North svaraði öllum þessum spurningum játandi. Markmiðið með þessum yfírheyrslum er skýrt af- markað; að komast að því hvort Reagan forseti hafi vitað um aðalatriði málsins sem er yfirfærsla sölu- hagnaðarins til kontra-skæruliðanna. Tímaritið Far Eastern Economic Review, sem gefið er út í Hong Kong, héit því fram í gær að Kínverjar hefðu selt kontra-skæruliðum í Nicaragua vopn fyrir sjö milljónir Bandaríkjadala og hefði North verið milli- göngumaður í þeim viðskiptum. Reuter North á leið frá lögfræðingi sfnum f gær. Toshiba/Kongsberg-málið: Innflutnings- bann samþykkt í Bandaríkjunum Evrópubandalagið: Landbúnaðar- styrkir skertir Thatcher krefst aðhalds í fjármálum Brussel, London, Reuter. Landbúnaðarráðherrar Evrópubandalagsins náðu í gær samkomulagi um að skerða niðurgreiðslur á landbúnaðaraf- urðum fjárhagsárið 1987—1988. Töldu ráðherrarnir að verulegt skref hefði verið stigið til að umbylta landbúnaðar- stefnu bandalagsins en hún er aðalorsök sívaxandi skulda- bagga þess. Thatcher, forsætisráðherra Bretlands, barðist kröftuglega gegn auknum útgjöldum og taldi við heimkom- una til London í gær að bent hefði verið á leiðir til þess en nú þyrfti bandalagið að velja. rýnt hana vegna þess að hún segði það sem þeir vildu ekki heyra minnst á. Sjá bls. 35, „Verð á land- búnaðarvörum . . ." Ogló, Tókýo, Reuter. TVEIR æðstu yfirmenn Tosh- iba-fyrirtækisins f Japan til- kynntu afsögn sína^ á blaða- mannafundi f gær. Ástæðan er sala dótturfyrirtækis Toshiba á hátæknibúnaði til Sovétríkjanna. Norska vopnaverksmiðjan Kongsberg Vaapenfabrikk hefur selt hugbúnað til Sovétrfkjanna sem, ásamt japanska búnaðinum, Panama: Ennókyrrð á götum úti Panama City, Reuter. ANDSTÆÐINGAR ríkis- stjórnarinnar flykktust á ný út á götur höfuðborgar Panama f gær og kröfðust afsagnar Manuels Noriega, sem S reynd er aðal- valdamaður landsins. Neyðar- ástandslögum, sem staðið höfðu f 20 daga, var aflétt f fyrradag. Um þrjú þúsund manns, aðallega stúdentar, reyndu í gær að fara í friðsamlega mótmælagöngu að for- setahöllinni en S nánd voru hermenn í fullum herklæðum. Fólkið flúði í ofboði skammt frá höllinni þegar hópur manna í borgaralegum klæð- um réðst á það með táragassprengj- um og byssum að sögn sjónarvotta. Klukkustund síðar réðust um 500 stúdentar á byggingu stjórnar- flokksins við aðalgötu borgarinnar með grjótkasti en voru hraktir á brott af vörðum og síðar sló óeirða- lögregla hring um bygginguna. Ýmsir stjórnmála- skýrendur höfðu litla trú á land- búnaðar- samkomu- laginu og töldu það aðeins verða til að stað- festa áframhaldandi hallarekstur bandalagsins. , Thatcher flutti í gær breska þinginu skýrslu um leiðtogafund Evrópubandalagsins. Þar sagðist hún hafa beitt sér gegn fjárhags- áætlun bandalagsins af tveimur ástæðum. í fyrsta lagi gætu Bret- ar ekki samþykkt lokaáætlunina fyrr en samþykktar hefðu verið aðgerðir til að ná taumhaldi á útgjöldum bandalagsins. í öðru lagi gætu þeir ekki fallist á að upprunalegar reglur um fjár- austur til landbúnaðarins yrðu óbreyttar og framlögin einfald- lega hækkuð. Skoðanir Thatchers nutu ekki fylgis annarra leiðtoga á fundin- um og í lok hans ásakaði Chirac, forsætisráðherra Frakklands, Thatcher um að meta fjárhags- áætlun bandalagsins með augum húsmóður. Stjórnarandstæðingar í breska þinginu gerðu harða hríð að Thatcher að lokinni skýrslu henn- ar. Sögðu þeir hana hafa farið á fundinn án þess að hafa í fartesk- inu tillögur til úrbóta og þess vegna hefði hún einangrast og mistekist að fá samþykktar raun- verulegar úrbætur í fjármálum. „Henni mistókst vegna þess að hún veit aðeins hverju hún er andvíg en ekki hvað hún styður," sagði Neil Kinnock, leiðtogi Verkamannaflokksins. Breska dagblaðið The Times varði Thatcher í leiðaraog sagði að evrópskir starfsbræður forsætisráðherrans hefðu gagn- Reuter Prins á humarveiðum Játvarður Bretaprins horfist hér í augu við bráðmyndarlegan nýveiddan humar, sem hann fangaði í veiðiferð á lokadegi sex daga heimsóknar sinnar til Kanada. Ekki virðist það vera fögur sjón, ef dæma má af svip hátignarinnar. Humarinn mætti örlög- um sfnum undan strönd eyju, sem svo skemmtilega vill til að heitir Prince Edward Island, eða Eyja Játvarðs prins. hefur gert Sovétmönnum kleift að smfða nær hh'óðlausar kaf- bátaskrúfur. í fyrradag sam- þykkti öldungadeild Bandaríkja- þings með yfirgnæfandi meirihluta að banna allan inn- flutning frá báðum fyrirtækjun- um f 2 til 5 ár. Bannið öðlast þó ekki gildi fyrr en fulltrúadeildin og forsetinn hafa samþykkt tillöguna. Sérfræðingar álíta að salan á tæknibúnaðinum geti kostað Atlantshafsbandalagið (NATO) milljarða Bandaríkjadala vilji það reyna að ná aftur yfirburð- um í vörnum gegn kafbátum. • Thorvald Stoltenberg, utanríkis- ráðherra Noregs, sagði í gær að gagnrýni Bandaríkjamanna á söl- una til Sovétríkjanna þjónaði ekki hagsmunum NATO. „í bandalagi getur einn þátttak- enda ekki komið fram sem dómari og refsivald yfir hinum," sagði ráð- herrann á fréttamannafundi í gær. „Markmið okkar er að öllu tali um refsiaðgerðir verði hætt," bætti hann við. Talið er að bandarískt innflutn- ingsbann geti riðið Kongsberg Vaapenfabrikk að fullu en tap á rekstri fyrirtækisins á síðasta ári var um 918 milljónir norskra króna. Mögulegt tap Toshiba á banninu er áætlað þrír til fjórir milljarðar Bandaríkjadala. Sjá bls. 36, „Ofurvaid hátækn- innar . . ." Angóla: Mikiðmann- f all í liði Kúbumanna Washington, Reuter. KÚBANSKI herinn hefur misst um það bil tiu þúsund hermenn fallna og særða í strfðinu f Ang- óla, að sögn landflótta kúbansks herforingja. Hann skýrði einnig frá þvf að hermenn sem koma heim til Kúbu og reynast vera með alnæmi væru settir bak við las og slá. Herforinginn, Rafael del Pino Diaz, var yfirmaður flugsveita Kú- bana í Ángóla. Hann flúði til Bandaríkjanna í maí í lítilli flugvél. Hann sagði frá því í viðtali við út- varpsstöð að yfirmenn kúbönsku hersveitanna í Angóla áætluðu að um 10.000 hermenn hafi fallið, særst eða týnst í átökunum þar. Del Pino sagði að herstjórnin liti á stríðið sem tapað og talað væri um Angóla sem „kúbanskt Víetnam". Flugforinginn fyrrverandi sagði að hermenn, sem sneru aftur frá Angóla, væru blóðprófaðir til að kanna hvort þeir væru sýktir af alnæmi. Reyndist prófið jákvætt væru mennirnir umsvifalaust sendir í fangelsi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.