Morgunblaðið - 02.07.1987, Side 15

Morgunblaðið - 02.07.1987, Side 15
MÖRGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 2. JÚLÍ 1987 15 177 tonn af kinda- kjöti á haugana Kostnaður ríkisins vegna kjötsins er samtals um 36 milljónir króna. TÖLUVERÐU magni af kinda- kjöti er hent á haugana á hverj- um degi. Á þriðjudag fóru tvö til þrjú tonn á haugana frá Af- urðardeild Sambandsins á Kirkj- usandi. Þetta var ærkjöt og dilkaframpartar frá sláturtíðinni 1985. Áður en kjötinu var hent var búið að hirða lærin af ærkjöt- inu og framhrygginn af dilka- kjötinu og er það selt í verslanir. Fyrirhugað er að fleygja um 177 tonnum af kindakjöti frá árinu 1985 og hefur Búvörudeild Sam- bandsins verið falið að sjá um það. Hingað til hafa umframbirgðir af kindakjöti verið fluttar út. í vet- ur var kjötið sett á útsölu og verðið lækkað um rúm 20%, en þrátt fyrir það seldist lítið af kjötinu. Fram- kvæmdanefnd um búvörusamninga ákvað þá að leita leiða til þess að losna við umframbirgðir af kjöti á ódýran hátt. Varð niðurstaðan sú að í stað þess að flytja kjötið út, sem hefði kostað ríkissjóð 70 millj- ónir króna, var brugðið á það ráð að flytja kjötið á haugana og urða það. Kostnaður ríkisins við það mun vera um 18 milljónir króna. Á fréttamannafundi sem haldinn var í Afurðarsölu Sambandsins kom fram að auk þess hefur kjötið kost- að ríkissjóð 7 milljónir króna í niðurgreiðslur. Við það bætist svo geymslu- og vaxtakostnaður sem er rúmar 11 milljónir. Samtals er því kostnaður ríkisins vegna kjöts- ins orðinn um 36 milljónir króna. Bændum var greitt fullt verð fyrir kjötið haustið 1985. Auk ærkjöts og dilkakjöts verður hent 1500 kg. af hrútakjöti og kjöti af fullorðnu í fjórða flokki og einn- ig svokallað tvístimplað kjöt, sem er gallað eða mengað. Ekkert verð- ur nýtt af þessu kjöti og verður því hent í heilum skrokkum. Tvístimplað kjöt er aldrei sett á markað öðruvísi en soðið eða steikt, Kjötið urðað. Morgunblaðið/Þorkell lambaframhrygg frá haustinu 1986 er 540 kr. kg. Ærlæri frá 1985 kostar nú 210 kr. kg. en kílóið af ærkjöti frá 1986 kostar 180 krónur í heilum skrokkum. Að sögn Jóns Magnússonar sölustjóra hjá Afurð- arsölu Sambandsins, er besta kjötið af birgðunum frá 1985 uppselt. Til dæmis seldust lambalæri upp fyrir síðustu áramót. Á öllu kjöti frá 1985 sem selt er í verslunum kem- ur fram að það er selt á tilboðsverði. Á miðanum sem sýnir verð, pökkun- ardag o.fl. kemur einnig fram framleiðsluárið. en nú verður þessu kjöti hent. Hrú- takjöt selst ekki á innanlandsmark- aði, en 15 tonn voru seld til Færeyja í fyrra og 10 tonn 1985. Umfram- birgðum af hrútakjöti er venjulega hent. Bytjað var að selja kjöt sem skor- ið er frá skrokkunum áður en þeim er hent, þ.e.a.s. ærlæri og lamba- framhryggi, í verslanir 1. júní sl. Þegar hafa verið seld um 10 tonn, en fyrirhugað er að selja samtals 20-25 tonn. Verð á lambafram- hrygg er nú 399 kr. kg., en verð á Tvö til þrjú tonn af kjöti komið á flutningabílinn sem flutti það frá Afurðarsölu Sambandsins á haugana. Sumarblóm, garðp ontuf og umarblóm á stórlækkuöu veröi. lú er tækitærið! - ^ippmi um verðl jumarblóm25%afsláttur i'iölserar plöntur 50 /o afslattur = ölærar plöntur 50% afslattur Ré og runnar 50% afslattur Garðrósir 25% afsláttur petúníur 20% afsláttur Pelargóníur35% afslattur Hengilóbelía20% afslattur kr. 22,- kr. 1/XÍ,- 85,- kr. 49’" Allt á hálfviroi. kr. 44Ö”r 338’" kr. kr.^OOr 195’" kr. 15€f,-f20r, afslátíur Útipottar úr leir. 30% kynningarafslattur. Leirpottar CTerracotta) í mjög flölbreyttu urval,- m i paiiegt og hentugt að planta i. NúferbveraöverSas^p^ip-^; * <^07^5- V/Si9túa Sími: 68 90 ö 6Ö

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.