Morgunblaðið - 03.07.1987, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 03.07.1987, Blaðsíða 25
Frakkland MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 3. JÚLÍ 1987 25 Mitterrand vex að vinsældum París, Reuter. FRANCOIS Mitterrand, Frakk- landsforseti, nýtur langmestra Bandaríkín: Aframhald á hagrexti Washington, Reuter. MALCOLM Baldrige, viðskipta- málaráðherra Bandaríkjanna, sagði á þriðjudag, að nýfram- komnar hagtölur fyrir maímánuð sýndu áframhaldandi hagvöxt. Ráðherrann varaði hins vegar við því, að minnkandi peningaframboð gæti orðið til þess að draga úr hagvexti þar í landi. Bandaríski seðlabankinn dró úr peningaframboði fyrr á þessu ári, sem varð til þess að vextir hækkuðu. Til- gangurinn með þessari ráðstöfun var að styrkja dollarann og draga úr hættu á verðbólgu. Beryl Sprinkel, helzti efnahags- málaráðgjafi Reagans forseta, varaði á þriðjudag einnig við hættunni, sem stafaði af áframhaldandi aðhaldssemi seðlabankans. Hélt Sprinkel því fram, að hún gæti orðið til þess að spilla mjög fyrir áframhaldandi hagvexti í Bandaríkjunum. vinsælda sem hugsanlegur frambjóðandi í næstu forseta- kosningum en athygli vekur aukinn stuðningur við Jean- Marie Le Pen, leiðtoga Þjóð- fylkingarinnar. Kemur þetta fram í skoðanakönnun, sem birt var í gær. Mitterrand hefur verið að vaxa að vinsældum allt frá því flokkur hans, Sósíalistaflokkurinn, tapaði í þingkosningunum í fyrra og fengi ef nú væri kosið 37% í fyrri um- ferð forsetakosninga. Mitterrand hefur enn ekki sagt af eða á um hvort hann ætlar að gefa kost á sér í forsetakosningunum, sem verða í maí að ári, en í könnun- inni kom einnig fram, að í síðari umferðinni myndi hann vinna auð- veldan sigur á tveimur helstu andstæðingum sínum úr hópi hægrimanna, þeim Jacques Chirac, forsætisráðherra, og Ra- ymond Barre, fyrrum forsætisráð- herra. í könnuninni, sem var gerð fyr- ir tímaritið VSD, kom líka í ljós, að 13% kjósenda vilja hægriöfga- manninn Le Pen fyrir forseta og hefur þeim fjölgað um 4% á einum mánuði. „ Viljum betra sjónvarp“ -segja kínverskir áhorfendur Peking, Reuter. FYRIR tíu árum var sjónvarps- tæki aðeins draumsýn í augum flestra Pekingbúa. Nú eiga flest heimili tæki, en ný ósk hefur skotið upp kollinum - betri og fjölbreyttari dagskrá. „Dagskráin er svo leiðinleg að það er næstum því aldrei neitt sem mig langar til að horfa á,“ segir 26 ára gömul framreiðslustúlka. „Mig langar til að fá mér mynd- bandstæki eins og sumir eiga en ég hef ekki efni á því.“ Tímarit er nefnist Kínverskt og erlent sjónvarp finnur margt að kínversku sjónvarpsstöðvunum. „Of miklar endursýningar, dag- skráin of oft trufluð með auglýs- ingum og fréttainnskotum, ógnarlangir, útlendir þættir sem enginn getur horft á til enda og ekki nægilega margar kvikmyndir af venjulegri lengd," segir í ritinu. Einnig er kvartað undan því að áætlanir um dagskrá séu óskipulegar og nokkrar stöðvar flytji stundum sömu þætti frá Japan eða Hong Kong samtímis. Aður fyrr gat fólk aðeins feng- ið að horfa á sjónvarp á vinnu- staðnum eða í skólanum en flestar fjölskyldur í milljónaborgunum eiga nú tæki. Helmingur tækj- anna er í sauðalitunum. „Þetta hefur breytt lifnaðar- háttum okkar. Lífíð er orðið skemmtilegra og við förum seinna að hátta en áður“, segir Wang Qiong, tæknifræðingur á fertugs- aldri. Sjálfur hefur hann mest gaman af kínverskum söngva- þáttum, einkum frá Hong Kong. Hann segir að sjónvarpsstöðvam- ar hafi fækkað sýningum á stríðs-og ástarmyndum eftir að fjöldi bréfa barst frá foreldrum sem kvörtuðu undan því að börnin vanræktu heimanámið vegna sjónvarpsgláps. Hann bætti því við að dagskrá- in væri oft leiðinleg vegna krafna um að hún hefði uppeldis-og menntunargildi. Embættismaður nokkur sagði að deilt væri um megináhersluna í dagskrárgerðinni - hvort hún ætti að vera á menntun eða af- þreyingu. Almenningur vildi afþreyingu en stöðvarstjórar menntun. Það síðamefnda gilti einkum um þær stöðvar sem væru undir eftirliti áróðursdeildar kom- múnistaflokksins. Minni, sjálf- stæðari stöðvar keyptu hins vegar oft efni frá útlöndum og fjár- mögnuðu kaupin með því að selja auglýsingatíma sem þær fengju greiddan með beinhörðum gjald- eyri. Japanskir framhaldsþættir munu njóta mikilla vinsælda í Kína. Einnig er mikið horft á íþróttaþætti. Sem stendur er þó vinsælastur langur framhalds- þáttur sem byggður er á klassís- kri, kínverskri sögu er fjallar um hnignun yfirstéttarfjölskyldu á keisaratímanum. Fréttaflutningur er bágborinn. Wang tæknifræðingur segir að margir horfi aðeins á síðustu tíu mínútur fréttatímans sem helgað- ur er erlendum fréttum en sleppi þeim tuttugu mínútum sem fjalli um innanlandsmál. Þar sé einfald- lega allt of mikið af fyrirmyndar- verkamönnum og verksmiðjum sem fari fram úr framleiðsluáætl- unum. Heldur hafí þó fréttaflutn- ingurinn skánað að undanfömu t.d. hafí skógareldunum miklu í Norðaustur-Kína verið gerð góð skil. Einnig hafí nýlega verið sjón- varpað frá fundi ríkisstjómarinn- ar þar sem ákveðið var að víkja skógræktarráðherranum úr emb- ætti og væri þetta nýbreytni. Leigubílstjóri nokkur sagðist aldrei trúa nokkru sem sagt væri í sjónvarpinu. „Veðurfræðingamir spá aldrei meira en 36 gráðu hita. Yfírvöld em hrædd um að fólk myndi nota meiri hita sem afsökun fyrir því að mæta ekki í vinnuna." Gandhi glettist við Gorbachev Moskvu, Reuter. RAJIV Gandhi, forsætisráðherra Indlands, og Gorbachev Kremlarleiðtogi virðast skemmta sér hið besta á fundi sínum i gær. Gandhi er nú staddur í Kreml og mun hitta Gorbachev aftur áður en hann heldur heim. Búist var við að leiðtogamir ræddu einkum hvemig hægt væri að efla efnahags- tengsl Indlands og Sovétríkjanna. Þér standa allar dyr opnar í Nýjabæ á laugardögum. Þegar búöirnar í bæn- um loka er aðeins eitt til ráða: Að versla í næsta bæ við. [ sumar er opið í Nýja- bæ á laugardögum frá kl. 9 - 13, á föstudöq- um til kl. 21 og alla aðra daqa til kl. 19. MÍR VÖRUHÚSIÐ EIÐ/STORG/
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.