Morgunblaðið - 16.07.1987, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 16.07.1987, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 16. JÚLÍ 1987 Seyðisfjörður: Mikið um að vera á „Sumardögum“ Seyðigfirði. NÚ STANDA yfir svokallaðir sumardagar hér á Seyðisfirði og eru að félagsamtök og hagsmuna- aðilar í ferðamannaþjónustu sem að þessu standa. Hófst þetta með tónleikum Bubba Morthens í fé- lagsheimilinu Herðubreið síðast- liðið sunnudagskvöld og lýkur þessum sumardögum með dans- leik laugardagskvöldið 18. júlí iiæstkomandi. Tvær hljóm- sveitir í Þórscafé Sú breyting hefur verið gerð á skemmtanahaldi Þórscafé að tvær hljómsveitir munu skemmta gestum veitingahússins um helg- ar. Út þetta sumar verður hljóm- sveit Stefáns P. gestum til skemmtunar um helgar, og ýmsar gestkomandi hljómsveitir munu koma fram. Næstu helgi er því svo farið að hljómsveit Stefáns P. verð- ur á fostudag en hljómsveitin Lotus leikur á laugardag. Báðar leika hljómsveitimar uppi en diskótekið verður á sínum stað niðri. Margt verður á dagskrá þessa daga, svo sem flóamarkaðir og knatt- spymuleikir bæði eldri og jmgri flokkum. Sirkus Arena sýndi listir sínar hér á íþróttavellinum í þriðju- dagskvöldið við góðar undirtektir viðstaddra. Verslanimar Aldan og Bjólfsbær voru með tískusýningar á milli kl. 18 og 19. í gær, miðviku- dag, er knattspymuleikur í meistara- flokki í íslandsmótinu á milli Hugins frá Seyðisfírði og Hattar frá Egils- stöðum og tónleikar með með Bítla- vinafélaginu um kvöldið í kvöld í félagsheimilinu Herðubreið og Hótel Snæfell bauð gestum og gangasndi upp á fjölbreyttan matseðil. I dag kemur ferjan Norræna eins og venjulega á fímmtudagsmorgnum og bærinn fyllist af ferðafólki bæði sem er að fara og koma til landsins. Lætur nærri að 3.000 manns verði hér staddir ef bæjarbúar eru taldir með. Apótekið verður með kynningu á snyrtivörum þennan morgun til kl. 12 á hádegi. Á föstudaginn verður verslunin Brattahlíð með sérstaka kynningu á íslenska fjallaiambinu og ýmsum grillvörum. Þessum syðfírsku sumardögum lýkur svo eins og áður hefur komið fram með dansleik í félagsheimilinu Herðubreið á laugar- dagskvöld, þar sem Stephan Donald Project leikur fyrir dansi. Garðar Rúnar Morgunblaðið/Jón Sig. Stefán Á. Jónsson, efsti maður á H-lista. Björn Björnsson, efsti maður á I-lista, ásamt börn- um sínum, þeim Bjarka og Ólöfu Birnu. Stéttarsambandskosningar hjá A-Húnvetningrim á sunnudag: Tveir listar í framboði Blönduósi. Austur-húnvetnskir bændur verða fyrstir manna til að kjósa fulltrúa sína á aðalfund Stéttar- sambands bænda í almennum kosningum. Kjördagur er ákveð- inn sunnudaginn 19. júlí og eru tveir listar i framboði: H-listi, listi framfarasinnaðra bænda og I-listi. Frambjóðendur H-lista eru Stefán Á. Jónsson, Kagaðarhóli, sem skipar fyrsta sætið og Stein- grímur Ingvarsson, Litlu-Giljá. Fyrsta sæti I-lista skipar Björn Björnsson, Ytri-Löngumýri og með honum á lista er Kristófer Kristjánsson, Köldukinn. Kosningabaráttan hefur verið afar róleg það sem af er og ræður það sjálfsagt mestu að menn eru önnum kafnir í heyskap. Kindakj ötsmarkað í Reykjavík Bjöm Bjömsson, bóndi á Ytri- Löngumýri í Svínavatnshreppi, skipar fyrsta sæti I-lista. I samtali við Morgunblaðið sagði Björn að megináhersla þeirra I-listamanna væri að stækka innlenda kinda- kjötsmarkaðinn og kvað Bjöm það auðvelt verk með markvissum upp- lýsingum og með því að afgreiða kjötið á þann hátt sem neytendur vildu. Bjöm sagði jafnframt að það væri nauðsynlegt að kljúfa afurða- steinsnar með Flugleiðum Vissirðu að Flugleiðir fljúga allt að þrisvar í viku til Færeyja? Þessar sérstæðu eyjar er einkar forvitnilegt að sækja heim, til að kynnast grönnum okkar, menningu þeirra og gestrisni, svo og náttúru landsins. S Þér býðst flugið: ^ REYKJAVIK-FÆREYJAR-REYKJAVIK PEX kr. 11.530 Þú átt einnig möguleika á hringflugi, með viðkomu á nokkrum stöðum: REYKJAVÍK-FÆREYJAR-GLASGOW-REYKJAVÍK (eða öfugt) Kr. 18240. REYKJAVÍK-FÆREYJAR-BERGEN-REYKJAVÍK (eða öfugt) Kr. 19.360. REYKJAVÍK-GIASGOW-FÆREYJAR-BERGEN-REYKJAVÍK (eða öfugt) Kr. 25.730. Taktu þig til, Færeyjar eru skammt undan. Miðað er við háannatíma, júní júlí, ágúst. Allar nánari upplýsingar færðu á söluskrifstofum Flugleiða, hjá umboðsmönnum og ferðaskrifstofum. msggmfmg FLUGLEIÐIR : ,'■ ■' sölufélögin algjörlega frá kaupfé- lögunum með lagasetningu og að bændur stofni sín eigin afurðasölu- félög og komi upp stórri kjötverslun á Reykjavíkursvæðinu þar sem neytendur gætu fengið kjöt í heild- verslun. Björn lagði ennfremur áherslu á að vísitölubúið yrði minnkað og að launaliðurinn í verðlagsgrundvelli yrði hækkaður. Björn Björnsson er ungur maður og tiltölulega óreynd- ur í félagsmálastarfi fyrir bændur og aðspurður hversvegna hann gæfí sig í framboð sem þetta sagði Bjöm: „Ég tel að sauðfjárbændur verði að eiga sinn fulltrúa í þessu héraði og menn verða að taka þátt í félagsmálum, undan því er ekki hægt að skorast." Bjöm sagði að lokum að hann væri mjög hlynntur beinum kosningum sem þessum og þá á fjögurra ára fresti. „Það þarf að auka virkt lýðræði innan bænda- stéttarinnar," sagði hann. Má ekki gefast upp með erlenda kindakjöts- markaðinn Stefán Á. Jónsson, Kagaðarhóli í Torfalækjarhreppi, efsti maður á H-lista, sagði um sölumál kinda- kjötsins að þar hefði ekki náðst réttur samhljómur við innanlands- markaðinn. Áftur á móti hefur vel tekist til með markaðssetningu og sölu mjólkurvöru. Stefán lagði enn- fremur áherslu á að ekki mætti gefast upp við erlenda kindkjöts- markaðinn og leggja þá sérstaka áherslu á hollustugildi hins ómeng- aða, íslenska kindakjöts. Stefán sagði að stéttarsambandið yrði að sinna breyttum aðstæðum í land- búnaði og vinna að ötulli uppbygg- ingu nýbúgreina jafnframt því að hlúa að því sem fyrir er. „Gögn og gæði landsins verður að nýta,“ sagði Stefán, „og það þarf að nýta þau af ræktarsemi og tilliti við gróð- ur og dýralíf. Það hefur verið hluterk bænda og á að vera það áfram." Stefán Á. Jónsson sagði ennfremur að snúa þyrfti land- búnaðarmálum til jákvæðari átta og skilningur þjóðarinnar á gildi íslensks landbúnaðar þarf að verða almennari en nú er. Stefán var hlynntur beinum kosningum til stéttarsambands til fjögurra ára og þá samhliða búnaðarþingskosning- um. „Ennfremur þarf að kjósa formann Stéttarsambands bænda í beinni kosningu á aðalfundi stéttar- sambandsins," sagði Stefán að lokum. Það er ljóst hvemig sem kosning- ar til stéttarsambandsins fara að þeir félagar, Stefán Á. Jónsson og Kristófer Kristjánsson, núverandi stéttarsambandsfulltrúar A-Hún- vetninga, munu ekki sitja saman á næsta aðalfundi stéttarsambands- ins. — Jón Sig. Þú svalar lestrarþörf dagsins FLUOLEIDIR ---fyrir þíg__ Söluskrifstofur Flugleiða: Lækjargötu 2, Hótel Esju og Álfabakka 10. Upplýsingasími 25100

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.