Morgunblaðið - 16.07.1987, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 16.07.1987, Qupperneq 30
r p 30 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 16. JÚLÍ 1987 Morgunblaðið/Kristinn Jens Sigurþórsson Nóg hefur verið að gera hjá byg-gingariðnaðarmönnum i Eyjafirði og meira byggt heldur en í langan tíma. Mikill skortur á iðnaðarmönmim Lagast með haustinu segja byggingariðnaðarmenn „IÐNAÐARMENN í byggingar- ,>ðnaði skortir tilfinnanlega hér á Akureyri um þessar mundir, sérstaklega i viðgerðarverkefni, en að sögn Marinós Jónssonar, framkvæmdastjóra Meistarafé- lags norðlenskra byggingar- manna, er skorturinn mestur á múrurum og smiðum. „Ég skal ekki alveg fara með það hversu mikill skorturinn er, en það er mikið að gera í byggingariðnaði hér í Eyjafírði og því ekki undar- legt þótt byggingariðnaðarmenn vanti. Um áramót 1985-86 hafði þeim fækkað um 50% frá því rétt fyrir 1980, en á síðasta ári hefur ekki verið jafnlítið um nýbyggingar í langan tíma og aldrei eins lítil steypusala," sagði Marinó. Hann sagði að ástandið hefði þó lagast nokkuð í þessum mánuði, smiðir hefðu komið til baka sem áður voru búsettir hér, en hið sama væri ekki hægt að segja um múrar- ana. Öm Jóhannsson, verkstjóri hjá Aðalgeiri Finnssyni hf., sagði að þeir væru með 15 smiði í vinnu og 5 lærlinga en samt vantaði 5-6 smiði. Sagði hann að það væri hreinlega ómögulegt að fá nokkum í vinnu. „Það vantar alla smiði og væm þeir fleiri væri hægt að bæta við verkefnum," sagði Jónas Sigur- bjömsson, framkvæmdastjóri hjá VERIð er að ljúka við teikningar af sundlauginni sem rísa á við Glerárskóla og í næsta mánuði verður verkið boðið út: Ágúst Berg, húsameistari bæjar- ins, sagði í samtali við Morgun- blaðið að næsta skref í þessu máli yrði það að bæjarráð tæki það til umfjöllunar þar sem frekari ákvarð- anir varðandi útboðið yrðu teknar, en það yrði örugglega í næsta mán- uði. „Það var stefnt að því að bjóða Norðurverki, og bætti við að svo virtist sem allt hefði átt að byggja í einu vetfangi. „Það þýðir ekki einu sinni að auglýsa eftir smiðum eða múrurum þetta verk út í sumar, þó svo að útboðið verði eitthvað seinna á ferð- inni en búist var við í upphafí," sagði Ágúst. „Það var ekki alveg búið að ganga frá því hvort um innilaug eða útilaug yrði að ræða, en nú er búið að ákveða að laugin, sem er 10x16,66 m að stærð, verði ekki undir berum himni, og að hún verði fyrst og fremst ætluð til sund- kennslu. Hins vegar er fyrirhugað að eftir skólatíma verði hún opin almenningi," sagði Ágúst Berg. því þá er einfaldlega ekki að hafa. Við hefðum getað bætt við okkur nokkrum smiðum, en treystum okk- ur ekki til þess því það er aldrei að vita hvenær þessi uppsveifla í byggingariðnaðinum, sem er raunar óeðlilega mikil, tekur enda. Ég held að eftir þtjá mánuði verði skortur á byggingariðnaðarmönnum ekki jafn mikill og hann er nú,“ sagði Jónas að lokum. Sigurður Sigurðsson, sem rekur SS byggir, sagði að ástandið væri slæmt en leystist með haustinu. „Ég er að fá tvo smiði um mánaðamótin sem fluttu héðan þegar sem minnst var að gera, þannig að ég verð ágætlega staddur með 15 smiði og þijá lærlinga," sagði Sigurður. „Það gegnir hins vegar öðru máli með múrarana. Það er ekki fjarri sanni að segja að múrarar séu að verða jafn fágætir og geirfuglar," sagði Sigurður. „Margir þeirra eru bundnir í verkefnum hjá bensín- stöðvunum sem rísa hér hver af annarri, en það verða færri verk- efni fyrir múrara hér í vetur,“ sagði Sigurður að lokum. Sundlaugin við Glerárskóla: Teikningum lokið og útboð í næsta mánuði Viðbyggingin við Hótel KEA: Eigendur Hótels Stef- aníu vilja skýring- ar á deiliskipulagi EIGENDUR Hótels Stefaniu hafa óskað eftir skýringum á meðferð skipulagsbreytinga á deiliskipulagi Akureyrarbæjar, vegna viðbyggingarinnar við Hótel KEA, en framkvæmdir við hana hófust nú fyrir skömmu. I bréfi sem sent hefur verið skipulagsnefnd, byggingamefnd og bæjarstjóra, segir, að samkvæmt deiliskipulagi frá 7.4. 1981 sé við- bygging við KEA sýnd liggja upp meðfram kirkjutröppunum, en nú þegar framkvæmdir eru hafnar kemur í ljós að viðbyggingin hefur verið sveigð í suðurátt og liggur nú samsíða Hótel Stefaníu. Telja eigendur Stefaníu að þessi lega byggingarinnar og hæðarmismunur húsanna, sem þeir segja verulegan, hafi mjög neikvæð áhrif á notkun hússins, Hafnarstræti 83-85, sem hótels. Segja þeir að viðbyggingin dragi úr birtu, útsýni og næði fyrir hótelgesti, auk þess sem þeir telja verðgildi eignarinnar við Hafnar- stræti lækka verulega. Þeir benda á að í skipulagslögum segi að kynna skuli hagsmunaaðil- um breytingar á skipulagi áður en þær séu heimilaðar í nefndum, auk þess sem breytingar skuli staðfestar af ráðherra. Segja þeir þessar breytingar ekki hafa verið kynntar fyrir þeim á nokkum hátt. Morgunblaðið hafði samband við Stefán Sigurðsson, eiganda og hót- elstjóra, og sagði hann leiðindamál vera í uppsiglingu, en vildi ekki segja neitt frekar að svo stöddu. Morgunblaðið/Kristinn Jens Sigurþórsson Þorvaldur Jónsson, formaður skólanefndar Verkmenntaskólans, stendur hjá því svæði þar sem miðálman á að rísa og tengja allar byggingarnar. Framkvæmdum að ljúka við stjórn- unarálmu Verkmenntaskólans: Byggja þarf 2200 fm fyrir haustið 1989 FRAMKVÆMDUM við stjómun- arálmu Verkmenntaskólans fer nú brátt að ljúka, og er áætlað að taka hana í notkun áður en næsta skólaár hefst. Þorvaldur Jónsson, formaður skólanefndar, sagði í samtali við Morgunblaðið að þegar væri farið að huga að því að bjóða út næsta áfanga skólans, sem er svokölluð mið- álma, en hún á að hýsa bókasafn, lestraraðstöðu, mötuneyti og sal, og auk þess verður hún til þess að tengja allar álmurnar saman. „Það stendur skólanum mjög fyr- ir þrifum að hafa ekki þessa miðálmu, því þar á öll aðstaða fyrir nemendur að vera, og auk þess fer mjög fljótlega að verða brýn þörf fyrir aðra bóknámsálmu, því eftir tvö ár á skólinn að vera búinn að rýma gamla iðnskólahúsnæðið og þá aðstöðu sem hann hefur haft í íþróttahöllinni, og þá verður nauð- synlegt að geta komið þeirri starf- semi fyrir annars staðar sem þar hefur farið fram,“ sagði Þorvaldur. Miðálman verður fullgerð rúm- lega 2000 fm en um 1400 fm verða einungis reistir til að bytja með. Þá verður bóknámsálman sem Þor- valdur nefndi, og þarf að vera tilbúin fyrir haust 1989, 800 fer- metrar. Það er því brýn þörf fyrir 2200 fermetra á næstu tveimur árum en upphaflega átti fram- kvæmdum við skólann að Ijúka á þessu ári, en þær hófust árið 1981. „Það er rétt að með sama áfram- haldi verður skólinn ekki fullbyggð- ur fyrr en eftir önnur sex ár, en við erum að gera okkur vonir um að miðálman verði tekin í notkun næsta haust, og það má ekki seinna vera. Nú er verið að ganga frá teikningum, en þær þurfa að vera tilbúnar fljótlega. Á Qárlögum bæjarins þetta árið höfum við 30 milljónir til þess að reisa miðálmuna, og þurfum sam- svarandi fjármagn á næsta ári til að hægt verði að taka hana í gagn- ið um haustið. Þá sýnist mér sem við þurfum um 5 milljónir króna til viðbótar fjárlögum þessa árs til þess að hægt verði að koma kjallar- anum í það horf sem við viljum fá hann í á þessu ári. Bóknámsálmuna verður svo helst að taka í notkun haustið eftir því þá á Verkmenntaskólinn að vera farinn að fullu úr gamla iðsnskólan- um, en háskólinn fær hann undir sína kennslu. Lauslega áætlað þarf því um 130-140 milljónir króna til framkvæmda við Verkmenntaskól- ann á næstu tveimur árum til þess að hægt verði einnig að byggja aðra bóknámsálmu, en að því loknu verður bara eftir að reisa eina álmu,“ sagði Þorvaldur að lokum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.