Morgunblaðið - 16.07.1987, Page 42
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 16. JÚLÍ 1987
Staðsetning ræður
fasteingaverði
Frá verkfallsvörlu við Verkfræðistofu Sigurðar Thoroddsen hf. 10. júní síðastliðinn. MorKunblaa‘ð/E‘narFalur
Félagsdómur um verkfræðingadeiluna:
Hluthafar ekki endi-
lega vinnuveitendur
FÉLAGSDÓMUR hefur dæmt í
deilu Verkfræðistofu Sigurðar
Thoroddsen hf. og Stéttarfélags
verkfræðinga. Niðurstaða dóms-
ins var sú að viðurkenndur var
réttur verkfræðistofunnar til að
láta framkvæmdarstjóra, aðstoð-
arframkvæmdastjóra, stjórnar-
menn og þá hluthafa, sem væru
félagsmenn í Felagi ráðgjafar-
verkfræðinga vinna verkfræði-
störf í verkfalli Stéttarfélags
verkfræðinga. Oðrum hluthöfum
"var hins vegar ekki talið heimilt
að vinna, enda veitti hlutafjár-
eign þeirra sem slík þeim ekki
stöðu vinnuveitenda.
Aðdragandi þessa máls var sá,
að 5. júní síðastliðinn boðaði Stétt-
arfélag verkfræðinga til verkfalls
og hófu nokkrir verkfræðingar við
Verkfræðistofu Sigurðar Thorodds-
en hf., sem þar voru félagsmenn
verkfall í samræmi við þá ákvörð-
un. Þegar menn mættu til vinnu
9. júní voru félagar í stéttarfélaginu
með verkfallsvörslu við anddyrið og
meinuðu verkfræðingum inngöngu,
að undanskildum forstjóra og fram-
kvæmdastjórum. Aðrir verkfræð-
ingar, sem ekki voru félagar í
Atéttarfélaginu vildu komast til
vinnu sinnar og töldu að þar eð
þeir væru hluthafar, ætti þeim ekki
að vera meinuð vinna. Þeir ruddust
inn eftir nokkuð þóf og voru við
vinnu þennan dag. Hinn 10. júní
var verkfallsvarsla efld og komst
enginn inn nema forstjórinn. Sam-
komulag náðist um síðir að vísa
þessu máli til félagsdóms.
VST var stefnandi í þessu máli
og gerðu þeir þá kröfu að stéttarfé-
laginu yrði gert að þola, að eigendur
(hluthafar) VST sem ekki væru í
stéttarfélaginu ynnu verkfræðistörf
í verkfalli félagsmanna stefnda og
að aðgerðir stéttarfélagsins yrðu
^dæmdar ólögmætar, að því er varð-
aði það að meina eigendunum
aðgang. Einnig kröfðust þeir
greiðslu sekta og málskostnaðar.
Aðalkrafa stefnda var alger
sýkna, þó þannig að réttur fram-
kvæmdastjóra yrði viðurkenndur til
að verkfræðistörf í verkfallinu.
Fyrsta varakrafa var alger sýkna
með þeirri takmörkun að viður-
kenndur yrði réttur VST til að láta
framkvæmdastjóra, aðstoðarfram-
kvæmdastjóra og stjómarmenn
hlutafélagsins vinna verkfræðistörf
í verkfallinu. Önnur varakrafa var
alger sýkna, þó með þeirri takmörk-
un að viðurkenndur yrði réttur VST
til að láta framkvæmdastjóra, að-
stoðarframkvæmdastjóra, stjómar-
menn og þá hluthafa, sem eru
félagsmenn í félagi ráðgjafarverk-
fræðinga vinna verkfræðistörf í
verkfallinu. Stefndi krafðist máls-
kostnaðar í öllum tilvikum.
Niðurstaða meirihluta félags-
dóms var þessi: „Verkfall hins
stefnda stéttarfélags beindist að
viðsemjenda þess, fulltrúaráði Fé-
lags ráðgjafarverkfræðinga. Eins
og aðild félagsmanna í Félagi ráð-
gjafarverkfræðinga er háttað
verður að telja óeðlilegt að gera
þeim skylt að taka þátt í verkfalli
Stéttarfélags verkfræðinga. Hins
vegar verður ekki fallist á það með
stefnanda að , að allir hluthafar í
VST vinni verkfræðistörf í löglega
boðuðu verkfalli stefnda, þar sem
hlutafláreign ein og sér verður ekki
talin veita hluthafanum stöðu
vinnuveitenda. Samkvæmt framan-
sögðu telur dómarinn rétt að hafna
dómkröfum stefnanda, en fallast á
2. varakröfu stefnda. Ekki voru
taldar ástæður til greiðslu sekta og
málskostnaður var látinn falla nið-
ur.
Þennan dóm kváðu upp Bjöm
Helgason, Jónas Gústavsson, Gunn-
ar Guðmundsson og Garðar Gísla-
son dómsforseti.
Jón Þorsteinsson greiddi sérat-
kvæði. Taldi hann að aðeins þeim
verkfræðingum, er félagar væru í
fulltrúaráði ráðgjafarverkfræðinga,
bæri réttur til að vinna þrátt fyrir
verkfall, en það ætti ekki við al-
menna félagsmenn í félagi ráðgjaf-
arverkfræðinga, enda hefðu þeir
sáralítil áhrif á gerðir fulltrúaráðs-
ins.
VERÐ á fasteigum á ísafirði,
Egilsstöðum, Höfn og Selfossi
fer hægt hækkandi samkvæmt
upplýsingum Morgunblaðsins og
hefur ekki borið á þeirri verð-
sveiflu á markaðinum sem orðið
hefur á Akureyri. Þar hafa fast-
eignir hækkað um 60% síðustu
12 mánuði eins og komið hefur
fram í fréttum Morgunblaðsins.
ísafjörður
Mikið framboð er á húsnæði til
sölu á ísafirði en verð hefur lítið
hækkað. „Hér hefur fasteignaverð
verið miklu hærra en í Keflavík
og á Akureyri, en þeir em að draga
á okkur," sagði Arnar G. Hinriks-
son lögfræðingur. Hann sagði að
ísafjörður væri eini staðurinn á
landinu þar sem fasteignir hefðu
selst á sama verði og íbúðir í Ar-
bæjar- og Breiðholtshverfi í
Reykjavík.
Egilsstaðir
„Ég er bjartsýnni heldur en áð-
ur,“ sagði Ami Halldórsson,
lögfræðingur á Egilsstöðum. „Það
er betra útlit og ég held að við
séum að komast upp úr verstu
dældinni. Þegar bakslag varð á
fasteignamarkaðinum á Akureyri
á sínum tíma þá vomm fasteignir
töluvert dýrari þar en hér enda
framboð á fasteignum. Nú held ég
að verðið sé á uppleið hjá okkur
en við verðum síðast varir við
breytingama héma á Austur-
Iandi.“
Þingflokkur Samtaka um kvennalista:
Kvennalistinn mót-
mælir áformum um
söluskatt á matvöru
Opið hús fyrir er-
lenda ferðamenn
í Norræna húsinu
Fimmtudagskvöldið 16. júlí kl.
20.30 heldur Árni Böðvarsson
orðabókarritsljóri fyrirlestur í
Norræna húsinu og talar þar um
merka staði á Suðurlandi. Að
loknu stuttu kaffihléi verður
sýnd kvikmynd Ósvalds Knudsen
„Surtur fer sunnan“ með dönsku
tali.
Fyrirlesturinn verður fluttur á
norsku, því þetta er liður í sumar-
dagskrá hússins, sem er aðallega
ætluð norrænum ferðamönnum.
Þessi sumardagskrá, „Opið hús“,
verður á hveiju fimmtudagskvöldi
í júlí og ágúst og eru allir velkomn-
ir, jafnt íslendingar sem útlending-
ar.
Aðgangur er ókeypis og er fólk
hvatt til að láta ferðamenn og aðra
útlendinga vita af þessum kvöldum.
KVENNALISTINN hefur sent
Þorsteini Pálssyni, forsætisráð-
herra, og Jóni Baldvin Hanni-
balssyni, fjármálaráðherra,
eftirfarandi áskorun til ríkis-
stjórnar Islands:
„Kvennalistinn skorar á hina
nýju ríkisstjóm að láta af áformum
um 10% söluskatt á matvæli. Þeg-
ar hefur framkvæmd þessarar
skattheimtu verið frestað til næstu
mánaðamóta og vill Kvennalistinn
benda nýjum valdhöfum á að nota
þann tíma til að íhuga kosti og
galla skattlagningar á matvæli.
Það þarf ekki að fjölyrða um
áhrif skattlagningar á matvæli
fyrir heimili landsins, en hitt vefst
fyrir mörgum hvemig þessi nýja
skattlagning samræmist eftirfar-
andi markmiðum nýrrar ríkis-
stjómar:
1. Lækkun verðbólgu.
2. „Tekjuöflun ríkisins verði gerð
einfaldari, réttlátari og skil-
virkari."
Varðandi fyrra atriðið þá er vit-
að að hækkun framfærslukostnað-
ar hefur áhrif á „rauðu strikin“
og er því verðbólguhvetjandi.
Varðandi síðara atriðið má
spyrja um réttlæti þess að hækka
verð á þeirri vöru sem enginn get-
ur verið án. Smávægileg hækkun
elli- og örorkulífeyris og bamabóta
til örfárra bæta engan veginn upp
þá hækkun brýnustu nauðsynja
og auknu verðbólgu sem af þess-
ari aðgerð leiðir. Einfaldari verður
innheimtan varla ef þrefalt kerfi
verður í gangi í einni og sömu
verslun, 25%, 10% og 0% sölu-
skattur.
Ef ríkisstjómin heldur fast við
áform sín mun hráefnið í gijóna-
grautinn hækka. Hvað skal þá til
ráða? Hvaða mataruppskrift ætlar
ný ríkisstjóm að ráðleggja hús-
mæðrum landsins?
Hann sagði að töluvert framboð
væri á fasteignum en eftirspurn
er háð kaupgetu. „Hér bundu menn
vonir við að úr rættist með nýja
húsnæðismálakerfínu en það hefur
ekki gerst jafn hratt og búist var
við,“ sagði Ámi. „Verð á fasteign-
um hefur gjaman verið miðað við
brunabótamat hér á Egilsstöðum.
Fyrir um fimm ámm komst það
aðeins upp fyrir það en núna lafir
verðið í um og yfir 70% af bruna-
bótamati á íbúð, allt eftir hvað
menn eru gráðugir."
Höfn
„Á Höfn er ennþá hægt að
kaupa góð einbýlishús á lægra
verði en mér fínnst leyfilegt og ég
verð ekki var við neinar stökk-
breytingar á eignarverði hér,“
sagði Olafur Þorláksson lögfræð-
ingur á Höfn í Homarfirði.
„Auðvitað hækka fasteignir líka
hjá okkur en það gerist hægar á
landsbyggðinni. En hvort hækkun-
in er í samræmi við verðbólguna
er ekki gott að segja til um.“
Að sögn Ólafs hafa bygginga-
framkvæmdir legið niðri í nokkur
ár á Höfn en nú em menn famir
að byggja á ný og taldi hann að
fasteignaverð kæmi til með að
hækka á næstunni vegna þess.
Mikil vinna er á Höfn og hugur í
fólki með að koma sér upp ódým
en ekki of stóm húsnæði og sagð-
ist Óiafur ekki hafa getað leyst
vanda allra þeirra sem leitað hafa
til hans.
Selfoss
„Á stöðum við sjávarsíðuna og
í Hveragerði hefur fasteignarverð
farið heldur hækkandi," sagði
Smári Hreggviðsson umdæmis-
tæknifræðingur á Selfossi. Hann
sagði að á Selfossi hefðu fasteign-
ir hækkað um 38% ef miðað væri
við fyrrihluta síðasta árs og er það
nokkuð umfram almennar verð-
hækkanir. Svipuð þróun viðist vera
í Þorlákshöfn, Stokkseyri, Eyrar-
bakka og Hveragerði. Hann sagði
að fasteignir á þessu svæði hefðu
selst fyrir um 65 til 70% af því
verði sem fengist fyrir sambæri-
lega eign í Reykjavík að undan-
fömu.
Beny Rehmann
show í Broadway
BENY Rehmann er skemmti-
kraftur í heimalandi sinu Sviss.
Beny og hljómsveit hans hefur
um árabil verið með sinn eigin
sjónvarpsþátt sem nýtur vin-
sælda. Nú hefur verið ákveðið
að fá þessa skemmtikrafta hing-
að til lands og munu þeir
skemmta landanum tvö kvöld í
Broadway þann 24. og 25. júlí
nk. Skemmtidagskrá Beny Reh-
mann og félaga byggist aðallega
á tónlist sem er úr ýmsum áttum
og að sjálfsögðu bregða þeir á
leik í litlum skemmtiþáttum.
Á ferli sínum hefur Beny Reh-
mann og hljómsveit gefið út fjöld-
ann allan af hljómplötum. Þeir
félagar hafa fengið 11 gullplötur
og 5 platinium plötur fyrir sölu í
Evrópu. Þess má geta að Ríkissjón-
varpið hefur tekið til sýninga einn
af skemmtiþáttum Beny Rehmann
og hljómsveitar og verður hann
sýndur á föstudagskvöldið kemur
þann 17. júlí.
I frétt frá Broadway segir: „Þar
gefst fólki kostur á að sjá að þama
er skemmtihljómsveit á heimsmæli-
kvarða á ferðinni. Þess má einnig
geta að það verða um 200 túristar
Beny
hans.
Rehmann og hljómsveit
frá Sviss sem koma hingað til lands
til að skemmta sér í Broadway með
Beny Rehmann og hljómsveit, auk
þess að eyða helginni og skoða sig
um í Reykjavík og nágrenni og seg-
ir það mikið um vinsældir Beny
Rehmann og hljómsveitar hans. Það
verður dansað, sungið og jóðlað við
undirleik Beny Rehmann og hljóm-
sveitar í Broadway 24. og 25. júlí.
Tónlist frá öllum heimshlutum.