Morgunblaðið - 16.08.1987, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. ÁGÚST 1987
— ■■
Nýrri tækni beitt gegn nýrnasteinum:
Ekki verra
en að skreppa
tíltannlæknís
- segir Anton Örn Kærnested
Skemmtiferðaskipið Illiria við bryggju á Húsavík.
Morgunblaðið/Spb
Skemmtiferðaskip á Húsavík
Húsavík.
GRÍSKA skemmtiferðaskipið 111-
iria lagðist að bryggju á Húsavík
um ld. 10 sl. föstudag með 120
farþega frá Bandaríkjunum.
Þetta er i fyrsta skipti sem
skemmtiferðaskip leggst að
bryggju á Húsavik.
Skipið kom hingað frá Noregi
og fóru farþegar strax í land í hinu
fegursta veðri. Þeir munu fara
skoðunarferðir um Þingeyjarsýslur
og skoða m.a. Ásbyrgi, ef til vill
Dettifoss, Mývatnssveit og Goða-
foss, en gista í skipinu í nótt og
fara landleiðina til Akureyrar á
morgun og taka skipið þar. Síðan
verður siglt til Reykjavíkur með
viðkomu á Snæfellsnesi.
Farþegahópurinn samanstendur
af sérstökum áhugamönnum um
fugla og náttúruskoðun frá þekkt-
um bandarískum stofnunum.
Þessi ferð er á ýmsan hátt sér-
stök að skipulagi, en Karl Sigur-
hjartarson hjá ferðaskrifstofunni
Pólaris, annaðist hana og eru
Húsvíkingar eðlilega ánægðir með
þá nýbreytni, sem þama er boðið
upp á.
Fréttaritari
FJÓRIR íslendingar hafa farið
utan til Noregs á undanförnu ári
vegna aðgerða við nýrnasteinum.
í Ullevalla-sjúkrahúsinu i Osló
er starfrækt eitt fárra tækja
sinnar tegundar á Norðurlöndum
sem eyðir slikum steinum án
skurðaðgerðar. Sterkum hljóð-
bylgjum er skotið á steinana og
þeir mölvaðir mélinu smærra.
„Ég hefði ekki trúað þvi að
órcyndu hversu einföld þessi
aðgerð er. Ef ég þyrfti að ganga
í gegnum þetta aftur þætti mér
það ekki alvarlegra en að fara
til tannlæknis,“ sagði Anton Örn
Kæmested sem nýlega er kom-
inn úr þessari aðgerð i samtali
við blaðið.
Aðgerðin er greidd af sjúkra-
tryggingum. Sýklinganefnd hefur
fjallað um erindi lækna, líkt og
þegar sjúklingar hafa verið sendir
utan til hjartaaðgerða.
Kostur aðgerðarinnar sem fram-
kvæmd er á Ullevalla er að sjúkling-
ar þurfa ekki svæfmgar við. Anton
kvaðst hafa farið heim þremur dög-
Jón Baldvin Hannibalsson fjármálaráðherra:
Þessar verðbólgntölur
koma mér ekkí á óvart
„MÉR KOMA þessar nýju verð-
bólgutölur ekkert á óvart, þær
staðfesta einungis þann vem-
leika sem við búum við,“ sagði
Jón Baldvin Hannibalsson í sam-
tali við Morgunblaðið um horfur
I efnahagsmálum.
„Það er búið að vera góðæri í
landinu í tvö ár. Gífurleg aukning
þjóðarframleiðslu, stóraukin út-
flutningsverðmæti, batnandi við-
skiptakjör, stóraukin fjárráð
fyrirtækja og á þessu ári stóraukinn
kaupmáttur. Þetta lýsir sér í miklu
neyslukapphlaupi, takmarkalítilli
fjárfestingu, ekki síst einkaaðila, í
skjóli erlends Qármagns í gegnum
bankakerfið. Þjóðarútgjöldin eru
líka stórlega meiri en aflað fé.
Spumingin er hvað stjómvöld
geta gert. Það er orðið ansi seint
að ætla að gera eitthvað núna því
hættumerkin blöstu við fyrir löngu
og hefði verið nauðsynlegt að grípa
til aðgerða þá.
í fyrsta lagi verðum við að sjá
til þess að lánsfjáráætlun fari ekki
úr böndunum. Þetta hefur þegar
verið staðfest af ríkisstjóminni og
munu til dæmis fjárfestingalána-
sjóðir ekki fá heimild til erlendrar
lántöku né sjálfstæðrar skulda-
bréfaútgáfu innanlands. Takist ekki
samningar við lífeyrissjóði um fjár-
öflun innan marka lánsfjáráætlunar
Þorsteinn Pálsson forsætisráðherra:
Skiptir mestu að
dregið verði úr er-
lendum lántökum
Aðhald þarf í
ríkisútgjöldum
„Það sem skiptir máli er að
draga úr erlendum lántökum.
Það verður líka gert í ríkara
máli en þegar hefur verið ákveð-
ið gerist þess þörf,“ sagði
Þorsteinn Pálsson forsætisráð-
herra og formaður Sjálfstæðis-
flokksins.
„Vel kann að vera að harðari
aðgerðir þurfí að koma til varðandi
erlendar lántökur en þegar hefur
verið gripið til. Það er fyrst og
fremst á því sviði sem hægt er að
gera eitthvað sem máli skiptir til
þess að draga úr þenslu. Það þýðir
ekkert að auka útgjöld ríkisins og
stórhækka skatta. Það er bara felu-
leikur, peningar em færðir úr einum
vasa í annan, en engin lækning.
Þorsteinn sagði það vera eindreg-
in ásetning ríkisstjómarinnar að
verðbólga færi ekki upp á ný og
myndi næsta fjárlagagerð bera
merki aðhaldsstefnu í fjármálum.
„Þegar þensla er jafn mikil og raun
ber vitni þarf fyrst og fremst að-
haldssemi varðandi útgjöld."
verða þeir að taka afleiðingum þess
og stöðva útlán umfram það fé sem
er til ráðstöfunar.
Annað mál er svo ríkisbúskapur-
inn og flárlagasmíð fyrir næsta ár.
Það er skólabókardæmi um óráð í
svona efnahagsástandi að ætla að
fjármagna útgjöld ríkisins með lán-
tökum. Hallarekstur fjármagnaður
með lántökum virkar sem olía á
eld. Sfjómarflokkamir verða því að
efla með sér einbeitta samstöðu um
að draga hraðar úr hallarekstri
ríkissjóðs. Ríkissjóður á að setja sér
það markmið að skattleggja fyrir
sínum útgjöldum. Þetta þýðir
tvíþættar aðgerðir. Aukna skatt-
lagningu, eins og ríkisstjómin hefur
þegar gripið til, og aðgerða til að
draga úr sjálfvirkni ríkisútgjalda.
Við þurfum að ná samstöðu um að
taka fyrstu skrefin í þessa átt með
því að afnema lagaákvæði um lög-
bundin framlög til einstakra mála
og ákvæði um markaða telqustofna.
Einnig verður að færa stofnanir
sem þjóna atvinnuvegum eða fyrir-
tækjum yfír til atvinnuveganna
sjálfra þannig að þessi þjónusta
verði verðlögð og greidd því verði
sem notendur vilja greiða fyrir
hana. Atvinnuvegimir verða líka
að taka á sig stærri hlut af t.d.
rannsóknar- ogeftirlitsstofnunum."
Jón Baldvin sagði að enn eitt
atriðið sem stjómarflokkamir
þyrftu að ná samstöðu um væri að
draga úr fé til ýmissa niður-
greiðslna sem hann teldi vera
komnar langt út fyrir öll skynsam-
leg mörk. „Það hamlar einnig
almennilegri hagstjóm hversu vit-
laust skattakerfið er. Hins vegar
tekur tíma að smíða ný skattatæki
en á því verki emm við byijaðir.
Fleiri en ríkisstjómin þurfa líka
að taka á þessum málum. Við þurf-
um að ná stjóm á útlánum banka-
kerfísins. Sumir vilja nota til þess
vaxtakerfið en það er hinsvegar
tvíeggjað sverð þar sem hækkun
raunvaxta eykur vaxtabyrði ríkis-
ins, sem er stærsti skuldunautur
landsins, og bitnar einnig á mörgum
tekjulágum hópum.
Síðan er það kjaraþátturinn.
Verkalýðshreyfíngin hefur sýnt það
að hún er reiðubúin að gera hóflega
kjarasamninga og hafa þeir skilað
launþegum meiri kaupmáttaraukn-
ingu en dæmi em um. Þessi
ávinningur er nú í hættu því hag-
stjómin brást á síðasta ári. Við
höfum næg dæmi af því að allir
tapa ef verðbólguhringekjan fer af
stað á ný og vona ég því að aðilar
vinnumarkaðarins reyni að ná sam-
stöðu um að forðast kollsteypu, t.d.
1. október. Þá verður jafnframt að
krefjast þess að stjómvöld standi
við sinn hlut um að draga úr halla-
rekstri ríkissjóðs, innstreymi
fjármagns og gera tekjuöflun ríkis-
sjóðs réttlátari út frá telqujöfnunar-
sjónarmiðum."
um eftir aðgerðina og ekki kennt
sér frekar meins.
„Þetta em afar dýr tæki. Sú
gerð þeirra sem notuð er í Osló
kostar um 100 milljónir króna. Eii
þau eiga eftir að lækka í verði.
Þegar er komin ný tegund tækja
sem kostar helmingi minna. Það er
því raunhæfur möguleiki að slík
tæki verði keypt til landsins innan
fárra ára,“ sagði Anton Öm.
Aðgerðin fer
fram í baðkari
Anton sagðist hafa lagst inn á
Ullevalla—sjúkrahúsið á mánudegi.
Þeim degi var varið til rannsókna,
en á þriðjudagsmorgni fór aðgerðin
fram. „Fyrst fékk ég deyfilyf. Þá
var þrætt upp þvagleiðarann og
komið fyrir lítilli blöðm inni í þvag-
blöðranni. Þetta var eini hluti
aðgerðarinnar sem olli mér sárs-
auka,“ sagði hann.
„Ég var næst mænustunginn,
þannig að hluti af líkamanum varð
tilfínningalaus. Þá var farið með
mig inn á skurðstofuna og með
sérstakri lyftu var ég hífður yfír í
stórt baðker. Læknamir komu síðan
fyrir tveimur röntgentækjum sem
notuð vom til þess að miða á nýrna-
steinana, að mér skilst.
Læknirinn sem stjómaði aðgerð-
inni sat við sjónvarpsskjá. Ég heyrði
allt í einu mikið högg, líkt og slag-
hamri væri slegið við stein. í kjölfar
þess fylgdu tugir högga, sem munu
vera hljóðbylgjumar er mölvuðu í
sundur nýmasteininn. Tæknin felst
í því að tvær sterkar hljóðbylgur
em látnar rekast saman á steinin-
um. Áreksturinn brýtur hann í
sundur.
í lundaveiði
skömmu síðar
Eftir aðgerðina var ég fluttur á
gjörgæslu. Dælt var vatni í æð og
síðan skilaði líkaminn frá sér leifum
nýmasteinsins, fíngerðum salla, í
þvagi. Steinninn hafði verið á stærð
við fíngumögl."
Sjö sjúklingar fóm S aðgerðina
þennan dag. Sex fóm heim sólar-
hring síðar. Þar sem Anton fékk
væga sýkingu í kjölfar aðgerðarinn-
ar flaug hann ekki heim til íslands
fyrr en á föstudegi.
„Ég fór í lundaveiði út í Eyjar
aðeins nokkmm dögum eftir heim;
komuna. Það gerir ekki veikur
maður. Fyrir aðgerðina hafði ég
setið inni í stofu heima hjá mér og
horft á eiginkonu mína slá garðinn
þar sem ég fékk mig ekki hrært,
fyrir kvölum," sagði Anton.
Steingrímur Hermannsson
formaður Framsóknarflokksins:
V erðbólgutölurnar
mjög ískyggilegar
Kemur til greina að hækka skatta
ÞESSAR nýju verðbólgutölur
eru mjög ískyggilegar þó að við
vissum að verðbólgan myndi fara
eitthvað upp eftir fyrstu aðgerð-
ir ríkisstjórnarinnar í efnahags-
málum en lækka sfðan," sagði
Steingrimur Hermannsson, ut-
anríkisráðherra og formaður
Framsóknarflokksins, f samtali
við Morgunblaðið.
„Þensla í þjóðfélaginu er gífurleg
og nauðsynlegt að grípa til harðra
aðgerða á næstu mánuðum til þess
að ná fram jöfnuði í ríkisfjármálum.
Jafnvel kemur til greina að hækka
skatta, það þarf miklu meira að
koma til en fyrstu aðgerðimar. Það
þarf líka að draga úr því fjármagni
sem er á markaðinum og væri auð-
vitað best ef hægt væri að gera það
með spamaði."