Morgunblaðið - 16.08.1987, Blaðsíða 62

Morgunblaðið - 16.08.1987, Blaðsíða 62
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. ÁGÚST 1987 Enrico Gorelli, kvikmyndatökumaður frá RAI, festir á filmu þegar ein Pandan á í basli með að kom- ast upp sandbrekku á leið upp að Öskju. í hópferð um ísland a sjöbu og átta bílum Það vakti nokkra athygli, þegar hingað ^' til lands kom hópur ítala í lok síðasta mánaðar, til þess að ferðast um landið á Fiat Panda-bflum. Alls voru ferðamennirnir u.þ.b. 150 talsins og að auki um 30 manna starfslið með hópnum. Ferðin um landið tók tíu daga og að henni lokinni kom annar jafnstór hópur sem fer % aðra einsferð. Síðan fer þriðji hópurinn styttri leið og tekur bflana með sér í ferjunni Norrönu til Skotlands eða Noregs ojg ekur þeim síðan til Italíu. Morgunblaðið fylgdist með fyrsta hópnum íhringferðinni í boði ítölsku ferðaskrifstofunnar, sem stendur að ' ,þessum leiðöngrum á norðurslóðir. Ævintýraferðir Það er samsteypa ítalskra fyrir- taekja í ferðaþjónustu, sem stendur að þessum ævintýraferðum. Eink- um eru það þó fyrirtaekin Safari Ways og Safari Land sem koma við sögu. Hið fyrrnefnda útbýr bílana, þ.e. gerir á þeim þær breyt- ingar, sem þörf krefur til þess að fara í slík ferðalög. Ennfremur framleiðir fyrirtækið svokallaða „camper" bíla, þ.e. einskonar sum- arbústaði á hjólum. Safari Land er ferðaskrifstofa og sérhæfir sig i ævintýraferðum þar sem aðal- markmiðið er, að bjóða upp á óvenjuleg ferðalög á ókunnar slóð- ir og lítt fylgt hefðum í þeim efnum. Áður hafa verið farnar ferðir í þess- um dúr um norðurhluta Afríku og þvert yfir Ástralíu. Þegar íslands- ferðum er lokið, verður lagt í Brasilíuferð inn í myrkviði Amaz- on-svæðisins, síðan um norður- héruð Kanada, þar næst um Argentínu til Eldlands og í lok næsta árs á að leggja í Kínareisu mikla. Allar þessar ferðir eru farnar á Fiat Panda 4x4 i fylgd með stærri bílum. Sá ferðamáti er sérstakur, einkum að því leyti, að hópurinn er svo stór. Þessi, sem hér fór um landið, var sá stærsti fram að þessu, 71 Panda lagði af stað. Áður höfðu þær verið 50 til 60. Með þessu móti er i rauninni um marga hópa að ræða í samfloti. I hverjum bíl eru tveir til fjórir far- þegar og geta þeir að verulegu leyti ráðið ferðum sínum sjálfir. Þeir eru í reynd aðeins háðir þeim takmörk- unum á ferðahraða, að vera komnir í sameiginlegan næturstað áður en aftur er lagt af stað að morgni. Þeir geta verið einir á ferð í sínum bíl, eða í samfloti með öðrum. Þeir geta fylgt fyrirfram ákveðinni leið, eða farið aðrar leiðir, ef um þær er að ræða. í þessum ferðum er sem sagt hægt að ferðast eins og maður væri einn á eigin vegum og vera samt í vel vernduðum, skipu- lögðum hóp. Fylgdarbílarnir eru tvenns konar. Annars vegar eru öflugir jeppar sem fararstjórarnir eru á og í hverj- um áfanga dreifa þeir sér um hópinn og eru tiltækir, ef eitthvað bjátar á. I þeim eru einnig viðgerð- armenn til að lagfæra, ef bilanir eða skemmdir verða á Pöndunum. Hins vegar eru birgðabílarnir. Þar Það getur verið gott að tjalda bara uppi á bilþakinu. Hér er ein fjölskyldan að búa sig til gistingar á jöklinum. orðiö að algengum ferðamanna- slóðum. Þá sagði Ferri, að eftir allar hitabeltisferðirnar hefði þótt rétt, að bjóða ferðir á norðurslóðir og þá var um tvennt a ræða, Island eða Noreg. ísland varð fyrir valinu, af því einfaldiega, að það var ekki jafn vel þekkt og Noregur. 78 bflar í hóp Það fer ekki hjá því, að 71 Fiat Panda með eitt eða tvö tjöld uppi á þakinu og allskyns auglýsingar límdar um allan bílinn, veki athygli í einum hóp. Þegar svo við bætast fjórir stórir jeppar með sama bún- aði og þrír enn stærri bílar, verður Ijóst, að þarna er eitthvað sérstakt á ferð. Það var því e.t.v. ekki að undra, þótt ýmsar sögur spryttu upp um ítalina og háttalag þeirra á leiðinni. Flestar gengu þær sögur í þá átt, að þarna færu um landið miklir landspjallamenn og hefðu meðferðis allt sem þeir þyrftu á að halda. Væri því af þeim lítið að hafa, annað en kostnað og fyrir- höfn. Þetta viðhorf kom m.a. fram í útvarpsþætti á rás 1 nú nýlega. Að vísu viðurkenndu talendur í þeim þætti, að þeir vissu ekkert fara kokkarnir með matinn og vara- hlutina. Raunar eru það einungis þeir, sem þurfa að fylgja tímaáætl- un í ferðinni, þeir þurfa jú að vera komnir tímanlega í áfangastað, til þess að hafa matinn kláran á kristi- legum tíma. íslandsferðin Fyrir ári hófst undirbúningur ís- landsferðarinnar, með því að nokkrir forráðamenn Safari Land- ferðaskrifstofunnar komu hingaö og könnuðu aðstæður. í samvinnu við íslensku ferðaskrifstofuna Sam- vinnuferðir/Landsýn voru valdar leiðir og SL sá um að útvega nauð- synlega þjónustu á áfangstöðum sem og aðra nauðsynlega fyrir- greiðslu hér innan lands. Ennfrem- ur lagði SL til íslenska fararstjóra. Andrea Ferri, forstjóri og einn eigenda ítölsku fyrirtækjanna, sem standa að ferðinni, sagði í samtali við blaðamann, að ástæður þess, að ísland varð fyrir valinu að þessu sinni, væru þær, að landið félli full- komlega að þeirri ímynd, sem Safari Land sækist eftir. Landið er tiltölulega óþekkt á Ítalíu, það býð- ur upp á nýstárlegt umhverfi og erfiðar leiðir um óbyggðir. Þá kvað hann jöklana og óbrúaðar árnar hafa sérstakt aðdráttarafl. Fólk, sem sækist eftir ferðum af þessu tagi, vill sjá eitthvað nýtt, eitthvað, sem ekki er þegar heimsþekkt og Rétt fyrir brottför fyrsta hópsins frá Reykjavík. Andrea Ferri, for- stjóri ítölsku ferðaskrifstofunnar Safari Land, er lengst til vinstri, þá Matthías Á. Mathiesen, samgönguráðherra, en hann ræsti hópinn af stað, loks er Wladimiro Bombacci, einn framkvæmdastjóra Safari Land og fararstjóri. Þessir fengu að vinna frameftir. Ein Pandan hafði fengið eitthvað óblíða meðferð og þurfti hjálpar við. Bifvélavirkjarn- ir höfðu annars Iftið að gera, annað en að hjálpa kokkunum. um málið, en það hindraði þá ekki í að gera ráð fyrir því versta af ferðalöngunum. Við skulum hér fara að fordæmi Ara fróða og hafa það, er sannara reynist. ítalirnir hafa með sér hingað hluta af þeim mat, sem þeir neyta á ferðalaginu. Þar er um að ræða allan sérítalskan mat, sem erfitt eða ógerlegt er að fá annars stað- ar, t.d. Parmesan-ost, pöstu o.þ.h. Aðrar vistir kaupa þeir hér, t.d. kjöt, fisk, brauð, kökur og drykkjarföng. Þá kaupa þeir allt eldsneyti á bílana hér og er það á reikning hvers og eins ferðalangs. Utanvegaakstur kom inn í um- ræðuna, einkum eftir fréttir um að Pöndurnar í fyrsta leiðangrinum hefðu spænt upp landið við Hvera- velli, þar sem höfð var næturdvöl. Ekki ber heimildum saman um þennan meinta skaðakstur. Ferða- langarnir sjálfir bentu blaðamanni (sem var ekki samferða aðalhópn- um þennan fyrsta áfanga) á, að bílastæðin þar uppfrá hefðu ekki rúmað alla bílana og því hefðu sum- ir óhjákvæmilega farið út fyrir hin merktu stæði, auk þess sem erfitt hefði verið fyrir þá að átta sig á, hvar mátti keyra og hvar ekki. Sam- vinnuferðir/Landsýn höfðu við undirbúning ferðarinnar lagt á það ríka áherslu við ftalina, að halda sig á vegum og höfðu þeir fengið um það bæði munnleg og skrifleg fyrirmæli. Strax og fréttir birtust um Hveravallamálið, kvisaðist það um hópinn og ítölsku fararstjórarn- ir sýndu allt að því sjúklega árvekni um þessar umgengnisreglur það sem eftir var ferðarinnar. Þeir gerðu sér augljóslega grein fyrir því, að með utanvegaakstri skað- aðist ekki einungis landið, heldur ekki síður þeirra eigin orðstír og það kærðu þeir sig ekki um. Raunin varð síöan sú, að vegirn- ir voru fólkinu kærastir og varð blaðamaður ekki var við tilraunir til ævintýra utan þeirra, enda hefur þeirri þörf vafalaust verið vel full- nægt á sumum þeim troðningum, sem farið var um, hafi hún verið fyrir á annað borð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.