Morgunblaðið - 16.08.1987, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 16.08.1987, Blaðsíða 21
fggl T?.Ú;jÁ M HU0A<ítJVÍVi«8 .ðiaAJflvmoHOM MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. ÁGÚST 1987 ■ Nýpóst- og símaafgreiðsla íKringlunni Ný póst- og símaafgreiðsla, R-3, var opnuð í Kringlunni 13. ágúst sl. Þar verður veitt öll almenn póstþjónusta auk póst- faxþjónustu. Söludeildin mun selja símtæki og símabúnað og auk þess annast alla þjónustu varðandi nýja síma og flutning á simum. Afgreiðslutími verður frá kl. 8.30 til 18.00 alla virka daga. Myndin var tekin þegar samgönguráðherra, Matthias Á. Mathiesen, opnaði nýju af- greiðsluna. Með honum á myndinni eru: Sæmundur Guð- mundsson deildarstjóri sölu- deildar, Anna I. Bjarnadóttir útibússtjóri, Vilborg Gunnars- dóttir póstfulltrúi, Auður Haraldsdóttir póstafgreiðslu- maður, Jette Jakobsdóttir skrifstofumaður og Ásta Aka- dóttir skrifstofumaður. Reykjavík: Mótmæli frá íbú- um Gríótaþorps ÍBÚAR Grjótaþorps hafa óskað eftir því við byggingarnefnd að teikningar af fyrirhugaðri bygg- ingu við Aðalstræti 8, verði endurskoðaðar en samtökin telja að húsið sé í ósamræmi við skipu- lag kvosarinnar. Þá hafa íbúar og starfsmenn í Bröttugötu, farið fram á það við Borgarskipulagið, að frestur til athugasemda við væntanlega byggingu, verði fram- lengdur um mánuð, þar sem þeim er nýlega kunnugt um fram- kvæmdimar og fjöldi nágranna er fjarstaddur vegna sumarleyfa. í bréfi íbúanna er bent á nokkur atriði sem brjóta í bága við skipulag kvosarinnar og að framkvæmdin bijóti í bága við byggingareglugerð með tilliti til flarðlægðar milli húsa og að grendairéttur sé ekki virtur. Þá segir enn fremur: „Við minnum jafnframt á að deiliskipulag kvosar- innar hefur ekki verið staðfest og hefði okkur þótt eðlilegt að bíða með framkvæmdir þar til það hefur verið gert, en framkvæmdir hófust án þess að tilskilin leyfi lægju fyrir. Við biðjum bygginganefnd jafn- framt um að kanna hvort þær ráðstafanir sem gerðar hafa verið, göngubrú o.s. frv., og lokun götunnar samiýmist kröfum um öryggisatriði íbuanna í húsunum í kring." Á fundi skipulagsnefndar 20. júlí var samþykkt bókun formanns nefnd- arinnar en þar segir: „Skipulagsnefnd samþykkir erindið fyrir sitt leyti, enda innan ramma samþykkts deiliskipu- lags. Skipulagsnefnd samþykkir ennfremur að senda málið í ná- grannakynningu sbr. byggingar- reglugerð og vísar jafnframt málinu til afgreiðslu byggingamefndar." Guðrún Ágústsdóttir fulltrúi Alþb. greiddi atkvæði á móti og óskaði bókað: „Þar sem vinnu Borgarskipu- lags vegna athugasemda við tillögur að Kvosarskipulagi er ekki lokið og deiliskipulagið hefur ekki hlotið stað- festingu, tel ég ekki rétt að hefja framkvæmdir eins og nú á að gera í Aðalstræti 8. Að öðru leyti vísa ég til bókunar minnar vegna afgreiðslu skipulagsins." Fyrirhuguð bygging við Aðalstræti 8, séð frá Bröttugötu. Vikan skiptir um eig- endur TÍMARITÐ Vikan hefur skipt um eigendur. Þórarinn Jón Magnússon annar eigenda Sam- útgáfunnar keypti blaðið af Fijálsri Fjölmiðlun í byrjun vi- kunnar. Nýir útgefendur taka formlega við valdataumunum um mánaðamót september og október í haust. Vikan er í röð elstu timarita landsins og verður fimmtug á næsta ári. Þórarinn sagðist íhuga breytingar á blaðinu. Efni þess væri nú unnið langt fram í tímann. Væri hann að leita leiða til þess að blaðið gæti flutt fréttir og greinar sem tengdust atburðum vikunnar fyrir útgáfudag þess. Til þess að það væri gerlegt þyrfti að breyta prent- verki tímaritsins og hugsanlega fleiri þáttum vinnslunnar. „Þessi samningur er svo nýlega gerður að við erum ekki búnir að skipuleggja framhaldið. Það á eftir að koma í ljós hvort Vikan verði hluti af Sam-útgáfunni. Þá hef ég ekki rætt við starfsmenn blaðsins, þannig að um mannabreytingar er of snemmt að tala,“ sagði Þórar- inn. „Frá því að fréttist um söluna hafa margir talað við mig og virð- ist mikill áhugi á því að gefa út vikulegt fréttablað." Þú svalar lestrarþörf dagsins ásíöum Moggans! FASTEIGNASALA Suðurlandsbraut 10 símar: 21870-687808-687828 Opið kl. 1-3 Væntanlegir seljend- ur athugið að vegna mikillar eftirspurnar vantar allar stærðir og gerðir fasteigna. Raðhus HRAUNBÆR V. 6,5 5-6 herb. glæsil. ib. á einni hæð. Fallegur garöur. Bilsk. Sérhæöir Einbýl BJARGARTANGI — MOS. V. 8,3 Glæsil. einb. á tveimur hæöum, ca 300 fm. f alleg lóö. Á efri hæö eru 2 stór svefnherb., baöstofu- loft, stór stofa, eldh. og sólstofa. Stór bilsk. Á neðri hæö er 3ja herb. góö ib. HAGAMELUR V. 5,2 Vorum aö fá i sölu sérlega vand- aöa sérhæö, ca 100 fm. Parket á stofum. Suðursv. 5-6 herb. EFSTASUND Nýbyggt og mjög fallegt hús ca 260 fm. Mögul. á sex svefnherb. Gert er ráð fyr- ir blómask. 40 fm bilsk. Verð 8,5-9 millj. MEISTARAVELLIR 5-6 herb. ca 130 fm fallog endaib. á efstu hæð. Mikiö út- sýni. V. 4,3 millj. ARAHÓLAR V. 3,9 Falleg 5 herb. ca 115 fm endaíb. á 1. hæO. Glæsil. útsýni. SÆBÓLSBRAUT Sérl. vandað nýbyggt ca 260 fm hús á tveimur hæöum. Húsiö er byggt á innfl. kjörviö. Stór og ræktuö sjávarlóð sem gefur mikla mögul. Verö 9,5-10 millj. HRAFNHÓLAR V. 3,9 5-6 herb. falleg ib. á 2. hæö í þriggja hæða fjölbhúsi. Ath. 4 svefnherb. 4ra herb. ÞINGHÓLSBRAUT Ca 300 fm einb. þar af 210 fm íbhúsn. og ca 90 fm aðstaða fyrir léttan iðnaö. Verð 6,5 millj. HRÍSATEIGUR V. 4,4 Vorum að fá í sölu ca 115 fm falleg ib. á hæö. Nýl. eldhinnr. Bílsk. Nánari uppl. á skrifst. HLIÐARHJALLI — KOP. iili (Ifi • Vorum að fá í sölu 2ja, 3ja og 4ra herb. íb. tilb. undir tróv. og málningu. Afh. 1. áfanga er í júlí 1988. HVERAFOLD Til sölu sérl. skemmtil. 2ja og 3ja herb. ib. m. suöursv. viö Hverafold 27, sem er á einum fallegasta staö viö Grafarvog. íb. seljast tilb. undir trév. og málningu. Sameign úti og inni fullfrág. þar meö lóö og bílastæöi. NJÖRVASUND V. 3,7 Ca 100 fm efri hæð. Nýendurn. FORNHAGI V. 3,6 Ca 90 fm falleg ib. i kj. Fjórb. HRÍSATEIGUR V. 3,3 Ca 95 fm hlýleg risíb. i nýl. risi. Suöursv. 3ja herb. HVERFISGATA V. 1,6 Ca 65 fm ib. á 2. hæö. Góö grkj. LAUGAVEGUR V.2,0 Ca 70 fm íb. sem telst hæð og ris. 2ja herb. KLEPPSVEGUR V. 2,6 Vorum aö fá í sölu ca 75 fm íb. á 2. hæð. Sérþvhús i ib. FRAKKASTIGUR V. 2,7 50 fm vönduð ib. á jaröhæö. HRAUNBÆR V. 2,4 Ca 60 fm vönduö íb. á jarðhæö. FLÚÐASEL V. 1,6 Ca 50 fm snotur ib. i kj. LAUGAVEGUR V. 1,4 Ca 50 fm ib. i kj. VESTURBR. HF. V. 1,4 Ca 50 fm íb. á jaröh. Erum með fjölda stærri og smærri fyrir- tækja á skrá. Sumarbústaðir Vorum að fá sumarbústaö, Brú, Vatns- endalandi til sölu. Hilmar Valdimarsson s. 687225, Geir Sigurðsson s. 641657, Rúnar Ástvaldsson s. 641496 Sigmundur Bödvarsson hdl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.