Morgunblaðið - 16.08.1987, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. ÁGÚST 1987
23
Morgunblaðið/Valdimar Kristinsson
íslensku áhorfendurnir hafa tekið virkan þátt í keppninni og- stutt vel við bakið á strákunum. Hér
fagna þeir Sigurbirni eftir að hann hafði lokið keppni í fjórgangi í gær.
Heimsmeistaramótið í hestaíþróttum:
Signrður og Sigur-
bjöm í öðm sæti í
fimm og fjórgangi
Weistrach, frá Valdimar Krisinssyni
SIGURBJÖRN og Bijánn höfn-
uðu í öðru sæti í forkeppni
fjórgangsins á föstudag og
voru þeir rétt rúmum tveimur
stigum fyrir neðan Bernd Vith,
Þýskalandi á Örvari frá Kálf-
hóli. Sigurður Sæmundsson
hafnaði í öðru sæti á Kolbeini
í fimmgangi með 59,20 stig.
Báðir voru þeir þar með komn-
ir í A-úrslit.
Aðrir í úrslitum í fjórgangi auk
Sigurbjörns og Bemt Vith em
Þjóðveijarnir Helmut Lange á
Björt með 53,04 stig, Karli Zings-
heim á Loftfara með 51,68 stig
og Bodil Fryd, Danmörku á Væng
með 49,64 stig. Litlu munaði að
Sævar Haraldsson á Háfi kæmist
í A-úrslit en hann var tæpu stigi
fyrir neðan þá dönsku. Fer hann
í B-úrslit ásamt Hafliða Halldórs-
syni á ísak sem hafnaði í áttunda
til níunda sæti, ásamt Krister
Agren frá Sviss á Dodda með
47,60 stig. Þess má geta að Haf-
liði skipti um skoðun og ákvað
að taka þátt í víðavangshlaupinu
þar sem hann á nú góða mögu-
leika á sigri í samanlögðum
fjórgangi eftir góða framistöðu í
hlýðnikeppni og fjórgangi.
í úrslitum í fimmgangi verða
auk Sigurðar, Peter Schröder
Austurríki á Astu, en hann varð
efstur með 60,6 stig. í þriðja og
flórða sæti urðu landar hans
Klaus Zwinz á Hrannari með 58
stig og Piet Hoyos á Sleypni með
56,6 stig. í fimmta sæti var Walt-
er Feldmann frá Þýskalandi á
Dreng frá Kirkjubæ með 56,2 stig
og munaði aðeins 0,2 stigum á
honum og Benedikt Þorbjörnssyni
á Brandi sem varð í sjötta sæti
og kemst hann því ekki í A-
úrslit. Þótti mörgum Feldmann fá
háa einkun þar sem hestur hans
skeiðaði lítið sem ekkert í sýning-
unni. Erling Sigurðsson hafnaði í
tólfta sæti á Þrymi með 51 stig.
Reynir Aðalsteinsson lenti í tut-
tugasta og öðru sæti með 42,8
stig, en hann varð fyrstur inn í
keppnina og þykir það óvinsælt
hlutskipti því það er staðreynd að
einkunnir eru lægri framan af en
fara hækkandi eftir því sem á
keppnina líður.
Urslit í fyrri umferð 250 metra
skeiðsins urðu frekar óvænt þar
sem Hollensk stúlka Els van der
Taas náði bestum tíma á Musk,
22,51 sek. en Reynir Aðalsteins-
sonvar ekki langt undan á Spóa
með 22,54 sek. Vera Reber
Þýskalandi á Frosta varð þriðja
með 23,06 sek., Andreas Trappe
Þýskalandi á Ötu fjórði á 23,36
sek., Jóhannes Hoyos Austurríki
á Fjölni fimmti á 23,50 sek., og
Erling sjötti á 23,60 sek. Benedikt
og Brandur náðu 24,99 sek., en
Kolbeinn lá ekki hjá Sigurði.
Ekki er anfiað hægt að segja
en að árangur íslendinga eftir
fyrsta dag mótsins væri vel viðun-
andi en óneitanlega var það
svekkjandi að Benedikt skyldi
ekki komast í úrslit. Strákarnir
hafa staðið sig með miklum sóma
í keppninni og eiga þeir möguleika
á sigri í flestum greinum. Greini-
legt er að breiddin er meiri nú í
íslenska liðinu en verið hefur á
fyrri mótum.
Morgunblaðið/V aldimar Kristinsson
Bernd Vith Þýskalandi hefur tvisvar orðið Evrópumeistari í fjór-
gangi og nú á hann góða möguleika á sigri eftir að hann varð
efstur í forkeppninni á föstudag, á Örvari frá Kálfholti.
Biskupstungnahreppur:
Vill koma skipu-
lagi á umferð
hrossa um Kjalveg
Selfossi.
UMFERÐ hestamanna um Kjal-
veg hefur vaxið mjög undanfarin
ár og nú fara þar um hundruð
hrossa á hveiju sumri. Hrepps-
nefnd Biskupstungna vill koma
skipulagi á þessar ferðir hesta-
manna meðal annars með því að
hestamenn greiði beitargjöld og
fyrir afnot af girðingum og hús-
um í eigu hreppsins. Helstu
áningarstaðir á þessari vinsælu
ferðaleið svo sem í Hvítámesi
em illa farnir af beit og traðki.
Hin aukna umferð veldur sveit-
arstjórnarmönnum og Land-
gneðslu ríkisins vaxandi
áhyggjum. Búast má við að fram
komi krafa um að gróðurlendi
við Hvítámes verði friðað fyrir
hrossum. Ennfremur að aðstaða
verði sett upp á melum fjær gróð-
urlendinu.
Beitarhólf í Hvítámesi var á
sínum tíma sett upp fyrir leitar-
menn og til að koma til móts við
ferðamenn. Nú hefur umferð hrossa
aukist svo mjög að beitarhólfíð er
ofnýtt og það þarf að friða. Enn-
fremur er gróðurlendi í kring illa
farið af traðki. Rúm tíu ár eru síðan
Tungnamenn hættu að reka hross
á afréttinn og bændur í hreppnum
láta í ljós ótta við afleiðingar stjóm-
lausrar umferðar hrossa um afrétt-
inn.
Gísli Einarsson óddviti Biskups-
tungnahrepps segir að taka þurfí
afgirt hólf á Kjalvegi upp og girða
af áningarstaði á melum þar sem
ekki er gróður. Hestamenn sem em
á ferð um hálendið verði að hafa
með sér fóður á leið sinni til að
gefa hrossunum. Umferðin sé orðin
svo mikil að gróður þoli hana ekki.
Gísli segir ástandið þannig núna
að menn spyrji ekki leyfis heldur
noti öll girðingarhólf. Aðeins einn
hafi beðið leyfís í sumar. Margir
noti rafmagnsgirðingar og setji upp
þar sem beit sé að hafa, en verst
sé þegar þær eru settar út frá ofnot-
uðum beitarhólfum.
í Biskupstungnahreppi er lagt
gjald á hveija kind sem rekin er á
afrétt og Gísli sagði ekkert óeðlilegt
að beitargjald væri lagt á ferða-
hesta. „Við gerum okkur fíilla grein
fyrir ástandi afréttarins og hrossa-
umferð í Hvítámesi er verst og þar
þarf að friða fýrir ágangi hrossa.
Við viljum hafa samvinnu við hesta-
menn um þessi mál. Það þarf á
þetta skipulag og menn verða að
skilja að það er ekki hægt að fara
yfír þetta án leyfís.“ Hann benti
og á að auðvelt væri að dreifa
umferðinni með því að gera færa
gömlu Kjalleiðina.
Guðmundur Guðmundsson fram-
kvæmdastjóri Landssambands
hestamanna sagði að sinna þyrfti
Morgunblaðið/Sigurður Jónsson
Gísli Einarsson bóndi i Kjarn-
holtum, oddviti Biskupstungna-
hrepps.
þessari umferð eins og annarri.
Hann benti á að aðilar í ferðaþjón-
ustu þyrftu að koma að þessu máli
líka, þeir seldu útlendingum þessar
ferðir. Hann sagði að þjónusta á
áningarstöðum þyrfti að vera fyrir
hendi hvort sem menn kæmu þar
ríðandi, akandi eða gangandi.
Guðmundur sagði að Landssam-
bandið teldi það ekki eftir sér að
leggja málinu lið en þetta mál
snerti marga. Ef sett væru upp
áningarhólf þyrfti að hafa umsjón
með þeim og þá kæmi upp spum-
ingin hvemig henni yrði hagað.
Hann benti á að einn liður í lausn
þessa máls gæti verið að beina
umferðinni inn á aðrar leiðir þannig
að ágangur yrði minni á hveijum
stað.
Landssamband hestamanna er
með áningarhólf á Þingvöllum og á
Hveravöllum sem greitt er fyrir
afnot af og hefur sú þjónusta líkað
vel.
— Sig.Jóns.
Atvinnuleysi
0,3% í júlí
RÖSKLEGA 9000 atvinnuleysis-
dagar voru skráðir í júlímánuði.
Flestir urðu þeir í sama mánuði
árið 1984 eða 17.000. í frétt frá
vinnumálaskrifstofu félagsmála-
ráðuneytisins segir að veruleg
eftirspurnarþensla ríki á vinnu-
markaðinum. Megi búast við því
að minni samdráttur verði í
dæmigerðri sumarvinnu í haust
en venja hafi verið undanfarin
ár.
Atvinnulaus var skráður 421
maður í mánuðinum. Það samsvar-
ar 0,3% af mannafla á vinnumark-
aði. Konur voru í meirihluta, 70%
atvinnulausra.. Af 9.123 atvinnu-
leysisdögum voru 6.434 skráðir hjá
konum, eða rúmlega tveir þriðju
hlutar. Um helmingur atvinnu-
lausra er til heimilis á höfuðborgar-
svæðinu, næst á eftir koma
Norðurland-eystra og Suðurland
með fimmtung fjöldans hvort kjör-
dæmi.