Morgunblaðið - 16.08.1987, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 16.08.1987, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. ÁGÚST 1987 Lífeyrissjóðirnir vilja 7,5% vexti árin 1988 og 1989 Ríkið athugar tilboð lífeyrissjóðanna, en næsti fundur verður á mánudag Morgunblaðið/Sverrir Jón Helgason landbúnaðarráðherra smakkar sunnudagsjógúrt Bú ’87: Nýjungar kynntar og kjötvinnsla á staðnum SKAFÍS með karamelluristuðum hnetum frá Emmess-ís er meðal þeirra matvælanýjunga sem kynntar eru á landbúnaðarsýn- ingunni Bú ’87. Sýningargestum gefst kostur á að smakka og voru margir sem notfærðu sér það á fyrsta degi sýningarinnar á föstudag. Margt var um manninn við bás Mjólkursamsölunnar og Osta- og smjörsölunnar. Þar kynnti Mjólk- Hillir undir íslenskan sigur í tölti Sigurbjörn með aðra höndina á tölthorninu Weistrach. Frá Valdimar Kristinssyni. SIGURBJÖRN Bárðarson er nú kominn með aðra höndina á tölt- homið eftirsótta sem eru verð- launin i töltkeppninni en hann varð efstur i forkeppninni á Bijáni með 97.6 stig í gær. Haf- Uði Halldórsson náði einnig góðum árangri er hann varð i fimmta sæti á ísak með 85,6 stig og verða þeir þvi báðir i A-úrslit- nm í dag. Sævar Haraldsson varð í áttunda sæti á Háfi og er hann þar með í B-úrslitum. Þeir sem fara með Sig- urbimi og Hafliða í A-úrslitin em þjóðveijamir Bemt Vidt á Örvari með 94,6 stig, Wolfgang Berg á Funa með 92 stig og Karli Zings- heim á Loftfara með 89,2 stig. Sigurður Sæmundsson varð í 16. sæti á Kolbeini með 73,2 stig og Reynir Aðalsteinsson varð í 30. sæti með 64,2 stig. Carin von Nunar frá Hollandi á Fróða varð fyrst til þess að tryggja sér heimsmeistaratitil með sigri í víðavangshlaupinu í gær. Hún hlaut 50 stig. í öðm sæti varð Eric And- ersen frá Noregi á Yiju með 46,4 stig og í þriðja sæti varð Christina Lund frá Noregi á Stormi með 44,4 stig. Hafliði Halldórsson varð í 12. sæti með 19, 4 stig og á hann góð- an möguleika á sigri í samanlögðum fjórgangi þar sem helsti keppinaut- ur hans Karli Zingsheim frá Þýskalandi datt af baki við eina hindmnina og var þar með dæmdur úr leik. ursamsalan ýmislegt fleira ísinn til dæmis sunnudagsjógúrt með ban- önum og kókos, jógúrt með hind- beijum og brómbeijum, súkkulaði- frauð, dalafrauð og ijómaskyr með jarðarbeijum. Osta- og smjörsalan kynnir nokkrar ostategundir sem nýlega em komnar í verslanir. Mozzarella ostur er nýr hér á landi, en hann má nota til að hita og bræða. Jökla- ostar með dillbragði og papriku- bragði em einnig nýir af nálinni og smurostur með baconbragði. Þá er kynnt vanilluhnoss og aprikósu- hnoss, en það em búðingar sem gerðir em úr jógúrt. Hvítlaukspylsur á grillið em nýj- ung sem Sláturfélag Suðurlands kynnir á sýningunni. Sláturfélagið kynnir líka frosna hamborgara, samlokur, forsteiktar kótelettur og franskar kartöflur sem pakkað er inn í umbúðir og er tilbúið til að setja í örbylgjuofn. Frönsku kartöfl- umar em saltaðar og þeim fylgir STJÓRN Landssambands lífeyr- issjóða hefur gert ríkissjóði tilboð um kaup á skuldabréfum sjóðanna árin 1988 og 1989 með 7,5% vöxtum, en þetta fjármagn rennur til Byggingarsjóðs ríkis- ins. Þetta kom fram á fundi stjórnar Landssambands lífeyr- issjóðanna með fulltrúum fjármálaráðuneytis, félagsmála- plastgaffall í umbúðunum. Meðal annarra matvæla sem Sláturfélagið kynnir er franskt smurpaté, pipar- og paradísaráleggspylsur, fitus- nautt hangikjötsálegg og baconsk- inka. Kaupfélag Eyfírðinga leggur að- aláherslu á að kynna ellefu tegundir af niðurstöðuvömm, þijár gerðir spægipylsum og nýja Hawaiipylsu, sem er áleggspylsa með krydd- og grænmetisblöndu. Kjötiðnaðardeild Sambandsins hefur nýlega sett á markað soðið hangilæri og soðinn framhrygg og kynnir það á sýningunni ásamt fleiri vömm. Félag íslenskra kjötiðnaðar- manna er með stóran bás á sýning- unni þar sem þeir sýna vinnslu kjöts, frá því að það kemur úr slát- urhúsinu og þar til það er komið í hendur neytandans. Kjötiðnaðar- mennimir hluta niður og úrbeina kjötið sem síðan er selt á sýning- unni. ráðuneytis og Húsnæðisstofnun- ar á miðvikudag. Fulltrúar ríkisins tóku sér frest til mánu- dags til að íhuga tilboðið. „Við teljum þetta vexti, sem eru í fullu samræmi við lög og reglu- gerð um húsnæðisstofnun og í samræmi við þá vexti, sem ríkið býður á spariskírteinum sínum, sem er frá 7,2% upp í 8,5%,“ sagði Pétur Blöndal, formaður Landssambands lífeyrissjóða í samtali við Morgunblaðið. Samkvæmt tilboði lífeyrissjóð- anna eru bréfín til 20, 25 og 30 ára, sem er óbreytt frá síðasta ári. Skuldabréf lífeyrissjóðanna bera 6,25% vexti á þessu ári og eiga að bera 5,9% vexti á næsta ári, samkvæmt samningum lífeyr- issjóðanna og ríkisins frá síðasta ári, en þá vexti vilja lífeyrissjóðim- ir endurskoða, enda em ákvæði um endurskoðun í samningnum, ef bankavextir eða vextir á spa- riskírteinum breytast. Bankavextir hafa hækkað og vextir á spariskír- teinum hækkað úr 6,5% upp í 8,5%. Fjármagnið, sem ríkið ætlar að taka að láni hjá lífeyrissjóðunum á þessu og næsta ári, nemur um fjórum milljörðum hvort ár, að sögn Péturs, en kaupi lífeyrissjóð- imir skuldabréf ríkissjóðs fyrir 55% af ráðstöfunarfé sínu, hafa félagar þeirra full réttindi til hús- næðisláns. Pétur sagði að þetta ij'ármagn myndi fara vaxandi á næstu áram, þar sem nú ætti að greiða til sjóðanna af öllum laun- um, í stað einungis af dagvinnu- launum áður. Auk þess væra eignir sjóðanna að vaxa. Um áhrif hærri vaxta af skulda- bréfum lífeyrissjóðanna á vexti af húsnæðislánum, sagði Pétur. „Þetta er í sjálfu sér ekki mál lífeyrissjóðanna, þar sem þeir vora ekki spurðir ráða þegar þetta hús- næðislánakerfí var búið til og meira að segja forðast að hafa samráð við þá. Menn gera því skóna að þessi vaxtahækkun muni leiða til vaxtahækkunar hjá lántak- endum húsnæðislána og kenna lífeyrissjóðunum um. Það sem er að gerast er að sjóðimir era að fara fram á þá vexti sem markað- urinn býður og það að vextir skuli vera svona háir á íslandi í dag er vegna mikillar eyðslu og halla á ríkissjóði. Þetta er því ekki lífeyris- sjóðunum að kenna.“ Pétur sagði að 1% hækkun á vöxtum til húsnæðisstofnunar þýddi um 16% aukningu á greiðslu- byrði hjá lántakendum. Þannig væri mánaðarleg endurgreiðsla af hámarksláni, sem væri nú 2.562.000, 10.180 krónur á mán- uði, miðað við 40 ára lánstíma og 3,5% vexti. Greiðslubyrðin hækk- aði um 1.570 krónur á mánuði miðað við 1% vaxtahækkun og mánaðarleg endurgreiðsla, afborg- un og vextir, yrði 11.750 krónur á mánuði. Gamla flugstöðin afhentí vikunni GAMLA flugstöðvarbyggingin verður afhent varnarliðinu • þessari viku við formlega athöfn. Skrifstofa flugmálastjórnar flyt- ur um helgina í hina nýju flugstöðv- arbyggingu og hafa starfsmenn flugmálastjómar verið að pakka saman undanfama daga. Verða þeir komnir á hinn nýja stað á mánudaginn. Rúnimar leið til sjálfsþekkingar - segir Ralph Blum, banda- rískur rúna- fræðingnr HÉR A landi er nú staddur Ralph Blum, bandariskur mað- ur sem hefur mikið rannsakað rúnii' og merkingu þeirra, og gefið út bók um það efni sem selst hefur í 600.000 eintökum nm allan heim. Morgunblaðið náði tali af Blum áður en hann hélt upp á Amarstapa á Snæ- fellsnesi þar sem hann tekur þátt í mótinu Snæfellsás ’87. Þetta er fyrsta heimsókn Blums til íslands, en hann hefur lengi haft mikinn áhuga á íslenskri menningu. Þann áhuga má rekja aftur til 1962 þegar hann var staddur í Moskvu, og kynntist þar Kristjáni Guðmundssyni, þáver- andi sendiherra, og Stellu, dóttur hans, en þau komu honum í kynni við íslenskar bókmenntir. Blum, sem útskrifaðist í rússneskum fræðum frá Harvard-háskóla, þekkti til rúnasteina í Rússlandi frá ferðum víkinga þangað, en við lestur Hávamála og Snorra-Eddu vaknaði hjá honum áhugi á merk- ingu rúnanna. I Hávamálum lýsir Óðinn merk- ingu 16 rúna, og sú lýsing er grunnurinn að rúnatáknmáli Blums eins og það birtist í bók hans, en Blum hefur endurraðað rúnastafrófinu þannig að fyrsta rúnin er tákn sjálfsins, en sú síðasta tákn almættisins. Víking- ar notuðu rúnimar bæði til leið- sagnar í lífínu og til galdra, að sögn Blums. Hann sagðist þó ekki vera neinn galdramaður, en telur að rúnatáknmálið geti verið mikil- væg leið til sjálfsþekkingar, og rúnimar geti bent mönnum á leið út úr vandamálum. „Krafturinn er ekki fólginn í rúnunum sjálfum sem slíkum," sagði Blum, „heldur getur notkun rúnanna til leiðsagn- ar dregið andlega orku einstakl- ingsins upp á yfírborðið." Víkingamir töldu að rúnimar gætu komið þeim í samband við goðin, en nútímaskýring á mætti þeirra gæti verið sú að leiðsögn rúnanna hjálpaði mönnum að ná sambandi við eigin undirmeðvit- und. „Ef Freud og Jung hefðu verið vfkingar," sagði Blum, „hefði notkun rúnanna líklega aldrei lagst niður." Rúnimar era ekki véfrétt, heldur eru þær „sið- ferðilegur áttaviti;“ þær gefa ekki bein svör við vandamálum fólks, heldur benda þær á leiðir sem menn geta reynt til að leysa úr þeim af sjálfsdáðum. Blum sagðist vilja taka það fram að kristin trú og notkun rúna til leiðsagnar séu alls ekki andstæður, enda sé hann sjálfur kristinn. Þessu til áréttingar skreytir hann forsíðuna á rúnabók Morgunblaðið/Þorkell Ralph Blum með rúnabókina. sinni með upphafserindi úr ljóði sem ritað er með rúnaletri á ensk- um steini frá 6. öld, þar sem viðurinn á krossi Krists segir frá því er hann hélt uppi frelsaranum. Blum var boðinn hér til lands á Snæfellsássmótið, en hann sagðist einnig koma hingað til lands til að ræða við Einar Páls- son, sem hann sagði vera einstak- lega skapandi fræðimann sem nyti ekki lfkt því eins mikillar við- urkenningar og hann ætti skilið hér á landi. Blum mun halda nám- skeið um leiðsögn rúnanna f Þrídrangi við Tryggvagötu helg- ina 22.-23. ágúst næstkomandi, en síðan heldur hann utan til Bandarikjanna þar sem hann mun kynna nýjustu útgáfuna af rúna- bók sinni í 26 borgum, en bók hans „The Book of Runes" hefur nú selst í 600.000 eintökum um allan heim, og mun vera væntan- leg í íslenskri þýðingu innan skamms. Blum býr núna í Malibu Beach í Kaiifomíu, og hann skaut þvf að að hann búi f næsta húsi við Shirley MacLaine. Að lokum spjallsins bað blaða- maður Blum að sýna sér hvemig bera ætti sig að við að fá leiðsögn rúnanna í ákveðnu vandamáli. Þegar rúnimar höfðu gefíð um- sögn sína um vandamál blaða- manns (sem gaf ekki tilefni til bjartsýni), stakk Blum upp á því að beðið yrði um almenna ráðlegg- ingu rúnanna til allra lesenda Morgunblaðsins. Blaðamaður tók sér það bessaleyfi að seilast ofan í pokann með rúnatáknunum fyrir hönd lesenda, og dró upp upp- hafsrúnina í kerfí Blums, sem nefnist „mannaz", og er tákn sjálfsins. Um þetta tákn segir m.a. í rúnabókinni: „Sjálfíð er byijun alls. Vatn er innsta eðli þess. Gott samband við sjálf sitt er framskilyrði þess að ná góðu sambandi við aðra og almættið." Þeim sem kynnu að hafa áhuga á að kynnast betur leiðsögn rún- anna, skal bent á að hafa samband við Þrídrang, sem gefur allar upp- lýsingar um námskeið Blums.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.