Morgunblaðið - 16.08.1987, Blaðsíða 34
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. ÁGÚST 1987
Geirþrúður Guðjóns-
dóttir - Minning
Fædd 16. ágúst 1907
Dáin 15. júlí 1987
Þann 15. júlí 1987 andaðist í
Borgarspítalanum frænka mín,
Geirþrúður Guðjónsdóttir.
Geirþrúður fæddist 16. ágúst
1907 á Saurum í Helgafellssveit og
hefði því orðið áttræð í dag. For-
eldrar hennar voru Guðjón Guð-
mundsson og Kristín Jóhannesdótt-
ir og var hún ein af átta systkinum
sem upp komust, en sex þeirra eru
nú látin. Geirþrúður ólst upp í föður-
húsum og hjá móðursystur sinni,
sem bjó á Saurum og síðar í
Drápuhlíð í sömu sveit.
Æviferill Geirþrúðar verður ekki
rakinn hér, en rétt er að minnast
á, að um margra ára skeið bjó hún
á Saurum ásamt bræðrum sínum.
Hún unni alla tíð mjög sveit sinni
og dvaldist þar oft á sumrin eftir
að hún fluttist á mölina. Geirþrúður
giftist ekki og var bamlaus, en hún
var mjög bamgóð og nutu margir
þess, ekki síst við systkinin. Frænka
mín hafði mjög gaman af að ferð-
ast og dvaldist hún m.a. um tíma
í Englandi og Danmörku.
Geirþrúður las mikið og var allt-
af reiðubúin að miðla okkur af
reynslu sinni og þekkingu. Ég
minnist með þakklæti margra
ánægjustunda sem ég átti með
henni.
Síðustu 20 árin bjó hún á Reyni-
mel 76 og gat dvalist heima að
mestu uns hún þurfti að fara á
sjúkrahús í nóvember 1986. Geir-
þrúður bar alla tíð mikla umhyggju
fyrir frændfólki sínu og fylgdist vel
með öllu fram á síðasta dag.
Ég og fjölskylda mín viljum
þakka frænku samfylgdina. Blessuð
sé minning hennar.
Matthildur Jónsdóttir
Steinunn Gróa Bjama-
dóttir - Minning
Á morgun fer fram frá Fossvogs-
kirkju útför vinkonu minnar og
samstarfskonu, Steinunnar.
Það var á jólaföstu fyrir nærri
tuttugu og tveimur árum að fundum
okkar Steinunnar bar fyrst saman.
Hún hafði ráðið sig til vinnu fyrir
jólin á Saumastofuna Verið, þar
sem ég hafði unnið í eitt ár. Ég
man enn bros hennar er hún heils-
aði mér og hlýtt handtak. En þetta
var upphaf tuttugu og eins árs sam-
starfs er aldrei bar skugga á. Eftir
svo langa samveru fer ekki hjá því
að margar minningar komi upp í
hugann á kveðjustund.
Margt höfum við talað í gegnum
árin. Oft vorum við tvær í matartím-
um vikum og mánuðum saman,
sögðum hvor annarri sögur úr dag-
lega lífínu og hlógum dátt. Ræddum
IDNFYRIRTÆKI?
FISKVINNSLA? NIATVÆIAIDNADUR?
ASIACOHF. REKSTRARVÖRUDEILD BÝDUR FJÖLBREYTTA ÞJÓNUSTU!
Sölumenn rekstrarvörudeildar:
Sig. óttar Hreinsson, Eyjólfur Karlsson,
Sverrir Fjeldsted, Anton Pálsson,
og Gróta Ingólfsdóttir.
um bömin og síðari ár voru bama-
bömin efst á blaði, stundum lagður
kapall. Þetta leið allt svo ótrúlega
fljótt. En fyrir kom að við ræddum
alvarlega hluti. Trúmál voru okkur
báðum kærkomið umræðuefni og
trúðum við báðar á líf í öðmm og
betri heimi. Ifyrir utan vinnu áttum
við saman marga ánægjustund hvor
heima hjá annarri og hjá dótturinni
á Hamraendum. í góðra vina hópi
var Steinunn manna glöðust.
Hún sem hér er kvödd hét fullu
nafni Steinunn Gróa Bjamadóttir,
fædd á Reykjafírði við ísaijarðar-
djúp 9. september 1924, dóttir
hjónanna Guðrúnar Ólafsdóttur, af
vestfírskum ættum, og Bjama Há-
konarsonar frá Reykhólum. Stein-
unn var gift Trausta Eyjólfssyni,
lögreglumanni er lést langt um ald-
ur fram árið 1971 eftir erfíð veik-
indi. Þetta_ var erfitt tímabil fyrir
Steinunni. I veikindum Trausta kom
fram hversu sterk hún var, róleg
og yfirveguð. Steinunn og Trausti
eignuðust tvö böm, Inger Oddfríði,
fædda 13. janúar 1951, og Bjarna
Hákon, fæddan 25. mars 1953.
Inger er gift Magnúsi Magnússyni,
bónda á Hamraendum, og eiga þau
5 böm. Bjarni var kvæntur Sigríði
Georgsdóttur en þau hafa slitið
samvistir.
Flestar helgar og hátíðir fór
Steinunn upp að Hamraendum.
Dótturbömin voru miklir sólargeisl-
ar í lífi hennar.
Steinunn var lagleg kona, frekar
smávaxin, með dökkt hár er gránað
hafði með ámnum, skær og falleg
augu, fallegt bros og hlý í viðmóti.
Hún hafði létta lund, en var föst
fyrir ef því var að skipta, mjög
þægileg í umgengni. Hún var vel
hraust þar til fyrir 5 ámm að sjúk-
dómur sá gerði vart við sig er leitt
hefír til vistaskipta er hér hafa orð-
ið, en hún lést í Landspítalanum
að morgni 7. ágúst.
Ég fylgdist vel með því hvernig
veikindi Steinunnar ágerðust. Oft
mætti hún sárþjáð til vinnu. Hún
kvartaði aldrei og svar hennar var
ætíð: „Það er ekkert að mér.“ Henni
þótti sælla að gefa en þiggja. Það
varð að ráði að Elín, dóttir mín, fór
í sveit að Hamraendum og var þar
í 6 sumur í góðu yfírlæti. Hún tók
miklu ástfóstri við fólkið og ekki
síst Steinurtni, er hún kallaði jafnan
ömmu Steinu. Hún flytur hér sínar
bestu þakkir fyrir alla umhyggju
og ástríki og flytur Inger, Magnúsi
og bömum ásamt Bjama einlægar
samúðarkveðjur.
Nú er komið að kveðju um sinn.
Eftir er minningin um góða konu.
Stóllinn í hominu er hnípinn. Ég
veit ég mæli fyrir munn margra
samstarfsstúlkna okkar og þakka
ánægjuleg kynni. Ég geymi hinsta
bros hennar til mín í hjarta mínu
og trúi á endurfundi. Við hjónin
færum öllu venslafólki innilegar
samúðarkveðjur. Bjama, Inger,
Magnúsi og bömum fæmm við
bestu kveðjur. Megi Guð styrkja
þau í sorginni.
„Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.“
(V.Briem)
Erna
Hreinsiefni
Á öllum vinnustöðum þarf eitthvað að
hreinsa: áhöld, tæki, vélar, gólf... Við
bjóðum fjölbreytt úrval hreinsiefna frá
RJW inc í Bandaríkjunum og fleiri
viðurkenndum framleiðendum. Þú
segir okkur hváð þarf að hreinsa -
við finnum rétta hreinsiefnið fyrir þig
og kennum þér að nota það.
Olíuvörur
Hjá Asiaco hf. - rekstrarvörudeild
færðu olíuvörur, m.a. frá Oil Re-
search Center og Vickers, jafnt fyrir
fíngerðustu tæki sem stærstu véla-
samstæður: smurolíur, gírolíur,
brunahvata í eldsneyti, ryðolíur, ryð-
leysi og ótal margt fleira. Við leiðbein-
um við val á réttu efni.
asiaco hf
Vesturgötu 2, Pósthótf 826,
121 Reykjavik, Sími: 91-26733
Hafðu samband við Asiaco hf. -
rekstrarvörudeild! Við veitum þér
allar nánari upplýsingar. Sérfræðileg
þekking okkar er trygging fyrir þeirri
þjónustu sem þú leitar eftir.
Asiaco hf. - rekstrarvörudeild
auðveldar þér reksturinn!
Frá upphafi höfum við lagt okkur fram
um að bjóða aðeins úrvals vörur og
efni og aðstoða við val þeirra og
notkun. Þannig teljum viö að okkur
takist best að þjóna fyrirtækjum í öll-
um starfsgreinum. Kynntu þér þjón-
ustu okkar. Hjá Asiaco hf. - rekstrar-
vörudeild færðu réttu rekstrar-
vörurnar í fyrirtækið.
Perfect olíusían
Perfect olíusían er ekki aðeins
fádæma endingargóð, heldur sparar
hún einnig smurolíu til mikilla muna.
Perfect oiíusían er nú í notkun í tug-
um íslenskra skipa.
Tork þurrkur
Hvort sem er á bílaverkstæði eða
hárgreiðslustofu, skrifstofu eða
sjúkrahúsi, alls staðar er þörf fyrir
einhvers konar þurrkur. Tork kerfið
samanstendur af hylkjum og grindum
ásamt einnota þurrkum af ýmsu tagi.
f úrvalinu frá Asiaco hf. finnur þú
þurrkurnar sem þú þarft að nota.
^Nn,>NA,xiK
*v*« r-tnSlA
Lyftibúnaður
Kuplex keðjuáslættir úr stáli eru
hannaðir til að þola mikið álag við
erfiðar aðstæður. Búnaðurinn er þjáll
í meðförum og tekur lítið geymslu-
rými. Við bjóðum einnig Deeweld
gámaklær, SpanSet stroffur, borða
og strekkjara og allar gerðir af víra-
stroffum frá eigin víraverkstæði.